Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.06.2013 at 10:25 #226196
Góðan og blessaðan daginn.
Ég var að velta fyrir mér að fara inn í Bása um helgina á óbreyttum LC 120.
Ég hef heyrt að það sé frekar mikið í Hvannánni og jafnvel hafi rútur snúið við.
Er þetta eitthvað að skána?
Rennslistölur frá Veðurstofunni virðast liggja niðri (http://vmvefur.vedur.is/vatn) þannig að ég get ekki skoðað hvernig þróunin er.
Hefur einhver farið þarna í vikunni?Kv Hafsteinn.
23.10.2012 at 08:53 #759069Fór í Landmannalaugar á laugardaginn. Dómadalurinn fallegur í hélunni en Helliskvíslin ekki alveg eins falleg. Gékk samt ágætlega að komast yfir á drossíunni. Laugin passlega heit og það var líka passlegt af fólki (frekar fáir). Sigölduleiðin var ekki til vandræða á bakaleiðinni. Þetta var ævintýraveröld þarna í blíðunni.
[url:fqz5a03t]http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=322531[/url:fqz5a03t]Kv Hafsteinn.
15.10.2012 at 22:30 #224657Góðan daginn.
Er að velta yrir mér hvort það sé ófært í Landmannalaugar á óbreyttum LC120. Kíkti á vegag,is og þar er allt rauðmerkt. Er það kannski bara standard á þessum árstíma?
Hefið þið eitthvað verið að flækjast þarna nýlega?Kv Hafsteinn.
13.07.2011 at 11:19 #219700Vonandi enginn þarna á ferð ef það kemur hlaup:
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/07/13/hlaup_undan_koldukvislarjokli/Kv Hafsteinn
27.01.2011 at 21:14 #717276Sæll Agnar.
Er ekki hægt að dreifa vinnunni við þetta þannig að þetta lendi ekki allt á þér??
Ég var eitthvað að reyna þetta um daginn en gékk ekki alveg eins og ég vildi.
Ef þú setur nokkra leiðbeiningapunkta hér þá er ekki spurning að taka þátt í verkefninu.PS – hef auðvitað áhuga á skránum…
Kv Hafsteinn.
29.10.2010 at 23:55 #21546520.09.2010 at 13:12 #702360Fór veginn í síðustu viku. Hann er beinn og breiður – vinnumenn sögðu að það væri bara fínt ef við myndum keyra hann til að þjappa olíumölina betur niður…
http://visir.is/okumenn-laumast-um-nyju … 0923988671
Kv Hafsteinn.
09.09.2010 at 13:22 #702352Hef heyrt að það eigi að opna hann þann 25 sept. Ég er nú ekki viss um að hann verið alveg tilbúinn þá…
Kv Hafsteinn.
05.07.2010 at 08:51 #697616Sælir.
Ég er nú þannig gerður að mér finnst að samningar skuli standa.
Kv Hafsteinn.
02.07.2010 at 13:25 #213416Góðan daginn félagar.
Skv afsláttarsíðunni hér undir „Klúbburinn“ kemur fram að Stilling bjóði félagsmönnum hér 10% staðgreiðsluafslátt.
Ég fór áðan og keypti mér tengdamömmubox af sænskum uppruna hjá þeim en var aðeins boðið 5% í afslátt.
Mér fannst það fúllt þar sem ég hafði einmitt verið að skoða afsláttarsíðuna og sagði þeim að auglýstur afsláttur væri 10%.
Nei – það er ekki 10% afsláttur af þessum THULE vörum, en öllum öðrum – var svarið.Hvernig fá þeir þá að auglýsa 10% afslátt hér á síðunni okkar???
Það munar um minna í þessu árferði og af þessum upphæðum
Kv Hafsteinn.
16.04.2010 at 13:02 #640014Takk fyrir þetta Bjarki.
Nú er bara að bretta upp ermar – setja upp hlífðargleraugu og grímu.
Kv Hafsteinn.
15.04.2010 at 13:30 #640010Nú er læsingin orðin óvirk hjá mér, og kostar ekki nema 126 þús að skipta um.
Er mikið mál að taka mótorinn úr og hreinsa?
Ég gleymdi að setja læsinguna á í 3 mánuði og þá var hún orðin óvirk. Hef annars vanið mig á að setja hana á við og við.
Ég hef ekki skoðað þetta ennþá en geri ráð fyrir að mótorinn hangi utanvið kúluna. Hefur einhver reynslu af svona vinnu?Kv Hafsteinn.
