Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.05.2013 at 10:45 #761945
Sæll Magnús,
Jú rafgalvaniserað járn er best í þetta, best í málun og suðu og endist mjög vel, betur en flest original boddy.
Þú færð búta af rafgalv upp í Málmtækni upp á höfða ef þú ert að dandalast í þessu sjálfur. 0.8 er original í flestum boddíum, þykkara er notað í ýmsar styrkingar og svoleiðis og alltaf auðveldara að sjóða 1.0 eða 1.25 eða 1.5 og jafnvel 2.0mm
k kv
Gunnar
25.05.2013 at 10:43 #766089Sælir,
Hér sérðu original hlutföllin:
Niðurgírunin í 1. gír er 3,592, í millikassanum 2,02 og í drifum 4,625. Hlutföll eru þau sömu hvort sem bíllinn er með bensín eða dísilvél.
Þessi hlutföll sem þú nefnir virðast passa fínt fyrir 35" til 38" dekk þannig að þú ættir að vera í góðum málum með þau.
ps, ég veit um vél og hásingar í svona bíl ef þig vantar hehe
k kv
Gunnar Ingi
14.05.2013 at 20:52 #765875Sælir,
Já þetta spjall hérna dó þegar ákveðið var að loka á alla nema greiðandi félaga og erfitt er að ná í þá sem fóru í fússi, síðan hafa menn verið hreinlega skammaðir hérna á spjallinu fyrir að deila sínum skoðunum af einhverjum aðilum hérna áður fyrr. (heimild frá fyrrv félaga sem ég fékk í dag).
Ég er nýkominn sem varamaður í stjórn og ætla að reyna að hafa einhver áhrif á þann veg að þetta geti komist í svipað horf og áður og að þetta verði einfaldlega staður fyrir menn með sama áhugamál : að ferðast um flotta landið okkar á fjórhjóladrifnum farartækjum í sátt við allt og alla… eða flesta , og síðan flottar og skrautlegar aðferðir við að breyta farartækjunum, því fleiri aðferðir því betri og við getum allir lært af hvorum öðrum í þeim efnum
Ég hvet því menn til að stofna nýja þræði með það sem þeir eru að bralla þessa dagana í skúrunum og verkstæðunum… ég mun hefja þráð um minn í sumar hér á f4x4, stefnan er tekin á nýjan cj7 framenda plast, lengja boddyið í unlimited lengd, uppa hestöflin í 300-400, baja fjöðrun með 8 dempurum allt í allt og 60 cm fjöðrun að aftan og 30cm að framan og auðvitað nota ég bara geim flugvélaál í þetta allt þar sem ég vinn í Málmtækni sem á þetta allt til semsagt CJ7unlimitedv8baja46" bifreið…. ætli ég þurfi að breyta skráningunni hehe.
K kv
Gunnar Ingi
JEEP wrangler/CJ7/unlimited blanda.
13.04.2013 at 15:46 #225929Sælir
getur einhver bent mér á hvar björgunarmyndirnar eru frá vatnajökli sem eru sífellt í myndsýningu á forsíðunni… þetta er að gera mig brjálaðann finn þær hvergi í myndunum hér á síðunni.
Þetta eru allt jeppar sem minn hópur skildi eftir, gaman að sjá umhverfið ekki í 30m á sek… þar sem við sáum bara 2-5 metra fyrir framan okkur þarna á niðurleið af jöklinum.
kv
Gunnar
13.04.2013 at 10:40 #765219Þessi pallbíll er gott dæmi um lélega hönnun Ameríkuhrepps á annars góðum bíl til að byrja með… þyngjum hann um helling setjum stærri rör undir hann.
2440 kg með 3.6 nýmóðins hásnúnings vél getur ekki skilað mikilli ánægju.
