Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.08.2013 at 19:38 #37863527.08.2013 at 11:45 #378634
Sælir,
ég er einmitt búinn að vera í góðu sambandi við Krissa og Tedda um það hvort hann náist á hjólin, en það er orðið ansi tæpt á því að það takist, það er það mikil smíði eftir í grindinni til að hann standi í hjólin en allt er opið ennþá…. í nokkra daga í viðbót.
kv
gunnar
25.08.2013 at 19:57 #378632kramið kemur beint frá Ameríku hrepp. vél ls2. skipting 4l60E og millikassi np231c
afturhásingin breikkaðist í 66″ og verður síðan með 1.5″ spacerum til að ná 69″ lokabreidd
bremsudiskarnir koma af wj cherokee og ál bremsudælurnar frá renault hehe allt þarf þetta að vikta sem minnstmyndir koma fljótlega af því.
kv gunnar
23.08.2013 at 16:57 #378629Smá update…
Búið er að rífa allt rafmagn sem tengdist fyrri vél úr boddýinu, ég sé að ég var greinilega mjög þolinmóður maður þegar ég setti þessa vél í fyrir 11 árum síðan…rafmagnshrúgan, jæja það kemur mynd seinna.
Byrjað er að smíða hásingarnar og klárast afturhásingin um helgina líklegast…. síðan verður fremri tækluð.
kv
Gunnar
21.08.2013 at 09:12 #37862818.08.2013 at 20:17 #378627hehe
smá pása um helginafleiri myndir koma á þriðjudaginn
reyndar kom vélin+gírkassi+millikassi + fullt af öðru dóti til landsins í dag
fæ það bráðum
kv Gunnar
16.08.2013 at 16:00 #37862516.08.2013 at 10:31 #378624Hehe já það væri ein lausnin en ég vill ekki svíkja 7 grilla lookið sem Jeep er með svo heilagt.. en ég er þó að lengja bara járn boddýið mitt núna sem er í fínu lagi ennþá en stefni á ál eða plast boddy eftir einhver ár… maður verður að hafa eh á stefnuskránni þar sem að framendinn er nú þegar allur plast.
Það væri reyndar hægt að smíða grilllið þannig að bilin myndu bara aukast um 2-3 cm hvert…. og skipta út grilllbitunum fyrir TJ grillbita sem eru aðeins sverari en í CJ7 sem ég er að fara í núna… en úff vinnan væri svolítið extreme en samt góð hugmynd… það er ekki eins og maður sé að drukkna í plássi Þetta verður hugmynd í næstu útfærslu á þessu greyji sem ég eignaðist fyrir 16 árum síðan.
Hefur einhver hér rifið hliðar afturrúðu úr svona wrangler ?? ég var að selja mínar og veit já eiginlega ekki hvernig ég á að ná þeim út
kv
Gunnar
16.08.2013 at 08:42 #378621Smá vinnu update.
Í gær smíðaði ég lengingu í grindina , 38 cm að aftan og 8 cm að framan en hluti af lengingunni kemur með festingarplötunni fyrir coiloverinn og bypassinn. Ég sótti fullt af íhlutum úr bílnum í gær , millikassann – pústið – bensínslöngur og bremsuslöngur fengu að fjúka ýmist eða í geymslu.
Ég á NP 242 millikassa með styttu úrtaki að aftan með drifskafti með tvöföldum lið (nýr síðan í fyrra) og draglið. til sölu ef einhverjum vantar… verðið er 20 þús…. (rétt fyrir tvöfalda liðnum.) maður sér þetta á myndunum fyrri ofan. Annars fer hann bara í skúrinn og bíður næsta verkefnis.
Ég fór skemmtilega ferð í gær í skúrinn hjá Valla málara, þar var að finna mjög verklega röragrind og álbody í TJ unlimited lengd og fleira góðgæti.
