Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.10.2008 at 12:27 #631556
Það er kanski málið…
Hvernig er breytingin hjá þér magnús fyrir 44"??
Hvað kosta þessir nýju kantar og hverjir selja þá???
23.10.2008 at 10:21 #631630Mundi ekki spá í þessum dekkjum. Vorum með þessi dekk undir Ford Exursion og voru þau að spóla á felgunum. Ekki góð akstursdekk. Mundi fara frekar í 46 tommuna. Þar færðu mun betra grip, betri akstursdekk og framvegis.
Eftir að þau urðu hálfslitin urðu þau allveg hand ónýt.Þetta er allavegana sú reynsla sem ég hef af þessum dekkjum.
23.10.2008 at 09:02 #203102Nú er maður alltaf að velta fyrir sér.
Mér áskotnaðist gott eintak af patrol 1995. Er bíllinn með hlutföllum læsingum, intercooler og á 38″
Búið er að setja í bílinn lengri gorma undan nýrri boddy-inu og síkka stífur að mér sýnist um c.a. 10cm. Ekki er búið að færa afturhásinguna neitt.Spurningin er sú, hvað þarf maður að gera til þess að koma 44″ undir þennan bíl???
Boddyhækka? Setja klossa undir gorma? Lengri gorma (OME til dæmis)??? Hásingarfærslu??? O.s.frv……..
20.10.2008 at 12:41 #631394Ríð á vaðið.
Vesturlandsdeildin fór í sína haustferð núna um helgina. Lagt var af stað á laugardags morgun frá Shell Akranesi kl 09:30.
Farið var upp Fljótshlíðina inn á Emstruleið inn að afleggjaranum upp í Hrafntinnusker en farið þar inn á Dómadalsleið, Fjallabak og inn í Hólaskóg þar sem gist var. Vorum við að skríða inn í skála um 23:00. Á þessari leið var nægur snjór, brekku læti, affelgun og gaman gaman. Vorum flestir á 38"bílum en voru einnig í ferðinni Tacoma á 35"(Alveg ótrúlegt hvað sá bíll fer á aflinu) og Pajero V6 á 31"eða 32". Pajeroinn lenti í því óláni að affelga í einni brekkuni, en því redduðu góðir menn. Mjög skemmtileg leið og falleg. Veit reyndar ekki hver leiðin var á sunnudeginum þar sem að ég læt mér það nægja að taka laugardaginn og hélt heim um kvöldið og var mættur á skagann aftur um 01:30.
Ljómandi góð ferð og frábær ferðabyrjun á þessum vetri.
Þakka fyrir mig og mína´.
19.10.2008 at 20:30 #203084Sælir. Gamli er í smá veseni með Dodge RAM 5.2 1995 eða 6 man ekki alveg. Bíllninn fer ekki í gang, tekur aðeins við sér en deyr svo strax. Hvað getur þetta verið? Vorum að velta fyrir okkur bensínsíu en kallinn finnur hana ekki. Hvar er hún staðsett í þessum bílum og einnig hvar er bensíndælan í honum?? Tanknum eður ei???
17.10.2008 at 14:40 #618086Er þá ekki málið að skella upp smá könnun á forsíðuna og komast að þessu???
16.10.2008 at 22:45 #618080Veistu hvernig þeir áttu að hafa tekið á þessu???
Og breytt lögunum eða reglugerðunum???
16.10.2008 at 20:23 #618074Hefuru notað einhverja ákveðna tvígengisolíu á þetta??
Þú setur bara steinolíu og tvígengisolíu á bílinn, blandar ekkert saman við venjulegann dísel???
16.10.2008 at 18:53 #631228Þetta er spurning hvað þú ert til í að kosta í þetta.
Hækkun á boddy, hásingarfærsla og kantar eru ekki svo dýrt ef þú gerir þetta sjálfur. En held að patrol hásingu undir bílinn sé ekki vitlaust hugmynd en þú þyrftir að snú a henni því kúlan er öfugu meginn og því fylgir kostnaður ef þú lætur gera það fyrir þig. Einnig er spurning með patrol millikassa aftan á 2,7 vélina???Að færa afturhásinguna er ekki mikið mál. Lengja stífur og færa þverbitann fyrir ofan hásingu aftar….
16.10.2008 at 15:33 #618070Hafa einhverjir verið að nota þetta á patrol 2.8???