Wrangler hefur með nýjasta módelinu sínu alveg farið forgörðum í bílhönnun en neyðist líklegast til þess með öllum árekstrar skildum dagsins í dag. Síðan virðast þeir ekki geta hannað bílinn nógu vel svo hann megi vera með Hemi vélinni. (stóðst ekki árekstrarprófanir segja þeir)
Reyndar tel ég það vera smá ráðabrugg hjá Chrysler að bjóða þá ekki heldur vera með sterkan aftermarket… Mopar.. hemi vélar til sölu og ná þannig að selja sama aðilanum tvær vélar hehe… því það er löngu þekkt að þeir í ameríkuhreppi vilji stóra mótora með sínum bílum og sú krafa hefur verið á wranglernum í tugi ára og chrysler veit svo sannarlega af því…. spurning hvor einhverjar fleiri samsæriskenningar séu til um þetta ?????
kv
Gunnar… með V8 chrysler motor… tveir mótorar í sama bílinn hehe. en verður ekki Wrangler lengi.. CJ8 á dagskránni og Baja flugvélaáls fjöðrun PS MIG VANTAR CJ5-6-7-8 GRILL hehe ef þetta má……..
21.03.2013 at 12:00 #764787Sælir,
Minn bíll var þarna í þessari ferð og við komum niður um hálf tvö leitið, Jeep Gengið.
Wrangler 1990 41"
Ég er með 4.7 v8 nýmóðins mótor með háspennukeflum á hvert kerti o.s.frv. ég er með original loftsíubox úr grand cherokee og það er staðsett fremst í vélarhúddinu en það er þó engin bein leið inn að því frá grillinu og því ekki um scona COLD air intake í gangi.
Vélin hjá mér gekk eins og smurð allan daginn og reyndar allar okkar beinu innspýtingarvélar í hópnum okkar, en allir blöndungsbílar urðu eftir á jöklinum.
Ég er með kúplingsviftu á vélinni og því sífellt heitt loft að streyma um vélarsalinn hjá mér og ekki 1 snjókorn að finna í vélarsalnum eftir þetta BRJÁLÆÐIS VEÐUR. aðrir í hópnum voru með rafmagnsviftur sem voru til smá vandræða því þær söfnuðu inn á sig snjó á milli og allt varð brjálað þegar þær síðan fóru í gang. Þau húdd voru með snjó inn í sér en það gerði ekki neinn skaða þó svo að ég telji að kúplingsvifta sé betri kostur. Það var enginn snjór inn í lofthreinsaraboxinu mínu.
Vökvastýrið hjá mér hætti að virka en ég nennti nú ekki að fara kíkja neitt á það í miðju veðrinu og lét það eiga sig að keyra með vöðvastýri í 6 klst…. Vandamálið var að ég var með frárennslislögnina úr stýrisvélinni lausa , þ.e.a.s. hún var ekki tjóðruð við grindina. Á hana hlóðst 3 kg ísklumpur og sveiflaðist hún til hliðanna á því og losaði rónna efst á stýrisvélinni og það var ástæðan fyrir vöðvastýrinu, en veður leyfði ekki að fara laga það á jöklinum. Reddað í höfn á 15 mín.
Ég var ekki með rakavarða vírana hjá mér umfram það sem er gert original í verksmðjunum úti en allar tengingar á þessum nýmóðins vélum eru þó allar smurðar og með gúmmíþéttingum.
Miðstöðin hjá mér stíflaðist 70% útaf veðrinu og gerðar verða betrumbætur svo maður geti nú sogið loft innan úr bílnum … aðeins of gamall hjá mér til að það sé hægt original 1990.
Mesta vandamálið var að sjá út um gluggan því sífellt skóf fyrir gluggan og hlóðst á hann ís.
Endilega spurjið ef ykkur vantar svör við einhverju
kv
Gunnar
22.02.2013 at 08:40 #761089tvær góðar uppástungur komnar fyrir svona létt setup, rover vélin og toyota… allt eftir því hvað menn kalla AFL…
toyotan getur pungað út kannski 150-170 hp með léttvægum breytingum en yrði alltaf hásnúnings vél. Roverinn er aftur á moti hægt að fara með í 250 hross og samt halda togi án þess að fara í blásturs ævintýri.en að setja 350 klett í svona bil er rugl… nema það sé LS ál mótor. Vortec 4.3 vélarnar eru ekki þekktar fyrir að vera neitt léttar heldur og þú verður líka að pæla í hvaða hásingar þú ert með undir bílnum og hvað þær þola…. þú setur ekki 300 hp mótor með sidekick hásingum…. það kostar nýjar hásingar sem kostar meiri kg..
Leitaðu þér að mótor úr áli ef hann er 6 eða 8 cyl annað kemur þér beint í 1300-1400 kg. Þú verður líka að skoða hvaða skiptingar og millikassar eru í boði fyrir þá vél sem þú ákveður, sumar eru einfaldlega mun þyngri og stærri en aðrar.
