Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.10.2007 at 21:08 #600116
#Hve breiðar felgur mælið þið með?
13-15" er normið… 14 er ágætis millivegur.#Hvernig setup á þessu þ.e. eitt eða blanda af einhverju af neðangreindu plús kostir og gallar
1) Valsa felgur
Kostur : lítil sem engin hætta á affelgun né að spóla á felgu, Eykur ummál felgunar til að passa fyrir dekkið. Breytingin sést ekki á felgunum nema með smá dýpri kanti.
Gallar : ummm ég veit ekki um neinn.2) Sjóða kant á felgur
Kostur : minnkar líkur á spóli og affelgun (umdeilanlegt) hugsanlega ódýrasta leiðin, veit reyndar ekki alveg hvað það kostar.
Gallar : Minnkar ummálið á felgunni3) Líma með kítti
Kostur… ok þetta er ódýrast, en virkar líka minnst.
Gallar, virkar minnst…4) BeadLock
Kostir : engin hætta á að spóla né affelga,
Gallar : Versti staðurinn til að þyngja bifreið (fjaðrandi vigt), mjög mjög dýrt að mér finnst.Jæja ég nota allvega völsun, hef aldrei affelgað, hæstánægður með útkomuna.
[url=http://www.gjjarn.com:2avr0lmd][b:2avr0lmd]Hérna geturðu lesið um völsun á felgum og hvað slíkt kostar, Guðmundur heitir maðurinn sem gerir þetta.[/b:2avr0lmd][/url:2avr0lmd]
kv
Gunnar Ingi
16.10.2007 at 08:17 #581358Sæll Benni,
Ég er með svona H4 bi xenon frá þér, 4300 kelvin, er hægt að fá perur í dag sem eru 3000 kelvin, eða gular sem eru H4 og bi xenon.
Með góðri kveðju
Gunnar Ingi
10.10.2007 at 20:46 #599532Hafa alltaf verið þekktir fyrir að vera ofur stífir…. ég myndi af minni reynslu ekki mæla með þeim undir neinn jeppa… nema þú fílir hast.. og síðan HASTARA…
Pabbi var með svona undir Cherokee XJ, og síðan Dodge Ram með camper… Með camperinn sem vigtaði 1.2 tonn.. þá voru dempararnir settir í 50% stífleika og það þótti mjög stíft. Þessir demparar entust í 2-3 ár… síðan fóru þeir allir að leka. Cherokee varð hastari en hestur….
Annað, þú skalt versla dempara sem eru hannaðir fyrir gorma en ekki flatjárns bíla.. líkt og YJ wrangler. Frekar fyrir TJ … Demparar sem menn mæla með eru, bilstein, koni, sachs, old man emu.
Með amounts raised… Þar ertu bara að fá upplýsingar um fyrir hvað mikið lyftan jeppa er um að ræða. Þú þarft eiginlega að ákveða hvað mikið travel þú vilt undir bílinn.. t.d. er original Travel í ZJ grand cherokee dempara að aftan sirka 23 cm að mig minnir… ef þú tekur dempara fyrir þann bíl sem er með 2" lift, þá ertu með sirka 28 cm travel.
Ef ég væri þú þá myndi ég taka dempara fyrir TJ wrangler, model 97 til 06, þeir eru sirka 1650 kg (svipað og hilux) og með gormum að framan og aftan. Og taka þá dempara fyrir lift sirka 2 – 3 tommur.
kv
Gunnar sem hefur um flest að segja
10.10.2007 at 18:39 #598856Ég vinn hjá Efnissölu, Málmtækni hf, við eigum svona plötur til, reyndar bar í einum lit, hvítum Ral 9010) svona þunnt allavega. Þ.e.a.s. 1.2mm á þykkt. Síðan erum við með beygjuvél sem menn mega leigja.
En einn félagi minn á Rubicon kom með þessa hugmynd fyrst, Davíð Sig, hann er með svona á Rubicon, hann beyglaði þá til fyrst. Síðan lét hann sprauta þá rauða.
