Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.04.2008 at 13:21 #621120
Þið sem getið, annað hvort kveikið á ríkissjónvarpinu eða drífið ykkur upp að Rauðavatni.
Aðarar eins aðfarir hafa aldrei sést á Íslandi
Nú ætti BB frændo að segja af sér ásamt borðalagða fíflinu sem stjórnar þessu
JKJ
04.03.2008 at 11:25 #615652Það er pláss fyrir nokkuð stóra viftu undir núverandi kæli, það fer minna fyrir 6 cyl. línunni en 4 cyl. hlunknum sem var í húddinu.
kv. JKJ
01.03.2008 at 12:16 #615648Það er rétt að vinnan er mjög dýr, en þetta er 01 módel af patrol sjálfskiftur og ég valdi að hafa loftkælinguna í bílnum. Því verð ég að hafa kælirinn ofan á vélinni, ég hef verið velta því fyrir mér að setja sogviftu undir kælirinn til að auka loftflæðið.
Kv. JKJ
29.02.2008 at 12:06 #201987Sæl öll
Hefur einhver hér á spjallinu hugmynd um hvert væri best að snúa sér til að láta breyta intercooler á 4,2L Patrol vél. Ég er núna með kæli úr 2,8L Patrol en hann er ekki nógu stór fyrir hlunkinn of túrbíuna sem honum fylgdi.
kv. Jón Kristinnp.s þessi átti að vera á bílar og breyt en ekki ferðir
01.10.2007 at 13:20 #594750Ég geri mér vonir um að sleppa með 200 þús kr. meira heldur en að láta gera upp 3L lítra vélina.
Heildarkostn er ekki alveg ljós ennþá, ég vann ekkert í þessu sjálfur heldur setti þetta í hendurnar á Kristjáni og var ekki svikinn af hans vinnu það get ég sagt þér. Vinnubrögðin eru alveg potttþétt.
JKJ R3475
01.10.2007 at 10:45 #598236Vinur minn lenti í þessu með 2003 árgerðina, mig minnir að hann hafi látið skfta um loftflæðinemann og það hafi leyst málið.
Ég setti hins vegar 4,2 L sexu í minn og málið leystist, heldur dýrari lausn en varanleg og skemmtileg og það er það sem málið snýst um er það ekki:)Jón Kristinn R-3473
01.10.2007 at 10:35 #594746Draumurinn er orðin að veruleika, 4,2 L vélin er komin í og byrjuð að mala. Vélin passaði á kúplingshúsið eins og vitað var en frá þeim punkti þurfti að spinna svollítið. En snillingurinn hann Kristján hjá Bíltaki á Selfossi var búinn að pæla sig í gegnum þetta áður en hann byrjaði. Bíllinn er allt annar í upptaki og togi á lágum snúningi. Ég er að prufa hann núna, búinn að vera á honum á götunni í viku, algjör draumur.
Jón Kristinn R-3473
25.08.2007 at 13:20 #595306Það er klárt að ef að við viljum fá einhverjar laga eða reglubreytingar um akstur á hálendinu þá er best að frumkvæðið komi frá klúbbnum okkar, frekar en BB eða hans líkum. En hugmyndin hér að ofan um sérstök skírteini fyrir hálendisakstur eða akstur á sérleiðum kallar á skilgreiningu á hálendivegum og löggæslu þar. sem er er í sjálfu sér ekki slæmt, en sporin hræða samt. Að skilda erlenda ferðamenn til að hafa leiðsögumenn er mjög góð hugmynd en illframkvæmanleg.
En það er athyglisvert hvað umferð erlendra bíla, stórra safarítrukka og hópferðir jeppamanna sem koma með allt með sér til landsins hafa aukist með tilkomu nýrrar Norrænu.
Mín skoðun er sú að það þurfi að gera e-h í þessu. Hálendið ber ekki öllu meiri umferð eins og er og ekki viljum við fá uppbyggða vegi um allt hálendið er það?
