Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.09.2014 at 10:42 #771664
Arctic trucks er með Fox dempara.
Poulsen er með Bilstein, en voða lítið í þessum alvöru dempurum… kannski hefur það breyst.kv
Gunnar
17.09.2014 at 08:34 #771648Sælir félagar.
Hver er ykkar reynsla af besta bóninu….
Hvað endist best ?
Hvað hreinsar best ?
Auðveldast að nota ?
Leiðinlegast að nota ?
,
persónulega nota ég sonax yfir vetrar og vortímann til að ná bévítans tjörunni af , en það er víst kannski útaf ég nota ekki nógu sterkan töruhreinsir á undan…á sumrin hef ég flakkað á milli eins og …. , núna í gærkvöldi notaði ég Armor shield á Expedition hjá mér og Mothers carnuba á fólksbílinn. Er að gera smá test á endingu.
Shield var mjög skrítið að taka af en mjög auðvelt, þetta hegðar sér sannarlega ekki eins og bón sem það er víst ekki. Carnuba fór auðvelt á og tiltölulega auðveldlega af.. þó maður þurfti að vera með helst tvo tvista.
Glansinn af Shield var góður, en töluvert betri á Carnuba.
ps ég nota tvist þegar ég bóna…. hef ekki prufað þessar micro klúta.
Ég notast síðan alltaf við handklæði við að þurkka bílana hjá mér, vaskaskinni hefur ekki fest í sessi hjá mér… svo djöbbi leiðinlegt að vinda þetta endalaust.
Jæja bónkallar, ausiði yfir mig sannleikanum í þessum þrifum.
Ps. hef enn ekki bónað Ultimate… málarinn mælti gegn því að bóna hann fyrstu vikurnar á meðan lakkið væri svona nýtt.
Hvaða sápu eða tjöruhreinsi notiði… ég hef notast við sonax sápu einhverja og síðan eh sápubón frá Poulsen sem virkar fínt. ég hef alltaf notað svona tjörusápu á veturnar en finnst það ekki virka á tjöruklessurnar nógu vel. Síðan eru hreinir tjöruhreinsar svo olíukenndir að vonlaust er að ná þeim af.. ég hlýt að vera gera eh vitlaust í þessum málum 😉
kv
Gunnar
13.09.2014 at 23:24 #771602Laugardagskvöldið fór í nýju bensíngjöfina sem þurfti smá sannfæringu svo hún stæði ekki lengst upp í loftið og væri því nær hvalbaknum á fullu gasi… næst er að sjóða aftur í sagarförin.
Ótrúlegt hvað GM var ekkert að pæla í að hafa bensíngjafirnar meira passandi í Wrangler…. þarf að senda þeim email varðandi nýju LT1 vélina og hvort nýja gjöfin sé ekki örugglega betur hönnuð í Wrangler….
Viðhengi:
13.09.2014 at 15:51 #771598Sælir og takk fyrir.
Aftur öxlarnir eru frá yukon og heita eh 26-32″ d44 chromoly…
Fram styttri er úr ram 1995
Fram lengri er úr w200 dodge.. minnir mig.
Kv Gunnar
12.09.2014 at 14:21 #771594Sælir,
Það vantar vaska menn til að bera allmargar gipsplötur inn í húsnæðið að Síðumúla kl 17:00 á eftir.
Öll hjálp vel þeginn tekur bara 20 mín ef margir mæta.
kv
gunnar
12.09.2014 at 13:20 #771592Það kom ekki til greina að bolta nýju bensíngjöfina í án þess að létta hana… um 120gr… kv klikkhaus ps hún er úr 5mm þykku járni..
Viðhengi:
11.09.2014 at 20:37 #771587Jæja það fer að hausta og kominn tími til að starta kvikindinu aftur…
nýja bensíngjöfin virðist svínvirka, þannig að nú verður farið í að koma honum í fleiri gíra fyrir þennan vetur og klára hina ýmsustu smáhluti. Hann hefur semsagt verið í löngu sumarfríi eftir brjálæðið síðasta vor.
