Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.06.2006 at 22:37 #554896
Það má alls ekki taka orð mín svo að ég sé að kenna hestamönnum um öll landsspjöll sem unnin eru hér á landi, þvert á móti veit ég ósköp vel að bæði jeppafólk og mótorhjólafólk á sína svörtu sauði sem skemma fyrir öllum hinum.
Það sem ég vildi benda á er að aldrei er minnst á skemmdir sem verða af þessum völdum í fjölmiðlum.
Um daginn heyrði ég viðtal við hestamann sem var að reka 35 hross frá Reykjavík og austur í Landeyjar, hann fór um Mosfellsdal, Þingvöll og Gjábakka veg. Þetta var bara algjör hetja sem var þarna á ferð en talaði samt um að þeir væru svolítið fáir til að sjá um svona mörg hross.
Ég á hross og reyni að stunda hestamennsku af besta megni en ég veit líka hverjar skemdir geta verið eftir 35 hross í viðkvæmum gróðri.
Landspjöll eru grafalvarlegt mál sama hvaðan þau koma og það þarf virkilega að taka á þessum málum.
Kveðja Gunnar Már
19.06.2006 at 20:41 #554890Ég rakst á ansi hreint góða mynd á vef VÍk motocross.is.
Spurningin er hvar var þyrlan með löggunum þegar þetta var gert, þarna sést vel hvernig slóðin liggur og það eru greinilega ekki allir að fara eftir slóðanum,eða hvað?
http://i59.photobucket.com/albums/g312/ … riding.jpg
Kveðja Gunnar Már (jeppa og motocross kall)
05.06.2006 at 19:41 #553704Izan var að spá í hvar mætti nota hjólin, það er einfallt,
Ef hjólið er með öllum búnaði og á hvítum númerum meiga þau vera á öllum götum og slóðum sem bílar meiga vera á .
Torfæruhjól sem eru á rauðum númerum og eru þá án ljósa og þess háttar meiga aka styðstu leið heiman frá eiganda og út á lokað svæði gegn því að hraðinn fari aldrei yfir 45km/klst.
Hjól á rauðum númerum eru tryggð gegn þessum ákvæðum.
Mótorkrossbrautirna eru nú orðnar það margar hér sunnanlands að menn þurfa ekki að fara langt til að komast í eina slíka. T.D Sandbrautin hérna í Þorlákshöfn, stór braut bæði kross og enduro í Bolöldum, malargryfjur í mosfellsbæ, ein braut er á álfsnesi, ein á reykjanesinu,ein við Ólafsvík og ég held að það sé braut við Sauðárkrók.
Þetta eru þær brautir sem að ég held að séu með leyfi eða allavegana eru menn látnir í friði ef þeir eru þar.
Einnig er fullt af einkabrautum sem eru ekki opnar almenningi.
Kveðja Gunnar Már
05.06.2006 at 09:10 #553688Ég er einn þeirra sem datt inn í motorkrossið núna nýlega og aðallega af þeim sökum að nokkrir afkastamiklir einstaklingar fóru í það að búa til braut hér í nágrenninu.
Þessi braut er með öll tilskylin leyfi og er samstarfssamningur við sveitarfélagið og landgræðsluna (landgræðslan á svæðið).
Við höfum svæðið ð gegn því að vera ekki að hjóla í fjörunni við golfvöllinn og við heimamenn pössum nokkuð vel upp á það, en til dæmis núna um helgina var golfmót á vellinum fullt af aðkomufólki að hjóla í fjörunni og ég einn upp í braut.
Það eru þessir sóðar sem leggja bílunum sínum undir skiltunum sem segja að ekki megi hjóla sem eru að skemma fyrir öðrum.
Ég hef reynt að hjálpa til við að halda brautinni við og er það töluverð vinna þar sem hún er í sandi og breytist töluvert eftir vindátt, en við höfum ekki fengið krónu í styrk frá sveitarfélaginu en fáum aftur á móti afnot af tækjum þess.
Þessi braut var öll lögð í sjálfboðavinnu og var um tíma borgað fyrir vinnu með aðgöngumiðum í brautina.
Þessi hugmynd um risa stórt svæði er mjög góð en miðað við ölll þau fjöll sem þurfti að klífa til að fá öll leyfi fyrir brautinni þá sé ég það ekki gerast.
Kveðja Gunnar Már
22.01.2006 at 21:09 #539866Nú misminnti mig svakalega það er bensíndælan sem er inn í grindinni þar sem ég bennti á í fyrri póstinum.
Bensín sían er ofan í bensín tanknum, ég veit ekkert um hvernig er að komast að henni þar sem ég skoðaði það ekki ég skipti bara um dæluna.
