Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.06.2007 at 18:24 #592874
Ég versla bara ekki við shell þar sem það er hægt að fá eldsneytið ódýrara annarsstaðar hér í minni heimabyggð þar sem afslátturinn er ekki virkur.
Kveðja Gunnar Már
14.05.2007 at 14:42 #590976Einu sinni fór þessi kerra í skoðun og var hengd aftan í Mözdu 323 stw 4×4, í því tilfelli er bíllinn léttari en kerran ef kerran er fullhlaðin því að bíllinn viktaði tæp 1400kg.
Það var ekki sagt orð við þessu og bæði kerra og bíll runnu í gegn um skoðun án athugasemdasemda.
Kveðja Gunnar Már
14.05.2007 at 09:03 #590972Ég á gamla hestakerru sem er skráð 1470kg að heildarþyngd og hún fer í gegn um skoðun á hverju ári bremsulaus, kerran var skráð áður en reglunum um bremsubúnað var breytt einhvern tíman í kring um 1995 en aftur á móti má ekki draga hana hraðar en 60km.
Ég get nokkurn veginn fullyrt að það er haugur af gömlum hestakerrum sen eru eins útbúnar í umferðinni í dag.
Kveðja Gunnar Már
03.05.2007 at 14:50 #590024Góð svör Ofsi. Það er nefnilega þannig með flest alla sem skrifað hafa á þennan þráð að þeir eru allir að lofa afslættina í hástert.
Núna hef ég það á hreinu hvert þessir peningar fara og get allveg hugsað mér að borga áfram þó svo að ég noti lítið sem ekkert af sýnilegri þjónustu.Kveðja Gunnar Már
03.05.2007 at 10:34 #590018Mig langar að vita hvað ég hef "grætt" mikið á félagsaðild á síðasta ári?
Ég hef aldrei á æfinni komið í Setrið, ég hef ekki farið í ferðir með 4×4 í tvö ár ,í minni heimabyggð er hlegið að mér ef ég rétti fram félagsskírteinið í shell sjoppunni og mér tilkynnt að þetta virki bara á höfuðborgarsvæðinu,
þeir afslættir sem skírteinið gefur er ekkert mál að ná sjálfur, meira að segja fæ ég oft meiri afslátt en þessi 10-15% sem er mjög algengt hjá klúbbnum.
Ég fæ sömu afsláttarkjör út á debetkortið mitt í dýranaust eða N1 eða hvað sem það heitir.
Jú reyndar þá les ég spjallið öðru hverju og skrifa örsjaldan en ég sé ekki að ég sé að græða neitt og reikna fastlega með að ef félagsgjöldin hækka þá segi ég mig úr klúbbnum.
Kveðja Gunnar Már
07.04.2007 at 15:25 #549040Ég hef átt tvö Garmin tæki eitt handtæki og eitt bíltæki og á núna Magellan handtæki.
Ég er reyndar með ódýrasta tækið Explorist 100 og ég er mjög ánægður með það fljótt að koma inn ekkert vesen með það að neinu leiti.
Munuinn að vinna á þau er ekki mikill bara fara í þetta með opnum huga þá er maður fljótur að læra á það.
Ég hef reyndar notað Magellan tækið mjög lítið en allavegana nóg til að læra á það.
Kveðja Gunnar Már
01.04.2007 at 19:43 #586760Ég rakst á þetta viðtal við Rannveigu Rist í gærkvöldi og seinasta málsgreinin sló mig dálítið.
Geta þá allir þeir sem gætu misst vinnuna 2014 komið og fengið vinnu hjá Sól í Straumi?
Ég tek mér það bessaleifi að copyera viðtalið hér inn,
ég var allavegana allann tímann með stækkun en gat bara ekki kosið þar sem ég bý ekki í Hafnarfirði.Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði þegar nýjustu tölur voru ljósar, þar sem meirihluti Hafnfirðinga er enn á mót stækkun álversins, að hún væri ekki búin að gefa upp alla von. Eftir ætti að telja utankjörfundaratkvæði og staðan gæti því breyst.
