Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.12.2008 at 20:30 #635762
Það var gengið á alla lofttappana, líka þennan sem á bremsu/hleðslujafnaranum. Rörið sem ég skifti um var einmitt frá þessum jafnara og kom í hásnguna og þaðan í sitthvort afturhjólið.
Svo held ég að ég ætli ekki að fara að klemma rörin með væsgrip töngum og hætta á að klemma rörin. Skil reyndar ekki alveg hvað er átt við með að fá petalann aftur upp, þar sem hann er alltaf alveg uppi þegar ekki er stigið á hann.
Kveðja
Haffi
30.12.2008 at 01:06 #635754Ef ekki á sama stað og síðast, hvar þá?
Er orðinn uppiskroppa með lofttappa ef ég má ekki nota þá.
Haffi
30.12.2008 at 00:56 #635546Þetta er ekki spurning um hvað sé bannað eða neitt í þá áttina. Það segir sig sjálft að þeir sem eru að selja á eigin vegum eru einfaldlega að þessu til að græða og öllum er illa við þá sem vilja og geta grætt á annara manna tapi og óhamingju.
(Því hvað eru þessi sprengjukaup annað en að kveikja í peningunum og hver gerir það glaður?)
En aftur á móti ef menn, konur og börn ætla á annað borð að fara út í þessar aðgerðir þá held ég nú að peningunum sé margfalt betur varið í eitthvað gagnlegt eins og hjá björgunarsveitunum og engum öðrum.
Reyndar var einn maður sem var að selja flugelda á eigin vegum en hann sagðist bara "vera að fjármagna eigin fíkn á flugeldum". Þetta var enginn annar en Örna Árnarson.
Svo er það ANSI mikil einföldun að segja að það komi sér vel að hafa þessar sveitir til að bjarga sér á fjöllum, þegar tekið er mið við það að þær bjarga öllu og öllum andskotanum (afsakið orðbragðið) hvort sem er á láði eða legi og nánast sama hvert veðrið er. Hver veit nema að annað hvort foreldrið þitt Lella lendi í því að tínast einhver staðar eða keyra út í á. Hver þarf þá að koma að leita eða draga þau upp úr ánni?
Ég bara spyr.
Haffi
30.12.2008 at 00:44 #203432Góða kvöldið hér. Hvaða ráð hafa menn handa mér varðandi bremsurna á pajeronum hjá mér?
Þannig er mál með vexti að í skoðun var sett út á bæði bremsuklossa að aftan og bremsurörið sem lyggur að afturhásingunni.
Skifti um klossana og lét svo smíða fyrir mig nýtt rör, skellti þessu í og lét svo endurskoða bílinn og hann flaug í gegn.
En núna þá bara gengur bremsupetalinn alla leið niður í gólf en er samt að bremsa nokkuð vel miðað við allt. 2 undanfarna morgna hefur hann reyndar ekki náð að bremsa neitt þegar bremsurnar hafa verið „kaldar“ (þegar bremsa á í fyrsta skifti frá því að ekið er af stað)
Ég lét lofttæma kerfið á verkstæði og var við það notast við hátækni búnað sem ætti öllu jafna að skila hámarks árangri, maðurinn sem gerði þetta vildi jafnvel meina að hann hefði náð að skifta út öllum vökvanum á kerfinu.
Þess ber að geta að dælurnar að aftan voru nú eitthvað stirðar og ljótar en samt hafa bremsurnar virkað frábærlega fram að þessum aðgerðum.
Verkstæðismaður sem ég talaði við um þetta vildi meina að annað hvort væru dælurnar að aftan orðnar slappar, eða þá að gúmmíin á höfuðdælunni orðin óþétt og því næði glussinn að leka til baka þegar stigið væri á bremsuna.
Með von um góð og gagnleg svör á nýju ári.
Kveðja
Hafþór Atli
24.12.2008 at 16:38 #635396Ef þér lyggur ekki þeim mun meira á þessu fyrir hátiðina þá gætirðu prufað að tala við kallinn í Partalandi í Stórhöfða. Síminn hjá honum er: 567-4100.
Hann er ansi liðlegur og á flestallt til sem tengist þessum bílum.
Ég gæti trúað því að það sé ekki alveg eins kassarnir á sjálfskifta og beinskifta bílnum með þessari vél, þannig að ég myndi spyrja sérstaklega um það atriði og rýna þá vel í hvort myndi passa betur.
Þá er ég að meina að það sé einhver kælir fyrir sjálfskiftinguna þarna framana á kassanum.
