Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.12.2007 at 21:33 #601888
Er nóg fyrir þessi dekk, alveg eins og 10" er nóg fyrir 35×12.5 R15 ..
Breiddin eru trúarbrögð. Ég notaði lengi vel 11" breiðar felgur undir 38" cepek , breytti yfir í 13" og drifgetan jókst ekki neitt. Þó svo að bíllinn looki miklu betur núna á 13".
12" þá lookar dekki breiðara jú, en drifgetan mun ekkert aukast svo um muni.
Dekkið er hannað fyrir 8 – 10" breiðar felgur ef mig minnir rétt…kv
Gunnar
03.12.2007 at 18:59 #601882Nóg,
Super swamper, tsl, 36×12.5 r15 Dugði mjög vel undir Wrangler, Líka verður að athuga að 12.5" breitt dekk tekur mun minna afl frá vélinni á móti 14.5" breiðu dekki sem gefur bílum oft meiri drifgetu ( kraftur ).Þetta er mjög góð lausn við að fara ekki í breyðari kanta.
Breiddin á felgunum er frá 10" upp í 12". Ég notaði 11" breyðar felgur á sínum tíma.
kv
Gunnar
02.12.2007 at 18:44 #605248Svona kúplingar eru alltaf stífar þegar kalt er úti og eru á fullu spani fyrstu mínuturnar þegar startað er bílnum…. síðan velgist hún og losnar á henni… þangað til allt fer að hitna og þá festist hún aftur…
eina leiðin til að losna við þetta er að rífa kúplingu og viftu af og setja rafmagnsviftu með tilheyrandi hitaelementi.
kv
Gunni með kúplingsviftu… hvííííín þegar kalt er úti í smástund….
27.11.2007 at 22:10 #604868Jæja ég alltaf að rugla öllu saman.. allavega er ekki ráðlegt að setja Aisin Ax-5 kassa aftan á 6 cyl vél… hann þolir það illa.
The AX5 is prevalent, but sadly it’s strength is minimal, making it a questionable off-road transmission. Failures behind even stock engines are not uncommon. We do not make any conversions components available to retain the AX5 with six or eight cylinder engines.
[url=http://novak-adapt.com/knowledge/ax5.htm:c6fttqjn][b:c6fttqjn]Hérna geturðu lesið allt um þennan kassa og séð upplýsingar frá fagmönnum um hvort eigi að nota svona kassa undir eitthvað stærra en 4 cyl. [/b:c6fttqjn][/url:c6fttqjn]
kv
Gunnar
27.11.2007 at 21:55 #604866Því hvaða gírkassi er á Cherokeeinum..
Það er Ax5 gírkassi á 2.5 wrangler 90 módelið sem er með 21 rillu öxli,
Hérna eru aðrir gírkassar sem eru á þessum bílum og segir hvaða rillufjöldi er og síðan hvort að það sé langur eða stuttur stútur úr millikassanum.
TF904 = 23 Spline Flush
TF999 = 23 Spline Flush
NV3550 = 23 Spline Flush
AX15 = 23 Spline Long
AX4 = 21 Spline Flush
(Pre 97) AX5 = 21 Spline Flush
Peugeot = 21 Spline Long
(97+) AX5 = 21 Spline LongLíklegast þarftu að skipta um stútinn.
kv
Gunnar
19.11.2007 at 20:05 #604016Sæll Tómas,
Já það eru ýmis trúarbrögð með allskonar lása.
Nokkur atriði.
100% lás virkar best þegar ekið er beint áfram, ekki þegar þarf að beygja, þá fer annað hjólið að snúast hraðar en hitt og þarmeð minni drifgeta.
Torsen lásar eru mjög vinsælir (TrueTrac) því þeir læsast aðeins þegar þörf er á og þú drífur því betur þegar þú þarft að beygja og keyra beint áfram.
Gallinn við þá er að þegar annað hjólið er á lofti þá virka þeir ekki, en til að losna við það, þá tiplarðu aðeins á bremsuna og þá læsist torsen lásinn og þá ertu kominn með 100% lás, Virkar þó aðeins á sjálfskiptum bílum þar sem hægt er að stíga á bremsuna jafnt sem gjöfina.Jæja ég er bara að stela því sem ég hef lesið og heyrt frá Guðmundi Jónssini á Snjójeppavef hans
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/drifgr/lasindex.htm:21r4k1df][b:21r4k1df]Snjójeppavefur Guðmundar.[/b:21r4k1df][/url:21r4k1df]Hérna geturðu dæmt sjálfur og lesið allt um mismunandi lása og tekið síðan ákvörðun sjálfur.