Hún ýjaði að því að öfl hefðu beitt sér gegn Alcan í aðdraganda kosninganna og sagði að baráttan hefði á vissan hátt verið ósanngörn. Enn fremur sagði hún að aðilar málsins hefðu ekki haft jafnan aðgang að fjölmiðlum.
Spurð um framtíð álversins sagði Rannveig að raforkusamningur Alcan rynni út 2014 og ekki þýddi fyrir stórt álfyrirtæki að vera með 50 ára gamla verksmiðju í baráttunni í dag.
Kveðja Gunnar Már
P.S miðað við sjöfréttir ruv þá get ég farið að bíða eftir álveri 10 km frá minni heimabyggð sem á að skapa c.a 400 ný störf. Ég get þá kanski í fyrsta sinn í mörg ár farið að vinna í minni heimabyggð.
08.03.2007 at 18:38 #583490Hefurðu kannað verð á spindlum hjá Jeppasmiðjunni að Ljónsstöðum? Fyrverandi vinnufélagi minn keypti spindla í Cherokee hjá þeim og kostaði rétt um 5000kr settið öðru megin. Þetta var reyndar fyrir um tveimur árum en það sakar ekki að bjalla í þá. Bara að muna að leita undir Árborg í símaskránni.
Kveðja Gunnar Már
08.02.2007 at 18:50 #579764Núna ertu að skrökva Laugi!
Þú átt pattann ekki einn ég get ekki ýmindað mér annað en að tíkin eigi hann með þér
Kveðja Gunnar Már
20.01.2007 at 19:16 #576188Ingi ég gef þér þá bara upp reikningsnúmerið mitt
19.01.2007 at 21:56 #576178Það var tekið fram hér í desember að þessi afsláttur væri hjá öllum Shell stöðvum, í sannleika sagt var þetta stæðsti þátturinn í því að ég borgaði félagsgjaldið því að hér í minni heimabyggð er einmitt Shell stöð.
Ég var alvarlega að spá í að borga ekki gjaldið þar sem ég fer ekki í ferðir með klúbbnum og hef fengið alla þá varahluti sem mig hefur vantað með meiri afslætti en það sem 4×4 skírteinið gefur, ef það er raunin það ég geti ekki tekið eldsneyti hér með þessum afslætti þá verð ég að segja að ég dauðsé eftir þessum 4200 kalli.
Kveðja Gunnar Már
18.01.2007 at 20:22 #576122Það er greinilega ekki sama hver er.
Er þetta á könnu gjaldkerans eða breytir einhverju að ég er í suðurlandsdeild.
Það sem ég er að reyna að ugla út úr mér er hvort að deildirnar vinni að þessum málum hver fyrir sig eða bara hún Agnes.Kveðja Gunnar Már
18.01.2007 at 18:26 #576110Það væri svo gott að geta notað þennan fína afslátt en það virðist ekki vera sami gangur á að senda út skírteinin eins og að rukka inn árgjaldið.
Ég borgaði árgjaldið 18.12 og hef ekkert séð enn, eru kannski bara einhverjir útvaldir sem fá miðana senda?Kveðja Gunnar Már
X-5661
06.11.2006 at 18:39 #566856Ég vinn við smíði á ryðfríum handriðum og þau fara stundum í krómun og þá eru þau send í Míkró í hafnarfirði.
Ég veit ekki hvort þeirra aðferð sem er sýrubað virkar á annað efni en ryðfrítt en það má alveg kanna það
Kveðja Gunnar Már
31.10.2006 at 20:37 #566120Maður á kannski að vera svo gáfaður að lesa allt sem skrifað hefur verið áður en maður tjáir sig.
Ég sá það núna áðan að Magnús hefði ekki getað hleypt neitt úr dekkjum hjá sér en það getur skipt sköpum og ég hefði aldrei komist á langjökul á mínum óbreytta bíl öðruvísi en að hleypa vel úr.
Það breytir ekki því að stofnferð litludeildarinnar var farin ef ég man rétt í lok janúar og var þá búið að vera frost í nokkurn tíma en núna talar Klakinn um að í síðustu ferð hafi verið svipað leiðarplan en bara 20. október, haustsnjór er hundleiðinlegur sama hvernig bíl þú ert á, en hafa skal hugfast að sé færið þungt fyrr 35" og uppúr þá er það nánast ófært fyrir óbreitta bíla.
