Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.04.2006 at 10:21 #548608
Auðvitað styðjum við þig heilshugar í baráttunni. Ég var hins vegar að velta því fyrir mér hvaða haust er verið að tala um – var það ekki haustið 2005? Verður ekki afsökunin að ríkið lækkaði álagninguna fyrir haustið 2005 og þess vegna hafi ekki þurft að endurskoða neitt um það haust… Ég er ekki að segja að það sé réttlátt, ég er bara að velta upp hverju þeir geta svarað.
Kv Hafsteinn.
13.03.2006 at 17:31 #546300Ég þekki ekki þetta Expert forrit. Ég hef hinsvegar notað Ozi með góðum árangri. Þú þarft að kaupa þér kort eða skanna inn til að nota með Ozi. Það er ekkert nothæft sem fylgir með.
Kv Hafsteinn.
05.03.2006 at 01:22 #545396Sæll Þór.
Náði þessu. Þú kveiktir í mér í morgun þannig að ég ætla að fara í smá "Skrepp" á morgun.
Takk fyrir punktana. Kv Hafsteinn.
04.03.2006 at 22:49 #545392Sælir.
Ég veit ekki um fleiri uppáferðir á jökulinn.Er einhver sem getur sett inn hnit af íshellunum á Langjökli?
Væri gaman að kíkja þangað á morgun.Kv Hafsteinn.
26.02.2006 at 00:21 #544512Ég votta aðstandendum hins látna samúð mína og vona að hinn slasaði nái heilsu á ný.
Kv Hafsteinn.
26.01.2006 at 15:53 #540352Sælir.
Þegar Benni var að selja þetta fyrir nokkrum árum (með háspennudótinu) var þetta sett í jeppa frá BB. Það endaði með því að botnarnir eyðilögðust. Þeir voru aðeins gerðir fyrir venjulegar perur. Það voru settar venjulegar perur í bílinn eftir það.
Kv Hafsteinn.
22.12.2005 at 08:52 #536760Sælir
Ég hef ekki fengið það sent ennþá.
Var ekki ætlunni að senda það í annari viku des?Kv Hafsteinn.
20.12.2005 at 11:14 #196897Innlent | mbl.is | 20.12.2005 | 09:55
Jeppar um 32% af daglegri umferðÍ könnun sem umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu, í samvinnu við félagseiningar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, kemur í ljós að jeppaeign Íslendinga sé um 20% af öllum bifreiðum landsmanna. Aftur á móti virðist sem um 32% þeirra bifreiða sem eru í umferðinni séu jeppar.
Í rannsóknarverkefni sem gert var á vegum Umferðarstofu kom fram að samband væri á milli drifbúnaðar bifreiða og slysatíðni þar sem eitt ökutæki ætti í hlut (þ.e. útafakstur og bílveltur). Í því rannsóknarverkefni voru skoðuð 3.039 óhöpp á árunum 1998-2003 og sýndu niðurstöður þeirrar rannsóknar að jeppar voru í meirihluta þessara slysa. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá falla 20% ökutækja undir þennan flokk þ.e. að vera skilgreind sem jeppar. Í framhaldi af þessari rannsókn þótti áhugavert að vita hversu hátt hlutfall jeppabifreiða er úti í umferðinni, þ.e. hvort það hlutfall sé 20%, lægra eða hærra, að því er segir í tilkynningu.
Jeppum hættara við að velta
Könnunin var framkvæmd í maí og ágúst á 22 stöðum á landinu. Talin voru 19.631 ökutæki og var hlutfall jeppa 32% að meðaltali yfir landið eða 6.652 bifreiðar. Niðurstöðurnar benda því til þess að hlutfall jeppa í daglegri umferð sé töluvert hærra en hlutfall jeppa af heildarbílaeign Íslendinga (um 20%).
Samkvæmt skýrslu um tegund drifbúnaðar og slysatíðni sem höfð var til hliðsjónar í þessu verkefni er þrefaldur munur á veltum jeppa/jepplinga og fólksbíla og því nokkuð ljóst að jeppum er hættara við að velta en fólksbílum. Kemur þar líka fram að jeppar lenda frekar í hálkuslysum í dreifbýlinu. Afturhjóladrifnir bílar eru með fæstu slysin hvað varðar veltur, en jeppar með flest. Sennilegasta skýringin er að þyngdarpunktur jeppa er hærri ásamt slaglengri og mýkri fjöðrun.
