Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.05.2007 at 16:44 #590168
Alveg Sammála þér Ólafur… ég hélt þetta væri Galloper í Austurtjalds make over… Ekki mjög flott útgáfa. En það skemmir víst ekki fyrir sumum.
kv
gunnar
02.05.2007 at 11:46 #582284Það er til fullt af kubbum í þessa vél…
Bara googla ..
hérna er ein tegundin.
http://www.4wd.com/subcategories.aspx?sid=103
kv
Gunnar
27.04.2007 at 21:16 #589546Eins og thu veist tryggvi, tha er jeppaeign meira stodutakn en notagildi hja mjog morgum islendingum.
Vardandi breytta jeppa frekar en obreytta, tha er thad nu stadreynd ad t.d. toyota landcruiser er mjog ljotur bill obreyttur, en breyttur er hann frekar flottur og reffaralegur. Sidan eru flest bilaumbod landsins ad auglysa breytta jeppa sem adalauglysingu fyrir tha bifreid. Einfaldlega utaf thvi ad their lyta meira ut fyrir ad geta eitthvad og verda meira toff i augum sumra. Thetta vandamal ma oft rekja til bilaumboda. Sidan er audvitad vitad mal ad that kostar 1 kulu ad breyta jeppa og audvitad vilja menn lata vita ad their seu rikari en nagranninn.
En personulega finnst mer omurlegt ad keyra breyttan jeppa innanbaejar midad vid folksbil og that verdur ekki afsannad. Eini kosturinn er ju kannski betra utsyni yfir umferdina en okostirnir eru mun fleiri, lelegri aksturseiginleikar, meiri havadi, meiri eydsla og erfidara ad leggja.
En svona er nu Island i dag og thad verdur erfitt ad breyta thessu.
kv
Gunnarafsakadu ad eg get ekki notad islenska stafi, er i Eistlandi I sma borgarastyrjold. Russarnir herna eru ad missa sig. Thad eru 40 logreglumenn herna fyrir utan hotelid ad vernda akvednar gotur fyrir Russunum.
25.04.2007 at 19:54 #589412MHN… að verða Wrangler eigandi.
Ef þú setur hann á 38" skó þá áttu eftir að drífa meira en allir (99%) japönsku jeppabifreiðanna sem ganga hér sölum og kaupum líkt og heitar lummur.
En góðar ferðir og til hamingju aftur.
k v
Gunnar
Langtíma Wrangler eigandi.
25.04.2007 at 19:30 #589400Ef þú ert með opna síu í húddinu.. þá er það aðal hávaðinn sem þú ert að heyra.
Smíða bara einfalt box utan um síuna, með hljóðeinangrandi mottu innan í.En annars er eina ráðið til að hljóðeinangra bíla er massi… eða því þykkari og massífari sem hljóðeinangrun er því betur virkar hún.
Tjörupappi sem þeir nota í pípuheiminum virkar mjög vel, það er lím á öðrum endanum og álfilma á hinum. Kostar mjög lítið og fæst í Byko í mörgum stærðum.
Ég fór niður í bílasmið og keypti einhverjar hljóðeinangrandi tjöruplötur, í fyrsta lagi er límið á þeim mjög lélegt og þetta tollir ekki á lóðréttum flötum. í öðru lagi þá harðnar þetta mjög mikið við kulda og þegar bíllinn er allur að teygja sig og það snýst upp á boddýið þá dettur þetta af.