Jólakveðja. Haffi
22.12.2008 at 22:21 #635194Veit að framdrifið fer "sjálfkrafa" á, það er að segja ef þú setur stöngina í þá stellinguna 😉
Ljósið blikkar á Pajeronum hjá mér, en samt virkar læsingin og hefur alltaf gert.
Prófaðu fyrst að hafa hann í lága drifinu og setja læsinguna á og fá síðan einhvern til að fylgjast afturdekkjunum þegar þú spólar. Passaðu bara að það sé hálka undir bílnum þar sem þú gerir þetta. Einnig geturðu keyrt áfram á hálum vegi (minna álag á drifið) með læsinguna á og tekið beygju. Finnur vel fyrir því ef læsingin er á, ætti ekki að fara framhjá þér.
Haffi
22.12.2008 at 19:19 #635190Ertu að meina að hún komi bara alls ekki inn, eða að ljósið blikki eins og hún sé eitthvað "hikandi"?
Ertu líka viss um að bíllinn sé í framdrifinu þegar þú ætlar að setja hana á?
Hlýtur að vera loftdrifið eins og á pajeronum, gætir prufað að skella honum inn í hlýjuna eina nótt og athuga síðan magn af olíu á drifinu og jafnvel taka lokið af drifinu og fá aðstoð einhvers við að ýta á takkann þegar þú horfir á hvort hún hreifist (held að það eigi að sjást þegar hún smellur til)
Svo getur einfaldlega verið að öryggið sé farið og þá er bara að kíkja í maualiði til að finna hvar það er staðsett.
Góðar stundir.
Haffi
23.11.2008 at 22:50 #633246Búinn að athuga hvort að jarðtengi hafi náð að losna vegna tæringar útaf seltu eða eitthvað álíka?
Það gæti verið að trufla eitthvað varðandi skynjara varðandi inngjöf fyrir háa snúninginn.Haffi
21.11.2008 at 03:11 #632854skrítið að kalla þetta "litlunefndarferð" þegar þetta hefur greynilega verið fullorðinsferð og það með góðum slatta af veseni og vandræðum. Tala nú ekki um ef litlar toyljótur hrælúx ná að brjóta allt framan á sér, hvort sem það heitur stál eða plast, og jafnvel fullvígur 44" 4 Runner héðan ofan af Skaganum lendir í smá basli. Maður þyrfti að skreppa með í eina ferð með ykkur, og þér meðtöldum samúel "ulfr" til að missa ekki af svona skemmtun næst.
Með von um pening á næstunni fyrir olíu;
Haffi.
20.11.2008 at 02:01 #633086held varla að demparar sem keyrðir eru rúmlega 40þús. km séu sökudólgurinn, nema það séu þeim mun lélegri demparar. Gæti verið að hafi "slakknað" á tornum við að hafa aðeins eina manneskju þeim meginn, í bílstjórasætinu og þannig hafi náð að mæða á draslinu sem svo gefur eftir. Eða hvað segja menn?
Haffi
Og nei, það vantar hvergi samsláttarpúða, þótt ég hafi reyndar tekið aðeins úr sundursláttar-púðunum og einnig fjarlægt balance stöngina við mikinn fögnuð.
19.11.2008 at 21:49 #203230Hafa menn lent í því að flexitorarnir hafi slaknað og bíllinn hallar sem því nemur. Var með bílinn á verkstæði áðan og vorum við að spá í stefnu og stöðu framhjólanna vegna stýrisendaskifta og tókum þá eftir því að hann var eitthvað neðar vinstra meginn. Við mælingu var þetta eitthvað um rúman sentimeter, en erfitt var að finna nákvæmann punkt til að mæla útfrá báðum meginn.
Bíllinn er keyrður um 200000 klm, en þetta gæti svosem verið staðan á honum frá því honum var breytt.Haffi.
13.11.2008 at 01:12 #632676Skrítin hugsun á bakvið þennan "sparnað". Miðað við að þurfa að finna bíl með svona læsingu, kaupa hann og láta ná drifinu úr og setja það í bílinn þinn, og þá miðað við að það sé gert með keyptri vinnu, þá sé ég ekki mikinn sparnað með því. Sérstaklega þegar þú svo sérð ljósið í náinni framtíð og endar svo á því að fá þér loftlæsingu. Ég myndi sjálfur bíða með þetta þangað til veskið gæfi leyfi til og fá mér ARB lásinn frekar. Svo er ég á því að afturdrifið úr L300 passi ekki að framan hjá þér eins og fram hefur komið hér.
