Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.03.2014 at 09:06 #454516
Hérna erum við rétt norðan við Helgaskála. Þessi spræna er ekki neitt neitt á sumrin en þarna hafði hún hlaðið aðeins á sig. Hlunkaðist niður hægra megin að framan og 44″ náði ekki í botninn. Við þetta brotnaði demparafesting vinstri aftan og gormurinn losnaði 😉
07.03.2014 at 20:36 #453745Heyrði í Magna Rottu áðan og voru þeir komnir að Versölum aftur eftir að hafa breytt ferðinni inn að miðju í veiðiferð. Þeir snéru við eftir að þeir sáu hvernig færið var og fóru ekki inn að miðju. Veit ekki á hvaða leynistað þeir fóru en komu klyfjaðir af fisk tilbaka. Ætli þeir komi ekki út í plús eftir ferðina eftir að þeir fari með aflann á fiskmarkaði í Rvk
07.12.2013 at 10:45 #440830Átti eftir að setja skilaboða valmöguleikann enn eða finn ég hann bara ekki?
01.12.2013 at 09:54 #440551Er svo ekki alveg príma þegar búið er að rétta hjá þér að reka rör inn í rörið sem er fyrir og styrkja þetta dót aðeins?
15.10.2013 at 07:16 #379411Alveg klárt mál að láta bara dómstóla skera úr um lögmæti þessara kröfu.
11.10.2013 at 23:37 #379358Til lukku með nýja skálann.
Kv frá Vesturlandsdeild.
08.10.2013 at 22:42 #379274Alls ekki vitlaus hugmyn.
Það þyrfti auðvitað að búa til einhverjar stuttar og hnitmiðaðar reglur í kring um þetta en alls ekki vitlaus hugmynd.
05.10.2013 at 15:20 #226657Eru einhverjar fréttir/sögur af landsfundi?
Allir komist heilir í Setrið?
30.08.2013 at 22:50 #767099Eitt sem menn verða að spá í.
Það kemur reglulega fyrir að það komi hoppidekk, og hefur ekki mér vitandi verið vandamál að fá nýtt dekk í staðinn þegar dekkin eru keypt hér heima.Það er þá spurning hvort ekki yrði að taka einn extra gang af 46" ef það þessu yrði til að dekka það ef einhverjir fengju hoppidekk.
En klárlega er ég til í að skoða að vera með í þessu ef að þessu verður.
22.08.2013 at 23:25 #76705722.08.2013 at 23:23 #767055Hafa menn ekki verið að fá sér lægri hlutföll í millikassann?
Minnir að einn hafi verið að auglýsa það hér fyrir ekki svo löngu síðan.
17.08.2013 at 13:08 #767089Er ekki bara spurning um að fara henda í eina pöntun?
Hverjir voru það sem stóðu að innfluttning af gám hér fyrir nokkrum árum?
Væri ekki hægt að fá einhverjar ráðleggingar hjá þeim og tengiliði?
09.08.2013 at 21:45 #767045[quote="olafurag":16shwfzn]Sælir félagar.
Ég er með Dick Cepek Fun Country 44×18,5xR15 undir framþungum Y61 Patrol.
Er ekki sáttur við drifgeftu og flot og var að spá í ný dekk í stærðinni 44-47".
Er einhver með reynslu í þessum málum og ráðleggingu í dekkja- og felguvali?Kveðja,
Ólafur Arnar Gunnarsson
R-2170.[/quote:16shwfzn]Farðu í 46" MT og 16" x 17" felgur.
05.08.2013 at 21:23 #766919Já, þetta er með endæmum óþolandi að þurfa að vera ár eftir ár, mánuð eftir mánuð í endalausu stappi að halda sínum afslætti í lagi. Sjálfur komst ég að þessu hjá mér um helgina þegar aðeins kom ekki réttur afsláttur á lykilinn hjá mér. Var ansi nálægt því að henda helvítis teygjuspottanum utan um dælurnar og taka jólagjöfinna á Fordinn. (Lét það sem betur fer eiga sig)
Ætla að hringja á morgun og byrja að spyrja hvort þeir vilji yfir höfðu að ég versli við þá áfram.
22.05.2013 at 09:30 #765881Góð hugmynd hjá Ívari hér að ofan.
Til að mynda, væri ekki hægt þá að setja til dæmis flokk undir spjallið sem heitir bara eins og á jeppaspjallinu Jeppinn minn?
23.03.2013 at 14:22 #764729Eitt varðandi búnað hvers og eins.
Gæti ekki Ferðaklúbburinn 4×4 haft það sem val að menn setji inn í sameigilegan grunn svona smá upplýsingar um sjálfan sig, þekkingu, menntun, námskeið sem aðilinn hefur hugsanlega farið á m.a. skyndihjálp, fjallaleiðsögn, námskeið í fjallabjörgun, sprungubjörgun og sem má lengi telja. Betri upplýsingar um bifreiðina annað en tegund og dekkjastærð, VHF, Tetra, Iridium númer, spil, sprungubjörgunarbúnað, sjúkrabúnað, suðubúnað og almennan viðgerðar og björgunarbúnað.Sjálfur er ég alveg tilbúinn að gefa allar þær upplýsingar sem ég hef um sjálfan mig sem og þann búnað sem ég hef í bílnum hjá mér og í ferðum. Þetta gæti verið grunnur sem gæti verið hægt að notast við í svona ferðum sem og þegar hlutirnir atvikast eins og á þessum tíma þegar veðrið var sem verst.
