Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.12.2014 at 08:59 #774788
Snjór og meir snjór, gleður mitt stóra harta
Fyrir valinu í dælum varð Aeromotive 340 lph dæla,sem afkastar mest 90 psi. Hún sinnir öllu sem þessi mótor þarf, hvort sem það er turbo á honum eða annað gotterí.
Nú er verið að setja gömlu xenon kastarana framan á hann með nokkrum led ljosum til að lýsa styttra… veit nú ekki hvenær ég á að nota eitthvað sem lýsir stutt… miðað við meðalhraðann úr síðustu stórferð
Ég komst að því að það er ekki hægt að filma plexi rúður, það dettur víst bara af…. þannig að ég þarf að setja see through svartar merkingar filmur utan á plexi glerið, það tollir víst.
Teppi fara fljótlega í hann, til að einangra hann betur í miklum kulda.
Talstöðin fer í hann líka núna, til að VHF loftnetið virki í plasttoppinum hjá mér þarf að vera álplata undir honum, í stærðinni = 30° horn frá toppi loftnetsins til allra átta. semsagt þarf loftnetið að vera fyrir miðju plötu og 30° hornið frá toppi loftnetsins verður að vera innan við þessa plötu svo þetta virki eitthvað. Ef VHF loftnet er staðsett á enda bílsins verður það stefnuvirkt fram á við, semsagt næst illa í menn fyrir aftan þann bíl, ef ég skildi þetta rétt Fjarskiptanefnd, þið megið endilega leiðrétta mig ef ég er að bulla
Jæja good times framundan.
Kær kveðja
Gunnar Ingi
18.12.2014 at 08:58 #774787Snjór og meir snjór, gleður mitt stóra harta
Fyrir valinu í dælum varð Aeromotive 340 lph dæla,sem afkastar mest 90 psi. Hún sinnir öllu sem þessi mótor þarf, hvort sem það er turbo á honum eða annað gotterí.
Nú er verið að setja gömlu xenon kastarana framan á hann með nokkrum led ljosum til að lýsa styttra… veit nú ekki hvenær ég á að nota eitthvað sem lýsir stutt… miðað við meðalhraðann úr síðustu stórferð
Ég komst að því að það er ekki hægt að filma plexi rúður, það dettur víst bara af…. þannig að ég þarf að setja see through svartar merkingar filmur utan á plexi glerið, það tollir víst.
Teppi fara fljótlega í hann, til að einangra hann betur í miklum kulda.
Talstöðin fer í hann líka núna, til að VHF loftnetið virki í plasttoppinum hjá mér þarf að vera álplata undir honum, í stærðinni = 30° horn frá toppi loftnetsins til allra átta. semsagt þarf loftnetið að vera fyrir miðju plötu og 30° hornið frá toppi loftnetsins verður að vera innan við þessa plötu svo þetta virki eitthvað. Ef VHF loftnet er staðsett á enda bílsins verður það stefnuvirkt fram á við, semsagt næst illa í menn fyrir aftan þann bíl, ef ég skildi þetta rétt Fjarskiptanefnd, þið megið endilega leiðrétta mig ef ég er að bulla
Jæja good times framundan.
Kær kveðja
Gunnar Ingi
07.12.2014 at 10:37 #774483Ultimate hefur verið í smá rafmagns meðferð undanfarið. Aðeins snyrt til í rafmagninu og skipt um hitt og þetta. Núna skiptir hann sér ágætlega en á eitthvað erfitt með að skipta sér niður þegar hann er í Overdrive… eða D. Síðan skiptir hann sér fínt í þegar maður tekur hann úr overdrive.. eða setur í 3. Það var lélegt háspennukefli í honum en talvan kvartaði ekki um það… þarf eitthvað að skoða það betur. Nýju gormarnir eru komnir í og hann virkar betur á þeim , þó þarf ég að opna fram bypassinn og taka nokkrar skinnur úr honum til að mýkja hann. Það er frekar fyndið að keyra yfir t.d. hraðahindranir núna… slær vel í að framan en maður veit ekki af afturendanum…
Hraðamælirinn er kominn inn, þá ákvað snúningsmælirinn að detta út með nýrri tölvu…
Setti nýja bensíndælu í hann til að ná upp betri bensínþrýsting, mældist í 40 psi en er kominn í 51psi núna, vantar aðeins upp á 60 psi sem hann á að vera í. Þarf að redda mér nýrri Walbro 255 dælu í hann eða álíka, veit þó um eina bosch dælu sem gæti virkað í þetta.
