Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.10.2007 at 22:59 #601360
Jæja var að skoða superchips… og það er mjög auðvelt að auka við aflið í báðum þessum vélum, 2.8 og 3.0.
2.8 vélin
Jeep Wrangler
2007 onwards
Engine type : Turbo-Diesel
Engine size : 2776 cm3
Cylinders : 4Original bhp : 172
BHP increase : 40 = 212 bhp
NM gain : 80
Lb/Ft gain : 59Price* : £599.00
Og síðan fer 3.0 mótorinn úr 218 bhp í 259 bhp… mælt í dyno bekk.
Þetta gæti orðið skemmtilegt.
Já og með vm motori og síðan Benz, Í superchips eru þessar vélar sú sama, og vélin í Grandinum á að vera nákvæmlega sú sama.
kv
Gunnar
31.10.2007 at 22:38 #601632Ég gleymdi mér alveg í bullinu… og gleymdi að segja þér frá skiptingunni.
Þessi skipting er fín, en faðir minn setti hitamæli á hana til að fylgjast með henni, ef þær ofhitna þá fer allt í klessu… líkt og með aðrar skiptingar.
Þessi skipting átti það til að hitna stundum en það var bara undir miklu álagi… í langan tíma… en ef maður fylgdist bara með hitamælinum af og til á fjöllum var þetta ekki vandamál sem vert var að tala um.
k kv
Gunnar. Ingi.Já snillingurinn hann Guðmundur Jónsson, hjá G.J. Járnsmíði breytti þessum bíl. Snilldarbreyting, lág þyngdarmiðja og svaka flottur á velli.
31.10.2007 at 22:35 #601630Skondið að þú skulir spurja að þessari árgerð og týpu og þessari dekkjastærð og þessari breidd á felgu….
Faðir minn átti nefninlega nákvæmlega svona bíl á þetta stórum dekkjum og svona breiðum felgum.
Hann átti dodge Ram 1500 95" með 18" sérpöntuðum Weld racing ál felgum á 44" dekkjum.
Framhásingin er Dana 44 og Afturhásingin er Chrysler 9 1/4". Framhásingin var talin ónothæf af mörgum hrottum og fannst hún ekki duga. Faðir minn notaði þennan bíl á fjöllum í 8 ár og jú, ég náði einu sinni að brjóta kross í framhásingunni. En því var reddað og settir öxlar með sverari björgum utan um krossana. Þetta reddaði því vandamáli. Annað er að menn hafa verið að beygja þessar hásingar, en ef þú virðir faratækið þitt og gerir ekki neinar rósir þá endist þetta bara og endist.
Eina viðhaldið við framhásinguna er að það þurfti að skipta um framhjólalegur einu sinni á þessu tímabili og síðan spindilkúlu 2svar að mig minnir.
Hásingin var aðeins styrkt út við endana, þ.e.a.s. sett styrking frá gormastatífinu út í … ahh hvað heitir þetta dótari þar sem spindlarnir eru.. hihi ég og tæknimál, allavega var hún aðeins styrkt til að höndla þetta betur.
Í framhásingunni var hann með 4:56 hlutföll og ARB lás, var oftast ekki læstur vegna þeirrar vitneskju að framhásingin var jú bara dana44.
Hérna er ein mynd af tryllitækinu hehe..
+ [img:ciq3nq8v]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5697/45601.jpg[/img:ciq3nq8v]
jæja nóg í bili… spurðu bara ef þú viilt vita eh meira.
kv
Gunnar
31.10.2007 at 18:48 #601478Jú þetta á allt að vera meðfylgjandi, því allt verður þetta að vera til að þetta virki.
Þetta er ekki eins og arb platið.. hihi.. vá hvað ég er sár út í arb… nei nei fínn lás bara of dýr og of margir hlutir sem geta bilað fyrir minn smekk
k kv
Gunnar
31.10.2007 at 10:31 #601468Þetta fæst nú varla hér á landi, nema láta Bílabúð benna eða eh panta það fyrir sig.
Verðmunurinn er sirka 100 – 200 $ ódýrara en ARB lás.
Síðan er ég nú ekki mjög hrifin af arb lásum sérstaklega vegna þess að allar þessar pínkulitlu og veiku loftslöngur eiga það til að gata sig…..
Hérna heima kostar ARB lás einhvern 110 þús kall hjá Arctic…….. fáranlegt, kostar úti 730$ sem er sirka 45 þús kall…. Talandi um okur hjá okkur hérna heima.
