Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.02.2009 at 19:42 #641940
Ef þú ætlar að nota þau undir þeim bíl verðurðu að skera þau allverulega. Annars eru þau alltof stíf fyrir svona léttan bíl.
Ég myndi microskera þau og síðan skera allverulega úr hliðarmunstrinu ásamt öðrum flötum á dekkinu.
Ég veit um einn cj 5 á svona óskornum dekkjum og hann kallar þau ófærudekk, síðan er annar wrangler á svona dekkjum vel skornum og sá drífur mjög vel á þeim.
Þessi dekk henta betur undir þyngri bíla en með skurði er vel hægt að nota þau undir okkur léttari.
ps. ég er á svona dekkjum, mjög skornum, vikt sirka 1600 kg, á reyndar eftir að prufa almennilega, næstu helgi en þau fletjast mjög vel út undir honum núna.
kv
Gunnar Ingi [img:26meqnhv]http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkimages/39,5Irok10.jpg[/img:26meqnhv]
26.01.2009 at 23:09 #638946Þetta er nú einfalt mál.
Toyota hásingar duga ekki undir toyota bíla, þá er ég að meina t.d. hilux, sem er með 2.4 bensín og diesel motora sem eru að skila rétt í kringum 100 hestöfl… þar eru drifin að mölvast hægri vinstri og jafnvel við minnstu átök.
Og þú heldur að þær geti dugað fyrir 190 hestafla vél, hugsaðu þig tvisvar um áður en þú ferð út í þetta.
Dana 44 er með 8.5" drifi, toyota 8". Þú værir að minnka styrkinn við að skipta yfir í toyota. Reyndar eru rillufjöldinn mun meiri í toyotu miðað við gömlu dana44 hásinguna en að mölva öxlana er ólíklegt vandamál miðað við léttleikan á bílnum þínum.
Ég myndi ráðleggja þér að halda þig við dana44 hásinguna sem þú ert með og skipta frekar bara út framhásingunnií Dana30 rev. Hún dugir flott hjá mér, létt og öflug hásing. (wrangler, v8 38").
En auðvitað er þetta álitamál hvað toyota 8" hásingar duga langt.. viðmiðið er út í sjoppu síðast þegar ég gáði…
Sumir nota þennan búnað alveg endalaust og brjóta aldrei neitt, fer auðvitað bara eftir aksturstíl.
kv
Gunnar
21.01.2009 at 22:46 #638576Það er varla nógur styrkur í þessum hásingum original en auðvitað er hægt að nota þetta ef vandlega er með farið.
En ég myndi ekki eyða miklum pening í hlutföll og læsingar í þessar hásingar, því þær eru ekki til framtíðar ef þú ætlar að ferðast með öruggum hætti.
Semsagt byrja á því að nota þetta ef þú ert peningalítill en sleppa hlutföllum í bili því það er orðið rándýrt í dag.
Ég myndi redda mér framhásingu undan XJ cherokee , dana 30 reverse.
að aftan myndi ég nota Ford 8.8 undan explorer, sama gatadeiling og breidd á hásingu.
Þá ertu kominn með óstöðvandi jeppa á 38".
Þessar hásingar er að finna víða hér á landi.
kv
Gunnar Ingi
20.01.2009 at 23:15 #638568Framan
Dana 30 standard rotationAftan
Dana 35, nema það sé Tow package með bílnum og þá er Dana 44.Ef það er krókur á bílnum að aftan… þá gæti verið Dana 44 að aftan.
kv
Gunnar
16.01.2009 at 14:32 #203570Vitiði eitthvað um þennan bíl..
Mér sýnist þessi dekk vera mun stærri en 54″…..
Sá hann upp á höfða fyrir 3 mín.
hvað er málið, hvar endar þetta
kv
Gunnar Ingi
13.01.2009 at 15:33 #637240Ein pæling með þetta,
Þegar færið er orðið það þungt að þeir drífa ekki af eigin færni, þá geta bílar auðveldlega komið sér í sjálfheldu þegar færið þyngist enn meira…
bara smá pæling að menn fari ekki að nota gleðipinnan án skilnings á hvað tekur við næst.
kv
Gunnar
09.01.2009 at 09:15 #203516Sælir Félagar,
Gætuð þið ráðlagt mér hvaða límkítti sé best í að líma dekk á felgur ?
Margar þakkir
kv
Gunnar Ingi
26.12.2008 at 18:08 #635420það eru alltof margir hlutir sem geta bilað í loftpúðafjöðrun á móti blaðfjöðrum… því einfaldara = því öruggara.
18.12.2008 at 22:31 #634800Hva rosalega eru fáir að nota þessi 41" dekk….
endilega að koma með fleiri reynslusögur.
Einn grand er búinn að vera á 39.5 blöðrum núna í hátt á 3 ár og dekkin eru sirka hálfslitin, akstur í kringum 25 þús. Mér finnst það vera bara flott ending.
