Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.10.2011 at 23:10 #739233
Kæru félagar,
Við ætlum að útkljá þessi bílamál á föstudagskvöldið … en svosem ágætis mál að kynda aðeins upp í mönnum þannig að umræður verði heitari. En Elli þú mátt koma með börn með þér en þau verða þá að vera á aldrinum 20+ . Hvað eldsneytiseyðslu varðar milli Patrol og Musso skal ég ekki tjá mig mikið um en finnst langt gengið ef menn eru að sóa bjór á grútarbrennarana.Uppfærður þátttökulisti:
Halli G
Halla
Eisi
Raggi
Erlingur
Jói Hauks
Elías
Vésteinn
Tryggvi (mikli fengur)Svo er nú spurning að fara hringja í þá sem kunna ekki á tölvur eða fara sjaldan hér inn.
11.10.2011 at 09:26 #739223Það þarf náttla ekkert að vera ræða þetta með Trooper … bara það að þinn sé ennþá götunum segir meira en allt Varðandi hjálmanotkun Erlingur … í þínum sporum væri ráðlegt að hafa hjálm meðferðis og líka væri sniðugt að fela golfkittið ef við endum heima hjá þér.
Þeir sem eru þá komnir eru:
Halli G
Halla
Eiður
Raggi
Erlingur H
Jói Hauks
Vésteinnsvo finnst mér þessir líklegir:
Pétur
Elmar
Björn yngri og eldri
Grétar
Elías Þ
Eysteinn
Bubbi
Siddi
Stebbi Hösk
Jói Björgvins
Kristinn Höfða
Jón Gnarr (eða Gunnar)og fl.
10.10.2011 at 21:08 #220746Nú verður fjör … Skemmtinefnd Eyjafjarðardeildar er það sönn ánægja að tilkynna fyrsta alvöru skemmtikvöld starfsársins. Við byrjum á að hittast í Bögglageymslunni, sem er í Gilinu, kl. 20:00 föstudagskvöldið 14. oktober. Nú er málið að fara í sitt næstfínasta púss og taka gleðina með í tösku. Við byrjum á vínkynningu, förum síðan í keilu og förum eftir það á afvikinn stað til að ræða hvort Amerískt drasl sé betra en það Japanska eða hvort Nissan eða Toyota sé málið. Gott væri að hafa með sér, öxul í Toyotu, vél í Patrol, tappasett, krossa fyrir Ameríska og lausann pening, ca. 2.000- kr., til að styðja deildina í smá útlögðum kostnaði.
Allar líkur eru á að langferðabifreið eða stuttferðabifreiðar verði notaðar til að skutla mis sjálfbjarga félögum á milli staða.
Endilega skrá sig þeir sem ætla koma því fleiri komast að en vilja.Skemmtinefnd Eyjafjarðardeildar 4×4.
Halli G
Halla
Eiður
Raggi
16.04.2011 at 18:18 #727819Meiri djöfxxxxx aumingjar eru svona menn og ákaflega bjartsýnir. Það rétt að þetta er eina akkurat svona Tacoman á landinu. Það eru til 5 svona bílar en þetta er eina sem er hvít.
Vona að bíllinn finnist sem fyrst og ótjónaður.HG
08.04.2011 at 11:36 #726031Vonandi að komi sem flestir … ekki hverjum degi sem við verðum 20 ára
06.01.2011 at 10:53 #715148[quote="jsk"]Ég var beðinn um að tilkynna það að Bubbi og Eiður ætla að mæta og það strax á föstudagskvöld, enda veðurspá góð samkv. Bubba. Ég er jafnvel að hugsa um að fara líka, þ.e.a.s. ef ég finn út hvernig á að taka olíu á Patrolinn, en það er svo langt síðan það var gert að ég man varla hvar áfyllingin er.
Skjölli þú getur litið í owners manual og komist að þessu og svo er oft ör við mælinn sem vísar á þá hlið sem áfyllingin er. En eins og þú bendir á þá fara nokkrir á föstudag eins og Eiður, Bubbi kóari, Pétur, Ölli, Ég og vonandi að Skjöldur verði búinn að finna áfyllinguna.
kveðja, HG
04.11.2010 at 12:10 #215591Ágætu jeppamenn og konur!