Ég gerði þetta þannig að ég beyglaði skúffu sem var sirka 5 cm á breidd og 3-4 cm kantar lengdin var bara rúmlega kanturinn lengd, síðan skar ég kantana (kantana á skúffunni) niður í 5-7mm þar sem brettakanturinn er í beygju til að geta sveigt þetta eftir brettakantinum. Þetta er smá föndur, en spurning hvort að hægt sé að fá tilbúna fiberglass breikkanir, ég held það… en ég veit ekki alveg hvað svoleiðis kostar, né hvað plata kostar hjá okkur, síðan er einhver leiga á vélum. Við tökum ekki að okkur beygjuverkefni en vélarnar eru á staðnum fyrir menn að leigja. Best væri ef þú þekktir einhvern sem kann á þetta dótarí
Ég var sirka helgi að redda þessu.. en það er með dútleríi… og síðan hefur mar bara svo helvíti gaman af þessu.. afsakið orðbragðið. Ég veit að vinnan sem fer í þetta svarar örugglega aldrei kostnaði miðað við að fá þetta tilbúið, en mér fannst þetta sniðugt
kv Gunni dútlari
09.10.2007 at 19:16 #598852Það sjálfur..
Ég gerði það úr hvítlituðu áli.. mjög hentugt fyrir mig… þar sem bíllinn var hvítur líka..
Ég beygði bara skúffu, sem var 5cm í botninn og 3cm á kanta… og setti það á milli.Þ.e.a.s. breikkaði út 35" kanta í það að covera 38".
kv
Gunnarfleiri myndir í myndaalbúmi.. [img:fzyqzrc3]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5678/45288.jpg[/img:fzyqzrc3]
06.10.2007 at 09:34 #598760Já hann keypti sér sett frá Old man emu, þ.e.a.s. gormasett fyrir TJ wrangler með 2" lift. Hann er mjög hrifinn af því setupi… Líka þar færðu gorma og dempara sem eru hannaðir til að vera saman.
kv
Gunnar
06.10.2007 at 09:31 #598758Ég keypti mér… augljóslega fyrir mistök hehe, land rover blað eitt sinn. Og þar fann ég gæja í bretlandi sem voru að smíða landrover stífur sem voru sirka helmingi léttari en þær original en þó jafn sterkar…
ég man ekkert hvað þetta hét, en þetta var bara auglýsing aftast í svona land rover blaði..
Annars er ég með heimasmíðaða landrover stífur úr ryðfríum rörum… og síðan bróðir minn með stífur úr áli.. helvíti flottar, smíðaðar af GJ. Járnsmíði..
Hérna eru myndir þegar hann var að smíða sinn YJ scrambler… og fleiri í myndaalbúmin hans Bjartmar.[img:2z1a3f3e]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4002/28431.jpg[/img:2z1a3f3e]
En menn eru mismunandi veikir fyrir vikt. Ál, ryðfrítt , járn eða steypt original.
kv
Gunnar
05.10.2007 at 17:43 #598752Ég er að nota gorma undan WJ Grand Cherokee (2001) að framan hjá mér og sömuleiðis gas demparana fyrir þann bíl. Ég er að með sömu vél en þó aðeins léttari bíl, en þetta kemur vel út.
að aftan er ég að nota gorma úr Lödu sport… hehe.. rússneskt eðalstál. Þeir eru mjúkir og góðir, en bera þó nóg fyrir langar ferðir. Dempara að aftan er ég að nota Bilstein sem eru ætlaðir fyrir TJ wranglerinn.
Virkar vel fyrir mig.
Annars var ég að heyra af félaga mínum sem keypti sér coil over King shocks. dempara með gormi frá Parti, þeir eru að svínvirka en kosta frá 80 þús stk…
kv
Gunnar Wrangler 90 módel, vikt sirka 1600 kg.
04.10.2007 at 20:43 #598686nei…
jú hann dregur kannski heitara loft inn frá vélarhúsinu…. þ.e.a..s ef að það hefur verið pípa sem lá í brettið eða fyrir framan vatnskassa.. en annars… nei.
04.10.2007 at 20:39 #598712Því hvort þú tekur þetta með flugi eða skipi, væntanlega flugi.
Þá fer það eftir því hvort þú notaðir hraðþjónustu eða venjulega air parcel post.
