Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2008 at 12:52 #612284
Sælir.. þetta dekkjavandamál er vel þekkt og er auðleyst líka.
Farðu inn á Jeppasíðu Guðmundar Jónssonar.
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkindex.htm:1zhq3esy][b:1zhq3esy]Jeppasíða Guðmundar, Dekkjasíða[/b:1zhq3esy][/url:1zhq3esy]ef þú skoðar neðar á síðunni sérðu myndir af þessu öllu.
Það þarf að skipta kubbunum á dekkjunum til að þau hegði sér eins og dekk eiga að gera.kv
Gunnar.
31.01.2008 at 08:20 #612250Hliðarnar í þessum dekkjum eru dúnamjúkar en það þarf að skera aðeins í munstrið til að fá þau til að virka almennilega. Honum fannst þau fljóta vel en mótstaðan of mikil útaf því hversu munstrið er fínt. MTZ eða FC Mudder, Claw. Myndu örugglega virka betur.
kv
Gunnar.ps.
Ég er að reyna að kaupa mér svona 38" Claw.. radial…
30.01.2008 at 20:22 #612258Calmini hefur framleitt aftermarket vörur í suzuki í fjölda ára og ekki hefur maður heyrt neitt slæmt af þeim..
Þetta kit virðist vera vel smíðað og ekkert sem segir að þetta svínvirki ekki bara. 1000 Dollara, 70 þús úti… 140 komið með sendingarkostnaði… sirkabout.. Ekki svo dýr breyting.kv
Gunnar
30.01.2008 at 17:59 #612242Félagi minn er á svona dekkjum, spónnýjum. Alveg kringlótt og flott í akstri. þú getur séð myndir af rauða tryllitækinu (TJ wrangler) í mynda albúminu mínu. Flott dekk.
kv
Gunnar
24.01.2008 at 21:52 #611100Hérna er síminn hjá honum Davíð, 897-1833 . Þú getur sagt honum að Gunni í Málmtækni hafi bent þér á hann varðandi Coil over sem Gunni slevaði svo yfir hjá honum hehe..
jú ég er með grand að framan og Lödu að aftan. Bíllinn er tiltölulega mjúkur en þó með ágætis veltistífni að framan vegna (smíðaðra patrol útfærslu á stífum) Að framan notast ég við original gas Grand dempara sem eru að virka fínt þar sem þeir passa vel við gorminn.
Að aftan er hann með litla veltistífni (litla /mikla…. hvort er nú réttara að segja þegar bíllinn fjaðrar algjörlega óhindrað útaf A stífu…) Jæja allavega skiptir það sköpum fyrir okkur stuttu bílana að hafa þetta nógu frjálst til að bæta upp fyrir styttri bíl. Lödu gormarnir eru að henta mér mjög vel, þeir eru mjúkir en bera þó nóg fyrir 240 lítra af bensíni og farangur í 3ja daga jeppaferð. Sjáðu til að bíllinn minn er bara settur upp fyrir jeppaferðir allt gert í kringum það. Dempararnir að aftan eru Bilstein, sjálfstillanlegir, þ.e. stífka við hraða hreyfingu. Það varð algjör bylting að mínu mati á að setja þessa dempara að aftan því hossurnar geta orðið óstjórnlega miklar ef dempararnir geta ekki stífkað við aukinn hraða á jöklunum. Semsagt mjúkir við hægt átak (festur og hjakk) og síðan stífir þegar stóra gjöfin er notuð..Jæja ef ég væri ríkur… þá myndi mig langa í Coil over.. Horfðu bara á BAJA racing gæjana.. þar ertu með fullkomna fyrirmynd á því hvernig á að keyra hratt yfir ójöfnur líkt og við erum á jöklunum… þó svo að sandurinn sé örlítið ólíkur okkar snjó. Þá eru þetta svipaðar aðstæður… hraði og ójöfnur.
Það er held ég bein tenging í þessum coil over bransa…. því dýrari = því betri… hef ég lesið allavega.Jæja úff… bullið í mér… ´
kv
gunnar
24.01.2008 at 18:34 #611094Sælir Kiddi,
Spjallaðu við hann Davíð, (Sérsmíði Davíðs) upp í Orkuvirki. Hann var að kaupa sér flotta coil over dempara undir Sjöuna sína (cj7) og hann segir að þetta dótarí svínvirki og sé allra peningana virði.
Hann er með CJ7, 39.5 dekk. flott græja hjá honum.
kv
Gunnar
21.01.2008 at 20:14 #611122Þessi hásing er feiki nógu sterk, ég veit um 4 bíla, 38 – 39.5" dekk, 1500 til 2 tonn í þyngdum og allir með 8 gata vélar. Ekkert brotnar.