Félagsskapurinn er svo allt annað mál t.d tók ég mér frí frá bjórdrykkju og afslöppun til þess eins að hitta Litludeildina á langjökli í fyrra (stundum held ég að ég sé ekki í lagi). Það sem hefur einkennt þennan hóp er glaðværð og góður húmor, bæði húmor fyrir sjálfum sér og öðrum.
Kveðja Gunnar Már
31.10.2006 at 18:56 #566114Ég var einn af þeim sem var á stofnfundi litludeildarinnar á sínum tíma, þá var talað um hve gott væri að hafa nokkra fullbreytta bíla með til að redda okkur hinum ef illa færi.
Fyrsta árið voru farnar frábærar ferðir inn í Landmannalaugar og upp á Mýrdalsjökul, en í þeim ferðum voru sennilega fleirri bílar á 31"-35" heldur en 38"eða þaðan af stærri.
Í báðum þessum ferðum var færið mjög gott og allt gekk vel.
Það sem mér finnst hafa breyst er leiðarval, mér persónulega finnst að það megi velja leiðirnar betur fyrir óbreytta bíla, það er ekkert gaman að fara á fjöll og vera í spotta helminginn af ferðinni.
Ég minnkaði við mig úr 33" bíl í óbreyttan bíl og hef síðan farið í eina ferð með litludeildinni og það var á Langjökul í fyrra, þar var Magnús líka og hann lagði til dæmis ekki í að klöngrast í stórgrýtinu og vatninu sem var við jökulröndina, þar fór ég upp og var botninn á bílnum mínum ekki betri á eftir.
Það sem ég er sennilega að reyna að koma frá mér er í stuttu máli það að þegar þetta ævintýri byrjaði voru flest allir og þar með talið stjórnarmenn litludeildarinnar á 33-35" bílum en núna eru þeir komnir á 38" og stærra þannig að ferðirnar virðast oftar vera færðar svolítið upp á erfiðleikaskalanum.
Það sést líka glögglega á myndum úr síðustu ferð að ég var bara heppinn að vera heima, færið var ekki bjóðandi óbreyttum bíl,hvort sem hann er með millikassa eða ekki. Þetta er alls ekki illa meint en þetta er bara mín skoðun á því hvernig starfið hefur þróast síðustu tvö árin.
Kveðja Gunnar Már
nr X-5661
21.08.2006 at 19:26 #558298Fyrir einum tíu árum átti ég Bronco II 1987 með 2,9 efi vél, beinskiptan og óbreyttann.
Hann var að eyða svona 13 til 16 lítrum fór aldrei upp í 18 lítrana.
Kveðja Gunnar Már
16.08.2006 at 11:59 #557844Þetta er væntanlega alveg rétt hjá þér að Stærri Bær sé ekki í tungunum en þar kemst bara upp hvað maður er illa að sér um uppsveitirnar.
Eftir á að hyggja held ég að Stærri Bær sé í Grímsnesinu hvort þetta heitir allt saman orðið Bláskógabyggð það er ég heldur ekki viss um
Kveðja Gunnar Már
15.08.2006 at 18:00 #557836Ég hef undanfarið geymt mitt fellihýsi á Stærri Bæ í Biskupstungum, það hefur komið mjög vel úr geymslu þaðan og mér finnst verið sanngjarnt.
Á Stærri Bæ býr Þorkell Gunnarsson og finnst símanúmerið hans undir Selfoss (Árborg) í símaskránni.
Kveðja Gunnar Már
09.08.2006 at 22:40 #557562Í Grímsnesninu er bær sem heitir Stærri Bær og á honum býr Þorkell Gunnarsson, hann hefur geymt fellihýsið mitt undanfarin ár með frábærri útkomu og verðið hjá honum er búið að vera 11000kr fyrir fellihýsi síðan árið fyrir lurk eða eitthvað, allavegana eru verðbreytingar mjög sjaldgæfar hjá honum.
Kveðja Gunnar Már
P:S: þú leitar undir Selfoss í símaskránni.
-
AuthorReplies