ég mæli með tjöru dótaríinu. Það tekur mesta glamrið úr hljóðbylgjunum sem myndast í blikkinu í bílnum.
kv
Gunnar
25.04.2007 at 11:13 #589332Hva er enginn að nota þessi Interco LTB 47" dekk.. hér á landi…
[img:11stwh75]http://www.ntwonline.com/natltire/images/LTBnew.jpg[/img:11stwh75]
17" á breidd og fyrir 15" og 17" felgu.
kv
Gunnar
23.04.2007 at 17:48 #589144Farðu þangað og stimplaðu inn verðið í gluggan þarna efst.. og veldu vöruflott.. sem varahlutir í bíl.
kv
Gunnar
23.04.2007 at 17:46 #589228Á að fara draga upp félagana úr festum… eða…
Ég veit ef þú ert ekki að ferðast einn, þá hefurðu ekkert við spil að gera, bíllinn er það léttur að það er ekkert mál að kippa bara í.
Allavega hef ég ferðast um á mínum í 8 ár núna og aldrei lent í því að þurfa spil.Pabbi, var á Ram.. og keypti sér spil líkt og menn gerðu þegar keyptir voru svona trukkar, 44" breyttur, og keypt var Warn 8000 spil.
Við tókum það með í 4 túra…. já þetta var árið 1998, notuðum það einu sinni.. bara til að prufa hvort að græjan virkaði.. jú hún virkaði… en það er bara helmingi fljótara að nota spotta.. en hvað með það.
Síðan þá hefur spilið safnað þessu Eðal ryki upp á háalofti… og aldrei verið þörf á að nota það…
En það er geggjað töff að eiga spil.. allavega.. maður er nú varla jeppakall nema eiga eitt.. hvort sem maður notar það eða ekki.
kv
Gunnar
23.04.2007 at 10:26 #589138Bilstein..
bestu sem ég hef prufað.
20.04.2007 at 11:58 #588874Á baksíðunni… er táknið N1 í landslaginu….
sem mig grunar sterklega um photoshop æfingar.
Ekki nema þeir hafi mörg hundruð manns í að skoða allar loftmyndir af íslandi til að finna sambærileg… tákn.
og N1 stendur fyrir númer 1… frekar en enn eitt. að ég held.
20.04.2007 at 10:43 #588836Sæll davíð..
Hann Ofsi okkar hefur líklegast mestu reynsluna í 44" skóm undir rönner.
Aðrir 44" skór eru trxus, mudder og gh. Menn hafa lofað trxusinn mest af þeim þremur. (ég er bara að skrifa það sem ég hef lesið). Menn hafa sagt að mudderinn og gh séu alltof stíf, nema fyrir alltof þunga bíla. Síðan eru þessi 3 dekk líka 1- 2" stærri en 44dc, þar sem það stendur í, ja frá 41" upp í 43". Það er eftir aldri, það teygist á gleðigúmmíinu, menn hafa líka verið að setja 40 psi í þau og fara með þau í hitaklefa og þau stækka…. jábs, en það myndi enginn mæla með því að setja 40 psi í svona dekk… = búmm
Önnur dekk, ég myndi skoða , ja bæði, 41" radial irok, og síðan 42" diagonal. Diagonal dekkinn mælast töluvert breiðari heldur en radial 41". Ég sá svoleiðis undir patrol núna um daginn og ég hélt að þetta væru einhver ný 44" dekk.
Ég prufaði um daginn 39.5 diagonal Irok, þau dekk eru sirka 2" breiðari heldur en Radial dekkin, og eru líka aðeins hærri, sirka 1 cm. Ég dreif helling á þeim, nema það að þessi dekk voru frekar mikið slitin og því hætti ég að nota þau. Þau dekk voru þau mýkstu sem ég hef snert. Ólíkt miðað við radial dekkin. Þannig að mýkt er ekki vandamálið hjá diagonal Irok dekkjum.
Hér á Íslandi eru menn í 90% tilfella að nota DC gleðigúmmí í 44". Þau myndu virka mjög vel undir þinn bíl, þar sem hann er ekki það þungur.
jæja núna er ég búinn að blaðra helling.
kv
Gunnarps. ég held ég sé að segja rétt, en eru ekki 44" trxus dekkin þau einu sem hafa farið yfir suðurpólinn….. (hann hlýtur að hafa valið þau af einhverri ástæðu)
19.04.2007 at 23:32 #588832Já já.. 44 dc bælast mjög vel, þau eru dúnamjúk dekk og eflaust áttu eftir að drífa helling á þeim.
