Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.03.2005 at 00:12 #519954
Ég setti slatta af drasli í skottið í dag og keyrði svo inn í Þórsmörk og eitthvað um suðurlandið.
Ég held bara að hann sé assgoti góður eins og hann er.. þetta er bara rugl að ég vilji styttri gorma eftir allt.
Ég ætla að láta reyna á þetta svona fyrst um sinn allavegna.
27.03.2005 at 12:08 #519946Hann er alls ekki svagur. Mér finnst hann bara of hár. Þessvegna vil ég fá aðeins lægri gorma, 3 til 4 cm væru fínir.
27.03.2005 at 11:35 #519942Nei, varla.
Ég setti notaða gorma undir.
27.03.2005 at 00:52 #195758Sælir spekingar.
Ég hef heyrt að mismunandi árgerðir af 80 krúsernum hafi komið með mismunandi löngum gormum.
Veit einhver hér hvernig ég kemst yfir upplýsingar yfir það hversu langir gormar eru í boði í þessa bíla?
Ég er aðallega að velta fyrir mér afturgormum.
Ég er með gorma undan 80 bíl (veit ekki hvaða árgerð)undir bílnum mínum og mér finnast þeir of langir.
Er að velta fyrir mér hvort að ég geti reynt að finna gorma undan annari árgerð til að lækka minn bíl.Mínir gormar standa ca. 31 cm á hæð undir bílnum.
Ég mældi undir öðrum 60 krúser á 80 krúser gormum, í honum eru gormarnir bara 27 cm. Það er hæð sem að ég vildi gjarna ná.kv, Haffi
10.03.2005 at 12:45 #518482http://perso.wanadoo.fr/adherence.4×4/l … niques.htm
Þarna er eitthvað að finna, skrollaðu bara í listanum og leitaðu að þinni vél.
kv.
06.03.2005 at 20:19 #518270Olíugjaldið er jú 45 kall, en svo bætist virðisaukaskattur ofan á það…..
Heitir ekki lengur þungaskattur, heldur olíugjald. Flott trikk hjá skattmann til að skrapa innan úr veskinu okkar!
21.02.2005 at 23:47 #517518Mér finnst allavegan voða gott að hafa drullutjakkinn inni í bíl.
Ég tók "tjakkinn" sjálfan og botnplötuna af leggnum. Allt komst auðveldlega fyrir undir aftursætinu ásamt tappa og topplyklasettinu.
Það er fátt ljótara en drullutjakkur hangandi utan á fallegum bíl eins og 80 krúser!
19.02.2005 at 20:26 #517340Búnaðurinn sem kemur orginal í toyota (svartur kubbur með slatta af vírum neðan úr) bilar oft.
Hann á að fá jörð úr boddíi í gegnum spaðann sem að hann er festur á. Oft bilar hann þannig að jarðsambandið við búnaðinn rofnar. Þá hættir ál festingin að leiða inni í búnaðinum sjálfum, þá hættir búnaðurinn að fá jörð og hættir að virka eðlilega.
Toyota selur þennan búnað, reyndar að búið að breyta honum en þú færð með leiðbeiningar um hvernig á að tengja nýja búnaðinn. Allar lagnirnar eru til staðar í gamla búnaðinum en þær raðast öðruvísi inn á þann nýja.
Reyndar bilar þetta oftast þannig að öll ljós slokkna en gata svo komið inn ef að bíllinn hristist, t.d. koma þau inn þegar bíllinn fer yfir hraðahindrun eða ofan í holu. og slokkna svo aftur. Þá er búnaðurinn að ná jarðsambandi af því að álfestingin inni í búnaðinum nær allt í einu sambandi.
04.02.2005 at 19:16 #515450Sæll Naffok, nú eru komnar nokkrar myndir. Sjá myndaalbúm.
Svona græjaði ég þetta. Væntanlega er hægt að gera þetta á fleiri vegu en mér sýndist þetta vera eini staðurinn.
Ef að ég væri ekki með loftdælu fyrir ofan 24v alternatorinn hefði ég sett hann þar. Þá hefði ég ekki þurft að bæta við reimskífu eða þurft að mixa neðri vatnskassahosuna.
Ef að þú vilt meiri upplýsingar eða stærri myndir sendu mér þá bara meil.
kv, haffij@simnet.is
04.02.2005 at 17:22 #515448Ég skal græja mynd af þessu dóti um helgina…
kv. Haffi
03.02.2005 at 23:43 #515728Rofinn vinnur á jörð, það er relay frammi í húddi einhversstaðar…. minnir mig.
03.02.2005 at 17:20 #515430Á ég að leita að gömlu afturmiðstöðinni sem að ég var búinn að lofa að þú mættir hirða?
Kv. Haffi
03.02.2005 at 12:44 #515426Ef að þú nennir ekki að standa í þessu núna þá á ég lítinn spennubreyti fyrir þig, sem að ég tók úr.
Hann var fasttengdur, það var aldrei vandamál (hann tekur ekki straum sjálfur). Þú getur fengið hann og haft hann fasttengdan en hinn svisstengdan og þanng reddað málinu!
kv, Haffi
03.02.2005 at 12:19 #515424Sæll.
Ég fór í gegnum þennan pakka með spennubreyta og allt það vesen. Ég held að ég hafi steikt þrjá spennubreyta með of mikilli 12v notkun.
Núna er ég búinn að gefast upp á spennubreytunum og setti 12v alternator og annan geymi.