Kveðja GUnnar Már
22.01.2006 at 17:34 #539864Ég átti eitt sinn svona bíl og þar var bensínsían inn í grindinni að framanverðu bílstjórameginn, c.a. undir gólfi
bílstjórans.
Lítill sívalningur sem er ef man rétt frekar leiðinlegt að ná í burtu ef maður á ekki rétt verkfæri á stútana.
Kveðja Gunnar Már
07.12.2005 at 18:29 #535210Ég er ný búinn að setja aukaljós á minn bíl, ef bílinn er með breytingarskoðun þá meiga kastarar vera tengdir með stöðuljósum en ef að bíllinn er ekki með breytingarskoðun þá verða kastarar að vera með háuljósunum.
Þokuljós meiga í öllum tilfellum vera með stöðuljósunum.
Þegar ég fór með gamla bílinn minn í skoðun með þessum fínu kösturum á var ég með hlífar á þeim, og var sagt að ekki þyrfti að taka út tngingar á aukaljósum sem væru með hlífum yfir en ef ég hefði verið með ljósin hlífarlaus þá þyrfti að yfirfara hvernig þau væru tengd.Kveðja Gunnar Már
29.10.2005 at 09:35 #530084Miðað við síðustu skýringu þ.e. að jeppar verði ekki jeppar fyrr en dekkin stækka þá myndi þessi sennilegast skilgreynast sem slíkur. Ekki satt?
http://www.bilasolur.is/bisImageServer. … watermark=
Og það sem meira er að Sorento er líka fáanlegur með bensínvélum sem eru 2,4 lítra 139 hö og v6 3,5 lítra 195 hö og síðan með díesel vél sem er 2,5 lítra 140 hö
27.10.2005 at 18:57 #530046Mér finnst það ágætis skilgreining að sá bíll sem er með millikassa sé jeppi en aðrir kallaðir jepplingar eða borgarjeppar eins og Brenhard kallar CRV bílinn.
Svo er einnig regin munur á Kia og Kia, Kia Sportage nýrri bíllinn fellur vissulega undir þann flokk að vera jepplingur en Kia Sorento sem er búið að auglýsa töluvert í blöðum undanfarið hlýtur að teljast vera jeppi.
Samanber það sem Skúli sagði um Korandoinn þá held ég að Sorento sé talsvert öflugri, ég reyndar finn ekki miklar upplýsingar um Korando en Sorento er töluvert þyngri (léttasti Sorento bíllinn er 1957 kg en Korando 1650).
Subaru hlýtur að verða skilgreindur sem fjórhjóladrifinn fólksbíll (allavegana á meðan hann er óbreittur).
Samt sem áður hugsa ég að munurinn á t.d. Subaru og Sportage eða Rav4 sé ekki mikill nema hvað Subaruinn liggur örugglega talsvert betur sökum þess hve mkið lægra hann er byggður. Ég hef verið að skoða myndaalbúm hér á síðunni sem ég reyndar man ekki hver á en hann er búinn að fara talsvert á Rav4 bílnum sínum jafnvel þó að sumir kalli þetta jeppling eða jafnvel TÍK eins og summir komust að orði.
En fyrst og fremst er gott að bílstjórinn viti hvað hann má bjóða bínum sama hvort það er jepplingur eða fullbreytt tröll á 38" eða þaðan af stærra því að öll getum við lennt í vandræðum ekki satt?
22.08.2005 at 20:52 #525824Einu sinni átti ég Rocky sem búið var að breyta fyrir 36" með því að færa hásingarnar undir fjaðrir , þetta vandamál var leyst með því að renna flangsa með réttum stýringum á milli, þar var bæði sett upp við millikassa og niður við drif 2 cm á hvorum stað.
Þar sem mér fannst bíllinn allt of hár hjá mér vegna þess að ég var bara með hann á 33" þá fór ég með hásingarnar tilbaka inn í fjaðrirnar og þá einfaldlega tók ég þessi millilegg í burtu.
Kveðja Gunnar Már
11.08.2005 at 21:01 #525490Þetta var fallega sagt.
Er trukkurinn þinn kominn í gagnið aftur?.
Kveðja Gunnar Már
10.08.2005 at 21:08 #525484Ég átti nú 33" Kia Sportage í þrjú ár og fór bara nokkrar ferðir til fjalla á honum, þar á meðal á tvo jökla:-)
Ég fór meira að segja í vitna viðurvist þannig að ég er ekki að skrökva.
Kveðja Gunnar Már
27.07.2005 at 22:24 #525122síðasta ræðumanni. Jón Garðar þú skrifaðir pistilinn sem ég er búinn að vera með í kollinum í nokkurn tíma en nennti ekki að skrifa. Smá dæmi : foreldrar mínir eiga húsbíl sem eyðir um 12 l á hundraðið, miðað við gjaldheimtu er núna nálægt áttatíu krónum ódýrara að aka hverja 1oo km en þegar bíllinn var á mæli. Ég veit að þetta eru engar stórar tölur en þær eru þó allavegana réttu meginn.