25.08.2007 at 10:51 #595298Það er einmitt punkturinn, sem ég var að hugsa málið frá þ.e. getur klúbburinn okkar gert einhvað í málinu. Mér dettur í hug flokkun slóða, Gæsavatnaleið, Fjallabakur syðri, Emstrur og leiðin í Hrafntinnusker eru kannski þær sem mér detta í sem slóðir þar sem umferð ferðamanna er mest. Ég held að við verðum að sætta okkur við að ferðamenn á illa búnum bílum fari um slóðir eins og Sprengsand, Kjöl, Kaldadal og Öskjuleið um Herðubreiðalindir en spurningin hvernig er hægt að miðla þeirri þekkingu til erlendra og reynslulausra Íslenkra ferðamanna aðrar slóðir geti verið beinlínis hættulegar óreyndum ökumönnum og jafnvel lífshættulegar. Mér dettur í hug td. Uppsetning skilta við vegamót slóða þar varað er við hættum á leiðinni og ferðamenn hvattir til að leita sér upplýsinga hjá t.d. Landvörðum. Þessir ferðamenn sem ég snéri við á Gæsavatnaleiðinni höfðu ekki hugmynd um hvernig slóða þeir væru að leggja út á, þetta var bara einn einn fjallvegurinn í þeirra augum.
Það væri slæmt mál ef að t.d. Sýslumaðurinn á Selfossi færi að huga að þessum málum með sýnum aðferðum.
24.08.2007 at 12:45 #200686Í framahaldi af lestri Unimog ævintýrisins á Setur leiðinni hér öðrum þræði þar sem minnst er á Þjóðverja á slyddujeppa í festu í drullupytti, langar mig að varpa hér fram smá hugleiðingum um þessi mál.
Ég var á ferð um hálendið núna í s.l viku fór m.a. gæsavatnaleið og í Hrafntinnusker á báðum þessum leiðum mætti ég illa búnum túristum á slyddu-jeppum. Á gæsavatnaleiðinni flaut 38 breytti patrolinn minn upp í síðustu jökulsprænunni áður en maður kemur inn á Sprengisand. Skömmu seinna mætti ég túrhestum á 120 leigu krúsa sem höfðu ekki hugmynd um hvernig veg þeir voru að leggja út á, þau tóku vel við leiðbeiningum og snéru við.
Ég hafði samband við Landverðina í Dreka og (klósettverðina) í Nýja-dal og og sagði þeim frá því að Gæsavatnaleiðin væri ófær illa búnum bílum. Í Dreka var tekið við skilaboðunum með þökkum en í Nýja-dal var horft á mig eins og illa gerðan hlut og ég fékk á tilfinninguna að drengstaulinn sem var að leika landvörð vissi ekkert hvað ég væri að tala um.
Seinna sama dag 22.08 þurfti síðan að bjarga tveimur útlendingum af þakinu á drukknuðum slyddujeppa upp úr þessari sömu á. (sem ég man ekki hvað heitir)
Leiðin í Hrafntinnusker er orðin sundurskorin eftir spólandi slyddujeppa, ég var þar þann 23.08 í SV rigningarsudda og mætti ég sex slyddujeppum á leiðinni.
Maður kemst ekki hjá því að sjá afleiðingarnar, þar sem eru fyrirstöður á vegunum er farið utan með.
Mínar vangaveltur snúast um hvort að klúbburinn geti gert eitthvað í þessu, t.d. með fræðsluskiltum í samvinnu við vegagerðina. því að í mínum huga endar þetta bara með því að yfirvöld grípa til víðtækra takmarkana á sumarferðum á hálendinu.
Hefur þetta verið reynt eða hafa menn einhverjar hugmyndir um þessi mál ?
Kveðja
Jón Kristinn R-3473ps. Slyddujeppar átti þetta að vera í titlinum
16.08.2007 at 19:44 #594740Það eru margir búnir að setja þessa vél í gamla boddýið og það nýja með beinskiptingunni. En það virðist engin hafa sett þessa vél í 3L sjálfskipta bílinn. Mig langar að prófa þetta, en hef ekki aðstöðu og ekki næga kunnáttu til að gera þetta sjálfur. Svo er náttúrulega óþarfi að finna úpp hjólið ef einhver væri búinn að ganga í gegnum þetta. En ég er mjög heitur fyrir þessu.