Þau eru ekkert sprungin og svínvirka fyrir grandinn, hann hefur oft tekið minn í nefið (wrangler 38). Þannig að 41" ætti að virka betur en þessi.
Ég er nú mikill dekkjapælari og hef ,,þuklað" á nýjum svona dekkjum. Þá bæði 39.5 og 41" dekkin og 41" er mun mýkri að taka í þannig að þau ættu að hitna minna en hin. Síðan er líka hönnunarmunur á þeim, en hann felst í því að hliðarkubbarnir í 41" hafa verið þynntir en greinilega ekki nóg miðað við að sumir hafa lent í því að þau springi líkt og óskorin 39.5 dekk hafa lent í.
Ég skar þessi 39.5 dekk sem grandinn er á og sá skurður hefur greinilega mikil áhrif á hitamyndun í þessum og dekkjum og gerir þau vel nothæf. Ég tala nú ekki um hvað þau eru kringlótt og rásgóð. Síðan er allt annað að keyra á malarvegum á þessum dekkjum, á móti t.d. mudder, þessi éta ójöfnur mun betur en mudder.
En það fer ekki á milli mála að 39.5 dekkin eru betri en 38" mudder í snjó fyrir þetta þungan bíl (1950 kg).
Bróðir minn er líka á svona dekkjum á YJ scrambler plastbíl sem viktar 1500 kg og hann er mjög ánægður með drifgetuna á þeim, þau dekk eru líka mikið skorin.
Hér er mynd af skurðinum til að koma í veg fyrir hitamyndun og bæta þau í snjóakstri.
Myndin er tekin af jeppa vef Guðmundar Jónssonar. [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar:1cb9lhwc][b:1cb9lhwc]Jeppasíða Guðmundar[/b:1cb9lhwc][/url:1cb9lhwc]
[img:1cb9lhwc]http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkimages/39,5Irok20.jpg[/img:1cb9lhwc]og hér sjáið þið munin á skornum og óskornum dekkjum. (einnig af jeppa vef Guðmundar)
[img:1cb9lhwc]http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkimages/39,5Irok10.jpg[/img:1cb9lhwc]Endilega koma með fleiri komment á 41" dekkin, mig langar allavega í svoleiðis undir wranglerinn minn..
kv
Gunnar
28.11.2008 at 19:53 #633562Já það er svo sannarlega búið að dunda vel í þessum bíl.
Flottur af eldri gerðinni.
En ein spurning, er hann ekki alveg alltof hár… sirka 40 – 50 cm upp í kant frá dekki. Ekki fjaðrar hann þessa vegalengd.
Sá grái mun eiga í vandræðum í hliðarhalla ef hann fer svona á fjöll.En annars glæsilegur bíll að sjá og gaman hvað menn gera vel upp bílana sína.
kv
Gunnar [img:2kbdzxfc]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6378/54390.jpg[/img:2kbdzxfc]
11.11.2008 at 15:35 #632568Sælir,
Ég möndlaði þetta í Hella 3000 rally kastara sem ég átti.
Þetta var mjög einfalt í rauninni.
Allavega með xenon kittinu sem ég keypti á ebay á 12 þús krónur fylgdi með kringlótt gúmmíhulsa utan um vírana. Ég boraði samsvarandi gat í bakhliðina á kösturunum mínum og þetta smellpassar saman.
Með spennana, þá smíðaði ég bara lítið box utan um þá úr áli og þeir eru bara á kastarafestingunni hjá mér.
Þetta virkar mjög vel hjá mér og hefur ekki klikkað hingað til.
[img:fxtltaua]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/5906/48320.jpg[/img:fxtltaua]
kv
Gunnar
09.10.2008 at 22:00 #630332Sælir félagar,
verð ég ekki að bæta við eyðslutölum hérna af 97 grand , 5.2 opið púst, allt annað original. 4.56. 38" dekk.
Sá bíll er að eyða í 90 kmh cruise, 16 lítrum miðað við þrjá menn í bílnum + farangur í veiðivötn í 3 daga. semsagt troðinn. 28 psi.
Semsagt rvk – hrauneyjar. 16 lítrar meðaleyðsla.
Vélarhraðinn er í kringum 1700 rpm og mikið tog og lítið um niðurskiptingar.Innanbæjar næ ég honum ekki undir 21, bý reyndar bara 3 km frá vinnu og því alltaf kaldur en ég er líka graður á gjöfinni :).
Á reyndar wrangler, með 4.7 v8 vélinni. 38". Eyðsla í langakstri milli 13-17 eftir vindátt… hehe. bíllinn er nátturulega ekki mjög straumlínulagaður.
eyðslan innanbæjar 22+.kv
Gunnar
23.07.2008 at 11:50 #626314Sælir,
Ef þið hlustuðuð á fréttirnar um daginn þá sagði þar að olíufélögin hefðu aukið meðal álagninguna á bensín úr eitthvað um 22 kr í 38 krónur á því tímabili sem að bensínið fór úr 120 í 175.
