Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.12.2006 at 18:17 #563784
Tryggvi, ég sá í myndaalbúminu þínu að það er verið að vinna eitthvað í krúser greyinu þínu.
Það væri nú gaman að fá að sjá betri myndir og meiri upplýsingar um þessa framkvæmd.
Er verið að fara í 44" pakkann?
06.12.2006 at 00:42 #570396IPF eru fín ljós fyrir þennan pening. Mæli með þeim.
En ég sé ekki hvað er gott við þessa lausn hans mhn. En það er nú bara ég…..
05.12.2006 at 15:32 #570242Mikið er nú gott að eiga ekki hilux lengur.
Vona bara að hiluxarnir ykkar verði allir á sínum stað næstu morgna. Gott þegar að jeppamenn eru sjálfir að leiðbeina mönnum um það hvernig er best að standa að innbrotum í jeppana…..
Mér finnst þetta soldið kjánalegur þráður
25.11.2006 at 22:14 #569408Aukaraf er með umboð fyrir dót frá Surepower. Þeir eiga/áttu eitthvað af svona hleðsludeilum.
Ég hef svosem ekki reynslu af þessu dóti sjálfur en ég hef heyrt að þetta virki fyrst en bili yfirleitt fljótlega. Heyrði af bíl sem var með svona dóti til að keyra 12 volta frystikistur. Það er væntanlega töluvert meiri straumtaka en þú þarft að hafa áhyggjur af.
Ef þú ert spenntur fyrir þessu þá mæli ég með að þú hafir samband við Aukaraf.
Ég veit ekki til þess að neinn annar hafi verið að selja þetta hér.
11.11.2006 at 14:09 #567492Fjögurra dyra 70 cruiser er nú ekki það nýjasta í heimi. Hann hefur hinsvegar ekki verið í boði hér. Þessi er 91 módel.
[img:1440ixcx]http://i44.photobucket.com/albums/f20/haffij/Myndir/7835BR3.jpg[/img:1440ixcx]
Ég hef nú alltaf verið frekar hrifinn af þessum 70 bílum. Er toyota hér að fara að bjóða upp á þessa bíla?
26.10.2006 at 00:21 #565102Jamms kannski virkar þetta vel, en ég efast um það. Ég held að spennustillar alternatoranna komi alltaf til með að ruglast hvor af öðrum. Þar af leiðandi hugsa ég að þetta verði vesen.
Ég get ekki fært nein vísindaleg rök fyrir þessu. Hef bara ekki trú á að þetta sé gott….
Hinsvegar er snilld að hafa 12 volta kerfið aðskilið til þess að hafa möguleikann á að nýta 12 voltin fyrir ljós, fjarskiptatæki, hljómflutningskerfi eða kælibox án þess að hafa áhyggjur af því að bíllinn verði rafmagnslaus. Þá er gott að vita að 24 volta kerfið er allt eftir til að starta.
25.10.2006 at 19:57 #565090Já ég verð nú að taka undir með Einari. Ha?
Þetta finnst mér ekki hljóma skynsamlega, ég hef alltaf heyrt að rafgeymar í 24 volta kerfi þurfi sömu hleðslu og sömu notkun til að lifa af.
Allt annað væri til vansa og bein ávísun á rafmagnsleysi og vandræði.
Ég var líka með auka 12 volta alternator og þriðja geyminn í mínum bíl. Það var vandræðalaust kerfi.
24.10.2006 at 22:16 #565076Skemmtilegar æfingar í gangi hjá þér!
Í hvað ertu að setja þessa vél?
Ég á nú engin partanúmer handa þér en ég man ekki betur en að alternator úr 89-9 og eitthvað hilux líti svipað út og þessi 24 volta af 12-ht vélinni.
Svo eru patrol og mmc alternatorar með svona vacum dælu aftan á.Man ekki ampertölur á hiluxnum, en þú þarft allavegna 80 amp 12 volta tor til að jafnast á við 40 amp 24 volta.
Hvað með startarann? Ætlaru að nota startklukku úr 80 cruiser eða ertu búinn að redda þér 12 volta startara sem passar?
Ætlaru svo bara að setja 12 volt inn á hitaelementið í soggreininni?
21.10.2006 at 00:06 #564766Það er nú ekki algilt, minn krúser fór í klessu, millibilsstöng og togstöng í sundur, báðar fram fjaðrir í sundur. Hásingin langleiðina undir miðjan bíl.
Númerin fylgdu honum í gegnum tjónauppboð og til nýs eiganda.
17.10.2006 at 12:36 #563664Já, held að það væri stóra klúðrið að færa ekki hásinguna.
