Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.01.2006 at 17:17 #540642
Þetta er ljótt að sjá. Ert þú í lagi?
kv. Haffi
28.01.2006 at 02:24 #540218Sæll Einar.
Það sem ég gerði til að nota kafarakútinn var þrennt.
1. Sauð á hann járnskúffu (til að bolta hann fastan með).
2. Sagaði af honum kranann, þá gat ég sett slöngu uppá rörið sem eftir var.
3. Græjaði vatnsaftöppun. Þ.e. sauð neðan á hann 10 mm ró. Í henni er svo bolti og þéttihringur. Svo öðru hverju losa ég róna úr til losna við vatnið sem þéttist í kútnum.
25.01.2006 at 15:58 #540202Ég veit um einn bíl sem er með slökkvitæki sem loftkút, það allavegna sannfærði mig um að það sé hægt.
25.01.2006 at 11:52 #540196Sæll Einar.
Ég fékk gamlan kút sem að kafararnir í Bakkavörinni voru hættir að nota.
Hann er held ég 25 l.
Þú gætir athugað með það. Svo er lítið mál að nota gamalt slökkvitæki.
kv. Haffi
23.01.2006 at 21:17 #540048ITT (Jabsco) ljósin ættu að fást hjá Vélasölunni vestur í bæ.
http://www.velasalan.is/subcategoryp.ph … subcat=272
22.01.2006 at 02:02 #539814Liggur nokkuð tvöfaldi liðurinn á framskaftinu utan í grindarbitanum undir gírkassanum?
Plássið þar er mjög þröngt, veit að menn hafa þurft að breyta þessum bita þegar bíllinn er hækkaður.
Þetta gæti alveg verið skýring á ónýtum lið eftir nokkra metra…
07.01.2006 at 22:54 #538208Væntanlega eru þetta Hella Luminator ljós. Í sumum týpum af þeim er lítið perustæði ætlað fyrir stöðuljós. Þessi hefur væntanlega sett rauða peru í þetta perustæði.
10.12.2005 at 22:41 #535240Kíkti þarna í dag….. mér leið eins og ég væri kominn nokkur ár aftur í tímann og væri staddur í Sölu Varnarliðseigna á Grensásveginum.
Gaman að koma þar inn, en manni leið eins og maður væri staddur á ruslahaug….
25.11.2005 at 18:13 #533936Þú getur nú notað hvaða rofa sem er. Þessir ARB rofar virðast nú vera óttalegt dót. Lokin virðast brota af þeim við minnsta tilefni
Bílanaust á rofa sem eru mjög svipaðir að stærð en þola mun betur grófar og sterkar hendur…
Þú þarft bara venjulegan on/off rofa með ljósi.
15.11.2005 at 22:57 #532488Ég er með eldgamla (82 eða 85 módel) Webasto lofthitamiðstöð. Ég setti hana í bílinn hjá mér síðasta haust, þá var hún búin að standa uppi í hillu í ca 4 ár og var lítið notuð fyrir þann tíma. Það þurfti að skipta un einn hitanema í henni áður en hún datt í gang í fyrsta skipti en síðan hefur hún verið notuð á næstum hverjum einasta vetrarmorgni.
Ég er allavegna sannfærður um gæðin 😉
P.s. mér sýnast stundum vera góð verð á ebay.de ég keypti klukku fyrir mína frá þýskalandi fyrir ca 6000, bílasmiðurinn var búinn að nefna 10-15 fyrir svipaða klukku.
11.11.2005 at 17:28 #532092Fara til Jamils í Mosó og kaupa annan læsingamótor… nú eða í P. Sam.
03.11.2005 at 22:12 #530882Ég sá þennan patrol í hringtorginu við rauðavatn í hádeginu, sá ekki hvort hann fór upp í breiðholt eða út úr bænum
kv Haffi
29.10.2005 at 20:37 #530252Ef að bíllinn hleður en bíllinn startar illa mætti nú alveg hugsa sér að startarinn sé bilaður.
Ef startarinn er slitinn getur bíllinn hagað sér eins og hann sé rafmagnslaus……
04.10.2005 at 17:24 #528632Fjaðrabúðin partur Eldshöfða 10 á svona tengi líka.
28.09.2005 at 12:25 #528150Jú þetta eru nissan sæti sem að ég setti í minn.
Þau koma í Terrano árgerð 2000. Það var soldil smíðavinna í kringum þetta hjá mér.
Þér er velkomið að hafa samband ef þú vilt skoða.
kv. Haffi
894-7094
20.09.2005 at 22:59 #527222Svarið hér fyrir ofan held ég að sé það eina rétta…..
Maður hefur heyrt voðamikið af vesenis-sögum af trooperum, þó hef ég líka einum voða ánægðum troopper eiganda.
30.08.2005 at 22:30 #19619529.08.2005 at 14:48 #526078Bíllinn minn braut 2 felgubotna með nokkurra daga millibili í fyrrasumar.
Þá brotnuðu miðjurnar út frá stóra gatinu í átt að boltagötunum.
Báðar framfelgurnar brotnuðu þegar ég var að hægja á mér, rétt áður en ég stoppaði við gatnamót.
Felgunum var kennt um þetta og það var skipt um botnana í öllum fjórum og síðan hefur allt verið til friðs.
Getur verið að felgurnar hjá þér séu eitthvað farnar að verða lélegar. Boltagötin misstór, kónarnir í kringum götin eða á felgurónum aflagaðir eða eitthvað í þeim dúr?
28.03.2005 at 22:25 #519962Þú ert svona sniðugur………
28.03.2005 at 21:11 #519958Jæja Freyr
Ertu ekki bara sammála um að hann þurfi ekkert að lækka ef að þú skoðar þessa mynd? http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 6&offset=0
Þarna vantar í hann tjaldið, bjórinn, grillið og gaskútinn, sólstólana og borðið, vindsængina og fullt af þungu dóti sem að nauðsynlegt er að hafa með.
Hann hlýtur að lækka aðeins við það og verða enn flottari 😉
Kv. Haffi
-
AuthorReplies