Persónulega færi ég ekki á fjöll ólæstur, ég er með diskalás að aftan og síðan soðið nospin að framan… er reyndar að fjárfesta mér í truetrac að framan
k kv
Gunnar
18.11.2007 at 15:38 #603864Já það verður að vera v8 í húddinu á svona leiktækjum.. hehe.. ég mæli eindregið með því.
4.7 lítra vélin er að gera góða hluti hjá mér, persónulega myndi ég ekki vilja stærri vél, maður á nóg með að höndla þennan stutta bíl með 250 hrossum hvað þá yfir 300.
Ef ég botna draslið þá er eins gott að vera vakandi hehe.. lenti í smá rúllandi spyrnu við 5.7 Grand cherokee og við vorum algjörlega samhliða upp í 100 þegar við slógum af bara gaman.Frábær vél fyrir fjöllin, öflugt tog og endalaust af kraft. Eyðslan var sú sama á fjöllum með 2.5 og þessa…
V8 er málið fyrir þig MHN
kv
Gunnar
18.11.2007 at 10:33 #603750Ég er með svona A link system hjá mér að aftan og lenti í ágætis vandræðum með aksturseiginleika, en þau stöfuðu útaf vitlausum halla á bæði neðri og efri stífum.
Neðri stífurnar hjá mér hölluðu örlítið og þá beygði bíllinn eins og anskotinn hjá mé þegar ég rétt snerti stýrið, stórhættulegur, ég veit til þess að einn cruiser ´var í sömu vandræðum eftir að hafa smíðað svona system hjá sér. Lausnin er að hafa neðri stífurnar alveg láréttar líkt og óskar nefnir og þú, það sama gildir með efri stífuna.
Ég notaði A link stífu undan Grand Cherokee og skar hana í tætlur og sauð síðan rör á milli til að lengja stífuna, en ég notaðist við bæði sérhönnuðu gúmmíin sem fylgdu henni og einnig kúluliðinn sem er á endanum í A linkinu. Það skiptir miklu máli að hafa þetta nógu stíft fyrir hliðarátök en helst engin fyrir lóðrétta hreyfingu.
Þessi breyting lætur bílinn hjá mér vera mjög svagan að aftan þó svo að ég notist við frekar stífa Bilstein gasdempara, draumasetupið væri að vera með balance stöng sem hægt væri að aftengja.
Í dag er ég ánægður með þetta, bíllinn höndlar fínt eftir að ég breytti stífuhallanum. Ef ég væri að smíða þetta aftur í dag myndi ég líklegast halda mig við 5 link, en það er örugglega útaf því að ég var í vandræðum með aksturseiginleika sem útskírðust seint….
Ég veit ekki gráðu hállan á stífunum, en þær festast sirka 70 cm frá miðju hásingu í grindina. Festipunkturinn er sirka 7 cm frá grind báðum megin. Semsagt ef maður mælir beint frá miðju rörsins og fram um 70 cm, þar er festipunkturinn báðum meginn sem liggur síðan til miðju hásingar.
ég á ekki myndir en gæti tekið ef þú vilt.
k kv
GunnarJæja óskar ég sá konuna þína í gær á "óbreyttum TJ"… á ekkert að fara að skera og græja
17.11.2007 at 23:15 #603728Þú mátt ekki blekkja þig karl með því að heyra frá mönnum sem hafa breykkað felgu og allt í einu farið að drífa betur svo um munar. Það stenst bara ekki, eini munurinn er að dekkið leggst aðeins öðruvísi þegar hleypt er úr.
Ég var lengi vel á 11" breiðum felgum með Dick cepek 38" (gamla týpan) og ég dreif alveg eins og fjandinn sjálfur. Ég breikkaði í 13" og eina sem batnaði var útlitið á bílnum… hann drífur ekkert meira, þó svo að hann drífi nú meira en flestir ;).Það sem gæti aukið drifgetuna væri að mýkja dekkin með því að skera í þau, það gefur þér aðeins meira forskot.
