Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.01.2014 at 08:33 #443927
hmm
ég er búinn að halda úti ultimate þráðnum í gegnum samsung s4 símanum mínum ekkert mál… nota firefox vafra.
hér er screenshot af því sem kemur þegar ég opna síðuna.
kv
Gunnar
07.01.2014 at 15:56 #44383407.01.2014 at 15:53 #443829meiri boddí vinna og stýrisgangurinn að taka á sig mynd með tjakk.
kv Gunnar
Viðhengi:
06.01.2014 at 17:05 #443725Sælir Félagar,
Ákvað að deila aðeins úr viskabrunni mínum um samsláttarpúða… hef lesið úr mér augun af hinum ýmsu jeppafræðum þessa dagana…..
Ég set hérna inn úr email sem ég sendi á einn félaga minn , sem var að fá sér Air bump stop, hann var í vandræðum með þessa bévítans benz samsláttarpúða sem henda bílunum upp aftur… jæja hér kemur emailið án nafna:
Sæll XXXXXX,
Ég er búinn að vera lesa mér svolítið til um samsláttarbúða þessa dagana.
Flest allir bílaframleiðendur í dag eru löngu hættir að nota gúmmí samsláttarpúða þar sem þeir eru ekki með línulega þjöppun þegar þeir kremjast.
Semsagt þá eykst þrýstingurinn í þeim því meira sem við sláum saman á þeim og endurkastið sömuleiðis.Bílaframleiðendur í dag nota svokallaða Foam samsláttarpúða sem eru úr polyurithane plasti en með loftbólum inn í sér og ná þannig línulegri þjöppun og endurkasta ekki öxlinum aftur.
Þessir púðar væru þá kannski flottir hjá þér að framan ef þú ætlar ekki að nota bumpstopið að framan. Stuttir flottir og fisléttir. Þessir eru þó þannig að maður finnur alveg vel fyrir samslættinum, þeir bara endurkasta ekki öxlinum upp aftur af sama afli og gúmmíið.
Annars var XXXXXX, félagi minn sem fékk sér líka bumpstop , setti þetta undir að aftan hjá sér, hann er með loftpúða. Hann semsagt prufaði að hífa bílinn upp mjög hátt og með engum dempara lét hann bílinn detta niður og einungis bumpstopið var með loftpúðanum. Bumpstopið tók mjög mjúkt á móti boddýinu og dempaði alla hreyfingu og virkaði mjög líkt og dempara… þó svo að enginn dempari hefði verið undir bílnum. Þetta sýnir hvað þetta drepur svona endurkast effect mikið, allavega var hann mjög hrifinn .
Hér eru nokkrir svona foam bump stops… sem hafa línulegan samslátt.. frá ameríska EBAY..
hérna eru síðan aðeins hærri púðar ef það hentar betur
kv Gunnar
06.01.2014 at 08:24 #443712Sælir félagar,
Ég ætla loksins að setja viðbótar rafmagnskerfi fyrir allt aukadraslið í jeppanum… Hvar fæ ég flott svona öryggjabox og dæmi til að þetta sé nú smá professional :). (ég get smíðað flest ef einhver á eh flott heimasmíðað)
Þetta hefur verið allt í einhverjum endalausum rafmagnssnúrum og litla aukarafmagnsboxið mitt með 5 tengingum löngu sprungið… og maður farinn að samnýta og annað bull…
Á einhver myndir af svona búnaðieinhvers staðar hef ég séð menn með auka rafgeymi fyrir þetta og sérkerfi.. er það eh sem menn þekkja… helst vill maður nú hafa bara 1 rafgeymi hehe reyndar hægt að fá sér svona lithium rafgeyma…
k kv
Gunnar Ingi
31.12.2013 at 19:14 #443004aðgerðarlaus á gamlársdag. .. ónei
nýárskveðja frá Ultimate
kv Gunnar
30.12.2013 at 17:11 #442726Já ég hef smá áhuga á Chevrolet þessa dagana ég er einmitt að fara setja sömu skiptingu og þú ert með, eða 4l60e í bílinn hjá mér, reyndar fyrir aftan 400hp vél og 46″ dekk á hinum endanum en aðeins léttari bíl. Þessar skiptingar er þó hægt að smíða upp í að þola allt að 1000hp… þannig að styrkurinn er kannski ekki vandamál, en það gætu verið einhver innri vandamál að hrjá hana.
