You are here: Home / Jón Kristinn Jónsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir félagar
Ég á í vandræðum með Patrol 2001. Hann fer ekki í gang nema ég dæli olíu með handdælunni en þegar hann er komin í gang þá gengur hann eðlilega.
Ég er búin að skifta um síu og hráoliudæluna sem IH neyddi mig til að kaupa í heilu lagi með síu og öllu en það er önnur saga.
Frekari lýsing er þannig að ef drep á honum þá fer hann ekki í gang þó að ég starti strax aftur.
Það sem ég hef fengið upplýsingar um er að hann geti verið að draga falskt loft en þá er spurningin hvar ?
Kannast einhver við þessar lýsingar ???
Jón Kristinn
Ég þakka ykkur fyrir þessar upplýsingar, ég mun þá kíkja á flæðurnar ef mér líst svo á fyrst þær hafa verið eknar síðdegis á lítið breyttum bílum.
Kv. JKJ
Sælir
Er einhver sem veit hvernig Gæsavatnaleið er núna, er að hugsa um að fara hana á laugardag og koma niður snæfellsmegin á mánudag, við verðum á tveimur 38″ Patrol jeppum. Er eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af ?
P.s.Ég ætla hraunið en ekki flæðurnar en ég hef ekki keyrt þessa slóð áður.
Kveðjur
JKJ
Ég Þakka kærlega fyrir þessar leiðbeiningar, það sem vantaði var að stilla Garminn á NMEA þá skotgekk þetta.
Ég á í vandræðum með að láta tækin vinna saman, ég þurfti að fá mér Garm 130 í staðin fyrir Garm 128 sem var stolið úr bílnum hjá mér. Getur það skapað vandamál að ég uppfærði stýrikerfið úr W 98 í W. XP ? Á tölvunni er uppsett Navtrek 97 og Visual series frá Nobeltec og Mapsource frá Garmin. Getur einhver leyst úr þessum vandamálum með einföldum leiðbeiningum.
Jón Kristinn