Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.05.2006 at 15:32 #551610
Sæll.
Það eru rofar í læsingunum báðum megin á hleranum og að ég held líka í þurrkumótornum.
Þeir rofar skynja hvort að hlerinn sé opinn eða þurrkan niðri á rúðunni og ef svo er getur þú ekki opnað.
Prófaðu að skoða hvort að þurrkan sé pottþétt í efstu stöðu og prófaðu að tengja yfir þessa rofa í læsinugunum.
Svo er líka rofi á upphalaranum sjálfum, held að hann skynji hvort að hlerinn sé læstur eða ekki (þ.e. hvort að læsingarhnappurinn við hliðina á handfanginu sé uppi eða niðri).
Skoðaðu þetta allt saman og gangi þér vel.
30.04.2006 at 22:47 #551358Við byrjuðum á því á laugardagsmorguninn að renna í áttina að Laugunum. Um leið og við komum að hraujaðrinum fundum við stærðar krapitti og ákváðum bara að fara í Mörkina 😉
Góð ákvörðun það… þarsem við vorum bara á litlum dekkjum, þungum bílum og gersamlega vanbúnir á sumarsandölunum.
28.04.2006 at 16:34 #197870Daginn spekingar.
Veit einhver hvernig færðin er í kringum Landmannalaugar eða Veiðivötn núna þessa dagana.
26.04.2006 at 23:02 #551226Þú stendur þig vel!!!
26.04.2006 at 23:00 #550746Ég tek undir það sem flestir hér segja að þú ættir að byrja á að huga að gormum að aftan.
Það var bílinn minn sem bjornod linkaði á í þriðja pósti hér að ofan, sá sami og var á uppboðinu hjá TM um daginn.
Þarna notaði ég gorma, gormasæti og samsláttarpúða úr 80 cruiser með koni dempurum. Járnaefnið fékk ég tilsniðið hjá Árna Páli. Hásingin fór aftur um 33 cm.
Þetta gjörbreytti bílnum til hins betra, drifgetan jókst til muna en beygjuradíusinn minnkaði. Ég var næstum lentur inni í garði en ekki í innkeyrslunni þar sem ég bjó þegar ég kom á bílnum í fyrsta skipti heim eftir breytingarnar en það vandist fljótt.Ég gæti vel trúað að eitthvað af þessu fjöðrunardóti væri til sölu hjá þeim sem keypti bílinn af TM, sá kannski gefur sig fram hér ef svo er.
Og til hamingju með gripinn… vel valið 😉
22.04.2006 at 14:14 #550410Hann er hættur að hlaða hjá þér. Líklega bilaður alternatorinn ef að allar lagnir að honum og tengingarnar inn á hann eru í góðu lagi.
17.04.2006 at 18:07 #549744Eina sem ég veit að það er ekki aircondæla í mínum. það er greinilega gert ráð fyrir henni þarna svo að það er nóg pláss og auka reimskífa. Intercooler lagnirnar eru nú reyndar aðeins að flækjast þarna fyrir en það ætti að sleppa.
Gott að heyra að sætin pössuðu vel. Voru þau nokkuð skemmd eftir draslið sem þeir hrúguðu í þau?
Þú mátt gjarna leggja inn á mig fyrir auka áklæðinu ég sendi þér númerið í tölvupósti.
17.04.2006 at 13:43 #549740Nei, þeir þarna í japan hafa alveg gleymt að setja loftkælingu í hann
Hvernig er að sitja í nýju sætununum? Ertu búinn að græja hurðaspjöldin?
17.04.2006 at 03:41 #197780Eiga ekki einhverjir myndir af reimdrifnum loftdælum í húddinu á 80 cruiserum.
Er að fara að huga að því að koma dælu fyrir í minn og vantar einhverjar hugmyndir.
kv, Haffi
02.04.2006 at 02:21 #548164Ég vona að þetta skýrist allt fljótlega í vikunni. Bíllinn verður fluttur í TM á mánudagsmorgun og ég vona við náum að semja um þetta fjótt og örugglega. Þú færð að frétta af þessu 😉
01.04.2006 at 03:10 #548156þá kem ég til með að eiga fullt af varahlutum handa þér í næstu viku. Þar á meðal stefnuljósablikkara, lengdan handbremusbarka og kannski eitthvað meira sniðugt.
30.03.2006 at 13:36 #547874Þá þurfið þið bara að punga 2000 kalli fyrir ferðina. Er það ekki mun sniðugra en að svona klúbbur fari að berjast fyrir sérkjörum fyrir suma félagsmennina.
19.03.2006 at 22:21 #546924Ég hlýt að fá stig fyrir þessa….
[img:2k0i5pta]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3036/19850.jpg[/img:2k0i5pta]
01.03.2006 at 22:51 #545276Þessi er bara flottur. Sama vél og í Tacoma, svipaður ef ekki alveg sami fjöðrunarbúnaður og í LC-120 (4runner) og alveg hrikalega töff boddý.
Mig langar soldið í svona þegar ég verð stór…
23.02.2006 at 00:07 #543766Hvernig er gengið frá festingum á þessu búri á Landrovernum á myndinni?
Þetta er vonandi ekki bara boltað í ál boddíið?
19.02.2006 at 01:35 #542896Þetta með reykinn og brælu fyrst á morgnana hljómar nú ansi kunnuglega.
Mér finnst það ekkert sérstaklega óeðlileg á 18 ára gömlum bíl sem er ekinn næstum 450 þús. kílómetra.
17.02.2006 at 22:09 #542878Í mínum eru engin kerti, bara hitaelement í soggreininni. Ég er með turbovélina (12ht).
Í eldri turbolausu vélunum (held að þær heiti 2h) eru 6 kerti en ekkert element í sogrein.
Held að ég sé örugglega að fara með rétt mál.Ég myndi kaupa kerti á Nýbýlaveginum ef ég þyrfti að skipta út kertum í toyotu.
11.02.2006 at 11:06 #541520Þú hefur aldeilis tekið á því síðan ég kom í skúrinn síðast! Helv….. flottur!
10.02.2006 at 19:14 #542178Hátækni í Ármúla er með viðgerðarþjónustu á Nokia símum
10.02.2006 at 19:00 #542244Teppaland á Grensásveginum á eitthvað sem þeir kalla bílateppi.
Það er með einhverskonar gúmmíi á botninum, auðvelt að móta það, kostar ekkert svakalega mikið og er til í nokkrum litum.
Fer vel á gólfinu og hliðunum aftur í bílnum mínum
-
AuthorReplies