Afhverju hún er að yfirhita sig svona í þínum bíl er spurning, ég þekki einn sérfræðing í þessum skiptingum og gæti spurt hann fyrir þig ef þú hefur áhuga.
k kv
gunnar
30.12.2013 at 14:28 #442716ég held þú fáir seint að hækka burðargetuna, þar sem burðarvirkið í húsinu er ekki uppfært heldur einungis loftpúðarnir, en það er án ábyrgðar 200kg er ansi lítið í burð… ertu viss um að það sé rétt… á fellihýsinu mínu er það um 4-600 kg sem ég má hlaða á það…
kv
gunnar
30.12.2013 at 14:23 #442714nei vélarhitinn á ekki að flökta, punktur. allavega hefur það aldrei skeð á mínum jeppa né öðrum farartækjum sem ég hef átt. Hann hækkar bara…. og síðan lækkar hann aftur, en aldrei fer hann niður fyrir settar gráður á vatnslásnum.
Annaðhvort er mælirinn þinn bilaður eða vatnslásinn.
Vatnslásinn á að sjá um að þetta flökt verði ekki, ef hann er að virka þá er hitamælirinn bilaður…
Semsagt á vatnslásinn að halda vélinni í 80+gráðum og síðan opna sig til að ná sér niður í þann hita aftur og lokast hann þá aftur, og þarmeð kælir vélin sig ekki niður fyrir þá gráðu. Semsagt er vatnslásinn þinn bilaður eða mælirinn. mér hallast að vatnslásnum þó svo að hann sé nýr…. þar sem það sauð á bílnum þínum um daginn, var það ekki.
Hann gæti verið að standa á sér… sem útskýrir ofkælinguna og sömuleiðis ofhitnunina og flöktið…
kv
gunnar
30.12.2013 at 14:13 #4427122000 kall er ekki mikið fyrir upphitaðan skála með rafmagni á miðju hálendinu… ég borgaði svo mörgum skiptum í sumar fyrir það eitt að fá að tjalda á grasi í sumar sirka 900-1400 kr á kjaft og síðan ef ég fékk mér rafmagn var þetta komið yfir 2000kr, þannig ég borga glaður 2000kr fyrir nóttina í -10° gráðu gaddi…
Skálanefnd á hrós skilið fyrir sína vinnu og framlag til Setursins og að koma þessum rukkunarmálum í rétt horf eins og það er núna, ég hef alltaf þurft að greiða fyrirfram fyrir alla þá skála sem ég hef verið í og fyrir allan hópinn og venjulega er rukkað meira en 2þ krónur og ekki hef ég rekist á neina ljósavél eða klósett þar í kring…
kv
Gunnar
28.12.2013 at 15:03 #442566Sælir, Það er inventor
Sæll Baldur, já þessar tölur koma ekki á óvart, léttar og flottar stífur hjá þér enda listasmiður á ferðinni
k kv
Gunnar
25.12.2013 at 18:00 #442444ein önnur pæling, ef að vatnslásinn er í lagi ætti hann að hleypa vélinni í þann hita sem hann er stilltur á, semsagt ætti spaðinn ekki að hafa áhrif á það. Semsagt loftið sem hann blæs utan um vélina ætti ekki að nægja til að kæla hana. Semsagt grunar mig þá að nýji vatnslásinn þinn sé fastur opinn eða funkeri eitthvað illa, því vélinn ætti alveg að hitna fínt þó svo spaðinn sé alveg fastur og blási helling, því vatnslásinn ætti einfaldlega ekkert að hleypa vatni í meiri kælingu til vatnskassans fyrr en þörf væri fyrir það.
Gallaður vatnslás.
kv
gunnar
25.12.2013 at 17:38 #442442vélin kominn með flest á sig
420-440hp
vantar bara spacera fyrir vatnsdæluna þar sem þessi er úr corvettu og þarf að færast aðeins utar til að passa fyrir restina af dótaríinu framan á henni, síðan kemur strekkjari þarna vinstra meginn og þá fer hún að verða klár.
kv
GunnarViðhengi:
25.12.2013 at 17:23 #442436já ein pæling, að athuga hvort að skiptingin sé að dæla nóg í gegnum kælikerfið… gæti verið stífla einhvers staðar miðað við að hún sé bara að hitna en ekki vélin, því kælikerfið í þeim er jú sambyggt að hluta.
bara smá brainstorming.
kv
gunnar
25.12.2013 at 17:16 #442435Sæll Sigurður,
Þá er þetta frekar einfalt að leysa miðað við gefnar upplýsingar.
Setja kúplingsviftu á bílinn, því hún er jú alltaf að soga eitthvað og það virðist þurfa á þínum bíl.