Þú ert með suzuki sidekick, skoðaðu 2.5 suzuki motorinn úr grand vitara… gæti verið einfalt upp á gírkassa og millikassa.
Izusu trooperinn er með v6 álvél 3.5 sem skilar ágætlega, reyndar gæti verið erfitt að massa rafkerfið í henni án þess að taka það allt yfir og ná sér í rafmagnsvíraklippur :), flest allar dísilvélar eru frekar þungar fyrir þennan bíl, nema einhverjar nýmóðins 2.0 ál dísilvélar sem væri reyndar gaman að sjá í svona léttum bíl… t.d. átti ég um daginn Bmw E90 með 2.0 dísel 173 hp og endalaust tog en það er vonlaust…. nema þú virkilega hafir gaman af rafmagnsveseni
jæja ég skal hætta að skipta mér af
15.02.2013 at 14:32 #763697Kíktu við í Poulsen, þeir eru með Valvoline mjög góðar olíur, 5w 30 eða 0w 40 synthetic olíur, algjörlega sambærilegar mobil 1.
Hérna geturðu farið og séð hvaða olíu þú átt að nota á bílinn þinn, týpuna magnið og allt, mjög flott síða hjá Valvoline. Sérð líka hvað á að fara á gírkassann.. drifin og fleira.
http://www.valvolineeurope.com/english/ … nt_advisor
kv
Gunnar
09.02.2013 at 10:38 #763323Þar sem þessi dekk springa er við hliðina á stærsta kubbnum sem liggur frá hlið dekksins inn að nærri miðju þess. Það er fjórði hver kubbur sem er þessi stóri, þú sérð það ef þú horfir á dekkin. Þennan kubb þarf að skipta ansi mikið niður og því meira af hliðarmunstri sem þú tekur af því betra. Síðan þarf að skipta öðrum kubbum á dekkinu niður líka til að minnka hitamyndun, þau eru veik fyrir því eins og flest dekk í dag.
Pabbi minn átti ein af fyrstu irok 39.5 radial dekkjunum og á enn… þau eru orðin tja að verða 9-10 ára gömul og ég skar þau fyrir hann glæný og þau eru fyrst að sýna sprungumyndun núna, þannig að mikill skurður er betri en minni. Reyndar held ég að microskurður gæti hjálpað líka en það var ekki gert. Sá bíll hefur alltaf drifið þrusuvel á þeim og hann mjög ánægður með þau í alla staði.
Valsaðar felgur eru möst fyrir þessi dekk.
Góðar stundir.
kv
Gunnar
06.02.2013 at 08:37 #76330939.5" Irok henta mjög vel undir t.d. Grand Cherokee sem er sirka 2 tonn og með v8…
hef ekki reynslu af 42 diagonal dekkjum, en flestir virðast ekki tolla á þeim lengi.
06.02.2013 at 08:35 #759121Sammála Hafliða,
29.01.2013 at 16:39 #225480Sælir Félagar,
Vildi bara láta ykkur vita af svolítið skemmtilegum hlut sem hægt er að gera við 1999-2001 módelið af Grand cherokee og Dodge Ram og Dakota sem eru með 45RFE sjálfskiptingunum. Þær koma 4 gíra í þessum módelum og síðan breytast þær í 5 gíra 545RFE árið 2002.
Málið er að þetta eru nákvæmlega sömu skiptingar nema hvað þeir breyta skiptingatölvunni þannig að hún raðar þessum 3 kúplingum á annan hátt inn í skiptingunni (ekki spurja mig um tæknileg atriði hehe) og býr til auka OD overdrive gír sem er 0,67 og semsagt fimmti gírinn á móti 4 gírnum sem er 0.75. Þetta þýðir bara minni eyðsla á þjóðvegsakstri. Reyndar bætir þetta líka skiptingarnar og hann skiptir sér mun betur.