31.10.2005 at 09:31 #530432Sæll Elli
Til hvers þarftu spil? Ertu ekki á 44" Patrol. Þarftu kannski spil þegar vélin fer aftur? Spila þig bara í bæinn? Haha bara grín.
Warn spil færðu hjá Benna og Comeup hjá Artictrucks – Ætli það sé kki best að tala við Kliptrom fyrst þú ert fyrir norðan.
Varstu eiithvað að leika þér um helgina?
Kv Hafsteinn.
18.10.2005 at 09:26 #529518Prófaðu að hringja til þeirra hjá Benna. Tóti verkstæðisformaður getur örugglega svarað þessu. Þeir eru mjög liðlegir í þessu.
Kv Hafsteinn
11.06.2005 at 09:55 #524060Skv Texta Trolla1 er þetta Cummings diesel vél árg 99. https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bila … ingar/4678
Þetta er náttúrulega bara tröll.
Kv Hafsteinn
24.05.2005 at 14:01 #523392Ég undirritaður mótmæli að 4. grein verði óbreytt og verði að lögum. ÚT MEÐ ÞESSA 50 CM REGLU.
Hafsteinn Sigmarsson (E1834) 2002675329
15.03.2005 at 14:23 #518542Jæja félagar.
Hvernig er þetta með Setrið, er búið að vinna úr skuldalistunum?
Þetta er auðvitað afleitt að fá ekki málgagnið fyrr en undir vor.
Kvart kvart
Kveðja Hafsteinn.
02.02.2005 at 14:35 #51534617.11.2004 at 10:25 #508792Sælir
Vandamálið við gúmmíþéttingarnar er að þær vilja týnast. þá er falskt öryggi að hafa fína hettu en engan gúmmíhring. (alltaf á felgunni). Þetta er ekki það dýrt að þá má hafa lager af þessu inni í bíl. Hvort sem er plasthettu (sem þerf yfirleitt ekki þéttihring) eða stálhettu með þéttihring.
Kv Hafsteinn.
11.11.2004 at 10:32 #194825Sælir félagar.
Ég er að velta fyrir mér dieselblöndum þ.e. hvað menn eru að blanda mikið af efnum útí hráolíuna til að fá hana frostþolnari og jafnframt halda smureiginlegum hennar gagnvart spíssunum. Ég sá á gömlum þræði að menn setja allt að 30% steinolíu samanvið (jafnvel bensín)og síðan slurk af tvígengisolíu til að halda smureiginleikunum. Hversu mikill er slurkur? 1 líter af tvígengisolíu í 200 lítra af diesel/steinolíublöndu????
Hvað segja fróðir menn?
Kv Hafsteinn.
09.11.2004 at 21:40 #508378Sæll
Hvernig Mobira síma ertu með?
Mig minnir að hægt hafi verið að taka tölhölduna af litla símanum (tólið snýr lárétt)og festa það á mælaborðið.
Stærri síminn (það eru örugglega fleiri svoleiðis símar í umferð)var með tólið lóðrétt og þú þarft sérstaka tólhöldu fyrir hann. Talaðu við þá í Hátækni eða Rafeindatækni upp á Tunguhálsi.
Kv Hafsteinn.
26.10.2004 at 11:36 #507006Sælir
Hvað með hvarfakúta fyrir dieselvélar. Þarf ekki hvarfakút (skoðunarlega séð) ef þú ert á dieselbíl sama hversu nýr hann er?
Hafsteinn.
20.06.2004 at 00:03 #19447418.02.2004 at 09:07 #488966Ég er ekki sammála að þjónustan hjá Benna sé léleg!!
Þeir eru með gott viðgerðarverkstæði og það er ekki eðlilegt að umboð liggi með ALLA varahluti á lager. Ég á sjálfur Musso og hef góða reynslu af verkstæðinu hjá Benna.Kv Hafsteinn.
PS Endursöluverð á Musso í dag er hlægilegt þannig að ef þið viljið fá luxus jeppa á góðu verði athugið þá sölurnar.
HS
-
AuthorReplies