Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.12.2006 at 21:01 #570508
Þær eru flestar úr gamla 1800. bílunum… ég átti einn 85 árgerð.. helvíti fínn kaggi… kosturinn er að handbremsan er í þeim að framan… og því nýtist þetta mjög vel að aftan hjá okkur…
kv
Gunnar
06.12.2006 at 19:36 #570504Sælir.. ég er litli brósinn hans Bjartmars.
Hann er með subaru dælur, bremsudiska frá wrangler / cherokee að framan.. settir að aftan.. Smíðavinnan var gerð af Guðmundi Jónssyni. G.J. Járnsmíði. http://www.gjjarn.com
kv Gunnar Ingi
06.12.2006 at 17:49 #199102Sælir fjallageitur
Jæja nú er nú komin 2 ár síðan menn fóru að notast við ofurstóra hjólbarða og þá á ég við 49″ Irokinn og 46″ mickey T.
Nú ætti að vera komin ágæt reynsla á bæði þessi dekk og nokkrir risar farnir að nota þetta.
Hvernig eru þessi dekk að koma út varðandi aksturseiginleika og drifgetu… ef við miðum við dc 44″ t.d. (kannski ekki sambærilegt… en þau voru nú á toppinum fyrir stærstu nothæfu jeppadekkinn hér í mörg ár.)
Með von um góð svör frá mönnum sem eru að nota þetta… (ekki spekinga sem telja hitt og þetta)
kv
Gunnar Ingi
06.12.2006 at 09:29 #570470Sælir
Ég er búinn að vera með aircon dælu í bílnum hjá mér í 4 ár. Eina viðhaldið sem er á þessu er að maður þarf að tékka á olíunni á búnaðinum á sirka ársfresti. Annars dælir þetta hraðar en nokkur loftdæla. Án þess að ég hef mælt það þá er ég sirka 1 til 2 mín með eitt 38" úr 2 í 20 psi. Aircondition dælan vigtar helling og það er algjör óþarfi að burðast með auka þyngd á fjöll nema að þyngdin sé að skila einhverjum ágóða…. Plús það að maður léttir bílinn með að rífa allt auka aircon draslið úr bílnum. Nýttu það sem þú hefur.
kv
Gunnar
05.12.2006 at 18:25 #570042Sælir..
Já það er einn galli við að vera í 17" felgunum því að Ply rating.. eða strigafjöldinn fer úr 6 í 8 strigalög í dekkjunum sem gerir þau stífari en dekk fyrir 15" felgur. Þetta á við um Radial Irok 41" dekkin. Hliðin á dekkjunum borið saman við 38" á 15" felgum ætti að vera svipað löng þannig að dekkin ættu nú að leggjast ágætlega. Það sem er hættulegt er eins og áður sagði að þessi auka 2 strigalög geri dekkið of stíft fyrir snjóakstur og of mikil hitamyndun myndist við að keyra á litlu psi.
Ég myndi frekar mæla með 42" irok Bias dekkinu, þ.e.a.s. ekki radial á 17" felgunum ef þú ætlar að halda í þá felgustærð. Auðvitað væri best að minnka í 15".
En 42" bias dekkin á 17" felgum eru með 6 strigalög líkt og irok radial fyrir 15" felgur. Þau dekk ættu að virka betur þar sem þau eru mun mýkri. Ég staðfesti þetta þó ekki. Ég óska hér með eftir athugasemdum við þessi skrif mín.
kv
Gunnar
05.12.2006 at 14:25 #570036Já það er mjög mikill munur á mýkt á bias og radial dekkjunum.. Ég á notaðan gang af bias 39,5 irok sem ég ætla að skera og setja undir.. en mýktin er mun meiri heldur en á sambærilegu radial dekki. Tala nú ekki um þyngd, nýtt 39,5 radial dekkið vigtar 42 kg.. þessi slitnu sem ég er með.. reyndar slitin.. vigta 27 kg… þannig að ný væru væntanlega um 30 til 32 kg.
Ég væri til í að sjá eh pattann eða svipaðan bíl á svona dekkjum.. þ.e.a.s. bias 42" á 15" felgum.
Þau eru helst til stór fyrir litla wranglerinn minn og það væri frekar kjánalegt að vera alltaf einn þar sem enginn gæti fylgt mannikv Gunnar
05.12.2006 at 09:12 #570024Ok það virðist enginn hafa hleypt nægilega úr þessum dekkjum til að drífa nokkurn skapaðan hlut án þess að lenda í basli með affelgun… sem er frekar léleg afsökun því að það vandamál er leyst.