Nýjir gormar komnir sem verða settir í fljótlega, síðan þarf að klára mælaborðið og 100 önnur smáverkefni…
kv
Gunnar
05.09.2014 at 09:06 #771468Sæll Sigurður,
Deildirnar út á landi eru mjög virkar margar hverjar og halda reglulega fundi, annars er bara að ýta á eftir fleiri í svipuðum áhugamálum og trekkja upp félagsskapinn. Flott að hittast og spjalla um jeppa og ferðir.
k kv
Gunnar Ingi
Varaformaður / Ritari 😉
29.08.2014 at 09:11 #771251Stórferð greinilega í sjónmáli 😉
Eina sem ég myndi íhuga í þessu hjá þér eru þessir samsláttarpúðar. Þeir kasta bílnum upp á við þegar bíllinn slær saman og bíllinn leggst þá á framdekkin meira en æskilegt er og brotnar þá niður í snjónum og drífur minna…. eða allavega eru þessir benz púðar barn síns tíma og í ýktum aðstæðum, líkt og í wyllis eða wrangler hjá mér þá eru þeir hreint sagt skelfilegir. Áhrifin minnka útaf lengd á bíl en áhrifin eru þau sömu bara í minni skömmtum.
Tóti á græna willysnum tók þetta úr að aftan hjá sér og setti bumpstop (olíu og gasfylltir samsláttarpúðar) í hann og hann batnaði til muna, einnig er hægt að fá sér dauða samsláttarpúða líkt og í þræðinum sem ég er með virkan hér í spjallinu.
Bypass dempararnir hjálpa til við að minnka þessa hegðun með því að hægja mikið á bílnum í loka samslættinum þegar demparinn fer á seinna rörið en þó er það í sundurslaginu sem þessi óæskilegu áhrif verða.
bara ábending.
kk v
Gunnar
27.08.2014 at 15:33 #771228Ef þú ætlar bara í 33″ skaltu fá þér kanta frá t.d. Gunnari Ingva, brettakantar.is og klippa úr sem því nemur og síðan máta dekkin undir, þú gætir sloppið einmitt með bara 1-2″ hækkkun og þá með kubbum undir gormana eða álíka.
hér eru 2″ hækkunarpúðar… http://www.ebay.com/itm/Jeep-Cherokee-XJ-Grand-ZJ-Wrangler-TJ-2-Inch-Polyurethane-Lift-Spacers-PAIR-/141381993657?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&fits=Model%3AGrand+Cherokee&hash=item20eb0604b9&vxp=mtr
auðvelt að finna þetta á Ebay.
leitarorð:Grand cherokee Lift
raða síðan eftir price +shipping lowest.
kv
gunnar
26.08.2014 at 17:02 #771208Sælir,
Varðandi Coil over dempara og gorma.
Það er almennur misskilningur hjá mönnum að þetta dótarí virki eitthvað betur en venjulegir gormar og demparar. Það er því miður ekki rétt. Einu kostir Coilover vs dempara og gorma er þeir taka minna pláss og gefa kost á lengri fjöðrun.
Það er hægt að kaupa bara smooth body , kallaðir það, dempara sem eru jafn stillanlegir og coil over eru. Þannig að þeir sem eru ekki í vandræðum með pláss og ætla ekki að lengja fjöðrunina þurfa í raun ekki þetta, og bara peningasóun.
Plús það getur þurft nokkrar tilraunir í að kaupa réttu gormana fyrir þetta… mjög mismunandi hvað hver bíll þarf og reikniformúlurnar virka ekkert alltaf 100%.
kv
gunnar
24.08.2014 at 14:31 #771092Sæll Júnni,
Það er enginn að flytja þetta inn sem ég veit um og ekki margir í aftermarket heiminum að framleiða þetta. Þú gætir kannski fundið þetta undir einhverjum nýlegum jeppum í dag með því að kíkja undir þá… oftast eru þeir greinilegir því þeir eru oftast kremaðir, gulir eða appelsínugulir á litinn… og þá keypt þá í umboði.
