Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.03.2014 at 15:42 #453602
Það þurfti ekkert að balansera, þetta er svo nálægt radius miðju að ég efa að verði eitthvað kast, en þú þarft að balansera hvort sem er ef þú ferð með þær á renniverkstæði, vegna þess að þá þarftu væntanlega að affelga. Hjá mér voru þetta ekki nema 2 3 mm eða svo. Ertu búinn að hringja á renniverkst. Eru þetta ál eða stál.
02.03.2014 at 21:12 #453584Ég fékk mér nú bara lánaðan loft handfræs og fræsti sjálfur úr þessu fyrir minn Starex, tekur smá tíma og þolinmæði. Ef þú hefur aðgang að svoleiðis þá er það hægt með því að slípa hringinn og máta reglulega upp á náið.
Nota gleraugu og hanska.
kv.
Trausti
Svo getur þú einnig talað við
Smára í Skerpu Skútahrauni 9
https://www.facebook.com/SkerpaRenniverkstaedi
18.12.2013 at 13:32 #441946Sælir er hægt að hafa síðuflettingar efst á síðu líka svo að hægt sé að sleppa við að þysja niður síðuna þegar maður vill skoða fyrri síðu.
< 1…7 8
Kveðja TKH
10.12.2013 at 19:31 #441253Er þetta ekki akkúrat málið svo við getum notið viðbóta á gömlu efni frá félögum. Ég hef voðalega gaman af eldri myndasöfnum félaga og fylgast með því hvað menn eru að bardúsa.
Kveðja Trausti
10.12.2013 at 19:08 #441251Að lokum þá finnst mér vefsíðan vera að þróast í rétta átt og vonandi fer hún að lifna við. Myndir, augl. og spjall er stór þáttur í því að fólk kíkir á þessa síðu.
10.12.2013 at 18:40 #441247Ps konan mín fattaði þetta strax þegar hún las þetta án minnar hjálpar. En maður er ekki óskeikull ég hefði kanski átt að setja tengill á myndina strax svo þetta yrði skiljanlegra fyrir alla.
Kveðja Trausti sem er ekki á því að stofna nýtt albúm í hvert skipti sem hann setur inn myndir svo að aðrir fái að njóta.
10.12.2013 at 18:30 #441246https://old.f4x4.is/myndasvaedi/ferdalog-a-trukknum/dsc03453/ við myndina er tengill sem ég var að setja á eldra myndaalbúm sem ég bætti við myndum á sama tíma og ég stofnaði nýtt. Nýja kemur að sjálfsögðu en ekki eldra albúm. Vonandi vekur kaffið þig. Ég þarf að afrita tengill og líma hann í leitarstreng til þess að hann virki.
10.12.2013 at 16:55 #441234Ég var að bæta við myndum í eldra safn sem kanski einhver hefði áhuga að sjá. Þá er spurning hvort þörfin sé yfirleitt á gömlum myndasöfnum ef þau birtast ekki þegar þau eru uppfærð eins og spjallvefur þegar einhver skrifar við gamalt efni.
kv Trausti
10.12.2013 at 16:43 #441230Og einnig má láta vefslóð vera virka sem maður setur við mynd eða annað efni. Td.:
10.12.2013 at 16:38 #441229Er ekki hægt að hafa myndasíðuna þannig að ef maður bætir við nýjum myndum í eldra safn að það verði tímabundið sýnilegt öllum.
Kveðja Trausti
03.09.2013 at 17:50 #767073Sælir allir áhugamenn um ferðalög á hústrukkum.
Við ætlum að halda ferðaáætlun. Allir eru velkomnir á Velútbúnum húsbílum hvort sem það er 4×4 sendibílar með svefnaðstöðu á þokkalegum dekkjum til að fara yfir vöð, pallbílar með pallhýsi og aðrir hálendis trukkar.
Kveðja
Trausti
20.08.2013 at 18:02 #767067Ekki sé ég neitt að því og ég held að við hjálpumst allir að og teflum ekki í neina tvísýnu en krafan er að fólk verður að vera á sæmilegum farartækjum til þess að fara yfir vöð en það þarf ekki að vera á neinum kafbátum. (spurning er með Tungnaá sem má þá bara sleppa ef hún reynist einhver farartálmi. Hvernig hefur bíllinn reynst á hálendinu, hefurðu farið á honum yfir vöð. Þetta eru spurningar sem fólk verður að spyrja sig, það eru nefnilega til camperar sem þola ekki of vel hálendið).
Kveðja Trausti
01.06.2013 at 20:11 #766263það er miklu auðveldara að vinna stení á staðnum enn ál (fljótt að koma í beygjuvinnu). Persónulega finnst mér alltaf ósmekklegt þegar menn eru með allskonar hrærigraut af klæðiningum. kveðja Trausti
19.05.2013 at 22:44 #765481https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfu … mId=329116
Við komum úr mörkinni í dag. Vel heppnuð ferð allir ánægðir. Ekki skemmdi veðrið sem var með besta móti á landinu. Afturdrifsfæri var inn í Bása og vegurinn var eins og hann á að vera fyrir trukka :).
17.05.2013 at 11:27 #765475Ég og konan förum um Kl. 5 eða 6 úr bænum
Kveðja Trausti.
10.05.2013 at 10:06 #765465Ég komst því miður ekki var lasinn og þótti miður en gott mál fyrir okkar hönd.
Kveðja Trausti
19.04.2013 at 13:43 #765491Takk fyrir hlýleg orð í okkar garð Ofsi.
Við munum að sjálfsögðu starfa í anda klúbbsins og reyna að laða nýja félaga sem munu efla klúbbinn með bros á vör.Nú þegar eru margir nýir félagar að bætast við svo við skulum ekki hrekja þá í burtu með einhverju neikvæðu spjalli sem hefur því miður verið of algengt hér.
Enda eru þetta félagsmenn sem munu auka breidd í félagsstarfinu sem er af hinu góða.
Ég vil þakka stjórn 4×4 að taka svona vel á þessu.Kveðja Trausti Kári Hansson
12.02.2013 at 23:42 #76312302.02.2013 at 20:04 #763271Þetta var arfavitlaus breyting og þarf að kippa í liðinn sem fyrst.
Kveðja Trausti
17.03.2012 at 15:42 #729921Boddýið á þessum bílum er snilldar flott og rúmgott maður bíður bara eftir fleiri svona bílum, v6 bensín vélin öskrar áfram, væri gaman að sjá svoleiðis apparat með blower kitti sem er til í ameríkuhreppi á 46. Verst er Hvað ríkið er að eyðileggja þetta sport með bensín og olíu prís.
-
AuthorReplies