Ég var núna í gær að botna 8 gata relluna mína linnulaust inn að landmannahelli og þetta dótarí klikkar bara ekki. Ég er búinn að notast við þessa hásingu í 10 ár núna og aldrei brotið neitt, síðast leit ég á hana fyrir 5 árum síðan og setti önnur hlutföll en það var vegna afturhásinga skipta ekki brotins drif.
P.S. ég er með soðið hjá mér að framan þannig að þetta er ekkert að hleypa neinum krafti í slip…
Soðið og 250 hross, 38" dekk og brotnar ekki.
Tjaaa ég leyfi þér að dæma.
kv
Gunnar.Já faðir minn er með Grand Cherokee 8 gata, 2 tonn á þyngd og 39.5 Irok dekk og Dana30 að framan….. Ekkert brotnar…
Þú getur brotið hvaða hásingu sem er… sumir eru bara þannig … og Þá dugir ekkert Dana 60..
kv
Gunnar
15.01.2008 at 10:15 #610140Það er hægt að gera helling til að 5.2 vélin verði svaka skemmtileg án þess að fara í vélarskipti.
Álhedd frá mopar, heitari ása, flækjur +3" og Mopar talva.
Þarna ertu kominn með vél sem er jafn létt og 4.7 og er að skila einhverjum rúmlega 300 hrossum léttilega og er að toga alveg endalaust.
kv
Gunnar
15.01.2008 at 10:10 #610138Hvort það sé mikið vesen… hvað áttu við.
Er þetta auðveldara þar sem báðar vélar eru frá chrysler samstæðunni ? nei
Er þetta jafn erfitt og að setja hvaða tölvuvæddan mótor sem er í bílinn ? já
Þessir mótorar eiga ekkert sameiginlegt nema það að vera framleiddir af sama fyrirtækinu.
Afhverju ertu að skipta… svipað mikið afl í báðum, nema 5.2 togar meira. Jú 5.2 vélin er einvherjum 30kg þyngri ef mig minnir rétt.
Þú þarft að skipta um allt vélarafmagn í bílnum og setja upp nýja abs tölvu þ.e.a.s. ef þú ætlar að notast við nýju skiptinguna og síðan nota auka öryggjabox frá 4.7 bílnum ekki nema þú sért rafmagns snillingur. Eitt annað það er þjófavörn sem fylgir vélunum.
En já þetta er jafn mikið vesen og hvaða annar mótor.
Auðveldast væri að kaupa véla víra kit frá Painless Wiring.. þeir selja held ég kit fyrir vélaskipti á þessari vél.
Góðar stundir.
11.01.2008 at 15:26 #609918Hef þrisvar sinnum farið þangað.
1. skipti. Ég beið í 15 mín í búðinni eftir að afgreiðslumaðurinn var að segja vini sínum frá helginni sem leið. Ég keypti af þeim xenon perur sem reyndust síðan vera notaðar þegar ég gáði að betur.
2. skipti fór að skipta perunum, gæjinn neitaði að samþykkja að perurnar væru notaðar, þó svo að þráðurinn í perunum var allur svartur og brunninn.
3. Skipti fór og vantaði varahlut…. beið í 5 mín eftir að gæjinn var að spjalla við félaga sinn um hitt og þetta…. sú ferð endaði með að ég labbaði út á fimmtu mínutu…
Og ég mun aldrei aftur fara í þessa búð.
kv
Gunnar,Sem vonar að þeir fari að taka taka til hjá sér.
08.01.2008 at 21:02 #609304Þessi krómmálning sem bílanaust selur er ekki nothæf nema ef þú lokar hlutinn sem þú málar inn í kassa og snertir hann aldrei né notar…
Þetta er mjög veik málning og hefur ekkert þol gagnvart notkun. Það er ekki hægt að glæra yfir hana, hún bráðnar bara og lekur útum allt.
Aftur á móti verður hluturinn (felgan í mínu tilfelli) alveg krómuð þegar maður er nýbúinn að spreyja hana en það er hvorki hægt að glæra eftir á, né bóna… báðar aðferðir eyðileggja þessa svo ágætu málningu sem á að nota á hluti sem eru til sýnis…
semsagt ég endaði með að kaupa silfur málningu í húsasmiðjunni sem var með einhvers konar silfur áferð sem síðan var hægt að glæra yfir.
kv
Gunni króm
22.12.2007 at 01:13 #607298Allir þeir gormar sem ég nefndi eru nógu langir fyrir fjöðrun á Wrangler… Allir gormar sem eru fyrir hækkaða bíla eru lengri en oftast eru þeir líka stífari þar sem kaninn gerir ráð fyrir að menn setji 8 mm þykka stuðara og spil hlaða bílinn af auka drasli sem nýtast sjaldnast í jeppaferðum.
Ég hef enga reynslu af range rover gormum.