Planið með framhásinguna er að setja WJ Grand cherokee liðhús til að fá stærri bremsur ásamt stærri gatadeilingunni. Til að breikka hásinguna nota ég Dodge ram 1995 innri öxul sem er 20.12″ að lengd vinstra meginn og hægra meginn er það Dodge W100 1981 sem er 37.22″ sem gerir hásinguna sirka 69″ að breidd milli bremsudiska sem er kallað Full Size í bandaríkjunum… og er breiddin svipuð og í F250… Til að covera þetta þarf kanta sem standa 335mm út fyrir body… jábs þetta verður ágætis Flug Rella ef hann drífur ekkert. Síðan notast ég við 4.88 hlutfall og truetrac læsingu…
Að aftan nota ég ál Dana 44 úr WJ Grand cherokee, hendi öxlunum úr henni og keypti mér chromoly öxla frá Yukon sem eru styttanlegir og eru því í fullri lengd 34″ hvor sem ég enda með að nota óbreytta í sirka 69″. Þessir öxlar eru gerðir fyrir XJ og TJ sem eru með stærri legu út við hjól sem ég notast við líka. Legurnar í WJ eru mjög aumingjalegar og þarafleiðandi er öxulendinn það líka. sirka 32mm á móti 40 mm í XJ út við hjól. Diskalæsingin fær að vera ennþá.
Framstífurnar nota ég ennþá en þær eru úr 7075 flugvélaáli… jábs sirka 50% sterkara en venjulegt járn og 2.5 sinnum léttara. Nýju stífurnar að aftan sem bera meðal annars demparana á sér verða úr sama efni og einnig A stýfan sem verður ofan á.
Guðmundur Jónsson http://www.gjjarn.com er búinn að teikna upp alla fjöðrunina á bílnum og þar á meðal stífurnar og álagsprófa þær í einhverju Geim forriti þannig að þetta á allt að vera alltof sterkt en þó létt. Það sem skiptir þó mestu er að þetta er sett upp til að hann tracki rétt fyrir snjókeyrslu og aksturseiginleikar verði góðir.
best að fara tæta boddyið…
Fleiri myndir koma seinna.
kv
Gunnar
15.08.2013 at 10:25 #378618Sæll Teddi,
Já ég las einmitt þráðinn hjá þér um daginn um þetta. Maður leysir sprungnu hliðarnar með því að fá Túrista bíla dekk, þau eru kláruð á hálfu ári fullpumpuð í keyrslu og því hliðarnar alveg í topplagi. Ég er að mjókka sporbreyddina á dekkjunum töluvert með því að vera með þetta á 14″ felgum en eina leiðin til að þetta virki er að vera með haugslitin dekk og skera þau síðan í drasl… ef svo má komast að orði. Því einmitt það sem þú nefnir að það sé gott að keyra þau á malbikinu gerir þau einmitt að góðum snjódekkjum því það eru auka strigalög í þeim sem gera þau líkari Radial en t.d. cepekinn sem er ókeyrandi og að mínu mati ekki góð snjódekk… hehe
Semsagt er ástæðan fyrir því að radial virkar betur í snjó að dekkið rúllar auðveldara og heldur betur lögun þegar það er úrleypt og myndar betra fótspor til að fljóta á móti t.d. cepek sem er bara eins og blaðra og rúllar engan veginn úrhleypt né er það gott keyrsludekk.
Pabbi var á þessu gleðigúmmíi á ramnum sínum sem var 2350 kg 18″ breyðar felgur og sá bíll dreif alveg en gerði aldrei neinar rósir.
Allavega hef ég ekki hitt 44″ bíl sem hefur drifið meira en minn á 39 eða 41″ dekkjum… Það var ástæðan fyrir að ég fór aldrei með minn á gleðigúmmíið þó svo að ég hafi breytt honum fyrir þau fyrir nokkrum árum síðan. Það er líka ástæðan fyrir því að þrátt fyrir breytinguna fyrir 46″ get ég notað mín 41″ ennþá undir honum og ekki haft hann með þau langt fyrir innan kantana því þetta er jú smá tilraun að fara með 1650 kg bíl á 46″ dekk…. með 430 hö.
Gumma bíll er jú það sem ég horfi á þegar ég lít til þessarar breytingar á móti t.d. þinni reynslu, þar eru mjög slitin dekk að virka undir 1700-1750 kg bíl en ekki eins vel lítið slitin dekk undir 2400 kg bíl með ofurhestöfl.