Ég var að láta gera þetta við Wranglerinn minn sem er með 4.7 V8 mótorinn og 45RFE skiptinguna… tja reyndar er hún orðin 545RFE í dag hæstánægður með að þessa breytingu nú er ég með 5 gíra, reyndar eru 6 gírar í henni núna en þið getið lesið ykkur til um það á netinu afhverju það er …
Mín ástæða fyrir þessu er að geta komist hraðar í lága drifinu… 80 kmh var það sem ég komst síðast… núna er ég að horfa á 90+
Þið sem hafið áhuga á að fá 5 gíra skiptingu í ykkar bíla hafið samband við Hlöðver hjá Bíljöfur og þeir sjá um að flasha skiptingatölvuna og uppfæra þetta. PS. þetta er ekki dýrt.
kv
Gunnar v8 5-6 gíra sjálfskipting
24.03.2012 at 19:10 #750629Jeep Gengið,
Færið fram að gæsavötnum , frekar blautt en enginn vandi að drífa, eftir gæsavötn = fallegur blámi útum allt og enginn vandræði að drífa heldur en við þekkjum svosum ekki annað…
Okkur gekk fínt frá Versölum upp að víkurskarði og þaðan inn í gæsavötn þar sem krapinn var farinn að segja vel til sín í gær og gengu kafbáta lýsingar á milli manna. Besta ráðið var þó að koma sér vel fyrir og botna 8 cyl vélarnar í bílunum og fljóta yfir krapann, það gekk mjög vel, við prufuðum að fara hægt í þetta og ryðja… en hættum því fljótt þar sem bensín ráðið virkaði of vel.
Við töfðumst vegna brotinnar stýrisstangar í Patrol sem fékk að fljóta með okkur, síðan gataði ég dekk hjá mér í grjótinu(og felgan lak aðeins) þegar nær dró mývatni og einn öxull í wagoneer sem fór að framan en annað var það ekki. Auðvitað suðum við þessa stýrisstöng saman eins og jeep genginu er einu lagið og gerðum við dekkið hjá mér og wagoneerin var kominn með nýjan öxul í gang kl 11 um morguninn daginn eftir með hraðsendingu frá RVK og felgan hjá mér soðin og tilbúnir fyrir nýjan dag.
Frábær hópur og góð ferð norður og það náðist smá kappakstur þegar norðar dró á sléttunum þar. 5000 rpm og 6000 rpm sáust oft og brosið dó ekki af mönnum þrátt fyrir langt ferðalag eða um og yfir 300 km og 17 klst þennan daginn og meirihlutann í krapa og síðan í traktors förum á sprengisands leiðinni aðeins norðar en Gæsavötn… T.d. lenti ég í einu farinu af þessum stóru trukkum og bílinn hjá mér sökk 6 cm í snjónn með vinstri hliðinni en hin hliðin var 50 cm ofan í farinu og bíllinn hallaði ansi vel hehe. Við hættum þó að vera nálægt þessum förum og keyrðum niður að mývatni og komutíminn var um 1 leytið. Mættum Eyjamönnum á leiðinni að sækja einhvern bilaðan bíl.
ég er reyndar orðinn sófariddari þar sem felguboltar/bremsudiskur/felgur/sprungið dekk og samblanda af þessu orsökuðu það að ég varð að snúa frá og reyndar vegna stórafmælis nú í kvöld 😉
Frábær ferð norður og mjög góðar móttökur á hótelinu.
myndir koma seinna
kv
Gunnar
Jeep Gengið
Wrangler v8 41" Irok.
07.03.2012 at 13:57 #751469Passadu samt ad nota bara valsadar felgur med mt dekkjunum því þau eru mjög rúm á óvölsudum felgum og eydileggjast fljótt þ.e. Fara leka með kantinum og affelgast eftir rýmkunina sem þau hljóta við að vera á of litlum felgum . Ekki kaupa notud dekk sem voru ekki á völsudum felgum = hætta á því að þau séu skemmd kv gunnar
20.02.2012 at 16:59 #750457Sæll Freyr,
Of margir naglar = minna grip á þurru og blautu malmbiki en mun betra á ís.
Kíktu á Trelleborg ísdekk… fyrir mótorhjól og einnig rallýdekk fyrir ísilagðar brautir = margir naglar meira grip í ís auðvitað verra á malbiki.
En 1 í hvern kubb er kannski of mikið og óþarfi kannski að gera það fyrir miðju dekks. Öll ný negld dekk eru negld óreglulega og ég myndi negla mín dekk þannig í dag, googlaðu t.d. Bridgestone Noranza 2 og sjáðu neglinguna þar og ýtku hana bara aðeins….. ég hef aðganga að einni byssu ef þig langar að gera þetta sjálfur. (9mm breiðir naglar) fínir í þetta.. óþarfi að vera með trukkanagla.
kv
Gunnar
15.02.2012 at 16:13 #748958Spurning til stjórnar :
Hefur stjórnin fengið tilboð í eldsneytiskaup fyrir klúbbinn undanfarin ár ?
svör mega berast í nýju lokuðu spjallsvæði þar sem einungis klúbbfélagar geta séð.
