Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.05.2008 at 23:31 #622332
Það er ekki rétt að Landsfundur hafi komið með lagabreytingatillögur…þar var hvergi samþykkt eitt eða neitt í sambandi við lög félagsins og hefði hvort sem er ekki verið til neins. Landsfundur hefur ekki nein völd en ýmis skilaboð voru send stjórn eins og t.d. var mælt þar eindregið með því að hafa spjallþráð bara fyrir félagsmenn. Eins var mikið rætt um lokanir á skálum. Landsfundur á að vera stefnumarkandi fyrir stjórn en það er best að fyrverandi stjórnir svari því hvort eitthvað er gert með það sem þar fer fram.
En hvaða pælingar eru þetta með að hver eða hverjir koma með tillögur á aðalfund. Vantar einhvern til að tala ílla um???
Það sem skiptir meira máli er hvernig þær eru afgreiddar. Þegar lagabreytingatillögur koma fram, eins og var á fundinum, þá er hægt að hræra og breyta þeim að vild allt eftir tillögum fundarmanna. Þarna var búið að opna nokkrar greinar og hefði verið hægt að laga þær ef þörf hefði verið á.
En ég er á því að það þurfi að skoða lögin okkar vandlega og lagfæra ýmsa hluti.kv,
Halldór
06.05.2008 at 17:19 #622278Við skulum halda okkur við málefnin og reyna að leggja fortíðarleiðindi á hilluna og horfa til framtíðar.
Ný stjórn kosin og gefum henni tækifæri.Friðarkveðja,
Halldór
06.05.2008 at 16:09 #622266Samkvæmt lögum þá er þetta hárrétt, hjá Birni félaga vorum, að tillögur þurfi að berast í fundarboði. En sér einhver einhversstaðar eitthvað um lagabreytingar hvenær þær eiga að berast eða flokkast laga breytingar undir tillögur?
En við verðum bara að fá að sjá fundargerðina til að geta skorið úr um þetta. En stjórn klúbbsins hefur valdið hvað þeir gera eftir sem áður en samkvæmt þessu þá ber þeim ekki skylda til þess.
Bið þá sem ég hef verið að ergja út af þessu innilegra afsökunar. Það hafa reyndar komið út úr þessu hinar ágætustu ábendingar um að hluti vefsins yrði lokaður þ.e.a.s. meira en bara innanfélagsmál eins og t.d. skálamál og fl. sem engum koma við nema okkur.
En þessi tillaga eða ályktun kemur fyrst og fremst fram vegna óeyrða á spjallinu sem hafa ekki verið til fyrirmyndar á opinberum vettvangi.Ég er sammála að fundarstjóri stóð sig vel og hann var einmitt valinn þar sem hann var bæði óháður og talinn einn sá besti enda að kenna þetta.
kv,
Halldór
06.05.2008 at 15:23 #622484ræða þetta mál og læra af þessu. Ekki er kannski hægt að saka Pál hjá FÍ um uppspuna þar sem nokkur vitni gáfu sig fram við hann og fullyrtu að bílstjórinn hefði verið ölvaður. (samkvæmt 24 stundir) Það kom einnig fram í sömu grein að ferðafélagar hans, sem voru vitni líka, sögðu að hann hefði verið alsgáður. Vonum að hið síðara sé rétt. En kannski eru mistökin að tilkynna ekki slysið strax til viðkomandi yfirvalda. Það vekur alltaf grunsemdir. En ég er á því að drykkja hafi minnkað til muna á fjöllum og sér í lagi ölvunarakstur. Ef við erum vinir vina okkar þá eigum við að taka af þeim bíllyklana ef þeir fara í þann gírinn að vilja aka. Það er oft nóg að ætla færa bílinn aðeins og þá skeður eitthvað. Tek það fram að ég er ekki að alhæfa neitt hvernig þetta atvikaðist þarna í Landmannalaugum.
Beggi samkvæmt mynd í Fréttablaðinu þá er hún tekin í myrkri en spurning hvað bíllinn lá lengi þarna.kv,
Halldór
06.05.2008 at 01:57 #622462hélt ég að hefði komið skýrt fram. Eitthvað er þetta nú viðkvæmt fyrst þú æsir þig svona yfir þessu Helgi….er eitthvað sem þú veist betur en ég eða Fréttablaðið?
kv,
Halldór
06.05.2008 at 01:34 #622232Það er rétt að við Erlingur komum frá sömu deild og höfum ólíkar skoðanir hvað þetta varðar. Við erum meira að segja saman í stjórn og hefur gengið vel að vinna saman. Erum samt sem betur fer það þroskaðir að geta virt skoðanir hvors annars. Þó að hafi átt að reyna að útiloka landsbyggðadeildirnar frá því að meiga greiða atkvæði á þessum aðalfundi þá þurftu menn ekki að hræðast okkur svona mikið og dæmin sanna með t.d. okkur Erling að við erum ekkert alltaf sammála. En hvaða skilning sem Stefanía hefur á tillögum á aðalfundi þá er ekki nokkur vafi á því að þarna var samþykkt að hafa spjallvefinn eingöngu fyrir fullgilda félagsmenn og það er ekki af ástæðulausu. Þetta var líka niðurstaða landsfundar í sumar sem á að vera stefnumarkandi fyrir starfsemina. Aðalfundur er okkar lýðræði og þar var meirihluti sem þetta samþykkti. Það er stundum óþægilegt þetta lýðræði þegar það er gegn manns skoðun.