Dekkin hafa verið fullpumpuð í allnokkurn tíma og hafa skánað helling, en hristast ágætlega. 1 dekkið lekur þó hressilega og þarf ég líklegast að skipta því út. Annars tekur bara við að koma kösturum á hann og setja CJ ljósarofa í hann, ( er með minn úr YJ ennþá í …) síðan að setja miðstöðvar kapla úr CJ líka. Útvarp.. filma afturrúðurnar. Setja belti og aftursæti í hann.
Hef aðeins verið a skoða teppi í hann, mun líklegast setja eh af teppum í hann til að gera hann meira einangraðan í verri veðrum. Hávaði er ekki problem
Ég þarf að lækka hann töluvert eftir að ég setti nýju gormana í hann, hann stendur sirka 2 tommumm of hátt núna. Vill hafa hann í 40% samslátt og 60% sundurslagi sirka. Það er lítið mál með bæði coilovernum og síðan gjörðunum sem eru í honum.
Jæja myndir síðar.Ps er fíla þetta hvíta sem hefur látið sjá sig hérna loksins 😉
kv
Gunnar
21.10.2014 at 18:36 #772747Sælir Félagsmenn.
Þriðji félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hotel Natura (Loftleiðum) mánudagskvöldið kl 20:00, mánudaginn 3. nóvember.
Á dagskrá verður meðal annars kynning á 3d kort af hálendinu og fleiri áhugaverð mál. Nánari dagskrá síðar.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið framundan.
Kær kveðja
Stjórnin
11.10.2014 at 18:16 #772734Verð að deila þessu videoi… frá USA… þeir kunna að leika sér líka 54″ willys…
Síðan er gaman að skoða þessa síðu :
Sjálfstæð ofurfjöðrun sem þolir hestöfl og stór dekk.
kv
gunnar
06.10.2014 at 08:52 #772096Já og ekki má gleyma að Litlanefndin kemur með dagskrá vetrarins og Skálanefnd kynnir okkur sumarstarfið.
kkv
Gunnar Ingi
06.10.2014 at 08:47 #772095Sælir Félagsmenn.
Annar félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hotel Natura (Loftleiðum) í kvöld kl 20:00, mánudaginn 6. október.
Á dagskrá verður meðal annars kynning á 54“ Avalance verkefni frá Herði, innanfélagsmál, síðumúlamál og vefsíðan.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið framundan.
Kær kveðja
Stjórnin
03.10.2014 at 08:29 #772060Síðustu bitarnir í bílnum sem eru ógalvaniseraðir voru massaðir í dag… og er semsagt allt tengt grindinni orðið galvaniserað… Millikassabitinn og innri stífur á demparaturnum… (ekki gafst tími til þess fyrir síðustu stórferð að klára þá)
nýjir gormar fara í í dag, hraðaskynjarinn fyrir skiptinguna verður lagaður, hliðarstífan að framan fær stífari gúmmí og kagginn fær drullusokka á sig…
Framhaldið er rafmagnsvinna og að koma öllum mælum í samt lag.
Segið mér félagar, hvar fær maður falleg bílteppi í hann… til að sníða í skúffuna að aftan og eh meira..
kv
gunnar
03.10.2014 at 08:23 #772059semsagt er fyrsta myndin til vinstri, hliðin á expedtion, og síðasta myndin er húddið.
sömuleiðis er miðju myndin húddið á lancernum og sú til hægri hurðin á honum…
03.10.2014 at 08:21 #772054Jæja þá er það 2 vikna testið, tók myndir af báðum bílum, annar með shield og hinn með Mothers carnuba.