Annars er það bara að googla. Ég veit ekki um neinn breyttan jeppa með þessum púðum í dag, en allflestir fólksbílar landsins ef ekki allir eru með þetta… sem er svosum ekkert hjálpandi.
hérna fann ég eina… undan chevrolet silverado.. án ábyrgðar 😉
kk v
Gunnar
24.08.2014 at 14:25 #771091Sammála þér Sveinbjörn, flottur dagur í góðra manna hóp
Margar skemmtilegar umræður og atvik sem komu þennan daginn, athyglisvert var að sjá útlendingana horfa á naglana í dekkjunum á sumum jeppunum og kroppa aðeins í þá til að vita hvað þetta væri
Við potum okkur á betri stað fyrir næsta ár.
k kv
Gunnar Ingi
24.08.2014 at 09:45 #771083Flottur gangur á þessu hjá þér Rúnar ótrúlegt hvað þetta boddý er heilt til lukku með það.
kv
Gunnar
05.08.2014 at 09:21 #770322Ég heyrði það útundan mér að nýju myllurnar ættu að vera töluvert stærri en þær sem fyrir eru…
kv
gunnar
05.08.2014 at 09:16 #770321I used stock 3.73 differentials on my wrangler with 38″ tires for 7 years… no problems. Only that your car might use more gasoline since the overdrive will not come in until you reach 100kmh usually comes in around 80-85kmh..
The Ram will loose a bit of power but just get yourself a transmission heater gauge and your good to go. Watch the temp on the trans and you wont have any problems.
Best regards
Gunnar
31.07.2014 at 11:11 #770214Júbs mikið rétt, þó ber að nefna að þetta er eingöngu til hliðsjónar og alltaf verður maður að hafa stillanleika í fjöðruninni, því þyngdardreifing og annað getur haft áhrif á þetta og þetta er ekkert endilega 100% rétt… en gott til að miða útfrá og skoða hvað maður er að gera
k kv
gunnar
29.07.2014 at 09:43 #770204Sæll Rúnar,
er að senda þér smá email, með einu reikniforriti, þar sem auðvelt er að reikna út hvernig anti squatið verður hjá þér. einnig kemur fram hvað roll oversteer verður, semsagt hvort að afturfjöðrunin stýri bílnum við að fjaðra.
Ég grófsetti þinn bíl inn. þá færðu 4° í afturstýringu við fjöðrun… þessi tala er best nálægt núlli. Annars ýtir hann bílnum út í beygjurnar með afturfjöðruninni.
Ef ég set stífuna í lárétt , semsagt sami hæðarpunktur að framan og aftan þá fer þessi gráða í 0° sem er ákjósanlegt.kv
gunnar
28.07.2014 at 22:30 #770202Eina sem mér finnst vanta í aftur festingarnar er stillanleikinn á festingunni fyrir neðri stífuna undir grindinni. ef þú ert ekki búinn að reikna út anti squatið eða hvort bíllinn hlammi sér á rassgatið þegar gefið er í eða ekki þá getur það skipt sköpum í drifgetu, semsagt vill maður að hann geri það helst ekki, ýmindaðu þér að vera í brekku og gefa í, þá vill maður ekki að bíllinn hlammi sér á afturendan, heldur vera nokkuð neutral að aftan og síðan að framfjöðrunin leggist örlítið saman að framan. Þetta er allt miðað við erfiðustu aðstæður…semsagt í brekku. að nota svona lc80 eða patrol framstífur er þessi eiginleiki til staðar að framan, en þær eru þó kolómögulegar í notkun að aftan ;).
Ballansstöng að aftan er ekki eitthvað sem ætti að þurfa í fjallajeppa, ef hann er nógu ballance stífaður að framan, ætti það að duga.
Helst vill maður að fjöðrunin elti jarðvegin sem frjálsast.
Síðan þarf að passa að neðri stífurnar að aftan hjá þér séu nálægt láréttu í akstursstöðu, annars mun bíllinn beygja að aftan þegar hann fjaðrar að aftan. Hann mun þó alltaf gera það að eh leyti en með því að hafa þær láréttar minnkarðu þann eiginleika sem kemur við að hafa enga hliðarstífu. Því lengri stífur, því minni hreyfing á þessu. Semsagt er hásingin að færast fram og aftur ef stífan er höfð í halla að aftan og þá verður bíllinn kolómögulegur í akstri.
Þetta er mín reynsla af þessum hliðarstífulausu fjöðrunum, hjá mér eru stífurnar nær láréttar og mjög langar og því er þessi effect því sem næst dauður. neðri stífurnar eru um 125cm og efri um meter.
kkv
Gunnar
28.07.2014 at 08:46 #770190Snilld,
Gísli, passaðu að henda inn myndum af grúskinu hjá þér alltaf gaman að viðra jeppadelluna að sumri til.
k kv
Gunnar
-
AuthorReplies