Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.01.2008 at 19:51 #608876
Sæll.
Hér á 4×4 vefnum er fullt af gagnlegum umræðum og pælingum um dekk. Meðal þess sem ég fann á vefnum þegar ég var að grúska í þessu um daginn er linkur sem er helv. góður : http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dek … kindex.htm
30.12.2007 at 16:42 #608084Sæl öll
Ég hef verið á fjöllum í nærri 20 ár, stundum í jeppaferðum, sleðaferðum, rjúpnaveiði eða dorgveiði og veit því af eigin raun hvers virði það er að hafa það öryggisnet sem björgunarsveitir eru. Af þeirri ástæðu hefur aldrei komið til greina hjá mér að versla flugelda annarsstaðar og skil ég því vel reiði margra hér að "svikarar sem vega að fjármögnun björgunarsveita" skuli geta nýtt sér vefsvæði félagsins til að auglýsa sig. Það er hinsvegar alveg ótækt að hundskamma stjórn félagsins fyrir að hafa hleypt þessu "tilboði" (ég segi tilboði innan gæsalappa, því mér þykir það ekki mjög rausnarlegt að bjóða 30% afslátt af vöru sem sennilega er seld með 500% !!! álagningu).
Það er ekki sanngjarnt að ætla stjórn að stunda ritskoðun eða rétttrúnaðarstefnu í nafi allra þeirra 3000 félagsmann sem eru í 4×4 og því tel ég að það eina sem þeir gátu var að láta þetta falla í sama farveg og tilboð annarra fyrirtækja sem bjóða félagsmönnum betri kjör. Þeir þekkja það sem sinna svona sjálfboðastarfi eins og stjórnarsetu að það er hægara sagt en gert að gera öllum til hæfis og mörg verkefni eru unnin bak við tjöldin sem fók fær aldrei þakkir fyrir. Ég held að fólk einfaldlega reyni að gera rétt í hverju því verkefni sem kemur inn á borðið og ekkert annað liggji þar að baki.
Það er hinsvegar staðreynd að við félagsmenn eigum félagið og getum því beitt því á þann hátt sem okkur sýnist. Ég sá í einhverju svari að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ósætti kemur upp vegna svona auglýsinga. Ef það er almennur vilji félagsmanna (sem ég trúi), þá er okkur það í lófa lagið að móta stefnu félgsins í þessum málum og ákveða það í eitt skipti fyrir öll, að félagið muni ekki auglýsa eða þiggja tilboð frá "sjóræningja-sölum". Þannig þarf stjórnin ekki að vinna verk sem henni kannski eru ekki ætluð með tilheyrandi gagnrýni og pirringi.
Þetta ágæta félag hefur komið ótrúlega miklu til leiðar í réttindabaráttu jeppafólks (trúið mér, hef verið meira en ég kæri mig um í Noregi þar sem allt er bannað) og því eigum við ekki að láta svona mál trufla samstöðuna hjá okkur.
-Gunnar
23.12.2007 at 21:07 #607602Hingað til hef ég notað mína 38" fjallabíla líka til aksturs innanbæjar. Í mínum huga kemur annaðhvort til greina að fá sér tiltölulega nýlegan bíl til að nota alla daga, eða fá sér eldri bíl á fjöll og vera með fólksbílstík í innanbæjarsnatt. Ég hafði aldrei hugsað út í þennan mikla þyngdarmun á nýja boddýinu og því gamla. Ef maður skoðar eldri bílana, þá eru þeir ýmist með 2,8 vél, 3,3 eða 4,2 (ef ég man rétt) vélum. Hvenær er Patrol kominn á gorma hringinn? Eru þessar gömlu (túrbó lausu) vélar traustar?
23.12.2007 at 11:46 #607588Þetta eru fínir punktar frá ykkur strákar, bestu þakkir. Ég heyrði frá einum sem sagði að einhver "galdrakall" væri að "afstressa" hedd … er þetta eitthvað sem er sannað að virki, eða eru þetta einhverjar galdralæknalausnir – svona eins og töflur til að setja í eldsneyti til að minnka eyðslu :-).
Úr því að það var minnst á eyðslu – hver er reynsla manna af því – er mikill munur á 2,8 og 3.0 vélinni?
22.12.2007 at 20:22 #607566Sæll aftur – ég prófaði að hreinsa út allar gæsalappir og öll aukatákn og nú gekk þetta fínt. Bestu þakkir fyrir hjálpina.
-G
22.12.2007 at 20:20 #201433Sælir félagar.
Ég er búinn að vera á útkíkki eftir 38t breyttum jeppa í nokkurn tíma. Ég hef helst verið á útkíkki eftir Hilux eða LC90 í kringum 2000 árgerðina, en það hefur ekki verið úr miklu að moða. Eg hef aðeins verið að skoða Patrol, enda virðist töluvert vera til sölu af þeim. Ég hef verið viðloðandi jeppamennsku í nokkuð mörg ár og heyrt ýmsar bilanasögur af Patrol. Í einhverjum af þessum auglýsingum sem ég hef séð er það talið bílum til tekna að nýlega sé búið að eyða stórfé í uppgerð á vél, kassa, heddi eða öðru . Frændi minn hefur átt nokkra svona bíla og segist hafa sloppið við öll vélarvandamál, en ýmislegt annað hafi bilað. Honum gremst mest hversu dýrir varahlutir eru hjá IH, samanborið við sambærilega hluti hjá t.d.Toyota – segir reyndar að það bjargi málunum að IH á aldrei neitt til, og því kosti það ekki neitt.
Nú langar mig að spyrja ykkur spekingana – Eru einhverjar vélartýpur í Patrol sem maður á að forðast umfram aðrar, eða árgerðir af einhverjum vélum? Eru menn búnir að finna út einhverjar leiðir til að forðast eða losna við þessi vandamál (stærri vatnskassar) . eða er eitthvert fyrirbyggjandi viðhald sem menn geta ástundað til að sleppa við stórtjón. Ég geri mér alveg grein fyrir að það eru meiri vandamál tengd þessum vélum en t.d. LC – en það verður ekki fram hjá því horft að fyrir verðmuninn á þessum bílum má setja nokkra hundrað-þúsundkalla á ári í viðhald á Patrol .en það er auðvitað afleitt ef ekki er hægt að treysta þessu á fjöllum. Það verður hinsvegar að segjast eins og er að ég er alltaf að verða heitari og heitari fyrir því að gefa þessu séns
Allar ábendingar vel þegnar – nú sem og ef þið vitið um fullbreytta fjallabíla til sölu .
22.12.2007 at 20:09 #607564takk fyrir þetta Dagur. Ég var einmitt búinn að prófa að skipta út orðunum 38" fyrir 38tommur, en það dugði ekki – eru einhver takmörk á orðafjölda eða eru þetta yfirleitt tákn sem valda þessu?
22.12.2007 at 18:50 #201431daginn félagar.
Ég var að reyna að stofna þráð hér á spjallinu áðan en fæ villu (nærri heila síðu) sem byrjar svona:
MySql.Data.MySqlClient.MySqlException: You have an error in your SQL syntax. Check the manual that corresponds to your MySQL server version for the right syntax to useeru einhver trix sem maður þarf að kunna til að pósta þræði?
-
AuthorReplies