Haffi
12.11.2008 at 00:21 #632560Já eins og meðal annars með stýrisenda sem þar kostar rúmann 7000 kall en aðeins rúmar 2000 kr í Stál&Stönsum. Reyndar er eini munurinn sá að
Heklu endinn er með smurkoppi, já og endist meira en ár. Svo þarf ég að skifta um ventlalokspakningu og kostar hún rúmar 4000 kr, og átti svo túpa af pakkningskítti fyrir olíupönnuna að kosta 7000 kr en fékk ég fínasta pakningakítti á fínu verði á góðum stað.
En hvora leiðina kemur olían að túrbínunni og hvora fer það frá henni? Er það ekki granna slangan sem er hægra meginn á miðri bínunni þar sem flæðir að henni olían?Haffi
11.11.2008 at 13:34 #632554…Ágúst. Hringdi í Heklu áðan og pakkningar í þetta eru furðulega ódýrar miðað við þetta umboð. Kannski eins gott að taka þetta allt af og skifta um pakkningar á öllu bara. Er nokkuð mikill subbuskapr að ná túrbínunni af, eða er lítið um olíu í henni þegar vélin er búin að standa einhvern tíma?
Haffi
10.11.2008 at 23:50 #632550"Milli túrbínu og greinar er stálpakkning og ef flangsarnir á grein/bínu eru ekki vel plan þá getur pakkningin farið að víbra eins og ýlustrá og eyðilagst."
Geturðu skýrt þetta aðeins betur fyrir mér?Og er hægt að taka eingöngu bínuna af greininni og skifta um pakkninguna þar á milli, eða þarf maður að losa greinarnar af líka til að ná bínunni af? Þarf maður að nota herslumæli þegar maður herðir aftur á boltunum eða er nóg að nota tilfinninguna sem maður hefur í sínum fimu fingrum?
Haffi
10.11.2008 at 19:06 #203182Veit einhver fróður maður, eða þá menn, hvort það sé mikið mál að skifta um pakkningar á sog- og útblástursgrein á 2.5 tdi pajero vélinni? Og þá einnig hvernig það sé að skifta um pakkningu á milli túrbínu og greinar. Er mikið mál að ná þessu af og allt þannig?
Það er eitthvað svo mikið blásturshljóð þegar maður þenur drusluna á 1200-2000 snúningum, sérstaklega þegar hún er köld og mér datt þetta í hug til að byrja með. Og ef það dugir ekki þá að láta kíkja á túrbínuna og athuga hvort að hún sé ekki komin á tíma með innvolsið á sér. Bíllinn er ekinn rúmlega 200000 klm þegar þetta fer að gerast.Takk fyrir, Haffi
02.11.2008 at 18:17 #632062nei það er bannað. Verður að vera aftur í.
Haffi.
02.11.2008 at 16:40 #632016Það er eitt sem verður að taka með í reikninginn og gefur okkur hugsanlega smá svigrúm en það er nú þannig að ísland er eyland, og þá þýðir það að við erum ekki að skreppa á ofurbreyttum (33" plús) bílum til annara landa sem heyra undir þennan "klúbb" sem við viljum svo mörg komast í. Þessi staða ætti mögulega að gefa okkur smá svigrúm í þessum málum.
[Það er líka þannig að sumstaðar í bandaríkjunum er leift að taka menn af lífi, fremji þeir einhverja ofsafengna glæpi, en annar staðar ekki. Það sýnir sig bara að það er lesið mismunandi i gegnum sömu gleraugun eftir því hvar maður á heima þótt allir séu undir sama hattinn settir.]Haffi Djúphugsi.
26.10.2008 at 23:46 #631714Er með svipað vandamál, en reyndar með pajero 2,5 tdi. Kemur smá svona sveiflukennt ískur af og til og sérstaklega þegar hann er kaldur. Var búinn að athuga Wastegate draslið allt saman og EGR ventilinn líka, sem var reyndar fullur af drullu og sóti. Þannig að þetta er líklegast einhver pakkningin á milli annaðhvort sog- eða pústgreinar eða þá frá túrbínu (blásara) að intercooler (semsagt soggrein)
Haffi
12.10.2008 at 21:55 #631038Ég myndi, ef ég væri þú, hugsa mig tvisvar um (og jafnvel oftar) áður en þú ferð að eiga í viðskiftum við þá á þessari bílasölu. Þetta eru ekki þeir skemmtilegustu né þægilegustu í samskiftum. Ég myndi frekar ganga frá kaupum, ef af þeim verður, í gegnum aðra bílasölu eða bara við eigandann sjálfann
Haffi
-
AuthorReplies