kv,
Halldór
05.05.2008 at 20:41 #622452var þetta bíll frá ferðaskrifstofu sem gæti svo sem þýtt hver sem er. En göróttur drykkur var víst viðhafður þegar ekið var og síðan var víst stungið af vettvangi. Ég vona bara innilega að þetta hafi ekki verið maður eða menn úr félaginu þarna á ferð þar sem þetta er til háborinnar skammar og jafnvel brottrekstrasök ef rétt er.
Að aka túristum gegn gjaldi og detta svo í það og aka síðan skelþunnur daginn eftir er líka alvarlegt mál.kv,
Halldór
05.05.2008 at 16:22 #620710Benni. Ég held að við getum verið sammála að hann dafnaði. Að sjálfsögðu óx hann líka en kannski ekki eins hratt og hefur verið. En hvað ætli séu margir sem hafa gengið í klúbbinn og er skítsama út á hvað hann gengur og eru jafnvel bara að nota afslætti og kjör sem félagsmaður hefur rétt á?
Miðað við aðsókn á fundi, ferðir og annað sem klúbburinn stendur fyrir þá er ótrúlega lág prósenta af virku fólki. Það að geta ekki mannað nefndir í þessum "stóra klúbbi" er sönnun þess.kv,
Halldor
05.05.2008 at 15:43 #620706Það sem mér virðist að fólk hafi áhyggjur af….. er hvort fólk kynnist ekki klúbbnum eða geti ekki vitað hvað það er að fara út í, ef það er að hugsa um að ganga í klúbbinn, nema geta farið inn á spjallið. Ég held að undanfarið nánast ár hafi ekki verið spennandi kostur að ganga í blessaðan klúbbinn okkar ef menn hafa metið það út frá spjallþráðum. Það að fólk viti ekki hvað það er að fara út í fyrr en það straujar kortið eru náttúrulega ýkjur. Það er fullt af efni á vefnum þ.á.m. lög félagsins sem segja til um tilgang hans.
Hvernig fór klúbburinn að hér áður fyrr þegar spjallið eða heimasíðan var ekki til? Hvernig tókst klúbbnum eiginlega að vaxa og dafna hér í denn….????kv,
Halldor
05.05.2008 at 12:27 #620700Ég er á því að við þurfum að prufa þetta þ.e.a.s. að hafa spjallið eingöngu fyrir fullgilda félagsmenn. Aðal ástæðan fyrir þessu er að undanfarið hafa allir orðið vitni að þeim leiðindum og orðaskaki sem hefur farið fram á sjallinu. Þetta hefur borist um víðan völl og efa ég ekki að hlakki í sumum að vita að jeppamenn séu ekki samstíga. Við eigum fullt af óvinum…þá á ég við fólk sem er á móti okkar ferðamáta og tækjum. Ef spjallið okkar verður okkur til sóma þá er ekkert því til fyrirstöðu að koma á næsta aðalfund breyta þessu til baka. Stjórn getur boðað líka til aukaaðalfundar ef hún sæji ástæðu til að breyta þessu. En aðalfundur er æðsta vald og þar var þetta samþykkt með töluverðum meirihluta.
kv,
Halldór
05.05.2008 at 11:49 #621444Þetta er rétt hjá Agnari að þetta er smá galli á lögum. Ég skora á þig Agnar að koma með lagabreytinga tillögu á næsta aðalfund og laga þetta. Það er líka rétt að það ekkert vit að neyða þau fáu prósent af félagsmönnum sem mæta á aðalfund að taka að sér eitthvað sem þeir hafa kannski ekki áhuga eða tíma fyrir.
Annars var þetta bara ágætur og málefnalegur fundur.kv,
Halldor
03.05.2008 at 23:46 #621390Kannski eru þær að grínast en öllu gríni fylgir alvara. Það hlýtur að meiga koma með tillögur um fleiri en eina stjórn. Allir eru í framboði og hafa fullan rétt á að bjóða sig fram.
Eins og ég hef áður sagt hér á vefnum þá hefur aðalfundur einn um þetta segja og það er alveg sama hvað við röflum hér á netinu.Mætum á aðalfund og forðum félaginu frá rauðsokkusjórn.
kv,HG
19.04.2008 at 01:17 #620802Hvar tala ég um vera hlyntur lokunum á menn?
Ég vona Benni að þú sért bara að grínast.
Að sjálfsögðu meiga menn hafa skoðanir og ég þar með talinn.
