Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.03.2006 at 21:31 #545182
Þetta er málið og það hef ég lengi vitað…en hvernig í ósköpunum tímiði að láta kon…….best að segja sem minnst.
hv,
HG
24.02.2006 at 12:49 #544172Farið í stál & stansa og fáið ykkur stýrisarm á liðhúsið. Er ódýrari og miklu betri. Togstöngin bein miðað við 10-12cm hækkun.
Armur frá Ægi er góður en það væri best að vera með hann líka ef stöngin kæmi ofan á en ekki undir því það eykur álagið til muna á öxulinn í snekkjunni.kv
HG
15.02.2006 at 13:48 #542812Tungnafellsjökli og Snæfellsjökli.
kv
HG
15.02.2006 at 13:46 #542810Þegar maður fer að hugsa út í þetta þá er búið að spora þá nokkra.
Vatnajökull
Langjökull
Hofsjökull
Eyjafjallajökull
Mýrdalsjökull
Torfajökull
Drangajökull
Geitlandsjökull
OK
og síðan allir smá jöklarnir sem maður sér ekki þegar maður fer yfir.En Freysi hlítur að toppa þetta allt þar sem hann hefur Grænlandsjökul og suðurskautið.
kv,
HG
09.02.2006 at 15:34 #542092Ef klippt hefur verið úr bílnum þá getur lekið þar. Ef ekki er vel gengið frá úrklippum í bílum þá lekur þar. En það er rétt hjá Pétri, þó einhver telji það pjatt, að það er nauðsynlegt að halda bleitunni úti svo að rúður héli ekki að innan og sé þokkalegt loft í bílnum.
kv
HG
03.02.2006 at 22:55 #541428Eru menn að keyra á nagladekkjum í Reykjavík?
kv
HG
30.01.2006 at 12:47 #540660Sælir,
Við fórum um helgina í Gæsavötn-Dyngjujökul-Sigurðarskála-Dreka-Öskju-Heilagsdal-Mývatn og heim.
Nokkuð góður snjór á Sprengisandi og fyrir Norðan jökul en hefur tekið samt mikið sérstaklega upp úr Bárðardal frá 2 vikum áður. Þetta var allt vel fært en dálítið völundarhús að komast í gegnum hraunið norðan við Öskju. En vetur er rétt byrjaður og það kemur frost aftur og síðan kemur snjór á þá verður þetta fínt.HG
A-111
23.01.2006 at 13:26 #539876Ome gormar fyrir Cruiser eru fáanlegir fyrir 10, 50 og 70mm lift.
50 mm lift eru til í tveimur stífleikum og eru gormar sem hafa númerið 851 gerðir fyri létta hleðslu að 50kg en 850 eru fyrir 50-110 kg. Það er ekki nema í fáum tilfellum þar sem er verið að nota sömu gormana fyrir mismunandi hleðslu og hæð og það er ekki þannig með Cruiser gormana.
Demparar skipta meira máli í sambandi við stífleika og hvernig bíllinn hagar sér. Gott er að fá sér lengri dempara í takt við lengri gorma og stilla samsláttinn út frá því.Kveðja
HG
A-111
13.01.2006 at 14:04 #537550Það er víst orðið ófært fyrir Súkkur.
kv,
HG
11.01.2006 at 13:10 #537520Þetta verður greinilega fjölmenni. Það er vissara að vera tímanlega ef svefnpláss á að fást. Hvað dinner varðar og upptalningu á því þá get ég ekki verið minni maður og útlistað, af nákvæmni, hvað verður á mínum borðum. 1 stk brauðsneið ( Bónus brauð) og í forrétt er smjörvi frá Osta & Smjörsölunni sem smurður er með ca 0,5mm lagi jafnt yfir allann flötinn. Hafa þarf í huga rétt hitastig sé á smjörvanum þannig að gott sé að koma honum á sneiðina.
Í aðalrétt kemur kindakæfa frá kjarnafæði sem er með nákvæmlega 1,2mm lagi og síðan er þetta brotið saman(1/2 samloka). Í eftirrétt er þetta etið og skolað niður með eðaldrykk af árgerðinni 2006 sem er sérstaklega framleiddur fyrir þessa ferð af Vífilfelli hér í bæ. Sjálfsagt að menn fái að smakka á þessu og þarf ekkert að láta vita með fyrirvara því nóg er til.