Ég var með minn bíl á 38" dekkjum á fjöðrunum áður en ég færði hásinguna og munurinn eftir það var mjög mikill. Held að það sé ekki allt gormunum að þakka. Færslan á væntanlega stóran hlut í því.
Hugsaðu málið, safnaðu aðeins meira í sjóðinn og kláraðu svo málið.
Bjornod á allt sem að þarf í þetta, hann keypti bílinn minn eftir að hann tjónaðist að framan.Annars mæli ég eindregið með að þú talir við Árna Pál. Hann þekkir þetta út og inn. Hann er án efa bestur í verkið.
10.09.2006 at 23:04 #559824Ég þakka heiðurinn 😉
31.08.2006 at 20:48 #559082Bílaraf í Auðbrekku í Kópavoginum eru með Truma gasmiðstöðvar.
Bílasmiðurinn á Bíldhöfðanum er með Webasto dísel og bensín miðstöðvar.
20.08.2006 at 17:19 #558250Þessi bíll stendur oft á bílastæði fyrir utan blokk í neðra breiðholtinu. Hann blasir við þegar ég keyri upp Breiðholtsbrautina frá Mjóddinni.
Hef líka séð hann nokkrum sinnum á rúntinum í breiðholtinu. Líklega síðast í gær eða fyrradag.
19.08.2006 at 00:58 #558200gæti verið Alinco, veit samt ekki hver er með þjónustu eða selur þær hér heima.
Svo er Radíoráf með Kenwood og Nesradio með Tait.
14.07.2006 at 21:54 #198252Veit einhver hér hvar snúningshraða skynjarinn er á 1-hdt (12 ventla 80 cruiser vél) er staðsettur.
Mælirinn hjá mér dettur inn og út eftir hentugleik. Hvar ætli sé best að byrja á leitinni að sambandsleysinu?
kv. Haffi
02.06.2006 at 10:06 #553458Klaufaskapurinn sem átti sér stað þarna er tvennskonar samkvæmt lýsingum á atburðum í dómnum.
1. Að vera að leika sér í kringum með blys, stjörnuljós eða einhvað annað dót í kringum kökuna meðan verið var að búa hana undir skotið. Þ.e. að skera flipana af kassanum. Það var greinilega neistaregnið frá öðru blysi sem að kveikti í kökunni.
2. Að styðja með hendinni (væntanlega hendinni sem sprakk) ofan á skothólkana á meðan maðurinn gerði klárt. Efast stórlega að þessi maður hefði myndi hafa hendina fyrir framan byssulaup á meðan hann hlæði byssuna.
Ég tek undir það sem að Einar Elí sagði, ég hefði þagað um þennan klaufaskap minn.
30.05.2006 at 18:05 #553410Ég las yfir dóminn.
Það er greinilegt að HSSK braut af sér þegar kakan var afhent þessum manni.
Þrátt fyrir það kemur það mér svolítið einkennilega fyrir sjónir að fullyrt sé að þrenging í skothólki sé örugglega "galla" að kenna þó að það sé líka tekið fram í dómnum að maðurinn hafi lagt hendina yfir hólkana á meðan hann skar flipana af kassanum.
Þar sé ég ekki betur en að skýringin á þrengingunni sé komin ljóslifandi. Veit ekki hvort að framleiðandi, söluaðili eða innflytjandi geti verið ábyrgur fyrir því….
22.05.2006 at 00:11 #553080Getur verið að einhverjir hafi verið að leika sér með [url=http://www.snow-hawk.com/en/index.html:2udlcgps][b:2udlcgps]svona græju[/b:2udlcgps][/url:2udlcgps] ?
19.05.2006 at 20:34 #552850Sæll Freyr,
Ökumælar ehf, Viðarhöfða 6 (við hliðina á Fjallasport) sími 5875611 vottuðu og löggilltu hraðamælinn í gamla krúsernum mínum með einhverjum breytigír.
Ættu að geta það sama fyrir þig.
kv, Haffi
03.05.2006 at 18:09 #551816Það er ekki víst að íslenskur 44" vel breyttur bíl stæði sig vel í [url=http://parrish-family.net:8080/albums/album08/1link_4.wmv:3n5lsdcf][b:3n5lsdcf]þessu brasi[/b:3n5lsdcf][/url:3n5lsdcf] já, eða [url=http://parrish-family.net:8080/albums/album08/1link_3.wmv:3n5lsdcf][b:3n5lsdcf]þessu.[/b:3n5lsdcf][/url:3n5lsdcf]
-
AuthorReplies