Lödu gormarnir eru mjúkir en bera þó nóg ef þeir eru notaðir að aftan í wrangler. Persónulega vill ég hafa mjúkan bíl og tel hann drífa betur en stífari og því valdi ég lödu að aftan. Lengdin á lödu gorminum er eiginlega sú sama og er standard að framan í XJ, ZJ og WJ cherokee. Sú lengd hentar fínt fyrir sirka 25 cm færslu í dempurum.. 10 tommur ef notað eru usa demprarar. Original færsla í t.d. TJ að aftan er 21-22 cm að mig minnir. Ég nota svoleiðis dempara en þeir halla töluvert og því er sú vegalengd nálægt 25 cm á bílnum hjá mér.
Þú getur fengið lengri gorma ef þú kaupir bara lift kit gorma frá usa….. hægt að fá þá í allar tegundir Jeep bifreiða..
Góðar stundir.
Kv
Gunnar
19.12.2007 at 01:05 #607294Framan:
Undan WJ, ZJ, TJ eða XJ , WJ eru stífari en hinir og reyndar eru þeir alveg jafn kringlóttir, þ.e.a.s. ZJ, TJ og XJ gormarnir þrengjast efst.
WJ ZJ = Grand Cherokee
XJ = Cherokee
TJ = Wrangler 97 – 05Aftan:
Lödu sport gormar, TJ gormar, ZJ gormar.. allt gildir.
Sjálfur nota ég WJ að framan og Lödu að aftan, mér finnst það fínt setup, mjúkur að aftan og aðeins stýfari að framan. Ég tók WJ að framan því að ég er með WJ mótor.. og stífleikinn því fullkomin fyrir þann þunga.
Það er líka sniðugt að kaupa sér Old man Emu gorma sem koma með 2" hækkun fyrir TJ Wranglerinn það eru flottir gormar líka, bróðir minn notar slíkt undir Wrangler.
kv
Gunnar
14.12.2007 at 08:14 #60661632x 3 – 4mm er nóg í stífuefni á þessari þyngd á bíl.
7mm væri fyrir F350… og þá hlunka
kv
gunnar
13.12.2007 at 08:14 #606446Sá svona dekk í action…. eða 1 hringur og dekkin voru smekkfull af snjó og hreinsuðu sig ekki… Henta ekki fyrir snjóakstur… fín götudekk örugglega.
kv
Gunnar
08.12.2007 at 18:02 #605904Í að nota Irok….
Það er aðeins ein leið til að fá Irok radial dekk til þess að virka í snjó…
Einnig Dick Cepek…
[img:3kft9f12]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5678/45287.jpg[/img:3kft9f12]
Þetta þarf til þess að Grand Cherokee 1950 kg bíll á Irok 39.5 drífi jafn mikið og Wrangler á 38" v8 í húddinu og 1600 kg.
Irok er að virka mjög vel ef vel er skorið…
kv
Gunnar
07.12.2007 at 09:43 #605884[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/10953#86226:2j3a7mtl][b:2j3a7mtl]Guðmundur jónsson setti hérna inn Dekkjastærðir og reiknað flot miðað við margar stærðir dekkja.[/b:2j3a7mtl][/url:2j3a7mtl]
kv
Gunnar
07.12.2007 at 09:40 #605882Voru dekkin öll jafngömul, þ.e.a.s var ekki einn gangurinn nýrri en hinir.
Irok virkar ekki nýr… punktur pasta, reyndar gildir þetta fyrir flest dekk.. bæði bróðir minn og faðir nota 39.5 og þau eru vonlaus þegar þau eru ný.. byrjuðu ekki að virka fyrr en eftir nokkra þúsund kílómetra og vel skorin í þokkabót.Notaður mödder virkar miklu betur en ný irok dekk…sérstaklega í mjúkum snjó. Í mjúkum snó er eina sem gildir að dekkið ,,faðmi" snjóinn ef svo má að orði komast.
k kv
Gunnar
07.12.2007 at 08:14 #605876Kalli minn,
Hvað segist, á að setja Scoutinn á 44", nú líst mér á kallinn.
Reyndar fyndist mér sniðugara fyrir þig að´fara á 41" irok… nærri því jafn há og DC 44.. Það stendur í 42", en þú færð radial dekk sem virkar alveg bunch undir bíl líkt og þínum.
En um að gera að prufa truxusinn, ef hann er of stífur þá skerðu bara rifur í munstrið, ég held að munstrið sé það eina sem gerir þetta dekk´stíft, annars dregur þetta úr krafti sem segir sér sjálft þar sem þetta dekk er töluvert stærra en DC44
kv Gunnar
06.12.2007 at 20:40 #581446Meistari,
Glæsilegt framlag hjá þér enn og aftur.Heyrðu ég fékk sent frá þér upplýsingar um kostnað á heilum kittum og síðan nýjum spenna.
En mig vantaði aðeins H4 3000kelvin perurnar í þessari pöntun þinni.
Hvað er kostnaðurinn á því ?
kv
Gunnar
-
AuthorReplies