Segðu mér Teddi, er það flotið hjá þér sem er vandamálið á þeim eða bara gleðipinna vandamál
15.08.2013 at 08:54 #37861615.08.2013 at 08:51 #378615Sælir
Rúnar, nei beygjumál verða ekki vandræði, ég er búinn að handvelja stýrisenda sem eru þannig í laginu að þeir fara nær hásingunni í beygju en aðrir endar Eru semsagt eins og L í laginu eða því sem næst.Agnar, Já ég hef verið hlynntur því líka að vera ekki með svona léttan jeppa á 46″ en bíllinn hans Gumma drífur bara anskoti mikið og þetta verða eins mikið slitin dekk til að þetta verði nothæft. Þetta er hins vegar tilraunaverkefni og bíllinn verður með 41″ dekkin á sama stað í köntunun utanlega séð þannig að hann mun ekki líta illa út á þeim þó svo hitt virki ekki nógu vel :). Semsagt er backspace á mínum 14″ felgum í dag akkurat þeim mun minna sem að 46″ dekk standa innar á innvíðu felgunum þannig að bæði dekkinn sleikja ytri kantana á bílnum þannig að hann verður minna ljótur þannig og ég bíð þá bara spenntur eftir 44″ radial hehe .
hásingar já ég verð með í raun sömu hásingar nema með smá styrkingum.
Framhásingin er Dana 44 reverse og hún fær nýja lengri öxla inn í sig beggja vegna (lengi hana beggja vegna í 69″ úr 60″) og síðan chromoly ytri stubba til að þetta dugi. Truetrac læsing og 4.88
AFturhásingin er Dana 44 Ál með chromoly öxlum og diskalæsingu. (breikkuð í 69″)
Semsagt er ég með lása sem brjóta ekki öxlana svo glatt og svíkja frekar þannig að þetta ætti að duga vel, allavega dugar svipaður búnaður hjá Gumma þó svo að hestöflin séu örlítið færri, en hestöflin brjóta ekki…. heldur fæturnir og hendurnar þegar þær vinna illa saman hehe.
Já Kiddi er smiður nr 1 í þessu. Ég fæ litlu verkefnin og er að fara tæta innan úr boddyinu allt gamla wiring loomið úr 4.7 vélinni og gamla mælaborðið í honum og setja nýja plötu í staðinn Cj 5-7 look á því með einhverjum mælum.
Sæll Bjarni, já þú sást rétt, ég sótti boddyið í gær og þetta svíngengur… ennþá
hér eru fleiri myndir
kv
Gunnar
14.08.2013 at 09:24 #378607Hérna eru felgurnar tilbúnar, 16″ háar og 14″ breiðar….. jábs fyrir 46″… hehe þetta er smá tilraunaverkefni.
Annað sett af felgum þarna eru 16″ háar og 16″ breiðar en þær fara undir WK cherokee sem verður einnig breytt á 46″ með 426cc vél og coilover skemmtilegheitum.
Þessar felgur eru með 19 cm backspace, þannig að miðjan í felgunni hjá mér er nær alveg í miðjunni sem setur lítið álag á legur og spindilkúlur en mikilvægast er að bíllinn heldur aksturseiginleikum mun betur á svona innvíðum felgum og 46″ dekkjum. Síðan eru þær valsaðar að sjálfsögðu. Ég er að breyta gatadeilingunni úr 5×4.5 í 5×5 til að gera þetta allt sterkara fyrir stóru barðana.
Þessar felgur smíðaði Guðmundur Jónsson http://www.gjjarn.com sem er einnig minn aðal hönnuður í þessu verkefni ásamt Kidda sem sér um mest af smíðinni.
Fleiri myndir að vænta…. boddýið fer af grindinni í dag.
kv
Gunnar
13.08.2013 at 21:22 #378611takk
coiloverinn kostar 300 dali
bypass 540 dali
150 fyrir bumpstopflutti inn allnokkrs svona fra http://www.profendersuspension.com
kv gunnar
13.08.2013 at 16:16 #37860804.08.2013 at 10:27 #766963sælir
ef þú ert með 4.0 vélina þa er 4:56 mjög góð. Ef þú ert með 2.5 vélina þá er 4:88 betra.