Mig minnir að electrac lásinn hafi kostað 600$ og síðan ected á 600 líka. Það þarf engan annan búnað heldur en þessir lásar koma með. Í arb þarftu loftdælu.
Annars er ARB lásinn töluvert betri í hálku skylirðum heldur en þessir sambyggðir lásar þar sem þeir eru alltaf eitthvað læstir.
Ég held electrac lásinn sé til hjá þessum
[url=http://reiderracing.com/electrac.htm:1ondzdrh][b:1ondzdrh]Reider Racing[/b:1ondzdrh][/url:1ondzdrh]Ected lásinn fæst í mjög mörgum búðum úti… bara googla auburn ected og þú færð fullt af búðum.
Einnig hægt að fá þetta á ebay.
kv
Gunnar
30.10.2007 at 20:48 #601464Hvað ertu að pæla í, hvort að ísetningin sé eitthvað erfið eða þá bara hvernig þeir reynast í notkun.
Einn félagi minn , Jói, er með svona electrac í Dana44 afturhásingunni sinni og hann er mjög ánægður með hann. Hann læsir honum reyndar ekki mjög oft því að torsen lásinn er í raun betri til hins venjulega fjallaakstur en þó læsir hann honum til að redda sér úr festum.
Ég var sjálfur að pæla í Ected lásnum, en ég er eiginlega hættur við hann útaf því að ég ætla að nota þetta að framan hjá mér og er ekki ánægður með að fá diskalás í framhásinguna vegna þess að akstur í hálku mun ekkert batna, miðað við núverandi ástand (soðið). Frekar fæ ég mer truetrac.
Það er hætt að framleiða electrac, samkvæmt einhverju sem ég las síðasta sumar, þannig að það er um að gera að næla sér í svoleiðis lás áður en þeir verða uppseldir.
Ected á að vera mjög góður og læsa alveg 100%, ég væri til í svoleiðis lás að aftan hjá mér :). Þú getur lesið allt um hann hérna
[url=http://Eaton%20Ected%20locker:2pq2kcq0][b:2pq2kcq0]www.4x4rockshop.com/scripts/prodView.asp?idproduct=11615)[/b:2pq2kcq0][/url:2pq2kcq0]
Eitt enn, það þarf víst að vanda sig mjög við ísetningu á electrac lásnum til að þetta fúnkeri vel… menn í USA hafa verið í vandræðum að fá hann til að læsast en það var vegna lélegrar uppsetningar í flest öllum tilfellum.
Vona þetta hjálpi þér eitthvað.
kv
Gunnar
27.10.2007 at 00:38 #600922Að taka inn í þyngdargjald og svo úrvinnslugjald. Samtals nema þessi gjöld 35 kr. á hvert kíló af hjólbarða.
Sirka 6 – 7 þús á ganginn 46" (miðað við að dekkið sé 50 kg).
kv
Gunnaruss.. mar er bara í litlu litlu deildinni. 38 – 41"
26.10.2007 at 17:39 #581410Bara svona að endurpósta það sem stendur hérna fyrir ofan með verðið. Spara smá vinnuna fyrir Benna innkaupastjóra 😉
Verð
11. október 2007 – 21:40 | Benedikt Sigurgeirsson, 1225 póstarJá þessi kitt eru dýrari en hin enda eiga þau að endast helmingi lengur og mun betri þó hinir spennarnir hafi reinst vel. Verð á nýja settinu er kr. 23.700,- (búðarverð verður 49.900,-) vilji menn "Gamla" settið þá er það á í dag 13.800,- og ekkert mál að fá það (sama verksmiðja)
Þeir sem vilja uppfæra í nýju spennana borga hinsvegar 12.800,- þar sem þeir úti hafa áhuga á að gera eitthvað fyrir okkur þá sérstaklega þar sem þeir vissu af því að það voru að koma truflanir í einstaka bílum. nýju spennarnir passa beint á "gömlu" lagnirnar og perurnar. Já það er xenon í bæði háa og lága (ekki halogen fyrir háa…)
26.10.2007 at 09:44 #581404Sæll Benedikt.
Ég var búinn að senda þér póst um daginn, og bað þig um að taka eitt sett af H4 3000kelvin perur. Bara að tékka hvort það hafi ekki örugglega skilað sér til þín. Eða viltu að ég hringi í þig ?