16.10.2008 at 15:27 #618068Hafa einhverjir verið að nota þetta á patrol 2.8???
16.10.2008 at 14:02 #618062Einhverjar reynslu sögur eftir sumarið???
Hafa menn verið að prufa þetta eitthvað af ráði?
04.10.2008 at 23:06 #63042416.02 Hjólbarðar með nöglum eða keðjum.
(1) Þegar snjór eða ísing er á vegi skal hafa snjókeðjur á hjólum eða eftir akstursaðstæðum annan búnað, t.d. grófmynstraða hjólbarða (vetrarmynstur), með eða án nagla, sem veitt getur viðnám. Óheimilt er að nota keðjur þegar hætta er á að það valdi skemmdum á vegi.
(2) Naglar í hjólbörðum á sama ási skulu vera sem næst jafn margir.
(3) Hjólbarðar fyrir ökutæki sem er 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skulu vera negldir sem hér segir:
a. Lengd nagla út úr nýnegldum hjólbarða má að meðaltali ekki vera meiri en 1,2 mm.
b. Lengd nagla út úr hjólbarða má ekki vera minni en 0,9 mm.
c. Hámarksfjöldi nagla má vera sem hér segir:
90 fyrir felgustærð til og með 13"
110 fyrir felgustærð yfir 13" til og með 15"
150 fyrir felgustærð yfir 15".
d. Hámarksþyngd hvers nagla má vera 1,1 g. Í hjólbarða sem ætlaður er undir torfærubifreið (t.d. jeppa) eða sendibifreið (C eða LT hjólbarði) má þyngd hvers nagla þó mest vera 2,3 g.
e. Hámarksstöðukraftur nagla (sá kraftur sem þarf til að þrýsta inn nagla, sem stendur 1,2 mm út úr sóla hjólbarða með eðlilegum loftþrýstingi, þannig að hann sé sléttur við sólann) má við 20°C (± 4°C) mestur vera:– 12 daN fyrir hjólbarða sem ætlaður er undir fólksbifreið
– 34 daN fyrir hjólbarða sem ætlaður er undir torfærubifreið (t.d. jeppa) eða sendibifreið (C eða LT hjólbarða).
f. Í hjólbarða sem er yfir 760 mm (30 þumlungar) í þvermál og ætlaður er undir torfærubifreið (jeppa) er heimilt að nota nagla sem hver um sig er allt að 3 g og mesta stöðukraft við 20°C (± 4°C) 38 daN.
02.10.2008 at 23:31 #203005Fletti upp póstum á leitarvélinni með þessu málefni.
Bara svo það sé á hreinu ef hitarljósið blikkar að þá er relyið farið fyrir hitarann…???
01.10.2008 at 16:23 #202990Hvernig er það ef að maður ætlar að velta hásingu er þá bara nóg að lengja efristífuna aðeins meira en neðri???
30.09.2008 at 12:04 #626776Hringdi núna rétt í þessu niður í Fossberg og athugaði verð á Finidælunum til 4×4 meðlima.
Þar var mér sagt að það hafi verið að koma inn sending og að við fengjum þær á 47000kr……….
Kanski aðeins of mikið finnst mér eða hvað??
16.09.2008 at 23:15 #629480Takk fyrir þetta Benni.
16.09.2008 at 23:14 #629414Ég get nú ekki verið sammála þér jón ingi í þessum málum. Þessi bílar eru vanmetnir að mínu mati allavegana. Léttir og þessi mótor leynir töluvert á sér. Mín reynsla af þessum bílum er allavegana góð. Og þó að ekki fáist læsing í þá að framan að þá er hægt að fá flest allt í þá annað.
16.09.2008 at 16:05 #202923Hver er að selja þessi dekk og er ekki alveg hægt að fá þau fyrir 15 tommu felgur……
15.09.2008 at 17:10 #629410Sæll. Bíllinn sem ég var með var hækkaður 60mm á boddy og 1tommu á fjöðrun. Ekki voru hluföll í bílnum né aukakælir.
Ef þú ert að spá í smá jeppaferðir í snjó sem þessi bíll á góðum 35tommu dekkjum fer helling að þá mundi ég mæla með hluföllum, bæði hlífa skiptingu og budduni, varðandi eyðsluna.
Einnig ef þú ert að spá í alvöru jeppa í vetrarferðir þá færi ég í hásingarfærsluna og 100mm hækkun fyrir 38tommuna.Hagalín
-
AuthorReplies