Hraðþjónusta = 5 dagar… sirka venjuleg air parcel, vika til 12 dagar…
Bara reynsla frá mér, búinn að panta sirka 15 hluti frá ýmsum stöðum í usa undanfarna 3 mánuði… en reyndar allt smáhluti.
Þú færð sent bréf heim frá póstinum um að þú eigir tollskyldan varning sem bíður eftir þér. Ekki fylgja leiðbeiningunum þar nema þú nennir að bíða í nokkra daga í viðbót. Heldur farðu með reikninginn þinn frá paypal og síðan staðfestingu um að þú hafir keypt þetta af aðilanum niður í Stórhöfða, Pósthúsið þar. Þar læturðu yndislegu stelpurnar þar hafa þetta og þú færð þetta á 10 mín.
kv
Gunnar
03.10.2007 at 08:17 #598644Svissaðu 3svar sinnum on og off á svissinum og kíktu síðan þar sem kílómetramælirinn er og sjáðu hvort það koma einhverjir kóðar upp… t.d. P0970 eða eitthvað álíka.. ef svo er þá er eitthvað að bílnum. Það er örugglega hægt að googla Fault codes Grand Cherokee
þú byrjar með svissinn í on, stöðu að mig minnir.
kv
Gunnar.
03.10.2007 at 08:14 #598642Þessi hvinur er að öllum líkindum í viftunni framan á vélinni… kúplingin er líklegast bara föst og þar með heyrist alltaf þessi hvinur og síðan reynir á vélina að snúa viftunni alltaf 100%… tékkaðu á því með því að snúa henni aðeins, á ekki að vera mjög stíft.
kv
Gunnar
25.09.2007 at 21:54 #597950Passaðu þig bara að kantarnir séu ofur vel þrifnir… og helst kítta þetta á.. allavega með..
Ég setti undir minn… frá bílasmiðnum. Það tolldi í 2 mán… 80% er farið af honum.
örugglega útaf ég þreif ekki nóg vel.. og kíttaði ekki með.
kv
Gunni hinn óþrifamaður
24.09.2007 at 19:01 #597740Hreinsaði til á heimasvæðinu, Henti út 3 myndum af dekkjum.
Alveg sammála með þessar smáauglýsingar. Ef maður setur inn auglýsingu þá er hún farinn af aðalsíðunni eftir sirka 5 mín… svo mikill er ágangurinn hérna í þetta.
Ég spyr, er leyfilegt fyrir 4×4 félaga að auglýsa hvað sem er á þessum vef, eða einungis hluti sem tengjast þessum vef ? Eða jeppamennsku.
kv
Gunnar hinn forvitni
24.09.2007 at 08:16 #597652Smá innput í viðbót,
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/gormgr/gormindex.htm:2x3kywhz][b:2x3kywhz]Hérna geturðu lesið allt um fjöðrun og þvíeinlíkt… og fullt af öðru sem tengist smíði á fjallajeppa. [/b:2x3kywhz][/url:2x3kywhz]
Þetta er skrifað af honum Gumma í GJ Járnsmíði.
Hann er ansi fróður um svona hluti.kv
Gunnar
23.09.2007 at 12:01 #597630Það eru margir með Bronco stífur að aftan sem eru bara mestu mistök sem þú gerir í fjöðrunarsmíði, þ.e.a.s. ef þú ætlar að drífa eitthvað. Jú þetta er mjög þægileg og einföld lausn að setja þetta undir að aftan en bíllinn á eftir að hlamma sér alltaf á rassgatið þegar þú setur í rörið og færa þyngdina alla á afturhásinguna þegar þú ert að fara upp brekku og þarmeð ekki drífa upp brekkuna.
Að framan er þetta snilld, bíllinn reynir að ýta hásingunni niður þegar þú gefur í ,og þarmeð grípur bíllinn mun betur að framan en ella.
Enda sérðu að bílaframleiðendur setja þessa fjöðrun einungis að framan í jeppum, Jú að undanskildum einum jeppa Jimmy.
Með four link (venjulega notuð A stífa að ofan og síðan 2 að neðan). Þú ert örugglega að meina 5 link.. þar sem tvær stífur eru að neðan og tvær að ofan, síðan er ein hliðarstífa semsagt 5 stífur eða 5 link.
