Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.09.2007 at 20:43 #596764
Hmmm….
Nú á ég bíl sem er með aðalljósin, tja… já þau eru nálægt miðju bílsins… Þessi tegund heitir víst Wrangler… wyllis og hvaðeina.
Það er vel yfir 40 cm frá aðalljósunum mínum út í kant hjá mér en ég fæ skoðun þrátt fyrir það.
Eina sem þeir sögðu við mig að nauðsynlegt væri að vera með Parkljós innan við 40 til að losna við þessa breytingu.Ég er semsagt með parkljós á frambrettunum hjá mér og ég fæ ekkert bögg í skoðun út á þetta.
kv
Gunnar
13.09.2007 at 10:44 #596558Sælir,
Ef þú verður með 4 pör af kösturum, þá myndi ég bara fá mér 3 pör af punktljósum því ef þú ert með 6 punktljós þá er algjör óþarfi að vera með dreifiljós…. flöturinn fyrir framan bílinn er ekki það stór.
Síðan já færðu þér 1 par gul þokuljós og þau sjá um að lýsa næst bílnum og punktljósin sjá um restina.
Með ljósin aftan á, þá er best að fá sér bara vinnuljós , svokölluð, þau eru ofurdreifð…
kv
GUnnar
11.09.2007 at 16:13 #596236Sælir,
Og takk fyrir síðustu kaup, kaupfélagsstjóri.Ég spurði nú um þetta síðast þegar þú pantaðir og þá var það ekki til, en kannski hefur eitthvað breyst.
Eru þau til í 3000 kelvin H4 Bi xenon.
Síðast fékk ég 4300 kelvin H4 bi xenon.kv
Gunnar
07.09.2007 at 17:35 #596182Rafgeymarnir í þessum tvinnbílum endast bara ákveðið lengi. Það er takmarkað hvað hægt er að endurhlaða slíka rafgeyma, þeir eyðileggjast smátt og smátt.
Þarmeð þarf að losa sig við rafgeymana og kostnaðurinn við að skipta um allt draslið fer langleiðina í nýjan bíl, og því verður bílunum að öllum líkindum hent eftir þennan ákveðna tíma sem mengar svona svakalega..
Endingin er semsagt mun minni heldur en á venjulegum bíl.Þar eru forsendurnar fyrir þessu sem þeir eru að gefa sér.
kv
Gunnar.
07.09.2007 at 13:14 #596170Þessi Wrangler er mjög eigulegur… úff hvað þetta tæki hlýtur að hreyfast vel…
kv
Gunnar
07.09.2007 at 12:42 #596166Bensín vinnur diesel..
hahah..
V8 Wrangler….
Ég er á umhverfisvænasta bíl landsins…
Hugsiði um umhverfið.. fáið ykkur wrangler.
kv
Gunnar hinn grænips,
Þeir eru sérstaklega að taka inn í reikninginn, mengunin sem er þegar losna þarf við alla rafgeymana sem eru í prius.. þess vegna eru þeir hættulegri umhverfinu heldur en útblásturinn okkar.
07.09.2007 at 12:38 #596200Jæja,
Ég á víst umhverfisvænasta bílinn á Landinu,
Wrangler með nýmóðins 4.7 V8 vél…Ekki vissi ég að jyllands pósturinn hefði tekið minn bíl í úrtakið hjá sér, en svo virðist nú vera þar sem Jeep Wrangler hefur aldrei verið boðinn með V8…..
Koma svo borgarráðsmenn…….. Mig langar í frítt bílastæði… víst að ég vinn…
kv
gunnar hinn umhverfisvæni… 😛
04.09.2007 at 16:53 #595998Því hvort þú vilt halda aksturseiginleikum bílsins.
Ef þú vilt halda þeim, þarftu að breyta stífufestingunum (síkka á unibody eða hækka á hásingu) , ásamt því að setja 2" undir gormana.
En það er örugglega nóg að setja bara 2" undir og klippa síðan bara duglega úr ef þú sættir þig við lala akstursbíl.
kv
gunnar
03.09.2007 at 17:28 #595842Þetta er bara snilldarfaratæki… hehe…
Talandi um overkill…
Jæja… ég held það líði nú ekki langt þangað til einhver hérlendis skellir sér í þetta. Það eru nokkrir komnir á 44".. því ekki 46". Sérstaklega þar sem nýji Wranglerinn JK er töluvert þyngri og lengri heldur en núlifandi bílar.