En ein dekk myndi ég mæla með fyrir þína stærð..
það er
irok 41 x 14 r16 … stórir og góðir … RADIAL hjólbarðar..ég hef keyrt svona 44 gleðigúmmí og aksturinn er ekki upp á marka fiska.
Diagonal dekk eru mjög leiðinleg í akstri og ef maður sleppur við að nota þau, þá hiklaust myndi ég gera eh annað.
Hvað er bílllinn að vikta hjá þér ? .. ég myndi ekki fara í 44 dc nema hann vikti yfir 2,1 tonn tómur, þá þarftu þess eiginlega.
kv
gunnar
17.04.2007 at 10:24 #588626Það sést hér hvað íslenskir patroleigendur eru langt frá þeirri þróun sem á sér stað erlendis.
En hér er ein skrýtla….. minnsti bíll í heimi hækkaður..
[img:2jqzna13]http://media.truckblog.com/ai/2006/893.jpg[/img:2jqzna13]
nokkuð góður þessi, ætli hann sé enn með 800cc turbo vélina..
kv
Gunnar
16.04.2007 at 11:54 #588468hmmm..
Hva ertu að fara í pissu keppni við einhverja loftnets kalla..
Eða ertu að fara búa þér til veiðistöng til að fara dorga niður á höfn.
kv
einn forvitinn
16.04.2007 at 11:52 #588462Bláan framdempara.. þú segir nokkuð…
ég held þú þurfir nú aðeins að lesa á hann og sjá hver er framleiðandinn er…. og hvort þetta sé original lengd eða breyttur.
kv
Gunnar
16.04.2007 at 11:50 #588460Það sem takmarkar færsluna er stýrisvélin, þ.e.a.s. það er hægt að færa hana þangað til stýrisarmurinn er farinn að nálgast stýrisstangirnar.
Breytingar sem menn hafa gert til að fá hana framar eru =
Bora ný göt í grindina, þ.e.a.s. göt sem eru framar og um leið lægri. Síðan smíðað sirka 20 mm plötu neðan á grindina með róm soðnum í. Þannig fær maður stýrisvélina framar og um leið lækka hana til að halda réttum stýrisstangahalla. (ég gerði þetta svona hjá mér, það sem takmarkar framfærsluna er rörabitin í grindinni fremst, mín er sirka 5 mm frá honum)
Önnur aðferð er að skera grindina í tvennt og lengja hana um einhverja cm… og þarmeð nær grindin lengra fram, þarmeð færist stýrisvélin.
Seinni aðferðin færir vélina eins langt og maður vill. Ég man ekki hvað fyrri aðferðin var að gefa mér í færslu, en allavega get ég notað bæði 38 og 39.5" dekk og ekkert rekst í.
Ég held reyndar að það sé hægt að fá eitthvað bracket frá Usa sem notar original göt en færir vélina framar og um leið neðar jafnvel. Mestar líkur á að ég hafi fundið þetta hjá einhverju fjöðrunar fyrirtæki.
kv
Gunnar
15.04.2007 at 16:14 #588440Dana 30 rev framan
Dana 44 aftanEr búnaður sem er nógu sterkur fyrir þennan bíl.
allt stærra er í raun óþarfi, en það er svosum ekkert verra, nema þá að þyngdin eykst aðeins.
Passaðu bara að fá þér felgur sem eru með sama backspace og original járn felgurnar frá jeep eru með.. Það er 13.5 cm
Ekki fá þér felgur með 10 cm backspace… þá skal ég lofa þér því að þú átt eftir að beygja hásingarnar, og þú þarft að skipta um spindilkúlur og hjólalegur mun oftar.
kv
gunnar
13.04.2007 at 21:16 #587886Ég vona að þú hafir ekki fengið þessar eyðslutölur af toyotu.is hehe… hvaða framleiðandi myndi setja upp alvöru eyðslutölur.