5 Link og 4 link kerfin eru oftast smíðuð stillanleg, það er mun mikilvægara að öll mál séu rétt í þeirri smíði, nema að hafa nokkur stilligöt til að geta stillt hvort að bíllinn eigi að pressa sig saman eða sundur þegar þú gefur í.
Passaðu þig ef þú ætlar að smíða 4 link með A-stífu að ofan, Þá verða neðri stífurnar að vera alveg láréttar þegar bíllinn stendur, og helst hafa þær soldið langar. Ástæðan fyrir þessu er að ef þær halla, þá mun bíllinn alltaf beygja þegar þú gefur í og bremsar…. mjög leiðinlegt vandamál.
Besta setupið , hef ég heyrt, að sé patrol stífur, range rover, eða lc stífur að framan og síðan 5 link eða 4 link að aftan. Og stilla afturfjöðrunina þannig að bíllinn pressi sig örlítið í sundur að aftan þegar gefið er í.
En þetta er nú bara það sem ég hef heyrt frá reyndum gæjum í gegnum tíðina.
Gangi þér vel.
kv
Gunnar
22.09.2007 at 20:20 #597618Er þaggi bara sirka 10 vírar, aðalljós, stefnuljós, afturljós og síðan inniljós…
neinei..
jú jú ég er með síðuna.
[url=http://www.jeep4x4center.com/jeep-cj5/wiring-harness.htm:28ap2ar0][b:28ap2ar0]1955-1986 CJ5,7 & 8[/b:28ap2ar0][/url:28ap2ar0]
Ef þig vantar eitthvað svona þá er ekkert mál að finna það á [url=http://www.google.com:28ap2ar0][b:28ap2ar0]Google[/b:28ap2ar0][/url:28ap2ar0] ég skrifaði bara CJ5 Wiring
og þessi síða poppaði beint upp.
kv
Gunnar
Jeep maður mikill
21.09.2007 at 11:14 #597440Það er nú þannig í dag Magnús að flest allar dekkjategundir í dag eru farnar að spóla í óbreyttum felgum… Þannig er nú bara staðan á því í dag.
Nema kannski gamli mödder og GH. Eiginlega allar hinar tegundirnar eru farnar að spóla í felgum. Allavega er skrifað um þær flestar þannig hér á vefnum að þetta spóli allt meira og minna.
En það er aftur á móti allt annað mál með affelganir, ég er sjálfur með GH og er með valsaðar felgur bara til þess að vera nokkuð öruggur á því að affelga ekki. Verðið á þessu finnst mér vera lítið miðað við vesenið í kringum það að affelga í t.d. krapadrullu.
Guðmundur í GJ Járnsmíði er algjör snillingur í þessum málum og mér finnst ég vera öruggari á fjöllum með valsaðar felgur frekar en ekki.
kv
Gunni Vals
21.09.2007 at 08:14 #597434Sælir
Ég tók nú á svona dekki um daginn og það var mjög mjúkt í handgripum.. allavega mýkra heldur en nýr mödder.
Varðandi snúninginn á felgunum, þá er hægt að losna við hann mjög auðveldlega. Láta valsa felgurnar og þá minnkar hættan á affelgun líka mjög mjög mikið og dekkin hætta alveg að snúast.
Upplýsingar
[url=http://www.gjjarn.com:2if2q7ru][b:2if2q7ru]G.J. Járnsmíði[/b:2if2q7ru][/url:2if2q7ru]kv
Gunnar
19.09.2007 at 10:42 #597394Þetta er nátturulega ekki rétt….
Að samsvarandi bíll og þetta eyði 10l á hundraði , Honda Accord 2.0 eyðir 10 l á hundraði sem er verið að líkja við rafmagnsbíl sem er á stærð við túnfiskdollu. (eins gott að félaginn sé ekki andfúll við hliðina)
Þarna er verið að bera saman epli og appelsínur.
ég veit ekki til þess að svona lítill bíll sé framleiddur með bensín, né díselvél. Svipaður bíll með svo litla vél að hann nái einungis 80 kmh væri ekki að eyða meira en 4-5 lítrum á hundraði..
Hvað er eyðsla á skellinöðru miðað við þennan rafmagnsbíl.
kv
Gunnar
-
AuthorReplies