Frábært framtak hérna hjá þér.
k kv
Gunnar Ingi
6900261
25.10.2007 at 10:23 #600784Já ég hefði kannski átt að einfalda textann fyrir suma…
Þetta eru það langir bílar að eina sem lengri bíllinn hefur umfram þann stutta er meiri þyngd.
Síðan til að einfalda hlutina enn meira.
Gallarnir við stuttan bíl :
Það virðist ekki skipta menn sem eiga svona stóra trukka hvort þeir vikti 4 eða 4.1 tonn. Sem má kalla kaldhæðni í skilningi flestra
kv
Gunnar
24.10.2007 at 23:49 #600774Þú drífur ekkert meira á því að vera á lengri bíl, heldur batna aksturseiginleikarnir frekar. Semsagt minna hopp og skopp í bílnum. Frekar drífurðu minna þar sem lengri bíll viktar meira.
Lengri bíll
Kostir: Minna hopp og skopp, meira pláss á pallinum.
Gallar: Þyngri = drífur minnaStyttri bíll
Kostir, lítið um hopp og skopp, Faðir minn átti dodge ram 1500 95 módel, á 44" með stuttum palli og extra cap. Hann var eins og amerískt teppi á fjöllum, fór þvílikt vel með mann.
Gallar: léttari, svona trukkar verða að vikta eitthvað svo þeir teljist vera alvöru trukkar.kv
Gunnar á hinum stutta stutta bíl.
23.10.2007 at 00:09 #547018Hlýtur að þýða síðasta vor þar sem lítið um snjóinn er að finna ennþá..
en hérna (mars 07) náði pínulítil lækjarspræna að tækla bílinn minn í nefið.. 😉
[img:3hb3rbb5]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5305/40584.jpg[/img:3hb3rbb5]kv
Gunnar
22.10.2007 at 21:04 #600716Afturhásingar..
jú framh eru mun þyngri..
kv
gunnar
22.10.2007 at 19:08 #600712Sælir
Ég viktaði nokkrar núna um daginn… nokkur ár síðna.. jæja.Dana 35c 80 kg
Dana 44 90 -100 kg fer eftir bíl, CJ – TJ.
Dana 44 ál, 70 kgÞetta eru hásingar með bremsubúnaði, tilbúnar.
kv
Gunnar
22.10.2007 at 19:02 #600642Sælir,
Það sem hljóðeinangrar er massi, semsagt því þyngri og þykkari sem einangrunin er því betri hljóðeinangrun.
Fyrsta lag sem á að setja er tjörupappi, hægt að kaupa í byko, húsasmiðjunni, svona á rúllu, þetta er semsagt tjörupappi með álfilmu öðru meginn og tjöru lími hinum meginn. Þetta dótarí límist mjög vel á boddy (þetta hjá bílasmiðnum hefur hrunið af hjá mér á Lóðréttum stöðum) því meira því betra, en því meira því þyngra.. hehe.
Næsta lag væri einangrunin sjálf, semsagt einhver þykk og þétt motta (þyngri því betri) sem legðist ofan á tjörupappan.
Efsta lag, teppi, helst þykkt, eða mjög þétt.
Síðan bara gólfmottur.
Varðandi leka og svoleiðis, þá á ég nú það næsta við landrover, Wrangler, en það lekur nú alltaf eitthvað inn og gólfin oftast blaut, ég gafst upp a öðru laginu í bílnum mínum og nota bara tjörupappa og teppi. Það virkar lala en maður verður nú bara að átti sig á því að maður er á tryllitæki sem öskrar nú ágætlega útaf vélinni einni og hvin í dekkjum.
Jæja gangi þér vel.
kv
Gunnar
22.10.2007 at 11:46 #600612Menn hafa nú í flestum tilfellum bara sett spacera eða hækkað upp gormafestingarnar. Þar sem gormarnir eru hæfilega stífir og hafa þokkalega langa fjöðrun original.
En old man emu gormarnir eru góðir og hafa reynst mörgum vel.
Þú getur líka fengið gorma frá nærri því öllum þessum USA hækkunar fyrirtækjum en þú mátt búast við í nær öllum tilfellum að gormarnir séu stífari en original, sumir vilja það ekki.
kv
Gunnar
20.10.2007 at 22:30 #600532Þú talar um að smíða léttan bíl en byrjar á að setja þungar hásingar, grind og síðan 44" dekk.
