Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.10.2011 at 00:52 #740191
Ég ræddi þetta við einhvern "snilling" hjá N1 í fyrra, hann sagði að allur rauði frostlögurinn væri samblandanlegur og græni og blái mættu blandast, en ekki blanda saman rauðum og bláum eða rauðum og grænum þá minkar maður tæringarvörnina.
Grænn og blár eru unnir úr jarðefna glykol en sá rauði er búinn til úr gerfiefnum.
Hvort eitthvað er að marka þetta veit ég svo sem ekki en þetta er ekki vitlausara en margt annað sem ég hef heyrt.Kveðja
Gunnar Már
11.10.2011 at 18:38 #739029Ég þakka falleg orð í inn garð Gulli.
Aldrei hef ég eða mun ég hafa svona orð um fólk sem ég hef hvorki hitt né séð.
Kanski eru sumir með meiri ævintýraþrá en aðrir eða vilja bara gefa nýungum séns.
En eins og ég lýsi í mínum fyrri pósti þá er búið að prófa þetta í núna tæpa 4000 km og þessi búnaður er að virka þó að þetta sé ekki að spara nein 30%.Kveðja
Hin einfaldi og auðtrúa
Gunnar Már
08.10.2011 at 22:09 #739019Góða kvöldið
Karl faðir minn á Kia Sportage árgerð 2008 með V6 2,7 lítra vél.
Í vor keyptum við svona búnað af honum Benna og settum í þennan bíl, fyrst var ég með stillt á 10 ampera straum og þá var sparnaðurinn c,a 1,5 lítrar á hundraðið.
Svo í sumar fór ég að gera tilraunir með strauminn, ég prófaði að hækka hann upp í 15 amper og allt versnaði, en þegar ég tók mig til og lækkaði strauminn þá breytti það helling.
Í dag erum við að keyra þetta á 8 amperum og það munar um 2 lítrum á hundraðið.
Það er búið að keyra bílinn rúmlega 3500 km með búnaðinn í og ég et ekki sagt annað en að við erum sáttir við þetta.
Auðvitað hefðum við viljað miklu meirir sparnað en þetta er það besta sem við getum gert.
Ég pantaði líka í þennan bíl sérstaka tölvu sem hjálpar skynjurunum í vélinni að vinna með Vetnis innsprautun.Kveðja
Gunnar Már
31.05.2011 at 18:34 #664828Það er nú svo sem ekki eins og bíllinn hafi aldrei verið mældur áður.
Þessar tölur stemma alveg við það sem hefur fengist út á síðustu tveimur árum sem bíllinn hefur verið í okkar eigu.Kveðja
Gunnar
28.05.2011 at 09:56 #664822Góðan dag.
Ég er einn af "vitleysingunum" sem keypti eitt svona sett með öllu, þar með talið tölvu sem gerir skynjara bílvélarinnar virka með vetnisbúnaði.
Ég setti þetta í Kia Sportage V6 2008 árg.
Strax við fyrstu prufu fannst töluverður munur á því hvernig bíllinn hagar sér í uppkeyrslu þegar Cruise Control var notað. Áður ef þú lést bílinn keyra sig upp úr c.a. 50 km upp í 95km þá setti hann bara allt í botn og skipti sér á 6000sn.
Eftir ísettningu þá gerir hann þetta bara eins og maður myndi gera þetta sjálfur allt í rólegheitunum, skiptingar mýkri og allt þægilegra, þessi munur gæti verið að einhverju leiti tölvunni að þakka.
Við tókum okkur til um síðustu helgi og prófuðum þetta eftir því sem okkur fannst eins hlutlaust og við gátum.
Ég byrjaði á því að fara á bensístöð og dæla þangað til að dælan sló sjálf út, þá keyrðum við hring sem var 83,2 km eftir GPS með Cruise Control stillt á 95km.
Kom aftur á sömu bensínstöð á sömu dælu og dældi aftur þangað til að dælan sló út, og dældi ég þá 9,94 lítrum.
Þá aftengdi ég tölvuna og slökkti á vetninu og við keyrðum sama hring með Cruisið stillt aftur á 95.
Einu sinni enn komum við á sömu dælu og þá dældum við 10,82 lítrum.Ef ég reikna þetta út þá munar þetta 11 %.