Verður hljómsveit?kv,
HG
09.01.2006 at 16:01 #537492Já ætlum nokkrir að fara bakdyramegin og leggjum í hann á föstudaginn. Verðum með 1/2 samloku, nokkra bauka og pontu.
kv,
HG
30.12.2005 at 12:40 #537482Ef þú ert með 33-35" kantana þá átt þú ekki að þurfa skipta um þá. Þá er málið að boddyhækka um 60 mm, klippa vel úr og skipta um drifhlutföll.
4,88:1 eða 5,29:1 færi honum vel ef hann er með 3,0 V6. Þetta fer eftir því hvort þú ætlar að keyra hann á 33" á sumrin eða bara vera alltaf á 36".
Hlutföll kosta um 25,000- stk.
12" breiðar felgur eru fínar fyrir 36" dekk og líka við þessa kanta.HG
30.12.2005 at 12:32 #535934Elli minn…þú gleymir alveg að minnast á tenórana 3 sem héldu áfram áleiðis inn í Laugafell með viðkomu í lauginni og ætluðu síðan að gista þar og koma niður í Skagafjörð daginn eftir. Slepptum því að gista og vorum komnir heim 19:30 sama dag.
Ótrúleg yfirferð.kv
HG
28.12.2005 at 21:10 #535928HG
A-111
26.12.2005 at 23:25 #535916Vonandi að menn séu búnir að eta nóg.
Nú skal haldið til fjalla á morgun. Ætlum að kíkja á færð og aðstæður við Kaldbak. Förum frá Leyrunesti um kl. 11:00. Þetta er hugsað bara sem smá upphitun fyrir Réttartorfu ferðina 29. VHF Rás 52. Æskilegt að menn hafi pontu með.kv,
HG
25.12.2005 at 12:57 #535910Gleðileg Jól ágætu jeppaeigendur.
Það verður örugglega fín þátttaka í þessari brennuferð en það er spurning hvort við eigum að hita aðeins upp fyrir hana og skreppa á Kaldbak og inn í Fjörður jafnvel bæði. En það þarf að vera eitthvað annað hitastig en er núna. Það er nálægt 10 gráðu hita og allt að bráðna. En í alvöru þá væri gaman að skoða þetta og fara að morgni 27. eða þess 28. ef betur viðraði þann dag,
Hvernig er annars spáin Pétur fyrir 27.?
Ég vil ekki að jeppinn hans Eiðs verði brenndur. Ég bara tapa á því.HG
23.12.2005 at 18:06 #536800Ási eru þau ekki dálítið stíf?
Hvað er Iroc 39,5" margra laga?
Nýja AT dekkið er 6 striga laga.HG
23.12.2005 at 12:21 #536794Hvað með þessi Iroc 41,5" Radial?
Það er eitthvað sem er áhugavert.HG
23.12.2005 at 12:20 #536444Þessi hvíti Hilux er ættaður frá Sauðárkrók og var það Óskar Halldórsson sem græjaði hann. Siddi rakari varð fyrir því að missa hann útaf og varð hann að ég held ónýtur. En hin eiginlega Mjallhvít er Hilux sem Sonax flugmaðurinn græjaði og lenti hann í miklu tjóni fyrir nokkrum árum en Bjarni í Formverk gerði hann upp eftir það en ég var búin að heyra að hann væri í rúst líka. Gæti verið miskilningur þar sem það er eitthvað verið að rugla þessum bílum saman. Báðir voru með 4,3 Vortec, milligír og fl. en Mjallhvít var lengd 47cm en á bílnum hans Óskars var hásing færð vel aftur eða um 30cm.
Mér finnst minn bíll náttúrulega fallegastur.
En Hrollur er líka fallegur og notadrjúgur.Tacoma jólakveðjur
HG
15.12.2005 at 22:46 #533260Sæll,
Ég myndi ekki þora að fullyrða það.
Hann gæti verið með sömu bremsum og 120 Cruiser. En ég hugsa samt að þetta sé mjög líklegt. Það er bara ekki þorandi að fullyrða um svona þar sem er verið að hræra með þetta fram og aftur meira að segja í Tacoma eru tvær tegundir. Þetta fer eftir því hvaða vélar eru í þeim og líka hvort þeir eru 4×4 eða 4×2.kv
HG
-
AuthorReplies