Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.12.2006 at 22:46 #572280
Já Ofsi þetta er þekkt vandamál í Toyotum þ.e.a.s. hjólalegurnar að aftan og ekki minnkar það við 44". En varðandi Tacomu vandræðin þá held ég að það séu þarna nokkrir samverkandi þættir sem eru að stríða mönnum. Fyrsta lagi ekki rétt typa af hlutföllum, stillingin gæti verið vond og það sem gleymist of oft að tilkeyra drifin þannig að þau nái að slípa sig saman og síðan er mjög skynsamlegt, eins og einhver skrifaði hér að ofan, að skipta um olíu eftir ca. 1000 km.
Það er of algengt að menn fara að spara þegar kemur að drifum. Að kaupa drifhlutfallið sjálft er bara hluti af kostnaðinum því eftir eru legur, pakkdós, ró, krumphólkur og síðan innstillingin sem er stóra atriðið.
Síðan má benda á að Tacoma sem er ekki með rafmagnslás að aftan er með mun sterkara drifi. 8,2" og það eru líka styrkingar á milli legubakkana í þeim drifum.kv,
HG
A-111
22.12.2006 at 18:56 #572176Mér líst ekki ílla á að allir fái sitt kallnúmer sem væri miði sem væri á jeppanum. Þá er líka hægt að sjá þá sem hafa verið að smygla stöðum inn framhjá kerfinu og hafa ekki verið að borga neitt. Það væri þá undir okkur að láta vita af svoleiðis mönnum sem ég held að sé töluvert af. Síðan er bara að borga félaginu x árgjald fyrir notkun og ef sjóðurinn er umframm það sem PFS rukkar 4×4 þá væri hægt að nota þann pening til frekari uppbyggingar og viðhalds á kerfinu.
En það má deila um þessa aðferð sem PFS notar.kv,
HG
A-111
22.12.2006 at 18:43 #572262Þetta er líka spurning að fara þennan meðalveg með drifrásina. Alltaf er veikur punktur einhverstaðar þegar er verið að breyta bílum mikið. Hvað á að gera næst þegar sterkari afturhásing er komin undir, stækka framdrifð, styrkja gírkassann o.s.f.v. og síðan þegar þetta er allt orðið svona rosa sterkt að þá er að auka aflið og þá byrjar allt upp á nýtt. Nei ég segji nú bara svona en þetta getur oft verið eltingaleikur. En það er alveg sama hvað sver hásing er sett undir ef drifið er ekki rétt stillt.
kv,
Hg
A-111
22.12.2006 at 16:58 #572256Þetta hlítur að hafa verið stillt eitthvað óvarlega. Ég er með rúmlega 300 hesta í húddinu hjá mér með samskonar drif og það hefur ekki farið ennþá. Bílnum hefur bæði verið spyrnt í sandspyrnu og götuspyrnu. En þau drif sem oftast er verið að láta í þessi drif eru ætluð í standard 8" Hilux drif. En þau drif sem eiga að fara í þessi drif eru svokölluð Turbo drif sem eru aðeins sterkari.
Jólakveðja að Norðan,
HG
A-111
05.12.2006 at 23:46 #570386Ég er sammála Palla með það að þessi ljós hafa reynst mjög vel. Mótorinn er góður í þeim og það er lítið um bilanir. verðið er líka mjög gott á þeim….getur jafnvel fengið tvö fyrir sama verð og þessi risa ljós sem eru að bila.
kv,
HG
A-111
05.12.2006 at 23:42 #570350Það er greinilega misjafnt hvað mönnum finnst um breidd á felgum en eftir því sem þetta er breiðara þá er meira viðnám og meira álag á legur og stýrisbúnað. En það er hægt að hafa töluvert innvíðar felgur undir klafa Hilux eða allt upp í 120mm backspace að mig minnir(fer eftir felgu tegundum). Ef þú hefur þær þetta innarlega þá eru 14" breiðar felgur að reyna á legur og stýrisbúnað svipað og 12" með 92mm backspace. Þannig að ef þú ætlar að fara í mjög breiðar felgur þá er um að gera hafa þær innvíðar og þá ætti 15" að vera í góðu lagi en 16"….?????? mér finnst það full mikið fyrir mitt leyti.
En klafa búnaðurinn þolir þetta alveg.kv,
HG
A-111
04.10.2006 at 21:04 #562206Samkvæmt því sem ég fann skrifað eftir þig herra Patrolmann þá veistu meira en marga grunar.