Þau virðast vera góð akstursdekk líkt og flest allir segja um Irokinn, að hann sé mjög kringlóttur og vel gerð dekk.
Varðandi breiddina miðað við cepekinn þá er breidd ekki alltaf góð til að drífa….. sporlengd skiptir mun meira máli í að fljóta á snjó heldur en breidd… Samanber "Snjóbíll á beltum"….. já það þarf ekki mikla hugsun til að fatta það þó margir trúi því ekki… einnig má telja til eitt Dick cepek dekk sem var 36" og 16.5" á breidd sem virkaði ekki neitt í snjó.
Ok niðurstaða aftur….
Þessi dekk hljóta að drífa helling miðað við önnur irok dekk. Menn drífa helling á 39" irok, 49" irok….
Og niðurstaðan er…
Vinsamlegast þið sem eigið svona dekk og drífið ekki neitt á þeim… og þau eru orðinn frekar sköllótt… Gefiði mér dekkin ykkar og ég skal drífa á þessu..
Takk..
Gunnar
05.12.2006 at 09:03 #570336Sælir
Ég hef notað felgur frá 11" breiðum upp í 14" breiðar á 38" dekk. Í dag er ég á 13" breiðum og reyndar 11 líka undir öðrum gang. Drifgetan er ekki að breytast hér á milli felga hjá mér en aksturseiginleikarnir eru betri á 13 heldur en 11 hjá mér. Kannski fer þetta að skipta máli þegar bílar eru farnir að vigta nálægt 2 tonnum en í mínu tilfelli um 1600 kg þá skiptir þessi felgubreidd engu máli í drifgetu. Í hliðarhalla er betra að vera á breiðari felgum en ella en að fara út í 16 eru frekar miklar öfgar og vandamál líkt og eik nefnir eru algeng við þá stækkun.
Ef þú vilt drífa betur í hliðarhalla …. Lækkaðu bílinn um nokkrar tommur þannig að ekki sé hálfur meter a´milli dekks og brettakanta líkt og flestar toyotur eru / voru upphækkaðar. Þetta mun hjálpa þér mun meira í hliðarhalla heldur en felgubreidd.
kv Gunnar
04.12.2006 at 21:41 #570012Já það er kannski rétt að þessi dekk eiga ekki að berast við 44 cepek . Þau eiga kannski betur við bíla sem eru að drífa "ágætlega" á 38" dekkjum frekar en þeim sem drífa ekki neitt á þeim þ.e.a.s. bílar yfir 2000 kg. Þeim (ágætlegu drifbílunum) langar þá kannski að auka það. Ef viö tökum dæmi.. þá dettur mér í hug 90 toyotan, eldri patrol, ýmsir picpupar.
En bara hugmynd.
kv
Gunnar
04.12.2006 at 21:13 #570006Það hefur semsagt enginn notað þessi dekk sem hefur eh vit í kollinum og látið valsa felgurnar eða notað bedlock til að koma í veg fyrir að þær affelgist og spóli á felgunni….
Þetta vandamál virðist fylgja iroknum en Menn hafa leyst þessi vandamál með því að valsa felgurnar og þá hafa t.d. 39.5 irokinn drifið mjög vel undir 2 tonna bíl…
Þessar sögur hér að ofan eru nákvæmlega eins og þær sem komu fyrst um 39" irok dekkin. "þetta drasl virkar ekki neitt" " þau eru alltof mjó" "affelgast í sífellu" … En öll þessi vandamál eru leyst… semsagt að valsa felgurnar og þá virka þessi dekk mjög vel.
Vona að eh sjái sér fært um að prufa þessi dekk með alvöru felgum.
Kv
Gunnar
04.12.2006 at 11:21 #570276Er það þá réttlátanlegt að til að stytta tíman fyrir austfirðinga til að komast á sjúkrahús að 5 deyi á suðurlandinu vegna of mikillar umferðar og lélegra vega…. Þú talar um að stytta tíman til að komast í heilbrigðisþjónustu, Væri ekki betra að kaupa 1 stk flugvél sem flygi með þennan fjölda á sjúkrahús í staðinn fyrir að keyra… ein stór og öflug flugvél kostar sirka 1 milljarð… Eða ein þyrla… .. ekki … nokkra milljarða eins og göngin kosta. Þarna þarf aðeins að skoða hvað er verið að ná fram með þessum göngum…. fyrirgefðu landsbyggðarfólk en ég mun verða þröngsýnn þegar bruðlað er með peninga á þennan hátt og það sýnir greinilega að Mannslífin eru metin misjöfn miðað við landshluta þegar svona aðgerðir eru í gangi. Hvalfjarðagöngin kostuðu hva… 2 milljarða.. erum við ekki að tala um í kringum 5 þarna fyrir austan… eða hvað. Misstu menn sig í peningaflæðinu sem ríkir hér á landinu… og síðast þegar ég tékkaði í hagfræðibækurnar þá koma peningarnir frá fjöldanum… þ.e. sirka 70% virðist koma frá SV landinu þar sem .. jú viti menn mesta umferðin er líka.