Mudderinn , GH og Dick cepek eru öll framleidd fyrir 10 – 12" breiðar felgur…. sem segir okkur að við þá breidd af felgu fær dekkið bestu snertingu við jörðina. Of breiðar felgur valda því að dekkið fer að liftast upp í miðjunni þegar hleypt er úr, það má minnka þetta með því að skera í dekkin til að gúmmíið leggist meira saman og þjappist því minna í miðju dekksins.
2150 kg bíll er of þungur fyrir 38" dekk til að fara allt… en auðvitað er vel hægt að ferðast á svoleiðis bíl… en það er bara ekkert gaman.
Faðir minn er á 1950 kg grand Cherokee á 39.5 irok og hann er að svínvirka.Ég myndi mæla með 41" irok fyrir þig, þau eru nærri því jafn há og dick cepek, nema það að þú færð frábæra aksturseiginleika í leiðinni. Þá erum við að tala um Radial dekkin. Gleðigúmmíið er ágætt en ekki fara í það nema það sé nauðsyn.
Jæja góðar stundir, ég sé að þú hefur hætt við að kaupa Raminn Græna .
k kv
Gunnar Ingi
14.11.2007 at 14:41 #603134Sælir,
Faðir minn á svona 5.2 lítra bíl, breyttur á 39.5. Á 38" dekkjum er hann að eyða 20 lítrum innanbæjar.Langakstri 16 lítrum ef vel er að gáð með keyrslu.
k kv
Gunnar Ingi
11.11.2007 at 22:33 #602652Já þú segir nokkuð Benni
Eini patrol sem hefur svona fallegar drunur sem ég hef heyrt var patrolinn hans Óskars með 5.0 mótornum.
En jú ég er nokkuð viss… 2 stk af 3" pústi sem liggur undir þessum bíl eru líkt og bestu bílgræjur.. þær nötra vel.
Draumabíll fyrir snattið hehe… ef mar á olíufyrirtæki en bara töff bíll, flottur á velli.
kv
Gunnar
09.11.2007 at 23:37 #201141Jæja góðir hálsar ég kynni til sögunnar jeppa sem er eins ólíkur jeppa í akstri og hægt er, en guð minn góður hann sándar vel og höndlar eins og lítill sportbíll.
Þetta er kannski ekki draumur allra jeppamanna sem hafa hug á því að fara út fyrir malbikið en þið sem hafið ekki prufað þennan bíl þá eruð þið að missa af góðri skemmtun.
Það hefur verið í umræðunni að innréttingin standist ekki kröfur á við BMW x5 og Benz ML sem segir sér sjálft þar sem þeir bílar eru helmingi dýrari en allavega þá var nú áherslan hjá mér að þegar ég sast upp í þennan bíl í dag þá var það fyrsta sem ég gerði var að slökkva á útvarpinu og óvart ýta á bensíngjöfina í neutral………………….. usssss ég hef aldrei á ævinni heyrt jafn flott V8 hljóð… og uss þessi slyddujeppi vinnur endalaust… þetta er hálf kjánaleg vinnsla í jeppa.
Maður heldur að bíllinn sé að fara velta þegar kemur að beygjunni en þegar nær dregur gerir hann ekkert annað en að faðma beygjuna með þægindum og á fleygiferð.Ég horfði aldrei á innréttinguna á þessum skemmtilegu 5 mínutum og var með slökkt á græjunum allan tíman…
430 hp og 420 ft í togi og 2.3 tonn eru alveg að skemmta mér..Algjörlega ónothæfur bíll á fjöll og í raun frekar ópraktískur en mér er alveg sama.. hann er mjög töff og kemmst alveg á óskalistann yfir skemmtitæki framtíðarinnar.
Þetta er líklegast eini laumusportbíllinn sem væri hægt að segja frúnni að við værum bara að kaupa frúarabíl handa henni 😉
Heill sé Jeep og SRT teymið þeirra.
kv
Gunnar
04.11.2007 at 23:53 #601874Sælir,
Stærri dekk = meiri drifgeta.
Ef þú ert með 12.5" 35" dekk og vilt ekki þurfa að fá þér mjög svo ljóta gúmmíkanta utan á kantana þín þá færðu þér 36" Super Swamper. Félagi minn var á svoleiðis dekkjum á TJ wrangler og gat vel ferðast með 38" bílum. Þessi dekk standa alveg fullar 36 tommur á móti því að gh og mudder gera það varla. Breiddin er 12.5" og því þarftu ekki breiðari kanta, flotið í þeim er mjög gott og einnig hlutföllin.. of breið dekk virka ekki betur.. samanber Dick cepek 36×15.5 eða var það 16.5 á breidd.
