Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.02.2010 at 19:59 #210752
Þetta er góð síða og kemur á óvart á hve mörgum stöðum á íslandi þeir eru með stöðvar.
15.02.2010 at 15:40 #683024Fer þetta bara ekki eftir því hver er að aka bílnum í hvert skipti og hverju hann er vanur.
Svo líka bara aksturslag hvers og eins er mismunandi og hentar misjafnlega mönnum hvort bíll er beinsk eða sjálfsk…..
14.02.2010 at 07:34 #683006[quote="jeepcj7":2c6k2qwr]En ertu ekki lögga að atvinnu vinur?[/quote:2c6k2qwr]
Jú það passar allveg….
Breytir það einhverju hvað ég skrifa hér inn?
13.02.2010 at 18:08 #683000Svona varðandi eyðslu á svona bíl.
Ég er með 2001 módel á 44" Superswamper,17"br felgur, aukatank, sjálfskiptann og spilbita framan og aftan. Þegar ég fór í nýliðaferðina í haust fór ég með 16.5l á hundraði frá Akranesi upp í Hrauneyjar með um 200l af olíu, tveir karlmenn, mat og búnað í tvær nætur og verkfæri. Ekið var mjög greitt vegna þess hve seinir við vorum á staðinn og var maður á um 100-110km/klst megnið af leiðinni.
Ég er bara nokkuð sáttur með þessa eyðslu í þetta skiptið.
Svo í för með okkur var 2004 38" Patrol sjálfskiptur og eyddi hann eitthvað minna……
KV Hagalín
08.02.2010 at 08:44 #210566http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/08/hyggjast_gera_atak_i_oryggismalum_i_kjolfar_banasly/
Sammála Sveinbirni þarna.
Við félagar hér á Akranesi höfum verið að útfæra þetta í bíla frá Björgunarfélagi Akraness sem við störfum í og svo einnig í okkar eigin bíla.
Við sáum þetta svo greinilega, í aðgerðunum þegar þetta hörmulega slys átti sér stað á langjökli fyrir skömmu síðan, að þetta væri nauðsynlegt í þá bíla sem á jöklana fara.Það sem við höfum velt fyrir okkur í þessu er að sjóða augu á armana sem koma út frá grindinni þar sem stigbrettin festast á. (Armarnir/vinklarnir verða að vera vel fastir og styrktir í drasl) Soðin eru augu á alla arma þannig að ef einn hellist úr lestinni þá eru alltaf til auga augu. Eitt sem menn verða að átta sig á að þegar menn falla í línuna þá margfaldast þyngdin þegar maðurinn skellur í línuna þannig að þar sem augun festast í bílinn verður að vera vel massíft og þolað töluvert högg.
Næst höfum við ákveðið að í hverjum bíl verða 2 til 4 sigbelti klár undir bílstjórasætunum með hvert um sig 10-15 metra langri línu.
Með þessu verða svo læstar karabínur til þess að festa sig við bílinn.Svona er þetta sem við hugsuðum okkur og ætla ég að taka myndir af þessu leið og þetta verður klárt hjá okkur.
03.02.2010 at 17:24 #210458Hafa menn eitthvað prufað þetta?
Einn félagi minn er með svona í patrol 2.8.Er þetta sniðugt eða bara alveg jafn gott og vel staðsettur vindkældur intercooler?
26.01.2010 at 22:25 #679480Já Haffi, ég hafði nú ekki hugsað mér að fara með bílinn á verkstæði í þessu máli. Ef maður getur ekki reddað svona smáhlut þessu að þá held ég að maður ætti ekki að eiga jeppa, því þá væri kostnaðurinn í viðhaldi orðinn all svakalegur.
En ég held að ég noti slípirokkinn á þetta. redda mér skífu sem nær inn að bolta innan sætis á hásingunni og sker þar.Man einhver hvað boltarnir eru sverir? og hertir? 10 10 boltar eða?
26.01.2010 at 14:53 #210233Nú er ég að skipta um fóðringar að framan í Patrol., við hásinguna.
Ég næ rónnum alveg af en boltinn sjálfur virðist vera fastir í stykkinu inn í gömlu fóðringunum. Hvað er til ráða í því? Er búinn að slá á þetta og svoleiðis snúa boltanum og þá snúast bara fóðringarnar.Er ekki málið bara að nota rokkinn á þetta og setja nýja bolta í?
Eða eru menn með einhver töfra ráð við þessu…..
26.01.2010 at 12:59 #679344PittBullinn er fáanlegur í 44" en þar ertu með dekk sem nánast þurfa 46" breytingu og þau fást hjá Gunna Egils hjá IceCool.
DC 44" og SuperSwamper 44" er hægt að fá hjá N1.
Veit ekki hvort Hekla er með dekk í þessari stærð…..