Ef mig minnir rétt gerði 4×4 þennan samning þegar bensínið var í 120 krónum.
Samkvæmt því ættum við að fá um 19 krónur miðað við hækkunina bæði á bensíni og síðan í álagningu.
Mig minnir að formaður FíB hafi verið með þessa útreikninga. (með fyrirvara um villur og gleymsku hjá mér)
Þannig að þessar 12 krónur eru frekar gamlar í dag.
Ég held það sé kominn nýr tími á samninga.
Án efa erum við stærsti eyðsluflokkur manna sem eru þá ekki í fyrirtækjarekstri. Við ættum að geta fengið bestu kjör sem fáanleg eru hvort sem það eru 13 kr eða meira.
Ég hugsa að öll olíufélögin langi í viðskiptin okkar.
kv
Gunnar bensínhákur.
17.05.2008 at 13:57 #202445Usss
Það er langt síðan svona fallegur jeppi hefur verið til umfjöllunar í fréttablaðinu…
Maður væri nú alveg til í að eiga eitt svona kvikindi… hehe
kv
Gunni í blaðinu
15.05.2008 at 16:40 #622944Ef mér skjátlast ekki var þetta prufað hérna heima og var síðan harðbannað af skoðunarmönnum.
´
ástæðan….Klessa á …. með gaskút sem kremst….
= BÚÚÚMMMMMM
k kv
Gunnar Ingi
07.05.2008 at 21:45 #622574Ég ætla nú ekki að hljóma eins og afturhaldsseggur en það væri nú sniðugt ennþá í dag að minnka gatadeilinguna í 5×4.5 (litla 5 gata) eða þá að stækka hana í 5×5.5 (stóra). Þ.e.a.s. ef þú ert að fara í fjallasportið því þessi 5×5 deiling er enn það ný hér á klakanum. Það er mun auðveldara að finna felgur í eldri stærðunum heldur en þessari nýju.
Svo best ég viti þá eru einungis grandinn (99 og yngra og síðan nýji wranglerinn með þessa deilingu og því fáir bílar á ferðinni sem segir sér að fáir eru með felgur undir þessa bíla.
jæja þú getur alltaf pantað frá kananum, allt til þar fyrir þessa bíla.
k kv
Gunnar
06.05.2008 at 22:59 #622546[img:1zb6hh95]http://static.summitracing.com/global/images/prod/large/dte-505_w.jpg[/img:1zb6hh95]
[url=http://www.summitracing.com:1zb6hh95][b:1zb6hh95]Summit Racing er staðurinn til að byrja að leita að varahlutum í ameríkuhreppi.[/b:1zb6hh95][/url:1zb6hh95]
[url=http://store.summitracing.com/partdetail.asp?autofilter=1&part=DTE%2D505&N=700+4294907680+4294923429+4294839039+4294839556+115&autoview=sku:1zb6hh95][b:1zb6hh95]Hérna eru flækjurnar fyrir 3.0 mótorinn.[/b:1zb6hh95][/url:1zb6hh95]
Kv
4.7 v8…engar flækjur nauðsynlegar :Þ
05.05.2008 at 12:13 #622450Er nú ekki nóg fyrir þennan bíl til að verða eitthvað ofurdæmi..
Þessi bíll er að vikta einhver 2300 kg og því yrði þetta einungis eins og patrol með stórri vél…. menn eru búnir að prufa það og það virkar ekki.
46" þarf á þennan til að skapa eitthvað sem á að vera ofurbíll.
síðan eru Dick cepek 44" gleðigúmmíð ekki nógu grófmunstrað fyrir þessa vél til að sýna sig. Faðir minn var með 300 hp í ram sem viktaði 2300 kg og 44" dick cepek og það var varla hægt að nýta kraftinn í honum á svona fínu munstri.
Ég sjálfur var á 38 cepek og með 250 hross í mínum litla og þar flaut ég vel en náði aldrei að skófla mig áfram með kraftinum líkt og hægt er á grófari dekkjum.
k kv
Gunnar Ingi
05.05.2008 at 12:09 #622190Það var skipt um bæði fram og afturhásinguna.
Að framan var Dana30 standard rotation tekinn og sett í staðinn Dana30 Reverse undan XJ cherokee.
Sömuleiðis var sett Dana 44 að aftan undan XJ.
True Trac lásar að framan og aftan og 4.56 hlutföll
kveðja Gunnar
04.05.2008 at 21:26 #622184Nei hann Gummi er nú ekki pabbi minn hehe, en við erum ágætis félagar nú samt og frábær maður hann Gummi og sonur hans líka.
Ég hef ferðast með gumma núna í 11 ár sitt á hvað á fjöllum og einnig með bláa bronco.
Faðir minn heitir Örn líkt og ég er Arnarson.
k kv
Gunnar vinur margra en aðeins einn faðir
-
AuthorReplies