Þið talið um að frakkar kunni til verka, þeir panta sér kit frá Rock Crawler… sem er amerískt fyrirtæki.. það þarf nú ekki mikið hugvit í að framkvæma þetta. Hásingaskipti og installa kitti sem kemur með leiðbeiningum 😛
Það væri gaman að vita viktina á þessum bíl.
Go Wrangler.. hehe..
kv
Gunnar
27.08.2007 at 20:24 #595396Ef að allar freelander vélar myndu hrynja í kringum 50 þús þá væru þetta lélegar vélar.
Svo er ekki, þessi vél hrinur, þessi vél er þá gölluð.Svona ef menn vilja fara út í þetta nánar.
kv
Gunnar
25.08.2007 at 19:46 #595372Ef að vél hrinur í 47 þús km.. og er ekki eldri en nokkura ára, þá er þetta gölluð vél ef að viðhald hefur verið viðunandi.
Að nokkuð umboð skuli segja að það sé eðlilegt að heddpakkning fari í undir 50 þús km er nátturulega bara viðurkenning á því að vörurnar þeirra eru gallaðar eða svo lélegar að ekki megi bjóða neytendum upp á þetta, hvað svo sem þær heita.
Þetta mál þarf að fara með í neytendasamtökin eða tala við FÍB. Þá fást oft betri viðbrögð við svona málum.
kv
Gunnar
21.08.2007 at 08:33 #595008Er í eftirfarandi röð….
Veikast fyrst.
Dana 44 hd (ál miðja) (30 rillu öxlar) 8.5" kambur og c clip öxlar
Dana 44 (venjuleg, járn)(30 rillu öxlar) 8.5" kambur og semi fljótandi öxlar
Ford 8.8" (8.8" kambur, 31 rillu öxlar, c clip öxlar)
Ford 9" (9" kambur, 31 rillu öxlar(breytanlegt í 40) semi fljótandi öxlar)Svona liggur þetta, Þessi röð segir allt sem segja þarf, Það er mest til af aftermarket hlutum í Ford 9" en hún er einnig ekki liggjandi hér og þar og ekki til í réttri breidd. Dana 44 ál, dana 44 járn og ford 8.8 eru allar til í réttri breidd með réttri gatadeilingu…. ódýrara að mixa þær undir.
Ástæðan fyrir að ég set ál hásinguna efst er útaf c clip öxlunum… ekki álinu. Þessi ál kúla er einnig notuð í corvette og viper… 400hp… bílum. þannig að styrkleikan vantar ekki þar. Í ál hásingunni er lengra á milli lega sem gerir hana sterkari. Einnig er pinjoninn úr dana 60 að mig minnir. En það er ekki hægt að fá 100% lás í hana sem sumir heimta.
Það er sama rör í dana 44 hd og einni wagoneer 44 sem ég á.
kv
Gunnar
20.08.2007 at 15:25 #594998Styrkurinn er nákvæmlega sá sami í báðum þessum hásingum. Nema það að cherokee hásinginn smellur beint undir en breyta þarf breiddinni á scout hásingunum. Þær eru mjórri að mig minnir.
Önnur hásing sem passar beint undir að aftan er Ford 8.8, undan explorer. Sú hásing er með sömu gatadeilingu en er mun sterkari en Dana 44.. bæði er kamburinn á henni 8.8" á móti 8.5", heldur eru rillufjöldinn á öxlunum 31 rilla á Ford en 30 rillur á dana 44.
Önnur hásing er dana 44hd , með álmiðju, undan grand cherokee með 5.2 mótornum. Galli = lægsta hlutfall er 4:56 og bara hægt að fá diskalás í hana. Kostur = 20 kg léttari en venjulega dana44 og kemur original með diskabremsum.
kv
Gunnar
18.08.2007 at 17:50 #594836Þú ert með einhverja týpu af stýrismaskínu væntanlega….
finndu notaðan bíl með slíkri maskínu og rífðu stöngina úr þeim bíl og annaðhvort rífa hjöruliðinn úr henni eða skera stöngina og sjóða hana við nýju stýris stöngina.