KV Hagalín
22.01.2010 at 21:14 #678362Jæja held að ég fari út í það að fá bílinn hjá gamla sem er 2004 patrol og fá intercooler og hosurnar hjá honum og setja hjá mér þá getur maður útilokað eitthvað af því……
21.01.2010 at 23:46 #678358Já er þá ekki bara málið að taka þetta af vélinni, túrbínuna og millikælirinn og skoða þetta úr því maður þarf að fara rífa þetta?
Er ekki annars hægt að laga kælirinn ef hann er farinn að blása?
21.01.2010 at 20:36 #678350Hvar á þessi ventill að vera á soggreininni?
21.01.2010 at 19:43 #210108Sælir félagar. Núna undanfarið hefur verið einskonar blástur í bílnum hjá mér. Ég er með Patrol 2001 módel.
Þetta er ekki stanslaust heldur kemur og fer eftir snúning á átaki vélarinnar. Er búinn að athuga allar hosur til og frá túrbínu og intercooler og finn ekkert gat. Getur gatið verið það lítið að maður sér það ekki með augunum og þegar kemur blástur þá opnist það???
Á reyndar eftir að rífa túrbínuna frá og soggreining til þess að athuga pakkningar þar en vildi nú fá álit ykkar á þessu fyrst áður en ég fer í rifrildið…..Á kanski einhver hosur til þess að lána mér svo ég get athugað hvort það sé málið??
Heirði einvhersstaðar að þær væru nokkuð dýrar þannig að maður tímir ekki að kaupa þær og svo er það ekki málið…..
KV Hagalin
21.01.2010 at 19:34 #678316Taktu rör sem passar rúmlega upp á öxulinn. Svo er að sjóða tvo pinna sem passa upp á götinn á rónni.
Svo sýðuru topp í hinn endann á rörinu og þar ertu kominn með þennan ágætis lykil fyrir þessa aðgerð.
21.01.2010 at 03:10 #678208Hvaða dekk seturu undir þennan grið hjá þér?
Sá ekki hvaða típa þetta er, DC?
12.01.2010 at 13:14 #675870Eg ræddi við þá á Ljónsstöðum og þar kostar þetta í komið 260-80 kall. Þá ferðu með bílinn til þeirra og færð hann klárann til baka. Bara gírinn hjá þeim kostar 195þúsund svo vinna ofan á það, stytta og lengja sköft, laga þverbitann, koma stöng inn í bíl og svo framvegis.
Ég ræddi við K2 fyrir norðan og þá var þetta svipuð upphæð nema að þeir settu lofttjakk í stað stangar inn í bíl.Svo ef að menn vilja setja ástralíu hlutfallið í þá kostar það eins og hér hefur komið fram áður annan handlegginn….
11.01.2010 at 11:44 #668716[img:x6vz2cri]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=272729&g2_serialNumber=2[/img:x6vz2cri]
Notaru þá einn loka og mæli fyrir öll dekkin?
10.01.2010 at 00:22 #675564Þessi lýsing er sú sama og var að bögga mig.
Lagðist undir bílinn hjá mér í kvöld og athugaði legur stýrisenda og allt
var í lagi. Setti svo kúbein á skástífuna að framan og sá að það var komið
slag í fóðringuna neðri við hásinguna og er að vona að það sé
það sem er að bögga bílinn hjá mér. Mundi láta athuga það sem og millibilið
milli hjólanna…..
09.01.2010 at 19:33 #675456Held að 17" sé fin breydd. En hvaða dekk ætlaru að setja undir hjá þér??
Því ekki að fara bara í 46" breytingu???
09.01.2010 at 19:22 #674864[quote="Árni Björnsson":pa9wehpu][quote="hagalin":pa9wehpu]Áttu nokkuð mynda af þessu Árni.
Er ekki alveg að átta mig á þessu. Fyrir neðan útvarpið hjá mér er bara stjórnborðið fyrir miðstöðina………[/quote:pa9wehpu]Sæll, ég skal senda þér mynd bráðlega. Hvert er emailið hjá þér?
Ég keypti á sínum tíma tvær kúlur, klemmu og svona hlussu tölvuborð frá RAM. Það var keypt hjá R.Sigmunds ef ég man rétt. Ég er núna kominn með aðra mikið minni fartölvu sem þarf ekki sérstaklega stuðning við skjáinn og ætla að notast við einfalda plexíglerplötu með riflás.
Þetta virkaði þó mjög vel, gamli lappinn var þungur og borðið líka, en þetta haggaðist varla. Þurfti annað slagið að ýta þessu aðeins upp.[quote="ElliOfur":pa9wehpu]Þessu tengt en samt ekki nákvæmlega subjectið, eru usb gps móttakararnir (eingöngu móttakari sem tölvan les frá) að gefa jafn góða og nákvæma staðsetningu einsog góð tæki, og hvar fást þeir á þokkalegu verði?[/quote:pa9wehpu]
Ég hef notast við gps pung með serial tengi. Hann hefur ekki svikið og skekkjan ekkert til að tala um.[/quote:pa9wehpu]
Sæll. Mailið hjá mér er eddahagalin(hjá)internet.is
Mátt endilega send mynd…
-
AuthorReplies