Kveðja Gunnar Már
24.06.2005 at 15:43 #524458Það er ekkert mál að taka bílatryggingarnar út úr pakkanum.
Kia Sportage 2001 ábyrgðartrygging 46500 kr
alkaskó með 45000 kr sjálfsábyrgð
23000kr
Renault Clio 1992 ábyrgðartrygging 42000 kr
Þar sem ég er hjá Sjóvá fæ ég 10% endurgreitt ef ég er tjónlaus.
Kveðja Gunnar Már
23.06.2005 at 23:07 #524454Fyrir fjórum árum lét ég gera tilboð í allann pakkann það er tvo bíla annar í alkaskó hús og innbú og einnig líf og sjúkdómatryggingu fyrir okkur hjónin.
Það er skemmst frá því að segja að ég var búinn að vera hjá vís síðan ég átti skellinöðru sem eru þá einhver 15 ár
og í þessu tilboði kom sjóvá lang best út, tryggingar lækkuðu um 45000kr á ári og meira að segja lækkaði ég um leið sjálfsábyrgðina á kaskótryggingunni.
Í fyrra lét ég umboðsmann hjá Verði gera sitt besta og það þýddi hækkun upp á 27000kr vís átti heldur ekkert svar við þessu.
Reyndar tala ég reglulega við min þjónustufulltrúa hjá Sjóvá og hann sér um að afslættir séu ílagi.
Ég er að borga 168000 kr af öllum pakkanum sem ég nefndi hér áðan með 45000kr sjálfsábyrgð á kaskótryggingunni og 5 milljón króna líf og sjúkdómatryggingum fyrir okkur.
Þjónustan hjá Sjóvá finnst mér vera bara nokkuð góð.
Kveðja Gunnar Már
18.05.2005 at 19:36 #522506Það kemur ekki inn í mínar upplýsingar að ég geti leiðrétt skráninguna, það kemur að ég geti tengt mig við efni af gamla vefnum, en það bara virkar ekki. Ég get ekki stofnað nýjan þráð og get gert mest lítið nema vera svekktur og fúll.
Þetta er bara ekki að virka þetta síðurusl.
Kveðja Gunnar Már
15.05.2005 at 16:23 #522622Ég átti eitt sinn Rocky með 2,8 túrbínilausri vél, hann var á 33" dekkjum og var bara slappur.
Það var búið að setja amerískan millikassa í hann en í orginal millikassanum er niðurgírun í háadrifinu sem var ekki í þeim ameríska.
Eyðslan á þessum bíl var svo furðulegt sem það nú er alltaf sú sama, það var alveg nákvæmlega sama við hvaða aðstæður ég var að keyra hann eyddi alltaf 12 lítrum á hundraðið( mín skýring á þessari eyðslu var að það gæti bara ekki runnið meira í gegn um olíuverkið).
Kveðja Gunnar Már
07.05.2005 at 19:55 #522108Þessi möguleiki að breyta skráningunni kemur ekki upp hjá mér, þar er kominn hnappur til að tengja mig við eldra efni en það bara virkar ekki frekar en fyrri daginn, notandi finnst víst ekki.
Ég get ekki stofnað þráð hef víst ekki heimild til þess, hvað þarf maður að gera til að fá heimild?
Ég verð nú bara að viðurkenna að áhugi minn á þessari síðu minkar við hverja einustu innskráningu, ég er orðin hundleiður á að reyna að nota þennan óskapnað.
Kveðja Gunnar Már
03.05.2005 at 18:40 #521862Ekki verð ég var við að það sé eitthvað búið að lagfæra innskráninguna, það eina sem ég sé er að það er komin hnappur við mínar upplýsingar þar sem boðið er upp á að tengja við gamalt efni, viti menn það virkar bara ekkert frekar en þegar ég reyndi þetta í upphafi þessarar síðu. Villumeldingin sem kemur upp er alltaf sú sama (Notandi finnst ekki) ég sé í fljótu bragði ekki hvað er búið að lagfæra.
Kveðja Gunnar Már
30.04.2005 at 22:38 #521834andsko……. á maður að þurfa að læra á þetta djö……. drasl, ef þetta getur ekki verið í lagi þá er eins gott að finna sér aðra síðu til að skoða, þessi síða er hreint út sagt ömurleg.
Oft var ég pirraður út í gömlu síðuna en þetta ógeð tekur öllu fram.
Kveðja Gunnar Már
-
AuthorReplies