Jón K
16.08.2007 at 16:51 #200655Sælir félagar. Hefur einhver hér á vefnum reynslu af því að setja 4,2 L Patrolvélina í 3 L sjáfskipta bílinn? Lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að vélin hrundi eftir 155 Þús Km.
Ef menn hafa ekki reynslu af þessu, hefur þá einhver skoðað þetta i alvöru og eruð þið til í að deila þeirri vitneskju með mér.
Kveðja Jón Kristinn
23.04.2007 at 20:58 #589220Þakka ykkur fyirr þessar upplýsingar.
Jón Kristinn
23.04.2007 at 13:35 #200173Sælir félagar
Ef einhver hefur verið á ferðinni á þessum slóðum um helgina væri gott að uppl. um færðina innnfrá snjóalög, krapa og fleira skemmtilegt.
Planið er að fara inn í Jökulheima á 2. 44″ bílum Grímsvötn á miðv.dag og síðan niður Breiðamerkurjökul á föstudag. Allar nýjar uppl. væru vel þegnar.
Kv. Jón Kristinn
31.01.2007 at 09:54 #578120Í geðshræringunni yfir Ísland-Danmörk, gleymdi ég að minnast á að þetta er 2001 módelið sjálfskiftur með 3 L vél. Ég trúi því varla að það hafi engin lent í þessu.
Jón Kristinn
30.01.2007 at 20:10 #199541Sæl öll
Kannast einhver við eftirfarandi vandamál í hraðamæli í N. Patrol. Mælirinn er latur þar til búið er að keyra í 15-20 mínútur, þangað til sýnir hann mest 30 km. hraða. það fór að bera á þessu fyrir c.a. 2 vikum eftir ferð á Hveravelli í miklu frosti í snjópúðri. Mig langaði að kanna hvort einhver þekkti vandamálið og þá hversu smátt/stórt það er.Og já ég veit að Patrol kemst ekki hratt og allan þann pakka.
Kveðja
Jón Kristinn
semgeturekkihorft á Ísland-Danmörk
15.01.2007 at 10:12 #575478Sæll Óskar
Ég er búinn að eiga nokkra Patrola, mér dettur helst í hug að það séu farnar driflokur að framan hjá þér önnur eða báðar.Kv
Jón Kristinn
17.02.2006 at 09:47 #542994Ég held að afleiðingar nýrra laga HÆSTVIRTS iðnaðarráðherra séu að koma í ljós með þessari umsókn Orkuveitunnar um rannsóknarleyfi í Kerlingarfjöllum. Það kemur til með að verða bullandi samkeppni um virkjunarkosti á landinu með tilheyrandi RANNSÓKNAFRAMKVÆMDUM um allt hálendið.
Og ef við horfum í kringum okkur þá vitum við að rannskóknarframkvæmdir leiða nánast alltaf til framkvæmda vegna þessa að raskið er þegar orðið. Ég vitna bara í framkvæmdir við Urriðavatn máli mínu til staðfestingar.
Ekki fleiri álver fyrir mig takk
Kv.
Jón Kristinn
03.02.2006 at 20:52 #541454Þetta er 3,0 Patrol jú.
Ég veit hvað það var sem ég gerði en núna síðast þegar ég setti hann í gang með því að nota handdæluna þá dældi ég töluvert lengi inn á vélina eftir að ég lokaði slönguni hann hefur hrokkið í gang vandræðalaust síðan hvort sem ég læt hann standa eða set hann strax í gang og gaumljósið er hætt að loga.
Góðir bíll Patrolinn hann meira að segja gerir við sig sjálfur !!
Ég þakka fyrir svörin
Jón Kristinn
(með krossaða putta)
03.02.2006 at 18:08 #541446Takk fyrir svarið Hlynur
Áttu við að það stífla eða leki í slefinu ?JKJ
-
AuthorReplies