You are here: Home / Gylfi Arinbjörnsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Var í vanda með að koma mínum í gang köldum, reykti og var virkilega leiðinlegur kaldur, en fínn heitur. Eftir að margir sérfræðingar höfðu legið yfir honum kom í ljós að það þurfti að ventlastilla vélina. Þeir hjá Friðrik Ólafssyni gera þetta og það þarf ekki að taka gramsið af heddinu heldur er notað spennujárn. Kostaði rúm 70 þús. og bíllinn var eins og nýr á eftir!
Komið þið sælir félagar, gaman að sjá að maður er orðin helkkur á 4×4. Svona til að upplýsa ykkur um stöðuna á Patrolnum, þá var hann skrældur að innann og settur í sprautuklefa yfir helgi og bakaður upp í 70° einum fimm sinnum. Þessi aðgerð, auk þess að þetta var einstaklega hreint leysingavatn, dugði til að þurrka rafkerfið en snorkelið sá um vélina. Tíu dögum eftir sundið fór Pattinn í gang í fyrstu tilraun og þrem dögum síðar var ég komin upp á fjöll og aftur viku síðar, enda bíllinn eintaklega vel djúphreinsaður og fínn! Það eru ekki allar tegundir fjallatrukka sem þola svona meðferð – það vitum við Patroleigendur! Nú er bara að bíða eftir Áfrýjunarnefnd tryggingamála, en Sjóvá var víst búin að klára alla bótasjóði í að leysa úr húsnæðismálum í Kína og höfnuðu bótum! Sjáum hvað setur.