09.02.2012 at 09:22 #748948Bensín og olíuverð.
Já það er nokkuð augljóst að allir eru með sama afsláttinn , sama hversu stór eða lítill kaupandinn er. þá er ég að tala um lítil félagssamtök eða stór eða um 12 krónurnar frá þjónustudælingu. Síðan eru þessir pungar sem gefa álíka afslátt á sjálfsölunum til einstaklinga og við hinir sem erum í nokkur þúsund manna samtökum.
Nota bene við(f4x4) fengum þennan afslátt að mig minnir þegar eldsneytisverðið var í kringum 150 kr. Þá mátti sjá að við vorum með um 8% í dag erum við með um 4,8% sem gefur auga leið að skerðingin er svakaleg og allir virðast vera með þennan afslátt.
Er hagsmunabaráttan horfin hjá stjórninni ? eða er þessi afsláttur orðinn það þekktur að öll félögin vita hvað er verið að bjóða og því bjóða allir það sama, höfum við boðið út okkar eldsneytiskaup til annara félaga undanfarin ár ?
Ekki láta mig byrja að tala um þessa ríkisstjórn og stefnuna hennar……….. (Yaris á 31" dekkjum væri líklegast farartækið sem þeir vildu að við notuðum …) og því fær þjóðin ekkert þar tja nema kannski auknar álögur til að standa undir lífeyrisgreiðslum ríkisstarfsmanna sem eru víst einu tryggðu greiðslurnar á landinu.
kv
Gunnar
13.01.2012 at 10:42 #222075Sælir félagar,
hefur Icecool flutt eitthvað inn af 41.5 “ radial dekkjum ? Hefur einhver prufað þetta, dekk eru reyndar svo dýr í dag að við verðum allir komnir á útslitin dekk eftir 1-2 ár…
Þessi Pitbull 41.5″ dekk fást fyrir allar stærðir af felgum, frá 15″ og upp í 20″ …. gæti verið spennandi kostur.
kv
Gunnar
09.12.2010 at 17:12 #713102Sælir,
Meira flot = Dick Cepek
Meira grip = Irok
Aflminni bílar ættu að nota Dick cepek en aflmeiri bílar gætu nýtt sér grófleikan í iroknum til að þeyta sér meira áfram.
Það er sirka 28% meira rúmmál í Dick cepeknum heldur en í iroknum og því fljóta þau betur en ég hef aftur á móti séð marga á 42 irok og líka mjög vel við, sérstaklega útaf gripinu á móti dick cepek sem er oft gott að hafa 😉
Gaman að fá sma umræðu um þetta
kv
Gunnar
02.12.2010 at 20:10 #712306Sælir,
VArðandi viftuna,
ég er með sömu vél og þú í jeppanum mínum, hún var með þessa dælu viftu. Félagar mínir eru margir með rafmagnsviftur og þær eru einfaldlega ekki nógu öflugar í meðvindi í þungu færi, það ofhitnar nærri því alltaf hjá þeim.
ég fór gömlu leiðina og setti bara kúplingsviftu úr ZJ sem passar beint framan á vélina, no brainer aðgerð. sömuleiðis passar vifta úr ford ranger 1995… sirka.. þær skrúfast bara framan á eitt hjólið sem er fyrir miðju vélar.
ég hef reyndar ekki heyrt um nein vandræði með kúplingsviftuna, en ég vildi sjálfur einfalda allan búnað sem fer í fjallajeppan minn, nenni ekki að vesenast í sprungum háþrystislöngum upp á jökli.
Varðandi hraðamælinn, þá er hægt að breyta honum með venjulegri obd2 tölvu um nokkrar dekkjastærðir, en þó ekki nema upp í 30" úr 28"… minnir mig. Ef þú ert með rétt hlutföll á móti dekkjastærð ættirðu ekki að vera miklum mun og því gæti þessi litla breyting hjálpað.
kv
Gunnar
-
AuthorReplies