Reyndar ættu 2 auka kælar að redda þessu, en svona smá tékk, eru þeir ekki ekki örugglega settir rétt upp, semsagt heiti vökvinn frá skiptingunni fer fyrst inn í vatnskassann og síðan í kælana og þaðan inn í skiptuna aftur ?
Við það ætti vatnskassinn að hitna og rafmagnsviftan þá að fara í gang, en sömuleiðis þá stífnar á silicone kúplingunni í þeirri viftu og hún fer að blása meira. Kúplingsviftur eru alltaf betri kostur en rafmagns ef því er viðkomið að mínu mati.
kv
gunnar
24.12.2013 at 17:39 #442423já eitt, í staðinn fyrir ristar er hægt að fjarlæga gúmmíkantinn sem er innst á húddinu og þarmeð ertu farinn að hleypa loftinu þar út. ef það er ekki hægt er kannski hægt að setja undir boltana í húddinu og lyfta því aftast… kannski ekki fallegast en virkar
Síðan er líka oft í svona bílum hljóðeinangrandi motta í húddinu, sem einangrar hitann mjög vel í húddinu… stálið bert kælir mun betur en einangrandi motta
obosí… klukkan að verða 6… jólakveðjur
24.12.2013 at 17:34 #442422Ég hef verið með kúplingsviftu í mínum bíl í 15 (sitthvor vélin) ár og aldrei lent í veseni með þær, þær duga sirka í 10-15 ár, allavega var ein í cherokee sem varð léleg eftir 13 ár.
Þessar kúplingsviftur virka mjög vel í þessum breytilega hita sem við erum í, því þær eru boltaðar beint á vélina sem leiðir allann þann hita beint út í viftuna þannig að úti hitastigið virkar mjög lítið á þær. Allavega hefur mín vifta alltaf verið mjög öflug og hitamælirinn á vélinni minni aðeins 1 sinni hreyfst upp á við, það var í smá rallý akstri á fjöllum með vélina á 5000 rpm í allmargar mínutur… en annars hefur kúplingsviftan dugað mjög vel.
Ef að þú ert með original vatnskassa gæti vel verið að hann sé stíflaður að hluta ef bíllinn er að hita sig svona bara við það að fara upp brekkur. Skoða þarf þó vatnslásinn líka og ástandið á vatnsdælunni. Ef allt kerfið er í lagi og enn hitar hann sig er eina ráðið að fá sér sverari vatnskassa…. eins leiðinlegt og dýrt sem það er nú.
Síðan gætirðu fengið þér auka rafmagnsviftu framan á vatnskassann, sem snýr í öfuga átt… hún gæti verið tengd inn á sama triggerinn og er fyrir original viftuna, síðan er líka hægt að fá í USA, thermostat græjur fyrir rafmagnsviftur með stillanlegu hitastigi þegar þær fara á, semsagt hægt að láta hana byrja að kæla fyrr.
Til að kúplings vifta virki, þarf að vera hlíf frá vatnskassanum og yfir viftuna til að hún sogi loftið í gegnum kassann en ekki bara hreyfi við því í kringum hann, ef þú varst ekki með kúplingsviftu fyrir.
kv
Gunnar
24.12.2013 at 17:08 #442421Sæll Sigurður,
hvernig er kælikerfið sett upp hjá þér.
þ.e.a.s.
1 stk vatnskassi, væntanlega með sjálfskiptikæli innbyggðum ?síðan sagðistu vera með 3 aðra kæla framan á vatnskassanum ?
ertu með auka sjálfskiptikæli þá 1 stk
stýris kæli ?
Air condition kælir.Ertu með original vatnskassa ?
Hver er stærðin á auka sjálfskiptikælinum ef svo er, er hann aftermarket eða ?
Flott að fá allar upplýsingar áður en hægt er að greina vandann.
Þegar ég setti 8 cyl í minn bíl fór ég úr 1 raða í 3 raða vatnskassa til að minnka hættuna á ofhitun.
1 enn, ertu með eitthvað undir vélinni, semsagt einhverjar hlífar eða álíka ?
jólakveðjur
gunnar
23.12.2013 at 00:09 #442368sammála því
22.12.2013 at 14:39 #442297gólfið er að klárast og botninn fram undir veltibúrs bogann.
veltibúrið verður úr stál 52 og soðið í boddýið til að hafa það eins sterkt og létt og mögulegt er.
var að fræsa og bora úr millistykkinu á milli skiptingar og millikassa fyrir vss skynjarann
kv Gunnar
-
AuthorReplies