Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.02.2015 at 10:52 #776520
Sæll Siggi,
Aðeins 1 meðlimur í bílnum þarf að vera skráður félagsmaður.
Skráningargjaldið 7.000 kr greiðist per haus.
Þú hringir beint í Hrauneyjar Fjallahótel og bókar gistinguna þar. Segir að þú sért í Ferðaklúbbnum 4×4 og segir að þú sért að fara í Stórferðina og við erum með díl á gistingunni þar.
Hópar verða að mynda sig sjálfir og mælt er með því að menn þekki aðra í hópnum sem þeir ferðast með því aðstæður í svona ferðum geta breyst mjög hratt og þá er rétt ákvarðanataka mjög nauðsynleg.
Þessi ferð er mjög krefjandi og undanfarin ár hafa menn oft lent í miklu veseni og skemmtilegheitum á ferð sinni og því ber að vanda valið á ferðafélögum og bílum þeirra
Kær kveðja
Gunnar Ingi
Varaformaður
03.02.2015 at 11:11 #776479Hér er staða skráningar núna. 45-46 skráðir . 1 skráning mögulega hætt við.
kkv
Gunnar IngiSækja PDF skjal hér:
stórferð-3.2.pdf
03.02.2015 at 08:49 #776467Hilux klikkar seint. Léttur og flott þyngdardreifing á þessum jeppa.
Góða skemmtun
kkv
Gunnar ingi
03.02.2015 at 08:09 #776466Sæll Björgvin,
Eins og Jón segir þá eru flestir í sumarfríum og mikil vinna að baki frá vetrarmánuðum klúbbsins. Þó erum við í stjórn alltaf til í að aðstoða menn ef þeir vilja gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Ef þú eða einhver sem þú þekkir í klúbbnum eru til í að skipuleggja ferð stöndum við, við bakið á ykkur og aðstoðum eftir megni.
Annars flott hugmynd ef af verður
Kær kveðja
Gunnar Ingi
Varaformaður
29.01.2015 at 09:45 #77637928.01.2015 at 15:38 #776353Sælir,
Til hamingju að eiga Wrangler, það eru forréttindi útaf fyrir sig.
Þetta var líka fyrsta breyting á mínum , að setja fjaðrirnar ofan á hásingu.
Það fyrsta sem þarf að gera er að hafa sætið fyrir fjaðrirnar sirka 50% lengra en það er núna undir hásingunni, þetta hjálpar aðeins við uppásnúningin sem verður við inngjöf og bremsu.
Uppásnúningurinn verður vandamál að aftan við þessa aðgerð. Ég setti stífu sem byrjaði undir fjaðrahengslinu að framanverðu að aftan og sú stífa endaði undir hásingunni. Þetta kom í veg fyrir uppásnúningin þegar maður gaf í.
Annað er að stýrisstöngin að framan mun líklegast rekast í fjaðrirnar, mig minnir að þú þurfir drop pitman arm, eða síkkaðan stýrisarm til að laga þetta.
Drifskaftið að aftan þolir þetta líka ekki. Þú verður líklegast að kaupa þér SYE, eða slip yoke eliminator, sem styttir millikassann að aftan og þá er hægt að lengja drifskaftið að aftan til að þola þessa nýju staðsetningu á hásingunni sem er neðar. Það er hægt að lækka millikassa plötuna til að minnka þessi áhrif en verður þó alltaf aðeins tæpt.
Það allt hefur áhrif á það hvernig þú síðan ákveður hallann á afturhásingunni svo að drifskaftið víbri ekki. Allir SYE hafa síðan drifskaft sem er með tvöföldum lið. Þá er hallinn á afturhásingunni hafður sirka 2-3 gráður niður frá því að beina beint upp í drifskaftið. Semsagt þarf að halla hásingunni upp á við.
Að framan er mjög sniðugt ef menn nenna, að breyta fjaðrafestingunum þannig að fasti punkturinn í fjaðrafestingunum verði að framan eftir breytinguna. og sá lausi verði að aftan. Það gefur mun betri föðrun. Ástæðan fyrir því er að þá fjaðrar hásingin örlítið afturábak sem míkir höggið fyrir bílinn.
Annars er þetta nokkuð einfalt
Ef þú ætlar ekki hærra en 35″ dekk , myndi ég frekar mæla með að þú myndir láta valsa fjaðrirnar hjá þér og síðan að lengja fjaðrahengslin um 50%, það ásamt köntum+úrklippingu. gefur nægilegt lift fyrir 35″ dekk.
Annað líka sniðugt er að boddýhækka hann um 50-60mm, það gefur líka næga hækkun fyrir 35″ dekk.
Þetta er þó ekki algjör tvíverknaður því þú losnar við að þurfa kaupa fleiri stífur og gorma og síðan að skera grindina í sundur fyrir gormum og annað meiriháttar vesen við gormafjöðrun , þó svo að hún sé alltaf skárra skref. Allt sem þú þarft að kaupa við þessa breytingu nýtist í framtíðar fjöðrunum, ef menn hafa ekki á móti smá vinnu.