Þessi mæling er gerð með ampertöluna stillta á 10 amper.
Ég á eftir að prófa mig áfram með aðrar ampertölur bæði hærri og lægri bara til að sjá hvað gerist.
Auðvitað hefði ég vilja sjá tölur upp á 20-30% en ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri hæpið, mér finnst samt 11% vera allt í lagi, miðað við þetta og akstur á ári verður þetta búið að borga sig upp á einu og halfu til tveimur árum, og erum við nokkkuð sáttir við það.Kveðja
Gunnar Már
02.03.2011 at 19:23 #717812Ég var að vesenast í þessu í hitteðfyrra með fornmótorhjól sem ég á og fékk þá þær upplýsingar að fornhjóla og fornbílatryggingar fengjust eingöngu ef annað hjól eða bíll væri skráð á viðkomandi, þannig að það væri öruggt að þetta væri ekki eina farartækið sem aðilin er skráður fyrir.
Þó svo að ég eigi bíl líka þá fékk ég ekki fornhjólatryggingu.Kveðja
Gunnar Már
17.02.2011 at 20:20 #719888Skoðið þið þetta mynfband af youtube og þá sjáið þið hvað er talað um að venjuleg ljós þoli ekki Xenon.
Það vantar cut off fyrir geislann.
http://www.youtube.com/watch?v=yVuSSdZNsZwKveðja
Gunnar
23.05.2009 at 20:03 #648098Ég í einfeldni minn hélt að spjallið hér væri jeppaspjall, en er það kanski bara vitleysa?
Ég færi þá bara mína mótorhjólaþræði af kvartmíluspjallinu og hingað.
Þetta á myndinni er örugglega ekki jeppi.Kveðja Gunnar Már
03.04.2009 at 19:23 #645008Ég vinn sem vélvirki og þarf töluvert að spá í suðuspennum bæði í svörtu járni og ryðfríu.
Okkur hefur reynst best að forspenna hlutinn örlítið, þá meina ég að beygja hásinguna um nokkrar gráður á móti suðunni, síðan stillir þú allt af og byrjar að sjóða í miðjunni og síður stutta búta sitthvoru megin á skúffunni út frá miðjunni.
Þegar þú ert kominn út á enda báðu megin þá leyfirðu hásingunni að kólna og tekur hana síðan úr spennunni.
Spennan þyrfti kanski að vera 2-5 gráður.
Síðan er spurning hvort þarf að heilsjóða allt eða hvort svokölluð 50/50 suða er næganleg, þá síðurðu c.a 10 sm bút öðru megin og þá er samsvarandi bútur ósoðinn hinumegin og svo koll af kolli soðið og ósoðið sitt á hvað, en miðjan og endarnir eiga alltaf að vera soðið.
Þetta minnkar suðuspennuna verulega.Vonandi veitir þetta einhverja hugmynd.
Kveðja Gunnar
30.03.2009 at 19:17 #644738Hlutföllin í Rocky hásingum eru frekar há vegna þess að hann var með niðurgírun í háadrifinu í millikassanum.
Diesel bíllinn var með 3,30:1 en bensín bíllinn var með 3,91:1.
Ég átti díesel bíl á 33" og var hann frekar slappur þar sem hann var ekki með original millikassa en hann lagaðist mikið við að fá hlutföll úr bensínbíl.
Kveðja
Gunnar Már
07.02.2009 at 10:26 #640290Ég gerði þetta fyrir nokkrum árum og þá var settur 3 eða 4 millimetra spacer og síðan þurfti að slípa smávegins af bremsudælunum. Ef ég man rétt þá voru einhverjir upphleyftir stafir ofan á dælunum og þurfti að slípa þá í burtu og einnig að naga pínulítið úr brúninni sem liggur næst felgunni.
Þetta hefur verið gert á mjög mörgum Súkkum þannig að þetta er allt í lagi bara mátaðu bara nógu oft þannig að þú lendir ekki í að taka of mikið.
Einnig skaltu hafa hugfast að ef að klossarnir eru orðnir slitnir þá færist dælan utar þegar þú setur nýja klossa í.
Ég þurfti að slípa meira c.a. ári seinna þegar skipt var um klossa.
Kveðja
Gunnar Már
31.01.2009 at 21:26 #639700Ef að Trefjar eru ekki til í að selja þér talaðu þá við hann Grétar í Samtak sem er líka í hafnarfirði og smíðar báta eins og Trefjar.
