Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.11.2006 at 21:37 #569362
Ég fór á jökulinn í dag… eða svona á sporðinn á honum frá kaldadal. Færið var mjög gott nema það komu svona þungir kaflar hér og þar. Vorum á Wrangler 38" og Grand Cherokee 39.5". Færið á jökulsporðinum var mjög gott. Við Keyrðum Frá Mosó kl 09:20 vorum komnir upp á jökulröndina kl 12:45 með því að fara kaldadalinn og síðan línuveginn inn haukadalinn og þaðan inn á jökul. Við keyrðum lyngdalsheiðina til baka í Rvk. Það er meiri snjór á lyngdalsheiðinni en mikið af förum og frekar óslétt. Ef markmiðið er að komast á jökulinn sem fyrst mæli ég með kaldadal, ja eða þá fara á húsafell.
En góða ferð.Kær kveðja
Gunnar Ingi
20.11.2006 at 10:34 #199000Sælir
Þessi spurning er til hans Ása í GVS eða einhvers sem hefur þessar upplýsingarÉg var að velta því fyrir mér hver sé þyngdarmunurinn á 38″ SSR og 38″ Gumbo mudder sem vigtar 38 kg.
Ground hawg vigtar 34 kg, AT 39 kg , irok 39,5 43 kg
kv
GunnarHvernig eru þessi dekk að koma út í snjóakstri, þyngri og léttari bílum. Þessi virðast vera ein ódýrustu dekkin á markaðnum í dag.
20.11.2006 at 09:33 #568786Sælir,
Aðal málið við val á perum er að setja ekki allt of sterkar perur í of litla kastara = ofhitnun og peran endist í 3 skipti. En ef að kastarinn er sæmilega stór er alveg óhætt að setja t.d. ef þú ert með H1 peru… allt að 130 watta perur er hægt að fá. Original í flestum minni kastörum er 55w perur en ég hef allavega ekki lent í vandræðum með 85w peru í þeim en 100 og 130 hafa sprungið oft í litlum kösturum hjá mér.Sjalf gerðin á perunum skiptir svosum litlu máli en það er hægt að kaupa rándýrar perur líkt og Piaa og síðan ódýrar hella frá t.d. bílanaust, stillingu og fleirum. Mín reynsla er að þær endast svipað.
En jú notastu við gular perur, augað í okkur greinir mun betur gula birtu heldur en … t.d. bláa sem margir tískuhundar vilja nota í kastarana sína. Blá ljós henta ekki vel í að lýsa upp snjó
kv gunnar
(blá ljós lýsa jú upp svæðið og birta verður yfir því en augað í okkur greinir betur gula lýsingu, samanber fólk með lesblindu er látið lesa af gulum pappír því augað á auðveldara með að greina upplýsingarnar.)
20.11.2006 at 09:25 #568782Eins og sagt var áður er kúpling eða dæla í millikassanum sem sér um að tengja framdrifið. Þessi búnaður er mjög góður undir original bíla og virkar í öllum þeim bílum sem ég hef komið nálægt.. eða sirka 5 … kannski ekki of margir. En allt getur þetta nú bilað og það eru dæmi um það að dælan eða kúplingin sé einfaldlega biluð og þá virkar þetta ekki neitt. En þessi full time stilling er ekki ætluð til að notast á fjöllum og auðvelt er að eyðileggja svona kúplingu ef mikið er um spól og hjakk en lága drifið á að sinna því hlutverki. Farðu með bílinn til Bíljöfur ef þú vilt láta kanna þetta fyrir þig. Þeir eru með mestu reynsluna á viðgerðum í grand cherokee. Ef að millikassinn er ónýtur er líklegast ódýrast að panta hann beint frá usa. Mig minnir að dæla í svona kassa kosti nálægt 100 þús krónur.. svipað og nýr kassi frá usa.