þetta mun alltaf vibra í fyrsta gúr utaf þvi að það er að snuast upp á hásinguna með fjöðrunum ofan á.
kv gunnar
31.07.2013 at 08:41 #766839Sælir
fyrir 33" dekk dugir 2" hækkun, þannig að klossar undir gormana er ódýrasta lausnin fyrir þig, en besta lausnin væri þó að boddyhækka hann um 2" og láta það duga því þá ertu með alla fjöðrunina original og bíllinn verður skemmtilegri í akstri þannig. eða bara alveg original og þú þarft ekki að breyta neinu í fjöðruninni né dempurum né drifskafti, ef þú hækkar hann á gormum um 2" þá þarftu að breyta dempurunum og þú færð aðeins verri halla á stífurnar hjá þér sem gerir bílinn hastari og þú getur ekki látið hann teygja sig eins langt niður útaf drifskaftinun að aftan. Þú gætir þurft að lengja afturdemparana um það sem drifskaftið leyfir að aftan, sem gæti verið 1" eða kannski sleppa 2"
kv
Gunnar
23.07.2013 at 09:14 #766835Sælir,
Ef þú setur 4" undir gormana þá þarftu eins og fyrr segir að færa stífufestingarnar niður allavega um 2" eða á upp á hásingunni um 2-4", annars verður bíllinn hastari en an…. síðan geturðu lengt demparana(augun) ef þú ætlar ekki að fá þér nýja…. Setja klossa undir samsláttarpúðana sem taka mið af nýju dekkjunum sem þú setur undir og að lokum þarft annað hvort að síkka hlífðarpönnuna undir millikassanum um 1-2" með klossum og lengri boltum til að bjarga drifskaftinu eða að fá þér SYE (slip yoke eliminator) sem kostar reyndar um 60 þús komið þeim…
Önnur leið sem sparar þér fullt af vinnu… í suðu og pælingum allavega..
Settu 2" klossa undir gormana og síðan 2" hækkun á boddýi og 1" síkkun undir hlífðarpönnuna og þá sleppurðu við allar stífufestingu breytingar.
Besta leiðin þó er að færa allar festingarnar á hásingunni sem nemur hækkuninni og fikta ekkert í grindarfestingunum, þá bæði minnkarðu festingar undir hásingunni sem krækist oft í eitthvað óæskilegt en á móti er þetta mesta vesenis leiðin hehe er það ekki alltaf.
eitt tips… fáðu þér dempara undan Cherokee XJ eða ZJ, þeir eru 3-5 cm lengri en í TJ wrangler og ég held þeir passi á milli, festingalega séð, allavega gera þeir það að framan.
kv
Gunnar
Wrangler áhugamaður , CJ7 verðandi
27.05.2013 at 13:34 #766091Sæll Elvar,
Þetta eru bara standard afturhásing undan terrano Diesel, (nota bene diesel bílarnir koma með stærra afturdrifi að mig minnir) og síðan er framfjöðrunarbúnaðurinn líka.
Vélin er disel 2.7 standard og gengur fínt, veit ekki kílómetratöluna en félagi minn á þennan bíl, boddyið á honum er ryðgað og en allur drifbúnaður í fínu lagi að mér skilst.
Þetta er semsagt heill bíll óbreyttur og hann er að parta hann niður að mér skilst.
síminn hjá honum er 868-5851 og hann heitir Hemmi. Ég fékk uppplýsingarnar um drifin í þessum bíl bara með því að googla þetta
Það er lokað hjá þér að fá einkaskilaboð og því gat ég ekki sent þér þau sem slík.
k kv
gunnar ingi
25.05.2013 at 10:52 #766013Sæll Sveinbjörn,
Það var mjög gaman á fundinum og ýmsar skemmtilegar leyniupplýsingar um sýninguna komu fram hehe
t.d.
Verða á sýningunni nær allt Jeppar sem hafa aldrei áður verið á sýningum þannig að þetta verður mjög áhugaverð sýning og ýmsar upplýsingar verða um alla bílana.Allar stærðir bíla verða þarna og Kristján og Teddi virðast vera með þetta alveg under control
Hlakka mikið til.
k kv
Gunnar ingi
-
AuthorReplies