You are here: Home / Helgi Eric Björn Hallbeck
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Hvaða ályktun má draga af því með tilliti til afkasta millikælis þegar stútarnir fyrir inn- og útblástur í hann eru staðsettir alveg hlið við hlið? Mér sýnist svo að ef td raki eða olía (eins og í mínu tilfelli) hefur komist inn í hann, mun rúmmál kælisins minka töluvert, og loftið
„fljóta“ ofan á rifflunum og hverfa út nánast ókælt. Hefur einhver skipt út millikælinum á musso, ef svo er, er einhver meiriháttar tilfærsla á honum?
Kveðja,
Björn
Túrbínan er með brotið blað og ég fæ nýja eftir 2 vikur. Olían á vélinni er orðin kolsvört. Er ráð að setja á vélina "vélarhreinsi" og skipta um olíuna þegar ég hef blindað leiðsluna að túrbínunni og leitt loftið beint í millikælinn, eins og þú mælir með? Hvað með að setja "oil additive með teflon á vélina?
Björn
Hvað á ég þá að gera? Er ekki alveg klár á þessu.
Takk. Er búinn að tengja allt á sinn stað aftur. En olia lekur inn í túrbínuna, gegnum hana og inn í intercoolerinn. Eins er töluverð olíubrák í slöngunni út úr intercoolernum. Líklegast þessvegna sem bíllinn blæs miklum ljósbláum reykmekki þegar vélin er að hitna.
Er með ssangyong musso 1999 2.9 tdi. Blöð í túrbínunni brotin. Þarf lausn þar til ég fæ tíma á verkstæði.
1. Er í lagi að draga loftinntakið framhjá túrbínunni beint inn í intercoolerinn? 2. Er í lagi að loka fyrir olíuinntakið á túrbínunni með lokaðri ró? Þar sem blöðin í túrbínunni snúast enn (með ískri..) eftir framhjátenginunni (1), er í lagi að blokkera þessi blöð með einhvernum hætti (td troða einhverju þar inn)?
Kveðja,
Björn