kv
Bæjarbúi
03.12.2006 at 22:35 #570256Eru menn ekki alltof uppteknir í Ríkisstjórninni að gera Göng á Austfjörðum fyrir 1000 manns og á norðurlandir fyrir 2000 manns……. Ekki dettur þeim í hug að forgangsraða þar sem 20.000 manns eiga leið á hverjum degi.
Ok landsbyggðin á rétt á sínum vegabótum en verðum við ekki einhvern tíman að segja stopp…. þegar eyða á milljörðum í göng fyrir ekki það mikla umferð. Kaupum frekar 50 Landcruiser 100 breytum þeim á 38" og höfum þá þarna frítt til afnota fyrir þá til að komast yfir heiðina… 50 x 9 millur = 450 milljónir….
Já nú er tíminn að kjósa mig á þing og redda peningum fyrir framkvæmdir þar sem þeirra er þörf.kv
Einn skíthræddur í umferðinni vegna framúraksturs.
02.12.2006 at 13:44 #569992Ég fletti þessu upp í spjallsvæðinu. Þar komu ýmsar upplýsingar um verð og síðan eh nöldur um álagningu fyrirtækja en enginn kom með reynslusögur af þessum dekkjum.
Er einhver að nota þessi dekk, hvernig reynast þau miðað við t.d. 44" (42) Cepek
kv
Gunnar Ingi
28.11.2006 at 20:16 #569712Sælir
Það er einn 38" breytt tacoma til sölu hjá arctic trucks. Einn þar innanhús breytti honum víst. Þú gætir fengið svör við spurningunni þinni þar. Eða farið og skoðað hvernig felgur séu undir honum.
kv Gunnar
28.11.2006 at 10:07 #569678Jú dælan er inn í tanknum.
Talaðu við jeppaparta… sem er í íshellu (götunafn) í hafnafirði. Hann á allmarga XJ bíla hjá sér.
kv
Gunnar Ingi
28.11.2006 at 09:59 #569606Varðandi styrkinguna þá er örugglega ekkert verra að setja svona plötu en það leysir ekki vandamálið sem að er að hjrá þessa bíla. Boltinn er ekki að rífa unibodíið eða allavega hef ég ekki heyrt að það hafi komið fyrir. Heldur er sjálf stýrismaskínan að brotna, þ.e.a.s eitt eyrað á henni sjálfri sem er að brotna þannig að styrkleikurinn í unibodyinu er nógur. Auðvitað má alltaf styrkja unibodyið en það gagnast því miður ekki sem lausn á þessum vanda. Ég veit að einn grand með 39.5 breytingu er að keyra vandalaust með enga stífu né styrkingu og búinn að gera það í 1.5 ár.
Þetta er búin að vera góð umræða um alvöru jeppa þ.e.a.s. Grandinn sem er flottur, léttur, nóg afl og drífur helling. Ég vona að fleiri félagar sjái ljósið og fjárfesti sér í fínum fjallajeppa sem vigtar um 1700 – 1850 kg með nóg af plássi og drífur mjög vel á 38 tala nú ekki um á 39.5.Kv
Gunnar Ingi
Jeep áhugamaður
27.11.2006 at 22:11 #569598Jú bara að fara með þetta á næsta renniverkstæði og þeir ættu að geta reddað þessu. Þú gætir þurft að slípa af kantinum á stýrisstönginni sem snýr að felgunni ef það skyldi rekast smá í. Því þetta er nokkuð þröngt þegar þetta er komið upp á. Þetta er í notkun á einum ZJ sem ég þekki til og sá bíll er frábær í stýrinu og engin vandamál þar. Sá sem gerði það undir þeim bíl er Guðmundur Jónsson GJ. Járnsmíði. Hann er einnig höfundurinn á síðunni sem ég benti þér á.
kv
Gunnar IngiVarðandi styrkingu á stýrisvélina… þá sérðu nokkrar útfærslur á þeim á þessari síðu,
http://www.redrock4x4.com/shop/categories/201_311.html
þó ekki fyrir ZJ en smíðin væri svipuð. Það sem er að hrjá ZJ er að stýrisvélin er fest með 3 boltum en wranglerinn og Xj nota 4 bolta. Það sem hefur skeð er að eitt eyrað á stýrisvélinni brotni með þartilgerðum afleiðingum.