Vona það líti ekki ílla út þó ég láti vita hér af mikilli útsölu K2M á Akureyri. Þetta verður einungis á milli 17:00-19:00 á morgun föstudag. Þeir virðast ætla hætta með allt sem viðkemur jeppum og það á að reyna hreinsa út sem mest af vörunum. Ég var að vinna hjá þeim fram að síðustu áramótum og veit nokkurn veginn hvað er til þarna í kjallaranum og þeir hafa einnig beðið mig um að vera á staðnum til aðstoðar og útskýringar á þessum hlutum.Það sem ég man eftir er þetta:
Drifhlutföll aðalega Toyotu en einnig smá í Ford 10.25, D60 og minnir að hafi verið til í nýja Ram
Driflegusett Toyotur, Ford, D60
Nafstúta þéttisett Hilux og LC60
Loftpúðar 1200 kg ca 20cm travel
Loftpúðar 1300 kg ca 25 cm travel
Loftmæladisplay digital sýnir 5 álestra í einu
Loftmælar analog 2ja vísa með ljósi
Niðurgírun í millikassa MMC, Nissan Navara, Hilux og Trooper
Loftkútar 11 ltr.
Jeppaaurhlífar
Kastarar
Snorkel á Trooper, MMC L200 og kannski fleiri (búið á HD80)
Toppgrindur úr áliÞetta er það sem ég man eftir en sjálfsagt er eitthvað meira til þarna.
Þetta ætti að koma mönnum til góða í þessu árferði sem er hjá okkur. Léttar veitingar verða víst líka á staðnum (ætla ekki að skilgeina það nánar) en nýtist kannski ekki þeim sem versla gegnum símaBestu kveðjur,
Halli Gulli
p.s. síminn þarna er 464-7960
04.11.2010 at 11:44 #708850Ég var að vinna hjá K2M síðast um áramót og þá voru snorkelar búnir á 80 Cruiser. En það var til eitthvað af snorkelum á aðra bíla eins Trooper að mig minnir og MMC L200. Verður einmitt mega útsala hjá þeim á föstudag á milli 17:00 og 19:00 …. hef heyrt tölur upp 60% afslátt.
kv,
HG
14.06.2010 at 17:17 #695812Þetta var náttúrulega bara hrein snilld þetta bjórkvöld..ekki er hægt að gefa upp allt sem þar var brallað en eins og Jói minntist á þá var mikið borðað, drukkið, hlustað á tónlist, farið í golf, pílukast og margt fl. Erlingur og frú eiga þakkir skildar fyrir gestrisni á háu plani….eða sólpalli
kv,
HG
16.05.2010 at 20:43 #693774Þetta er skemmtileg gáta
Ólíklegt að pinion sé brotin ef hægt var að aka heim án óhljóða og laus kambur eða brotnir boltar í kamb myndu líka orsaka læti…allavega mjög fljótt. Hallast helst að brotnum mismunadrifsbolta eða öxull brotinn inn við drif.
Væri kannski hægt að greina þetta betur ef maður vissi hvort læsing er í drifinu og þá hvernig.kv,
HG
19.04.2010 at 11:21 #690948Þetta er ekki gott mál….. ber ábyrgð á því að hafa flutt inn nokkur eintök og á einn sjálfur :-/ Er búin að sitja uppi með hann í ein 7 ár og veit bara ekki hvernig ég get losnað við þetta. En ég geymi hann inni núna ef kæmi öskufall þá er allvega lakkið í lagi ef einhver sýnir honum áhuga. Það er samt stór kostur við Tacomuna mína að hún eyðir nánast engu bensíni á meðan hún er inni…bara smá leki af aukatanknum.
kv
HG
15.04.2010 at 21:11 #690502Vegna fjölda áskorana ætla ég að sjálfsögðu að taka þátt. það er svo gaman að vita hvað maður er ómissandi….gleður mitt litla hjarta.
Kveðja,
Ástkær Háttvirtur Fyrrverandi (formaður)
15.04.2010 at 21:04 #690574Trausti, Ég held bara að enginn annar en þú sé að nota svona ökutæki…að vísu er Ómar með Cherokee en hann er komin með aðrar hásingar og held hann sé með 5-5,5 gata deilingu.
kv,
HG
10.04.2010 at 09:37 #690174Ætli eigendur hvítra Patrol bifreiða ferðist þá ekki á sumrin? Allavega held ég að sé ekki gott að fara sprengisandsleið á á Patrol þegar hann bilar þar….yrðu áberandi í landslaginu. Kannski eru þeir málaðir svartir eða makaðir felulitum. Hver veit.
kv, HG
10.04.2010 at 09:30 #689654Ég mæli allavega með því að Benni taki með sér sér Stiga sleða svo hann geti allavega rent sér eitthvað og jafnvel rent sér heim ef því er að skipta. Allavega komin með öruggt far heim. Ég vona að fari bara að létta á þokunni sem lúrir yfir núna en við látum hana ekki draga úr okkur kjarkinn. Kosturinn við að vera á jeppa umfram önnur leiktæki er að þar er yfirleitt hlítt sama hvernig viðrar úti…..nema kannski í Land Rover…..humm…ætla samt ekkert að vera starta neinum leiðindum en svona er þetta nú samt.
kv,
HG
14.02.2010 at 13:04 #681364[quote="Jói Hauks":3msixpjc]Halli ertu ekki enn búinn að jafna þig á þessu
með matarkistuna ?????????