Hvað ertu að hugsa um í þyngd, að ætla að nota flest allt úr patrol nema boddýið og setja bara annað boddy á er ekki mikil léttun í gangi. Þá borgar sig frekar bara að notast við patrol ef út í það er farið.Léttur bíll, 1500 til 1700 kg bíll þarf ekki meira en 38 – 41" dekk. Með 8 cylendra ertu óstöðvandi á svoleiðis græju.
Bróðir (bjartmar) minn smíðaði sér léttan bíl, 1550 kg og 300hp+ lengri á milli hjóla en patrol og innrarými á við patrol líka, en hérna er hann [img:2h50t8w6]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4002/29764.jpg[/img:2h50t8w6]
Hann er að notast við 39.5 í dag en langar á 41" irok, bara til að ultra delluna aðeins meira.
Hásingarnar eru 9" ford að aftan, Dana30 með 44 krossum að framan. Np 231 millikassi(léttur og sterkur) síðan 4 gíra ál kassi úr einhverjum Af CJ bílunum, man ekki alveg hverjum.
allt boddyið er úr fiber plasti og engu til sparað í græjuna.
Þessi græja fer nátturulega langt yfir 1 milljón en þessi græja var smíðuð alveg frá grunni og átti að vera léttur bíll sem getur tekið 4 fullorðna ef þess er óskað. Hann eyðir ekki miklu hann er svo léttur og vélin háþróuð. V8 SVT cobra mótor, 4.6 lítra allur úr áli, 32ventla.
En síðan er nátturlega hægt að fara aðra leið og pant sér bara einn svona (Davíð Sig. á þennan) af ebay og setja eitt lift kit og þá ertu kominn með duglegan fjallabíl sem er ekki svo þungur 1700 kg , Dana 44 framan og aftan, 4.1 millikassi, læsingar framan og aftan. Eina sem vantar eru fleiri hross í húddið 190 hp..
[img:2h50t8w6]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5378/41634.jpg[/img:2h50t8w6]Jæja nóg blaður í mér um wrangler… annars gangi þér vel og alltaf gaman að heyra af mönnum sem hafa gaman af því að smíða skemmtilega og flotta bíla.
kv
GunniEITT ENN..
Hver á geðveikasta Wranglerinn á Íslandi ???????????????????????Nýr Jeep Wrangler 4 Dyra 37" breyttur enn.. með 6.1 liter HEMI 430 hp……. SHIT.. það er græja.. Hann hefur sést hérna í bænum……
Fáður þér bara einn svoleiðis, Það er einn alveg eins á ebaymotors.com þar til sölu.
17.10.2007 at 12:55 #600182Já þetta hefur samkeppnisstofnun aldrei litið á svo að ég viti. Þetta er nátturulega bara einokun og því miður er mjög erfitt að ætla að fara keppa við þennan risa.
Það eina sem myndi ske væri að einhver aðili myndi koma á markaðinn og þeir myndu lækka verðið þangað til það færi á hausinn og halda síðan áfram.
Allavega myndi ég gera það þannig… 😉
En það þarf mjög fjársterkan aðila og með mikla þekkingu til að fara út í svona viðskipti. Helst væri að laða að einhverja útlendinga og fá þá til að koma hingað inn.
kv
Gunnar
17.10.2007 at 12:40 #600134Já ég er með GH og valsaðar felgur, þetta small á í 30 psi.
Þannig að þetta er kannski ekki algjörlega spurning um hvort dekkin séu rétt… einnig felgurnar. Það eru ekki allar felgur jafngóðar, sumar eru með háum kanti aðrar ekki. Þær eru misstórar líka.
Það sem völsunin gerir er að eyða þeim mismun sem felga og dekk hafa, og því verður útkoman dekk sem smellpassar á felguna.
Mér heyrist nú á öllum hér sem hafa prufað MTZ dekkin að þau slái nú út möddernum í drifgetu, og auðvitað er það útaf því að þau eru töluvert hærri og breiðari… segir sér sjálft og ekki má gleyma að þau eru mjúk.
Mödderinn og GH.. hinsvegar henta betur undir léttar bifreiðar.
kv
Gunnar
17.10.2007 at 09:34 #600122Einu dekkin sem standast mál í dag eru GH og Mudder semsagt einu dekkin sem kallast gömul í dag…. hin öll… já öll.. eru rúm á felgum.
Þannig að við þurfum nú ekkert að vera ofurgáfaðir til að sjá hvert þetta stefnir í framtíðinni.
kv
Gunnar
-
AuthorReplies