15.12.2009 at 13:04 #209141Daginn félagar.
Mig langaði að deila með ykkur forriti sem ég hef prófað og líkað vel við.
http://www.cooliris.com/product/how-to-launch-and-use
Þetta kostar ekkert en er sniðug viðbót við vafrana ykkar. Ef þið eruð að skoða myndir á vefnum þá er hægt að keyra upp þessa viðbót smella á iconið, sem birtist ef farið er með músina yfir mynd, og þá opnast ný síða(tab) með þessu útliti.
Einnig er hægt að skoða myndaalbúm á tölvunni með þessum hætti.
Ég hef aðeins prófað þetta með IE8 og Opera – virkar ekki með Opera )-:þ en skv síðunni þá á þetta að virka einnig vel með Firefox og Safari (mac).
Þetta setur myndirnar hérna á síðunni á nýjan level.
http://www.cooliris.com/product/Hvað finnst ykkur?
24.10.2009 at 22:14 #663594Sæll Björgvin.
Ég keypti HID frá honum Benna:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … =XENON+HIDÞetta virkar vel – sérstaklega í myrkri 😉 Mig minnir að ég sé méð 6500 K. Það er nokkuð hvítt ljós.
Þar sem menn setja einna helst út á HID eru háuljósin – þau lýsa jú lengra en láguljósin en eru ekki bjartari eins og halogen perurnar.Kv Hafsteinn.
29.09.2009 at 10:38 #658640Þetta er auðvitað kjörið fyrir græjufíkla.
Ég sá á visir.is [url:2lw1ee44]http://www.visir.is/article/20090929/FRETTIR01/61416478[/url:2lw1ee44] að það er verið að setja upp nýjar hraðamyndavélar. Eru menn með hnitin á þessum nýju vélum á takteinum?
Þó að maður sé nú ekki alltaf að flýta sér þá þykir mér gott að minna mig á þetta þegar maður fer út úr bænum.Kv Hafsteinn.
11.09.2009 at 16:11 #656964Sælir.
Tók einmitt eftir þessu.
Þar sem allir rennslismælar stoppa á sama tíma – er ekki líklegra að þjónustan eða það sem tekur við gögnunum þurfi aðhlynningar við?
Nema að allir rennslismælar hafi gefið upp öndina á sama tíma 😉kv Hafsteinn.
08.06.2009 at 23:52 #648440[quote="Arnart":sfa1tpiv]Takk fyrir það Palli minn – ég var í einhverjum vandræðum með aðganginn minn.
Í boði eru s.s. ýmsar vörur frá HELLA á verði síðan 2007 eða þegar evran var í c.a. 80 kr.!
Hvet alla til að kíkja við í Sundaborg 9-11 og gera kaup ársins!
kv
Arnar Þór[/quote:sfa1tpiv]Kíkti þarna við í gær…
Já þetta eru greinilega fín verð miðað við það sem ég hef séð í bílabúðunum – með afslætti !
Ég mæli með að menn kíki á þetta ef þeim vantar góð auka ljós eða janfvel afturljós í hinar og þessar tegundir.
Kv Hafsteinn
28.04.2009 at 10:31 #646606Kerfinu var skipt út fyrir Bosch kerfi. Kerfin voru eitthvað misjöfn – fyrra kerfið sem ég fékk eyddi nálægt 20 l/100 en síðara kerfið var mjög fínt. Náði þá eyðslunni niður í 8,5 á hundraðið. Ágætt á 35" bíl.
Kv Hafsteinn.
20.04.2009 at 11:17 #646142Góðan daginn.
Ég er að velta fyrir mér ef ég virkja þetta nýja kort sem staðgreiðslukort … get ég notað það áfram (líka) fyrir reikningsviðskipti eða dettur sá hluti alveg út?
Skv [url=http://http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/46560.jpg:3n7syqhb][b:3n7syqhb]þessu[/b:3n7syqhb][/url:3n7syqhb] fengum við 12 kr afslátt með gamla kortinu en núna er sértilboð 12 kr afsláttur með þessu nýja korti. hver er munurinn?
Kv Hafsteinn
16.03.2009 at 13:01 #643494Sæll Pálmi.
Þú notar þessi kort ekki með Ozi. Hægt er að nota gömlu Nobeltek kortin með þeim og jafnvel hægt að skanna inn kort til að nota í Ozi.
Þessi nýju kort eru bara til að nota með Garmin græjunum og svo í nRoute forritinu. Ég væri alveg til í að heyra skýringar á þessum 8900 kr verðmiða.
-
AuthorReplies