Þú færð þau (super swamper) hjá Ása í N1… Gúmmívinnustofunni.
Ég var sjálfur einu sinni á 35" og fór í 36", munurinn var að ég gat ferðast með 38" bílum.. reyndar er minn bíll mun minni en þinn… en samt.. það munar um allt.
kv
Gunnar
03.11.2007 at 18:31 #601798Þetta hefur pottþétt verið útlendingur… það fær enginn íslendingur svona þjónustu hehe.. kannski ef hausinn brotnar.
Hann hefur verið að tjakka undir bílinn í sandi eða með stein undir og þarafleiðandi hefur tjakkurinn líklegast runnið til og búmm ofan á hendina..
kv
Gunnarbara í ágiskunum
01.11.2007 at 21:35 #601380Þú verður nú að hafa eitthvað fyrir máli þínu.. ekki bara tilfinningin þín um að landrover sé svona rosalega stór bíll…
Lengd á landrover er 4,639 metrar
Lengd á Cherokee er 4,750 metrarOg lengdin á stutta Wranglernum er 4,751 m……
Jæja brandarinn er kominn til þín.
kv
Gunnar
01.11.2007 at 14:14 #601372Hvaða jeppi er á 4.1 milljón hérna á Íslandi sem er nothæfur á fjöllum, ég bara spyr…. úff einhver var rændur á þeim kaupum…. 800 þús niður og bíll ekinn minna en 10 þús.. Bara random bíll sem ég fann á ebay.
Ást og ekki ást, þú ert að bera saman 2 dyra wrangler við 5 dyra bíla.
5 dyra wranglerinn er með svipað innrarými og Grand cherokee, sem er ekki ósvipað og Land rover…..
ekki bera saman epli og appelsínur..
Við erum að tala um 2 tonna bíla, sem eru með 5 dyrum, og innrarými á við Grand cherokee og með 200 hp vélum.
? Gamall patrol er ekki sambærilegur….. 2.3 tonn og 160 hp…. og kostar síðan mun meira nýr..
kv
Gunnar
01.11.2007 at 12:07 #601364Wrangler ekinn 8 þús kílometra kostar sirka 3,3 millur kominn hingað.
Við hvaða bíl ertu að miða við þegar þú segir að þessi sé dýr.
Þetta er 5 dyra fullvaxinn jeppi með v6 bensínvél og hásingum að framan
og aftan…. Plássið er jafn mikið og í Grand Cherokee… þannig að það
er engin afsökun.Þú færð kannski Toyotu avensis fyrir þennan pening.
Hvað kostar Landcruieser 120 í dag, Hvað kostar Grand Cherokee, Hvað kostar
Landbúnaðartækið Land rover sem kostar 4.5 millur og með grútmáttlausan mótor,Þú færð engan jeppa í dag fyrir þennan pening sem er nothæfur á fjöll.
Jú nema kaupa þér gamlan patrol þeir virðast vera útum allt á sölum.Þessir bílar sem ég nefni eru kannski ekki 100% sambærilegir, en nefndu
mér einn bíl í dag sem hægt er að kaupa nýjan sem hentar til breytinga í dag…
og er á svipuðu verði.Eini sem kemst næst því er patrol, en sá bíll þarf 44" breytingu helst
46" svo hann drífi nú eh.Þessi Wrangler þyrfti einungis 39.5 eða 41" til að verða ofurjeppi.
Síðan má nú segja að það sé nú orðið mjög verðmætt í dag að vera með
hásingar að framan og aftan.Jæja þá er nú orðið lítið um dýran bíl..
kv
Gunnar
31.10.2007 at 23:26 #60164031.10.2007 at 23:22 #601636Já hann var seldur þangað 2004…
Það stemmir.kv
Gunnar
31.10.2007 at 23:20 #601490Ertu þá að tala um Electrac,
Ef svo er þá hefur Guðmundur hjá G.J. Járnsmíði sett slíkan í Dana44 hásingu með góðum árangri. Hann er mjög vandvirkur og áreiðanlegur.
Síminn hjá honum er 564 2195 ,
Sá og hinn sami sem samdi Snjójeppavefinn fræga sem þú minnist á hér í upphafi.kv
Gunnar
-
AuthorReplies