"Þvílíkt nafn á fólksbifreið. Eru þetta ekki tiltölulega sprækir bílar og léttir. Það ætti að auðvelda manni að draga þá á og af fjöllum. Sá hokni hefur held ég skælt yfir sig og kerlingin er að launa honum lambið gráa með þessari rennireið.
Samhryggist þessum hóp en annars er þetta gott fyrir okkur á Patrolum til að hægja á okkur. Það er jú bannað að aka of hratt.
Tooooooooooooooooogkveðja, Patrolman."
Þetta er bara eins og þegar við Íslendingar bjuggum í torfkofum þá vissum við bara ekki betur en það. Þetta er svipað með Patrolana. Vertu bara áfram í torfkofanum.
Skemmtileg umræða Patrolmann þó langt sé í alvöruna hjá þér með þetta. Auglýsir bara Tacomur.
Kveðja,
HG
Hringdu bara í mig og ég skal fræða þig um Tacoma. Þú veist hvernig þú nærð í mig.
07.07.2006 at 08:37 #555940Þetta gæti verið hjólalega, neðri spindilkúla, fastar bremsudælur hægra megin eða að klafa fóðringar séu farnar og klafinn gangi til. Einnig skaltu athuga með stýrisupphengjuna sem er hægra megin en ég held samt að það orsaki ekki þetta hljóð. Athugaðu líka hvort stýrismaskína sé laus.
kv,
HG
A-111
28.06.2006 at 07:42 #555356Hefur þú skoðað 39,5" á 16" háar felgur. Ég held að þau dekk séu til. Ég hugsa að þú værir betur settur þannig því 16" á að sleppa undir þá.
Hækkaðu yfirbygginguna þá getur þú sett milligír án vandræða og stærri aukatank o.s.f.v.kveðja,
HG
A-111
26.06.2006 at 15:16 #555126Það er engin misskilningur að lækkun á drifhlutföllum á móti aukinni dekkjastærð minnkar allt álag frá vél að drifi. Það þarf enga vísindamenn til að skilja það.
Í sambandi við aukið grip þá fer það eftir tegundum dekkja hvað þau grípa vel. Super Swamper grípur mun meira en Dick Cepek o.s.f.v.
Síðan er mjög mismunandi hvað gripflötur dekkja er breiður eins og t.d. Mudder sem hefur lítið breiðari gripflöt en 33" dekk. En það sem málið snýst um er hvar eru mörkin. Annað hvort má breyta bílnum eða ekki.kv
HG
26.06.2006 at 13:36 #555122Þeir ábyrgjast 38" breytta bíla. Er einhver þarna hjá IH sem er búin að komast að því að það sé lagi. Það er alveg sama aðgerðin sem þarf að gera eins og að skéra úr, breyta kössum, drifum og fjöðrunarbúnaði fyrir 44" stór dekk. Það þarf bara að skéra og hækka aðeins meira. Patrol á 35" dekkjum með óbreytt hlutföll er ekkert í betri málum hvað varðar vél og kúplingu en á 44" breyttur með hlutföllum.
Ég held að allir þokkalega viti bornir jeppamenn geri sér grein fyrir að öxlar og hjólalegur endast minna eftir því sem dekk eru stærri og telst það hluti af rekstrarkostnaði svona breyttra bíla. En verksmiðjugalli er alltaf verksmiðjugalli og það er ekkert hægt að komast hjá því að bæta það þó sé komin kastaragrind framan á bílinn. Já það er nefninlega það fyndna við Patrol sem breyttur er fyrir 35" að þú getur sett allt sem hugurinn girnist í þann bíl af aukadóti og þarft ekki einu sinni að fara með hann í sérskoðun og heldur samt ábyrgð frá IH.kv,
HG
24.06.2006 at 13:25 #555104Þetta er ein fljótfærnis og klaufa ákvörðun sem IH er að taka þarna. Málið er að ábyrgð á bílum er gagnvart gölluðum hlutum frá verksmiðju samanber gölluð vél og þ.h. IH getur ekki neitað fólki um að bæta galla á bílnum þótt hann sé breyttur. Þetta stenst ekki almenn vörukaupalög. Það eina sem þeir fá yfir sig núna er enn meiri óánægja og fólk sem þarf að lögsækja þá til að ná fram rétti sínum.
kv
HG
A-111
19.06.2006 at 16:58 #554856Ég hef hvergi séð að FINI sé að dæla þetta miklu. Stendur á henni að ég held eitthvað á bilinu 160-170 ltr/min sem hún dregur inn á sig.