Það ber að nefna að sá sem er með shield er með mjög hátt húdd eða (expedition) og fær ekki ágang af vatni frá næstu bílum á húddið á sér, á móti því að hinn Lancer er með mjög lágt húdd og fær ágang af vatni á sig.
Síðan tók ég hliðarmyndir þar sem báðir lenda í því.
áhugavert.
Ég veit það eru fleiri bónhausra hérna á síðunni !!! 😉 koma svo… vera með
kkv
GunnarViðhengi:
03.10.2014 at 08:16 #772053Það er ágætt að útlendingarnir eru að gera eitthvað að viti þarna úti
spurning reyndar hvernig þessi belti virka ef maður stekkur…..
kv
gunnar
03.10.2014 at 08:14 #772052Ertu búinn að ákveða hvað þú verður með mikið hlutfall í samslátt á móti sundurslagi Rúnar.
Ps. Mjög ánægður með smíðina á þessu
kkv
gunnar
02.10.2014 at 13:15 #772039Sæll Hjalli,
Ef þetta er original í bílnum þá ætti að vera eitt öryggið sem væri farið, eða pungurinn sjálfur… hvar svosum hann gæti nú verið….
En ef ég væri þú myndi ég hringja í t.d. Aukaraf og einfaldlega spurja þá út í hvort þeir viti eh um þetta.. Annars væri sterkur leikur hjá þér að reyna að finna annan svona Hiace og tékka hvort þetta sé í honum… hann er ansi gamall og þetta var svo sannarlega ekki í þeim öllum á þessum tíma.
kv
Gunnar
01.10.2014 at 08:12 #771919Sælllll Þetta svíngengur hjá þér Rúnar. Þú ert greinilega að vinna mikið í þessu
Það er greinilegt að þú ert að koma með okkkur í stórferðina 😉
Ertu að skipta um vél ?…
kkv
Gunnar
27.09.2014 at 20:12 #771862Hmmm jafnvel að setja þau í sprautunarklefa í 40 gráður og fullpumpa þau…
Kv Gunnar
27.09.2014 at 20:06 #771861Já það er þess virði að reyna allavega
Allar ábendingar vel þegnar
Kkv Gunnar
25.09.2014 at 17:10 #771842Jæja, staðfest vikt á gripnum : 1700-1710 kg. aðeins of nálægt tölunni sem ég giskaði á….. eða 1700kg. Þá tómur af eldsneyti.
Jæja…. bévítans nylon dekk…hehehe.. bíllinn stóð hjá mér í sumar á dekkjunum… og viti menn , stærsti flatkanntur dekkjasögunnar er til staðar á dekkjunum og bíllinn breyttist í dýrasta víbrador sögunnar 😉 Nú hellir maður upp á martini í bílnum og hann verður svo sannarlega SHAKEN…. 😉 jæja keyra helvítið vindlaust í nokkra daga
kv
gunnar
22.09.2014 at 09:12 #771804Flottar upplýsingar.
smá update á shield og carnuba.
Shield kom mér á óvart en það perlar mjög vel á bílnum eftir þetta… reyndar líka á carnuba bílnum. Mun koma með fleiri updates eftir lengri tíma um hvort endist betur. Báðir bílarnir eru notaðir hérna innanbæjar í svipuðum keyrslum.
hef prófað ultra gloss og virkar fínt. Hef þó ekki prufað meguiars.. er það ekki frekar nýtilkomið í sölu hér á klakanum.
sérblandaður frá olís… er þessi með sápu í sér eða ekki. og hvernig er að skola hann af ?
sámur 2000, hann klikkar seint.
Koma svo , meiri reynslusögur.
kv
Gunnar
22.09.2014 at 08:54 #771803Flottar myndir og glæsilegt framtak.
kkv
Gunnar
18.09.2014 at 10:46 #771666Óttar,
Þú getur gróflega reiknað með að þyngdarmiðja bílsins sé sirka í miðjum gírkassa frá gólfi. Sé hann ekki hækkaður upp úr öllu valdi. Annars er hægt að reikna það : googlaðu CG height calculator.
kv
Gunnar
-
AuthorReplies