En þín verður sárt saknað á þorrablótinu "það er alveg satt"
Kv
Jói Hauks[/quote:3msixpjc]Jói minn,
Maður jafnar sig oft seint á áföllum eins og því sem ég varð fyrir sem formaður deildarinnar…algjört einelti.
Ég ætla sérstaklega að vara Elmar við og mæli með að hann hafi matarkistu sína til fóta eða sér við hlið í rúminu svo ekki verði ælt yfir hana. Ég hef alltaf haft grun um að þetta hafi eingöngu beinst að formanni deildarinnar svo hnitmiðað var skotið.
Ég skora á Gísla Ólafs að henda inn mynd sem sönnunargagni. Ég veit að hann á mynd af þessu.kv,
Háttsettur fyrrverandi
07.02.2010 at 20:40 #681324Þykir leitt að tilkynna að ég kemst því miður ekki. Er jafnan að vinna um helgar en á auðveldara með að komast í miðri viku. Er ekki hægt að halda þetta á miðvikudags eða fimmtudagskvöld. Annars verður mín sárt saknað og vonandi að enginn hætti við út af þessu. Fyrir utan Jón skjöld þá sakna ég fleirri góðra manna eins og t.d. Sigurkarls. Hann gæti haft auga með Ellunum og séð til þess að þeir færu ekki of snemma af stað heim. Það er alveg týpískt með þá nafna að fara á undan til að sleppa við að gera eitthvað eins og ganga frá og svoleiðis. :-/
kv,
Háttvirtur fyrrverandi
07.02.2010 at 12:44 #681016Að sjálfsögðu þurfti Skjóldal að fara ofan í Skjóldal. Þetta er brekka sem sleðar eru stundum í basli við að komast upp og oft myndast þarna hættuleg hengja. Það var síðan ekki séns fyrir hann að komast upp aftur. Ég dró hann á sleða….já ég sagði sleða og það var með ólíkindum hvað við komumst langt með hann upp eða ca hálfa brekkuna. Þá var safnað saman öllum spottum sem á svæðinu voru og Gunni Kredd kom á trukknum með allar spottarúllurnar sínar og þannig var þetta tengt saman þar til náðist niður að bílnum. Svo var hann bara dreginn upp þrömina og gekk það vel enda 6 hjóla Ram skrímslið hans Gunna fremstur í flokki og fór létt með þetta.
Legg til að Kristján Skjóldal verði hér eftir bara kallaður Skjóldal.kv,
HG
03.01.2010 at 11:01 #673922Sæll Stebbi og gleðilegt ár,
Við fórum nokkrir F78 upp Kerhólsöxl og inn í Landakot í gær og það var frekar leiðinlegt færi…… en gaman í góðu veðri. Lögðum af stað um 11 leitið og vorum komnir til baka um fjósatíma. Gott að byrja í ca 2 pundum og low gear er líka fínn annað slagið.
Það voru nokkrir sem reyndu við Vatnahjalla en urðu frá að hverfa. Skilst að Ingi í Ártúni hafi síðan farið á snjóbíl til að bjarga þeim niður og hafi eitthvað rutt í leiðinni en veit ekki hvort hann er alveg opinn.
kv,HG
14.12.2009 at 13:57 #671542Sæll Björn Ingi,
Sjálfskipting er í flestum tilfellum skemmtilegri en ekkert endilega best…en best væri að hafa sjálskiptingu með kúplingu. En varðandi niðurgírun og sjálfskiptingar þá er í flestum tilfellum notuð lægri hlutföll við sjálfskiptingar en beinskiptingar. Ef tökum dæmi Land Cruiser 80 sem kemur á 3.73:1 ef hann er beinskiptur en 4.10:1 ef hann er sjálfskiptur. Fleiri dæmi eru til um þetta frá framleiðundum. En fyrsti gír á skiptingu er yfirleitt hærra gíraður en í beinskiptingu.
Það er helst þessi hitavandamál sem koma upp ef skiptinginn er að erfiða mikið og snuða.
Þá fara menn oftast út í það að bæta við kælum og svoleiðis og það er ágætt að hafa ljós sem kviknar tímanlega eða mæli til að fylgjast með hitanum svo maður steiki ekki draslið.
Það væri hægt að minnka hitavandamál hjá mörgum og eyðslu ef rétt drifhlutföll væru notuð.kv,
HG
-
AuthorReplies