kv Gunnar
18.11.2006 at 20:38 #568192Jæja þetta er orðin góð umræða um 38" dekk hér en erum við ekki að tala um alltof lítil dekk fyrir þennan bíl. Menn hafa oft sagt að 38" dugi fyrir bíla allt að 2 tonnum og þar yfir þurfi menn að stækka þ.e.a.s. ef menn ætla að fara í þungar jeppaferðir. Án þess að fara út í 44" breytingu þá myndi ég mæla með Irok 39.5 á 13" breiðum felgum. Þessi dekk eru að vísu mjög stíf original en það má laga með öflugum skurði. Faðir minn ekur um á þessum dekkjum á Grand cherokee sem vigtar nálægt 2 tonnum og líkar vel við. Þau drífa mjög vel í snjó, frábær í hálku og hoppa ekki neitt. Ég tek það fram að dekkin eru á breikkuðum felgum með völsuðum kanti til að koma í veg fyrir affelgun sem hrjáð hefur þessi dekk. Sú vinna var unnin af Guðmundi í G.J. Járnsmíði. Þessi dekk eru ekki balansseruð, semsagt alveg kringlótt og vel smíðuð dekk og greinilega felgurnar líka. Hér í tenglinum má sjá hvers konar skurður var gerður til að koma í veg fyrir sprungumyndun líkt og talað hefur verið um áður hér á vefnum. En aðallega eru þessir skurðir til að mýkja dekkin fyrir snjóakstur. Þessi dekk myndu skila þér mestri drifgetu án þess þó að fara í miklar 44" breytingar.
kv Gunnar Ingihttp://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dek … aindex.htm
19.01.2006 at 15:03 #539588Sælir ég veit um einn sem prufaði 37" á 15" felgum.. hann sagði þau vera fullkomin keyrsludekk…. en hræðileg í snjó. Þessi dekk eru víst með durawall hliðar.. eða sérstaklega þykkar fyrir grjót… og þarafleiðandi fljóta þau ekki vel. Þessi 37" dekk eru c load… en þau sem þú ert að tala um eru D load… sem eru með fleiri strigalög og bera meira.
En þetta á við um 37" dekkin, 40" gæti virkað…. þó ég efist það, nema þá með miklum skurði.
kv Gunnar
12.12.2005 at 22:43 #535766Sælir , ég er með svipaðan bíl og þú , wrangler með 4.7 8 gata vél og 38" dekk.
Ég notaði toyotu 2.4 díesel 1995 vatnskassa, þeir eru 4 raða kassar og passa mjög vel, með smá breytingum. Vélin ofhitar sig aldrei og mun betri kæling en á fyrri kassa. Hef reyndar heyrt að menn hafa líka pantað sér kassa frá ameríkunni, ice cool held ég að þeir heiti frá 4wdhardware, þar eru þeir sérsmíðaðir í wrangler boddíið og gerðir til að kæla corvettu lt1 motor. En toyotu kassinn er kannski ódýrari leið með smá smíðavinnu.kv gunnar
07.12.2005 at 23:26 #535328Sælir, ég og nokkrir félagar mínir og ég sem eru ýmist á xj eða zj grand cherokee eða wrangler og ýmist með 5.2 lítra, 4.0 lítra í cherokee og 4.7 og 4.6 í wranglerunum. Allir þessir bílar 5 talsins eru allir með dana 30 rev hásingunum og aldrei höfum við brotið krossa né drif ekki neinn af þeim bílum. En það er náttúrulega hægt að brjóta allt með fíflaskap.
En þessar hásingar eru þrælsterkar, allir bílarnir eru á 38" og síðan er ZJ Grand cherokeein með 5.2 lítra og 40" dekk og ekki brýtur hann neitt. Þannig ég mæli eindregið með því að þú notir áfram þessa hásingu nema þú ætlir að setja blower eða nítró á vélarnar.
Yfirlit: sterkar og léttar hásingar.