Einn félagi minn er með þennan diesel mótor í nánast óbreyttum cruiser og hann er að eyða 13 – 15 innanbæjar.
Ég á bmw 330 umboðið segir að hann eyði 9.7 l… rauntala er um 14 l.
Já, ég vona svo innilega að ég eigi aldrei eftir fá meiri reynslu og fara að ferðast eins og sumir … hægt og illa.
Búinn að ferðast á fjöllum í 9 ár, aldrei þurft að nota lolo né langað til að vera með slíkan búnað.
Bæði með 4 cyl bensín vél og 8 cyl bensín vél. 8 cyl eyðir minna á fjöllum. Þær eyða jafn mikið innanbæjar (18l) og 8 cyl eyðir minna utanbæjar 13 l á móti 18 l sem litla vélin eyddi.
En svona erum við nú allir mismunandi og þarfir okkar mjög ólíkar. Sumir hugsa um eyðslu aðrir um skemmtun. Sumir hugsa um hp aðrir um tog en allt endar þetta í skemmtilegum ferðum, sama hvernig sú skemmtun er upplifuð.
Segið mér eitt diesel menn, hvað eruð þið að taka mikið eldsneyti með ykkur í 2 daga túr. Miðast við 12 tíma akstur báða daga, semsagt fullvaxinn túr báða dagana.
Sjálfur miða ég við 80 lítra hvern dag, en þá er ég til í hvaða illfæri sem býðst.
kv
Gunnar
13.04.2007 at 16:23 #587856Útskýrðu þá fyrir mér afhverju allir … ok mjög margir dieselbílar nota allir lolo…. ??
Hver er ástæðan… finnst ykkur svona gaman að ferðast hægt. eða hvað er málið. Er þetta tískubóla.
ok eldri vél..
318… í Grand cherokee 5.2 lítra.. 220 hp og 300 ft lb í togi… Ekki erfitt..
Afhverju þurfa bensín bílar ekki lolo… ? kannski útaf þeir eru mun léttari og drífa bara.
Ég myndi ekki láta sjá mig dauðan fyrir aftan stýri á diesel jeppa á fjöllum… ég nenni ekki að ferðast á þann máta sem þið gerið..
Ef ég vill ferðast hægt þá labba ég, mjög einfalt.
lolo er fyrir latt fólk sem nennir ekki að labba 😛
kv
Gunnar… komdu næst með eitthvað sem stendur…
Já þessar tölur sem ég fékk um 4.2 diesel eru úr nýjum cruiser… alvöru tölur um 90 módel af cruiser eru 160 hp og 280 lb ft í togi.. þannig að horfðu á staðreyndirnar aftur.Skrifaðar hér og nú… ekkert það sem mönnum finnst.
kv
Gunnarenn er ekki til diesel mótor sem skákar bensín… allavega ekki í þeim stærðarflokki sem 90% af jeppum á íslandi nota.
Benni formaður er eini maðurinn með alvöru rokk í húddinu.
13.04.2007 at 12:58 #588228á ekki heima á fjöllum..
ok dæmi
þú ert í 12% halla, það er gler undir bílnum og það er gjóta neðar í hallanum…
ef þú ert með abs á þá neytar bíllinn að læsa hjólunum og þú rennur hægt niður brekkuna og ofan í gjótuna.
EF þú ert ekki með abs þá læsa hjólin sér og þú átt meiri möguleika á að bjarga þér þegar naglarnir.. ef þú ert með svoleiðis… læsa sér í ísinn.
bara eitt scenario sem ég hef lent í … reyndar hérna í bænum.. og það var bíll neðst í brekkunni… hehe.. ég rétt slapp.. bölvað abs.
kv
gunnar
-
AuthorReplies