Ekki er ráðlagt að færa stýrisvélina niður þar sem ZJ er ekki með grind heldur unibody og því erfitt að halda styrknum sem er original nema með mikilli smíðavinnu.
27.11.2006 at 10:27 #569592Jæja ég get sparað þér nokkra þús kalla… ekki fá þér liðhús úr nýrri grand, nema þú sért tilbúinn að henda felgunum þínum og fá þér felgur með 10 cm backspacing en ekki 13.5 eins og felgurnar sem þú ert með undir hjá þér. þessi breyting er mjög slæm þar sem felgur með svo lítið backspacing setur ofurálag á legur og einnig mun meiri hætta á að beygja framhásinguna. Ég prófaði þessa breytingu sjálfur og var búinn að skrúfa ný liðhús undir hjá mér en þetta gengur ekki með felgunum (original) sem við báðir erum með (breikkaðar). Besta lausnin er að öfugsnúa kónunum og vera með stangirnar ofan á í staðinn fyrir að vera með þær undir. Þú getur séð lesningu um stýrisbreyitingar á þessum vef.
http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/sty … iindex.htmEitt með hliðarstífuna, Þær eru ekki eins í Xj og Zj eða cherokee og Grand cherokee. Í grandnum eru þær mun sverari og duga fínt allavega hjá föður mínum. Grand cherokee 97" 39.5 breyting , búið að útbúa kónana þannig að stangirnar koma að ofan.
Með framhásinguna, þá er munurinn að í grandnum koma þær ekki reverse og eru mun veikari heldur en þær sem eru undir Cherokee og eldri wranglerum. Þær hafa nú samt dugað vel þessar hásingar sem eru undir Grand original þannig að ekki skipta henni út fyrr en eh klikkar. Með krossana í þeim, þá er hægt að panta frá USA krossa úr dana 44 og nýja öxla til að gera hásinguna sterkari.
Sjálfur er ég með dana 30 rev að framan hjá mér og original stærð af krossum (dana spicer) og búinn að nota slíkan búnað í 6 ár, fyrst 35" breyttur, síðustu 3 ár 38" breyttur. Ég er með 4.7 v8 250 hö og ekkert brotnar. Svo lengi sem maður botnar ekki græjuna í fullri beygju er þessi hásing í góðu lagi.
en jæja allar hafa sínar skoðanir og reynslu á þessu máli.
kv
Gunnar Ingi
26.11.2006 at 20:53 #569548Sælir Félagar
Það er nú ekki mikið við að bæta við þessa umræðu. Til að stikla á stóru
Jú 4:56 er fínt hlutfall fyrir 36" og 38" og jafnvel fyrir 35" líka. Eins og rætt var áður er 2. 72 lágt drif sem er lægra heldur en japaninn gerir þau í flestum tilfellum. Original hlutfallið í cherokee er 3.55 en ef menn voru með Dráttarpakka frá Factory var 3.73 í þeim og þá dana 44 afturhásing ef mig minnir rétt.Sjálfur er ég með 3.73 í augnablikinu í wranglernum mínum 38". Það var nú vegna þess að ekki fékkst lægra hlutfall á sínum tíma í afturhásinguna mína sem er dana 44 með álmiðju undan Grand cherokee. Ég er með 4.7 v8 þannig að aflið vantar ekki en sjálfskiptingin hegðar sér ekki nógu vel útaf það vantar hlutföllin og því eyðir hann töluvert meira því hann fer ekki í overdrive fyrr en á um 100 kmh… sem er ólöglegt… En lága drifið 2.72 sér um að það er fínt að keyra um á honum á fjöllum og sjálfsskiptingin er nú bara þannig að hlutföllin skipta minna máli allavega fyrir mína parta. Það er nú samt á planinu að fá mér 4.56 til að ná eyðslunni niður og nota overdrive og alla 5 gírana sem sjálfskiptingin hefur.
kv
Gunnar Ingi
25.11.2006 at 21:41 #569504Fór á ….. já lesning er undir þræðinum Langjökull.
En ég keyrði fram hjá Skjaldbreið í dag. Færið er mjög gott, hart en á milli koma pyttir fullir af snjó. Auðvelt að komast þangað uppeftir. Auðveldast er að fara kaldadalinn og línuveginn inn haukadalsheiðina en það er meiri snjór að fara lyngdalsheiðina uppeftir. Þó er enginn snjór að viti fyrr en komið er að vörðunni.En annars fínt færi, ég mætti meira að segja óbreyttum explorer nokkuð langt inn á heiði.
kv
Gunnar Ingi
-
AuthorReplies