Eins með þennan ódýra hlut hér ( http://www.facebook.com/strakadot.svenn … =3&theater) þetta er dót sem klúbburinn eða aðilar geta verslað sér og verið með einn í hverjum hóp í svona stórri ferð.
19.03.2013 at 09:53 #764677Ætla að taka það fram strax að ég fór ekki í ferðinna en fylgist vel með frá upphafi til enda en er klárlega ekki dómbær á hvernig veðrið var en get svona nokkurnvegin hugsað mér það hvernig það var.
Varðandi skipulag að það sem kom að Túttugenginu var alveg til fyrirmyndar. Ekki var það öfundsvert verk að koma öllum þessu fóki fyrir á hálendinu en með smá skipulagi og vinnu að þá sjáum við að það er nægt pláss á hálendinu fyrir ferðafólk allan ársins hring.
Menn verða líka að hafa í huga að það er ekki nóg að vera á stórum breyttum bíl á stórum dekkjum og dótastuðulinn alveg í botni. Menn/konur verða líka að kunna að nota þann búnað sem er í bílnum og þekkja bílinn vel. Ég hugsa að ég hefði frekar í þessa ferð kosið að vera á Patrol sem ég var búinn að ferðast töluvert á síðustu ár og var farinn að þekkja hann mjög vel heldur en að vera á Fordinum sem ég á núna þó hann sé hátt í 300hp aflmeiri og á stærri dekkjum.
Val í hópa verður líka að vera á ábyrð þeirra sem eru í hópunum en ekki þeirra sem skipuleggja. Ef 4 bílar eru búnir að melda sig í hóp að þá er það þeirra að ákveða hvort þeir taki aðra inn eða ekki. Það er ekkert mál fyrir þá sem skipuleggja svona ferð að spyrja þann sem er í forsvari fyrir hópinn hvort hann vilji bæta við einum utanaðkomandi eða ekki og þarf það ekkert að vera nema á milli þess sem skipuleggur og forsvarsmanns hópsins.
Ég hef farið í síðustu tvær stórferðir og í bæði skiptin þá voru menn í hóp sem ég var í sem þekktust lítið og gekk það vel upp. Maður var bara undirbúinn undir það að þurfa að aðstoða ef menn þyrftu aðstoð eins gerði maður þá bara ráð fyrir að ef maður lenti í vandamáli sjálfur að þá fengi maður aðstoð frá sínum hóp. Þó að í fyrri ferðinni hafi einn bíll verið meira og minna bilaður yfir allan sprengisandinn, annar braut framdrifið um miðjan dag og þurfti drátt niður Bárðardalinn og svo bættist þriðji bíllinn í hópinn í restina sem bilaði lítillega. Þetta var bara verkefni sem þurfti að afgreiða og var það gert. Það er ýmislegt sem getur komið uppa í svona hópum hvort sem þeir séu 4 bílar eða 100 bílar.
Þegar 100 talstöðvar eru í gangi á Vatnajökli samtímis þá þurfa samskiptin að vera öguð. Menn notist við þá rás sem þeir fá úthlutað og ef svona aðstæður koma upp eins og seinnipart laugardags að þá ef kostur er að aðeins einn í hverjum hóp sé í forsvari út fyrir hópinn ef það er möguleiki. (Aftur tek ég fram að ég var ekki á staðnum til að meta hvernig þetta fór fram)
Svo er spurning með lærdóm af svona ferð. Auðvitað væri gott ef hóparnir sem voru saman á jöklinum hittist yfir einum bauk eða svo og fari yfir ferðina og rýni til gagns. Eins þessir reynslumeiri miðli þeirra reynslu til þeirra reynsluminni. Þeir sem eru reynsluminni verða líka að ver óragir við að spyrja og leita sér þekkingar til annara og vera óhræddir við að spyrja að þeim finnst kjánalegrar spurningar sem getur svo komið sér vel í svona aðstæðum eins og upp á Vatnajökli.
Ég hef ekki enn lent í því að fá leiðinleg svör hjá þeim sem ég hef leitað til þó þeir þekki mig ekki neitt og hefur það reynst mér mjög vel að vera óhræddur við að senda pósta og ræða við menn. Eins er mönnum velkomið að henda á mig póst með spurningum og mun ég reyna að svara af bestu getu þó ég sé nú ekki búinn að vera í þessu sporti nema í innan við 10ár.
En við skulum halda umræðunni á faglegu nótunum og rýnum til gagns.
Hagalín
E-1870
08.03.2013 at 04:08 #760119Hvar sækið þið forritið VisIT?
27.02.2013 at 09:16 #225656Hvar hafa menn fengið þakboga á F250/350 SuperDuty?
16.02.2013 at 14:21 #763727Ég var eitthvað að prufa þetta í gær.
Kveikti á tölvunni og NRoute – Tengdi GPS í tölvuna og kveikti á gps.
Þá kom searching for satellites og svo eftir nokkrar sekúndur kom conection broken.
Þá kom aftur searching for satellites og conection broken.
Svona hélt þetta áfram þangð til slöknaði á gps eftir 5min.
Kveikti á aftur á gps og þá náði tækið sambandi við NRout.Frekar undarlegur draugur…
-
AuthorReplies