Ég ráðlegg þér eindregið að gera það strax í upphafi, þú getur komið og skoðað hjá mér hvernig þetta er útfært.
Ef að þú byrjar strax á þessu á það eftir að auðvelda þér allt vesenið í framtíðinni.Svona getur þú sett allt aukadót á þetta kerfi s.s. vinnuljós, inniljós, útvarp, síma og talstöðvar og allt. Þá getur þú haldið svaka partý í Mörkinni með flóðlýst í kringum bílinn, græjurnar á fullu blasti og ef að þú verður rafmagnslaus setur þú bara bílinn í gang eins og fínn maður….
Orginal 24v alternatorinn er ekki svo stór að þú getir bætt við miklum aukabúnaði án þess að eiga það á hættu að verða í rafmagnsbasli, þannig að mér finnst allt mæla með því að leggja smá auka vinnu og einhvern pening í þetta núna áður en þú ferð að lenda í basli…
kv. Haffi
25.01.2005 at 12:29 #514630Takk fyrir þetta, við skoðum þessa hásingu aðeins betur. Teljum bolta o.s.fr. Og svo hringi ég kannski í Óðinn.
En við viljum ekki skipta um hásingu þarsem að á þessa er búið að smíða breikkanir o.fl. þannig að hún passi undir bensann þannig að við viljum bara fá eins.
kv. Haffi
25.01.2005 at 00:32 #514626Hásingin góða er undir Benz 309 húsbíl!
Hún var víst mixuð undir hann til að fá hærra drifhlutfall en boðið var uppá í benz hásinguna.
Þegar drifið brotnaði var orginal benz hásing sett undir aftur og bíllinn er allur hinn verri. Þannig að nú er ætlunin að gera blazerinn upp og koma honum undir aftur.
Bíllinn var notaður heillengi eftir að það fóru að koma smellir í drifið og þessvegna skilst mér að hún hafi litið frekar illa út að innan…
Þannig að ef að ég tel boltana sem halda lokinu á hásingunni þá vita allir dellukallar hvað ég er að tala um og mér ætti að ganga vel að finna í þetta varahluti eða aðra notaða hásingu?
Kv. Haffi
24.01.2005 at 23:36 #195338Sælir spekingar. (afsakið ef að ykkur finnst þetta kannski frekar eiga heima í auglýsingum)
Pabbi er svo óheppinn að eiga bíl með amerískri afturhásingu. Og núna er brotið í henni drifið….
Okkur skilst að hún sé undan gömlum stórum blazer jeppa. Á henni er spjald sem stendur á 41-11. (hvað þýðir það)
Ef að einhver lumar á svona hásingu eða getur sagt okkur hvar er best að leita að dóti í þetta væri gott að fá einhverjar vísbendingar.
Það kæmi jafnvel til greina að kaupa svona hásingu með læsingu…
Kv. Haffi
16.01.2005 at 23:25 #513696Mér skildist að Bifreiðasmiðja ÓG á höfðanum hefði fyrir nokkrum árum byggt yfir tvo dobbúlkappa sem voru notaðir í skólaakstur einhverstaðar.
Nú eru hætt að nota þá í skólaaksturinn. Annar er hvítur, á 44" dekkjum með einhverri amerískri sportbílavél.
Hinn sá ég á bílasölu hér í bænum fyrir nokkrum mánuðum, þá var hann grár á 35" dekkjum og enn með 2,4 dísel.Húsið á þessun var allveg byggt úr járni og skúffan og húsið soðin saman. Svo var afturbekknum breytt og smíðuð sæti aftast, held að þau hafi verið svona "landrover sæti" þ.e. eftir hliðum bílsins.
Meira veit ég nú ekki um þetta mál…
14.01.2005 at 21:24 #513560Ef að hleðsluljós kviknar ekki (þegar þú svissar á) þá hleður alternatorinn ekki.
Þó að ljósið kvikni og fari svo þegar þú setur í gang er ekki pottþétt að alternatorinn sé í lagi.
Athugaðu geymasambömdin fyrst af öllu, ef þau eru hrein og föst mældu þá hleðsluna með voltmæli. Ef að spennan fer ekki upp fyrir 13-14 v. eftir að bíllinnn hættir að forhita sig þá skaltu hafa áhyggjur af því hvort að torinn sé bilaður.
14.01.2005 at 16:45 #513336Sæll
Í bílnum hjá mér heyrist greinilega þegar hann hættir að hita. Þá kemur vænn smellur.
Það ætti líka að sjást greinilega á voltmælinum hvort að hann hiti eða ekki. Forhitaraelimentið hjá mér dregur 110 amper á meðan það hitar.
Voltmælirinn fellur niður undir 16 volt á meðan hann hitar svo þegar relyið dettur út (smellurinn kemur) þá fer mælirinn aftur upp í ca 24 volt.
Ég tók reyndar eftirglóðar relayið úr sambandi þannig að þetta sést kannkski áberandi vel hjá mér.
Það gerði ég vegna þess að ég keyri ekki langt í vinnuna á morgnanna og eftirglóðin hélst svo lengi inni að bíllinn var lítið að ná að hlaða sig ef að ég keyri bara í og úr vinnunnu.Ef að forhitaraljósið logar stöðugt þá er ábyggilega bilun í heilanum en hann getur samt verið að hita sig eðlilega.
En þessir bílar eru nú svo góðir í gang að þetta ætti ekki að þurfa að vera stórt áhyggjuefni…
-
AuthorReplies