En ekki það að þetta séu slæmar dælur. Hávaðasamar og stórar er helsti gallinn.kv
HG
A-111
04.05.2006 at 16:29 #551700Benni er eitthvað að misskilja því hann var ekki á radial dekkjum þegar ég settist í farþegasætið hjá honum. Iroc radial er mjög gott keyrsludekk og hefur alla kosti nema það er töluvert veghljóð frá honum. Þessi dekk eru fín að ég tel undir 2,2 tonn + þunga bíla en undir 2 tonn og léttara virðist hann ekki virka eins vel. Léttir bílar……Þá erum við að tala um Mudder. Amen.
Benni ekki tala í síma þegar þú ekur yfir einbreiða brú með hjólförum, á diagonial dekkjum, þá líður öllum betur.kv
HG
02.05.2006 at 09:58 #551564Ég get nú ekki merkt það á þessari mynd að Reykur sé fastur. En helv.. er hann flottur. Það er gaman að eiga bíla sem eru í senn afskaplega fallegir, skemmtilegir í akstri, kraftmiklir, þægilegir og drýfa vel. Hvað er hægt að hafa það betra.
Kv,
Taco kveðja
HG
01.05.2006 at 09:17 #551548Er að myndast stór öfundar hópur út í ákveðna bíltegund. Eyþór þú bara mátt alls ekki vera að styggja þessi grey og vera grobba hérna. Það verður bara allt vitlaust. Ég er nú svona á báðum áttum með að við Tacoma menn ættum að ferðast bara einir allavega hefur maður ekki eins gaman af því að vera með bílum sem eru jafngóðir. En gaman væri að hafa Tacoma ferð svona eina til tvær á ári. Það væri til dæmis gaman að hafa á kvöldvöku eina Nissan 3,0TDI vél sem aðal skemmtiatriðið. Setja hana í gang og hlusta á hana bræða úr sér stuttu síðar.
kv,
HG
25.04.2006 at 08:18 #197844Langaði að athuga hvað skoðun menn hafa á felguvörn á dekkjum. Las grein fyrir nokkru í 4wheeler þar sem þeir finna þessu allt til foráttu. Þeir gera nokkuð ýtarlega prufu á því hvaða áhrif kanturinn hefur á úrhleipingar og það er skemst frá því að segja að í öllum tilvikum fór dekkið af kantinum við hærri loftþrýsting en ef kanturinn var tekinn af. Já þeir sýndu mönnum hvernig þeir áttu að taka kantinn af og þá hélst dekkið mun betur á.
Þeir eru sennilega ekki búnir að uppgötva stærri felgubrúnir eða aðrar aðgerðir sem við Íslendingar höfum þróað í gegnum árin en þetta er samt athyglisvert.kv,
HG
25.04.2006 at 08:11 #550700Sæll,
Ég vænti að þú sért með diesel vél og þá er best að fá sér turbínu, intercooler, K&N loftsíu og Hi-clone. Þetta eru allt hlutir sem hjálpa en ég myndi samt byrja á að skoða fjöðrunina og draga afturhásinguna lengra frá framhjólunum.
Gangi þér vel og vonandi ferðastu mikið í sumar því þannig er gott að kynnast hálendinu.kv,
HG
31.03.2006 at 16:54 #547848Spurningin er hvort einhverjir ætli að fara á móti Gunna. Einhverjir voru að tala um að fara annaðhvort á Laugardag, gista í Laugafelli, eða snemma á Sunnudag upp Kerhólinn (með vönum mönnum) og fylgja Gunna og félögum niður.
Endilega látið vita ef einhverjir ætla að fara.
Kreddarinn, Þórður Björns og fl hafa sýnt þessu áhuga.kv
HG
30.03.2006 at 10:37 #197648Langaði að láta vita af fyrirlestri og sögusýningu sem verður á Hótel KEA Akureyri kl 20:00 á sunnudagskvöldið næsta.
Þar fáum við Norðlendingar að heyra og sjá af ferðalagi Gunnars Icecool þegar hann fór á Suðurpólinn. Meiningin er að fara kannski á móti kallinum en mér skilst að hann ætli niður Kerhólsöxlina á sunnudag. (leið sem sumir hafa ekki þorað niður).
En það er best að menn hringi sig saman ef á að fjölmenna í einhverja svoleiðis vitleysu.kveðja
HGA-111
-
AuthorReplies