Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.05.2005 at 11:56 #195941
Það er áhugavert að sjá hvað munurinn er lítill, í könnun hérna á síðuni, á áliti manna hvort þeir vilja diesel eða bensín rokk í húddið hjá sér. Ég reyndar hélt að svona 80% væru frekar hliðhollir dieselvélum. Báðar hafa kosti á sinn hátt en það virðist sem peningar hafi ráðið því hvað margir eru á diesel brennara.
Ég er einn af þeim sem ek á bensín bíl og hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé hagkvæmara þ.e.a.s. miðað við þá stærð af bíl sem ég er á. Mér þótti það alltaf frekar skrítið þegar menn voru að bera saman t.d. Toyota Hilux þegar þeir fengust með bæði 2,4 lítra diesel og bensín. Margir töldu diselin hagkvæmari en hann var að vísu með ljóta innréttingu..já og svo var hann svolítið kraftlaus greyið..en þá var fjárfest í turbinu og intercooler fyrir ca 3-400 þús til að fá þetta til að hreyfast en að vísu þurfti þá að taka hana upp á 100þús km. fresti fyrir 500þús kall og reikni nú hver sem betur getur hvort er hagkvæmara. Takið líka inn í að það er töluvert dýrara að láta smyrja diesel vél en bensín svipaðrar stærðar.
Ég spyr er diesel kannski verri kostur?kv
HG
A-111
16.05.2005 at 11:30 #522674Ég er núna farin að skilja afhverju menn eru pirraðir út í þessa blessaða vefsíðu sem ég veit ekki hvort er okkar eigin eða hvað. Mér leist ágætlega á útlitið á henni en þegar ég fór að nota gripin þá versnaði í því. T.d. þegar maður skráir sig inn á síðuna þá ertu komin út áður en þú veist af bara með því að vafra milli nokkurra síða og ég get ekki fundið það út hvernig ég á að starta nýjum umræðum…please getur einhver sagt mér það. Ég myndi ekki vilja eiga jeppa sem væri bara fallegur en kæmist síðan aldrei í gang eða væri ómögulegur að öllu öðru leiti.
kv.
HG
A-111
14.05.2005 at 10:53 #522562Sæll Ási,
Þetta er ekkert persónulegt en þetta er bara ekki almennt að fyrirtæki séu að auglýsa svona óbeint eins og þú gerir. Ég sé að þú ert að hníta í það að ég skrifaði nafn einkahlutafélags míns undir en það gerði ég bara til að vera ekki að fela neitt því ég skrifaði að ég væri eigandi fyrirtækis og 4×4 félagi. Verslunin heitir t.d. öðru nafni og það kom hvergi fram. Ef þið hjá GVS hafið borgað þetta með bjórkvöldi þá eru fleiri aðilar búnir að opna fyrir aðgang líka. Ég veit ekki betur en að bjórkvöld hjá fyrirtækjum séu ekkert annað en risa auglýsing sem kemur fyrirtækinu til góða. Ef þið ágætu menn sem hafið verið að tjá ykkur um þetta teljið að þetta sé í lagi þá tel ég að þið séuð ekki alveg að hugsa málið til enda.
Geta þá ekki allir farið að tjá sig á netinu eins og t.d. Fjallasport, Bílabúð Benna, Hjólbarðahöllin, Arctic Trucks, Jeppasmiðjan Ljónstöðum, Breytir….og fullt af öðrum fyrirtækjum sem við erum að versla við. Ég er ekki viss um að þetta yrðu mjög skemmtilegir spjallþræðir þegar upp verður staðið. En öðru máli gildir kannski þegar fyrirtæki fá beinar fyrirspurnir hér á vefnum og svara þeim þá á þeim vettvangi.
Þetta þarf að ræða málefnalega og reyna að finna einhvern flöt á. Ég held að þau fyrirtæki sem eru að styrkja klúbbinn með einum eða öðrum hætti ættu kannski að vera á sér kjörum hér á netinu ef til gjaldtöku kæmi. En það þarf að vera einhver vinnuregla með þetta þannig að það sé á hreinu hvað má og hvað ekki.HG
A-111
13.05.2005 at 10:24 #522546Jæja Ási!
Er ekki komið nóg af óbeinum auglýsingum.
Hvernig getur þú ætlast til þess að þú getir auglýst hér á vefnum hvað eftir annað og án þess að borga krónu fyrir. Eða er ég að misskilja eitthvað ertu kannski að greiða fyrir þetta. Ég sem bæði félagsmaður 4×4 og eigandi fyrirtækis skil ekki alveg til fullnustu af hverju er ekki búið að stoppa þessar dulbúnu auglýsingar frá þér. Ég myndi sjálfur aldrei koma með svona tilkynningar um mínar vörur og þjónustu hér inn og ekki einu sinni í dálknum "auglýsingar". Þetta er fyrir 4×4 félaga og aðra jeppamenn til að auglýsa ef þeir þurfa að losna við einhverja varahluti eða annað dót sem viðkemur jeppamennsku. Ég hef oft séð hér á spjalli á netinu að menn eru velta fyrir sér hvar þeir fái hluti í bílana hjá sér og gæti auðveldlega skrifað og sagt þeim að allt þetta væri nú fáanlegt hjá mér. En þetta gerir maður ekki. Vefurinn hefur kostað alltof mikið fyrir klúbbinn og hann var ekki settur upp til að fyrirtæki út í bæ gætu auglýst sína vörur og þjónustu án endurgjalds. Ég mæli með því að stjórn klúbbsins komi með einhverja lausn á þessu máli annað hvort einhvern sér auglýsinga link fyrir fyrirtæki eða bara hreinar auglýsingar á forsíðu.Halli Gulli
Kliptrom ehf
A-111
-
AuthorReplies