Ef þetta er nýr bíll… þá er erfitt annað en að kaupa nýja stöng og mixa þetta þannig.
kv
Gunnar…Ég held þú sért búinn að fara á flesta staði sem selja krossa…
16.08.2007 at 17:00 #594670Þetta er kannski mesta bilting sem orðið hefur í bílaiðnaði síðustu 50 árin… en að öllum líkindum er þetta bara bull.. sry.
En snúum okkur að öðru… hvað er með það að íslendingar þurfa alltaf að borga tvöfalt fyrir allt… þessi "biltinga búnaður" kostar bara 950 dollara úti… tæpan 70 þús kall.. og hérna heima 135 þús… hvaða heilvita maður kaupir þetta bara á netinu og sparar sér nokkra 10 þus kalla… en er auðvitað að henda peningunum hvort eð er…
hérna er [url=http://store.tesla-in-oz.com/hydroassist-fuel-cell-for-gasoline-powered-vehicles.html:b56vhc26][b:b56vhc26]heimasíðan sem býður þetta á 950$[/b:b56vhc26][/url:b56vhc26]
kv Gunnar
14.08.2007 at 20:56 #594590Það er mikill munur þar á milli, sérstaklega fyrir þessa leið. Vegurinn er mjög gljúpur á nokkurra kílómetra kafla og það er nær ómögulegt að hjóla á reiðhjóli sirka 5 km kafla. Vegurinn er semsagt bara gljúpur sandur, og för sem marka veginn.
Það eru 2 vöð á leiðinni, sirka 40 cm djúp, geta verið aðeins dýpri núna útaf rigningum en það er enginn straumur sem vert er að minnast á.
Annars bara góða ferð.
Passaðu þig að fara ekki þarna uppeftir ef spáð er meira ein 20 m á sekúndu í vind… hættulegt sandfok. Sem meðal annars sandblés mótorhjólið mitt þarna uppfrá fyrir nokkrum árum síðan.kv
Gunnar
08.08.2007 at 00:28 #594460Þar ferðu ekki með rétt mál…
np231 max torque 1885
vs np242 of 1486242 er þyngri, en ekki sterkari, 242 er meiri um sig en ekki sterkari.
Ég er með 242, útaf sídrifinu… en ekki útaf styrkleika.
Það er veikleiki í 242, þeim hættir til að tolla ekki í 4wd… man ekki alveg ástæðuna en þetta er þekktur galli í þeim.
Þú getur googlað þetta… np242 vs np231 max torque…
kv
Gunnar
23.05.2007 at 18:59 #591434Það varð til orðrómur í hópi klettaklifrara í USA að ein tegundin af D44…. eða Dana 44 HD sem er með álköggli í miðjunni, sé veikari en stál týpan. Jú auðvitað er ál veikara en járn en það má ekki gleymast að það er mun léttar líka.. sirka 3svar sinnum…
Þessi hásing er meðal annars notuð í viper og corvettu… (400hp) sem segir svosum til um styrk hennar.Þessi hásing viktar 70 kg með bracketum, Dana 35 viktar 80 kg. Dana 44 járn viktar 90 kg…
Gallinn við þessa hásingu er að ekki er hægt að fá 100% lás í hana, einungis Trac lock.. eða diskalás. Lægstu hlutföll í hana er 4:56. Síðan eru C clip öxlar í henni en ekki semi fljótanid.
Ég er búinn að notast við svona álhásingu í 7 ár… aldrei náð að brjóta né skemma neitt á henni… oft lent á steinum með köggulinn.. eina sem gerist er að hann rispast dýpra en járn.. skiptir engu.. köggullinn er sirka 15mm þykkur. Já.. ég er með v8 í húddinu…
Þessar hásingar koma undan Grand Cherokee 1996 – 1998 undan V8 bílum. Eru enn notaðar í 1999 – 2004 bílunum en sú týpa er aðeins breiðari og með semifljótandi öxlum.
Vonandi nýtist þér þetta eitthvað.
kv Gunnar
17.05.2007 at 15:43 #591248Hjólalega…. þegar þær eru mjög slitnar og lítið af koppafeiti eftir.. þá verður veghljóðið alveg óbærilegt…
kv
Gunnar
14.05.2007 at 00:21 #590980Er ekki bara hægt að panta þetta af netinu…. eða er þetta bara framleitt í ching pan nuii héraðinu vestur af austurindía japans landinu.. ??
kv
Gunnar
-
AuthorReplies