Það er líka hægt að fá öxla og krossa sem eru í sömu stærð og kemur í dana 44 frá usa sem gerir dana30 svipað sterka og dana 44.Ég mæli nátturlega með því að þú setjir léttari vélar heldur en 5.2 lítra eða 350 chevy því þær eru mjög þungar vélar. T.d. er 5.2 lítra vélin 30 eða 40 kílóum þyngri en nýlega 4.7 lítra vélin úr 1999 grand cherokeeinum, sem skilar fleiri hestöflum. Hægt að fá drasl til að tengja þá vél frá painless wiring í usa. Hægt að fá þessa vél á ebay fyrir lítið eða jafnvel hérna heima úr einhverjum tjónabíl.
kv Gunnar
07.12.2005 at 19:39 #535146Wranglerinn minn var einu sinni með 2.5 vél og blæju og vigtaði 1400 kíló. Ég notaði 36" buckshot dekk sem fást hjá bílabúð benna. Þessi dekk eru svipað breið og 35 dekk en mun hærri. Mjúk og með mödder munstri. Virka mjög vel í snjó undir svona léttan bíl. Mæli mjög með þeim. Þá losnarðu örugglega við að fá þér breiðari kanta, hækkar bara bílinn og klippir smá. Síðan líka er það með mjó dekk og há að þau taka minna afl frá bílnum þegar maður ekur um í snjó og virkar bíllinn þar með betur.
Smá innskot.kv Gunnar
02.12.2005 at 23:53 #534650Að láta þetta frá sér, þessi könnun getur aldrei orðið að neinu því allar forsendur vantar. Hvað er annars verið að skoða hvort einhverjir jeppakallar 10 ára eða 90 ára, karlar eða konur, á þetta að vera frítt eða kosta 10000000000.
Það er nú samt ekki hægt að kenna nemendunum um þessa vitl…. því þeir vita örugglega ekki betur.
En nemendur prufiði að nefna tillögur að svona könnun með því að nota forrit sem heitir t.d. questionpro sem er á netinu, frítt ef könnunin er ekki það stór. Fá email hjá þessum jeppaköllum hér á síðunni og dæla því á þá og fá einhverjar bakgrunnsupplýsingar og einnig orða spurningarnar svo að hægt sé að taka ákvörðun sem er eitthvað að marka. Ég held að veffangið sé http://www.questionpro.com allir markaðsfræðingar ættu að þekkja þetta forrit mjög vel, og ég vona að kennarinn ykkar geri það.kv Markaðsfræðinemi
01.12.2005 at 22:36 #532334Það er náttúrulega ekki rétt að segja að stór pickup geti ekki farið á 49" dekk, var ekki patrol settur á þetta. Cj7 hafa verið settir á 44", jafnvel dihatsu rocky… þannig að allt er hægt með viljanum og smá $ .
En auðvitað þyrfti að henda klafabúnaðinum og setja hásingu sem hægt væri að færa mun framar og reyndar myndi hann léttast örugglega við þá breytingu því allt sem fylgir klafanum getur vigtað ágætlega.
En hvaða árgerð ertu að tala um af F150 nýjan þá eða eldri týpur.
En með eyðsluna, þá er nátturulega hægt að ná honum töluvert niður í langakstri þó svo að hann myndi örugglega eyða í kringum 23 innanbæjar. Ég hef séð fullt af næst nýjasta módelinu breytta á 38" en engan af nýjasta módelinu. En á 44" verður hann örugglega svakalega fínn jeppi sem á eftir að drífa helling og með alvöru rokk í húddinu.
kv Gunnar (Wrangler nýliðaferð í nýjadal)
30.11.2005 at 20:18 #534260Það sem var nú meint með þessum 7 sek, er það að hæfni jeppa til að komast upp brekkur án þess að þurfa að nota lolo felst í því að hafa nógu mikinn kraft til þess að hendast upp brekkuna. Einfaldlega fljótur og skemmtilegur ferðamáti. Og það er nú ekkert skemmtilegra en að planta sér við hliðina á sportbílum ekki þó ofur, en mörgum og snýta þeim á 38" dekkjum. En það er nú bara mín skoðun á ferðamáta á jeppum að það sé nú eitthvað í húddinu sem fær mann til að brosa soldið.
kv Gunnar Aðalstuðningsmaður bensínháka
-
AuthorReplies