Kveðja
Gunnar Már
02.01.2009 at 15:51 #636040Í gamlan Rocky sem ég átti setti ég sæti úr Galant ’89 eða 90 árgerðinni.
Það var alveg frábært að sitja í bílnum á eftir.
Það var hægt að stilla þau á alla vegu fram og aftur.
Kveðja Gunnar Már
27.11.2008 at 17:39 #633654Gunni maður fer bara einusinni inn í hitt herbergið og prófar hvaða rofi virkar á ljósperuna
Kveðja Gunnar Már (ofurskarpi)
19.11.2008 at 18:52 #633072T Ben sem var á Hvaleyrarbrautinni er ekki lengur til, Hampiðjan keypti það upp og flutti út í Sundahöfn.
Kveðja Gunnar Már
22.06.2008 at 21:26 #624734Þetta er nánast það sem þarf til að reikna þetta. Samt kemur 24,5 % ofan á allt í restina.
Dæmið þitt mundi þá líta svona út :
1000000 kaupverð úti
40000 Fluttningskostnaður
1040000*30% Vörugjald =1352000
svo kemur vaskurinn á allt saman.
1352000*24,5%= 1683240 kr.
Athugaðu samt vel með fluttning með Norrænu, stundum er ódýrara að koma með bílnum heim með norrænu heldur en að senda bílinn sem frakt.
Stóðum í þessu í haust með húsbíl frá þýskalandi og þá kostaði 70000 undir bílinn sem frakt en rétt rúm 60000 ef það var einn maður með bílnum.
Einnig er rétt að athuga að þegar að tollinum á íslandi kemur þá elta þeir hverja einustu krónu sem hefur verið lögð í þetta, t.d tryggingar úti og á leiðinni til landsins og eins og í okkar tilfelli þá eldsneyti á bílinn frá Berlín og til Hanstholm, þegar þeir ætluðu að fá uppgefna fjárhæðina sem eigandinn eyddi í mat á leiðinni þá hlógum við að þeim og sögðumst hafa farið með nesti að heiman.
Þeir voru ótrúlega smásmugulegir í þetta skiptið allavegana.
Ég man ekki nákvæmlega hvað nýskráning kostaði en það var ef ég man rétt einhver 25-30000krKveðja Gunnar Már
18.04.2008 at 15:51 #620570Auðvitað var vegurinn lagður til að koma lögninni á sinn stað, svona fer þegar maður hugsar ekki alla leið.
Kveðja Gunnar Már
18.04.2008 at 13:26 #620566Svona rör fara nú ekki auðveldlega í sundur, það lýsir kanski æsifréttamennskunni best þegar það er verið að halda því fram að það hafi staðið tæpt í þessu tilfelli.
Rörið sem sást í og leit út eins og harmonikka er þennslumúffa á lögninni og er hún samstt af átta lögum ég gat ekki séð að ysta lagið væri rofið en það var beyglað og skælt. Rörið sjálft er með veggþykkt upp á 7-8 mm það þarf töluvert afl til að gera gat á það.
Svo má alveg endurskoða staðsettningu lagnarinnar eitthvað þannig að þetta geti ekki gerst.
Kveðja Gunnar Már
27.11.2007 at 18:50 #604678Ég hef einu sinni prófað að draga bíl á svona, og var ég verulega svartsýnn á þetta þegar ég sá að það voru ekki beygjur á apparatinu, eigandinn á því sagði bara að hafa stýrið í bílnum sem er verið að draga ekki læst og þá virkuðu beygjurnar á þeim bíl til að hjálpa til, og viti menn þetta svínvikaði.
Ég dró bílinn inn um þröngar götur og úti á vegi og meira að segja bakkaði honum í stæði og þetta virkað allt flott.
Kveðja Gunnar Már
19.07.2007 at 17:25 #593698Ég lenti í nákvæmlega eins bilun í Suzuki Vitara fyrir nokkrum árum, og þar var mótorinn orðin fullur af skít og þess vegna verulega þungur.
Ráðið var að taka mótorinn úr þrífa fóðringarnar upp og smyrja vel á eftir.
Málið var afgreitt með þessum hætti.
Kveðja Gunnar Már
-
AuthorReplies