Áttu ekki að vera farinn að sofa?Kveðja,
Halldór
19.04.2008 at 00:18 #620794Ég er undrandi á allri þessari reyði í mönnum hér og hvernig fullorðnir, jafnvel hámenntaðir, menn missa sig í hótunum og leyðindum. Eins og ég skil þetta rétt þá snýst málið um það hvort stjórnarmenn sem kosnir voru lýðræðislega til tveggja ára sytji út sinn tíma. Hafið þið hugleitt hvort þeir ætli bara ekki að hætta og séu jafnvel í hláturskasti heima á stofu gólfi yfir öllum þessum látum. Ég trúi ekki að nokkur úr núverandi stjórn hafi áhuga á að vinna frekar fyrir þennan klúbb eftir allt sem á undan er gengið. En áttum okkur samt á því að það er alveg sama hvað er þussað og þvælt hér á vefnum því aðalfundur er ákvörðunar valdið og einhver undarskrifta listi er svipað marktækur og dekkið sem Sturla forseti Alþingis fékk um daginn. (Með allri virðingu fyrir þeim mótmælum.) Kæmi mér ekki á óvart þó dekkið væri komið í endurvinnslu. Teljum upp að 10 og róum okkur…það eru ekki margar dagar í aðalfund og ég ætla rétt að vona að menn fari málefnalega í öll mál þar og komi fram af kurteysi.
Kveðja,
Halldór
Formaður Eyjafjarðardeildar
17.03.2008 at 23:12 #617812Það er svo augljóst að Síminn er bara að eltast við Vodafone og sér að fljótlegra er að setja upp langdrægt GSM heldur en CDMA2000 kerfi. Það er synd að gróða sjónamið verði gæðum að falli því það gefur auga leið að 450mhz tíðni næst betur en 900mhz. Síminn er einfaldlega að reyna að stoppa okkur svo við förum ekki yfir til Vodafone. Eru bara að auglýsa kerfi sem er ekki til.
kv,
HG
17.03.2008 at 01:12 #202113Er einhver heiðurmaður sem á jeppaleiðir á og við Drangajökul? Ég á nokkrar en vantar aðalega af jökli og niður í Reykjafjörð. Ég er einnig í vandræðum með Mapsource. Á fullt af gömlum Mapsource skrám sem opnast ekki í ný uppfærðum Mapsource. Er ekki til eitthvað einfalt forrit til að færa þetta yfir eða þarf ég að hafa einhverja eldri version til að breyta þessu?
kveðja,
HG
17.03.2008 at 01:04 #616742Már sýnist þetta vera stýrisdemparinn sem þú ert að taka feil á.
kv,
HG
25.02.2008 at 00:29 #614932Það er gaman að jeppamenn hafi skoðun á Eurovision. Benni hefur nokkuð til síns máls að ég tel. Það að senda ekki alvöru tónlistarfólk í svona keppni er eins og að senda próflausan ungling einbíla á fjöll á jeppa. Það gæti gengið en afar ólíklegt. Hingað til hafa tónlistarmenn farið út að keppa fyrir Íslands hönd og líka eins gott. Silvía Nótt er tónlistar menntuð og er ekki undanskilin. Þeir sem segja að Eurovision sé leiðinlegt hafa fullan rétt á þeirri skoðun og það er allra val hvort þeir fylgjast með þessu eða ekki. En að þurfa að klína einhverjum atriðum í keppnina til að gera lítið úr keppninni það er eins og að reyna að troða einhverjum í fótboltalið sem getur ekkert í fótbolta bara af því að fótbolti er svo leiðinlegur. En hvernig ætli standi á því að þessi keppni hefur mest sjónvarpsáhorf af öllum þáttum??? Fyrir svo utan hina sem þykjast ekki horfa á. En þeir sem eru svona pirraðir yfir þessu eiga bara að gera eitthvað annað eins og t.d. að horfa á fótbolta eða eitthvað álíka. Mér finnst t.d. ekkert gaman af fótbolta en hef ekki fundið þá þörf hjá mér að rakka hann eitthvað niður.
kv,
HG
18.02.2008 at 23:18 #606268Það verður ekkert gaman að ferðast með þér á ferlíkinu. Þetta drífur of mikið……annars væri nú kannski gott að hafa þig ef að væri mjög vont færi…maður kemst þá allavega á leiðarenda ef maður húkkar spotta í ferlíkið.
En til hamingju með fyrsta túrinn.
Eru ekki til einhverjar myndir úr ferðinni?kv,
HG
13.02.2008 at 22:05 #613848Elli minn ef við segjum að t.d. 40 manns kæmu á þorrablótið hjá okkur. Hvað er það stór prósenta af skráðum félögum Eyjafjarðardeildar? Og ef þú notar þessa sömu prósentu á deildina sem Hlynur er í….hvað ættu þá margir að mæta þar á þorrablót? humm……..
kv,
HG
-
AuthorReplies