Ég byrjaði í
1. fjaðrir upp á
2. gorma afturfjöðrun
3. fram gormafjöðrun
4. ný aftur gormafjöðrun
5. ný fram gormafjöðrun.
6. ný coilover bypass fram og afturfjöðrun.
Gangi þér vel.
kv
Gunnar
26.01.2015 at 16:52 #776319Sælir,
Maður afritar bara slóðina í vafranum og setur hana bara ómengaða beint inn í þráðinn hérna.
Semsagt CTRL + C á slóðina í t.d. Explorer inn á rétta videoin og síðan CTRL + V hér beint inn í þráðinn.
kkv
Gunnar
26.01.2015 at 16:49 #776318
26.01.2015 at 16:45 #776317Jæja ekki gengur alltaf allt eins og í sögu… núna gengur bíllinn flottan hægagang en kokar við inngjöf. Hljómar eins og hann vanti eldsneyti. Ný og öflugri dæla var sett í þar sem hann var ekki að ná 60 psi eins og þarf og ekkert breyttist. 60psi er við hægagang. Næst er að prufa hvort þrýstingurinn falli við inngjöf….
Þrýstijafnarinn gæti semsagt verið bilaður eða eitthvað drasl í bensínlögnunum… sem heftar flæði.
Jæja baráttan heldur áfram
kkv
Gunnar
13.01.2015 at 09:31 #776095Sæll Kristján,
Jú ekki málið.
kkv
Gunnar
09.01.2015 at 20:34 #77605609.01.2015 at 16:07 #77604906.01.2015 at 21:57 #776018Sælir,
Ég er að fara skrá minn á morgun hjá TM, læt vita um árangur.
kv
Gunnar Ingi
Loksins kominn á fornbíl…. alvöru JEPPA
26.12.2014 at 14:17 #775065Sælir Félagar,
Hvernig er reynsla ykkar af led ljósum ? Allar týpur og upplýsingar velkomnar.
Það sem ég hef lesið mér til um er að þetta dreifi ljósinu of mikið og drægnin ekki næg ?….
Reynslusögur ?
Gleðileg Jól
kkv
Gunnar Ingi
18.12.2014 at 15:35 #774812Mér dettur í hug að ljósarofinn hjá þér sé bilaður… annars er líklegt að einhverjar snúrur séu búnar að naga sig í sundur og séu að leiða svona á milli af og til.
smá hugdetta
kv
gunnar
18.12.2014 at 14:44 #774810Það var sko sannkölluð jólastemmning í gær í Síðumúlanum, kökur og með því spyllti ekki fyrir ;).
Pípað, Málað, sparslað, grunnað, sópað, rafmagnað, skrúfað, gipsað….
Gekk flott og húsnæðið svo sannarlega að taka á sig lit.
Kærar þakkir allir félagsmenn fyrir góða mætingu
kkv
Gunnar Ingi
18.12.2014 at 14:19 #774808Já… auðvitað er bara notað 0.5mm ál í endurvarps álplötuna hvert gramm telur
kkv
Gunnar ingi
18.12.2014 at 14:11 #774807Snjór og meir snjór, gleður mitt stóra harta
Fyrir valinu í dælum varð Aeromotive 340 lph dæla,sem afkastar mest 90 psi. Hún sinnir öllu sem þessi mótor þarf, hvort sem það er turbo á honum eða annað gotterí.
Nú er verið að setja gömlu xenon kastarana framan á hann með nokkrum led ljosum til að lýsa styttra… veit nú ekki hvenær ég á að nota eitthvað sem lýsir stutt… miðað við meðalhraðann úr síðustu stórferð
Ég komst að því að það er ekki hægt að filma plexi rúður, það dettur víst bara af…. þannig að ég þarf að setja see through svartar merkingar filmur utan á plexi glerið, það tollir víst.
Teppi fara fljótlega í hann, til að einangra hann betur í miklum kulda.
Talstöðin fer í hann líka núna, til að VHF loftnetið virki í plasttoppinum hjá mér þarf að vera álplata undir honum, í stærðinni = 30° horn frá toppi loftnetsins til allra átta. semsagt þarf loftnetið að vera fyrir miðju plötu og 30° hornið frá toppi loftnetsins verður að vera innan við þessa plötu svo þetta virki eitthvað. Ef VHF loftnet er staðsett á enda bílsins verður það stefnuvirkt fram á við, semsagt næst illa í menn fyrir aftan þann bíl, ef ég skildi þetta rétt Fjarskiptanefnd, þið megið endilega leiðrétta mig ef ég er að bulla
Jæja good times framundan.
Kær kveðja
Gunnar Ingi f4x4
18.12.2014 at 14:10 #774806prufa
18.12.2014 at 10:55 #774789TEST
-
AuthorReplies