Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.12.2015 at 21:07 #935070
Sælir.
Ég setti 35w xenon í svona kastara fyrir ansi mörgum árum síðan. Það svínvirkar og mæli ég með því. Ég myndi nú láta 50w xenon duga því annars færðu bara snjóblindu þegar dimmir 😉
Kkv Gunnar
05.10.2015 at 08:15 #931275Á félagsfundinum í kvöld í Málmtækni HF að Vagnhöfða 29´kl 20:00 verðu þessi jeppi til sýnis ásamt öðrum flottum Willysum og mögulega fleiri jeppategundum.
Allir áhugasamir um flotta jeppa að mæta.
kkv
Gunnar Ingi
ps tek það fram að hann er engan veginn tilbúinn haha þetta er endalaus smíði og gleði að eiga svona tæki.
13.08.2015 at 16:12 #226393Jæja þá er komið að því.
Þessi verður rifinn og hann fær að halda hurðunum og gluggastykkinu óbreyttu…..
Verkefnalisti:
Lenging í unlimited
CJ 7-væðing (nýr plastframendi og auðvitað skottlokið og nýtt mælaborð..)
LS2 (430 hö)
Coilover + bypass framan og aftan. (fjöðrunarlengd : 30cm framan og 50cm aftan)
46″ barðar
hásingabreikkanir.
já og allt hitt sem fylgir… úff.Ég ætla að vera með smá build(smíða) þráð um jeppann minn hérna í spjallsvæðinu og bið ég því menn um að commenta aðeins um þennan bíl en ekki tapa þræðinum í eitthvað annað
Ég lofa mörgum skemmtilegum myndum um verkefnið og framvindu þess.
kv
Gunnar
17.03.2015 at 17:29 #777569mega ferð
10.03.2015 at 14:01 #777267Sælir
Jeep Gengið átti frábæra stórferð að þessu sinni.
Ferðin hófst á glæruðum þjóðvegsakstri norður og ákváðu veðurguðirnir að refsa okkur fyrir það og feikja tveimur af okkar gengi útaf veginum en allt í góðu þar með smá bónus snjóakstri. Ferðin norður gekk vel að öðru leiti og allir mættir í Sveinbjarnargerði um kvöldið og jákvæður og skemmtilegur verti þar tók vel á móti okkur.
Föstudagurinn var skipulagður og ákveðið var að fara inn í Flateyjardal. Þar voru tækin prufuð og hestarnir notaðir en sæmilega var af snjó þar. Fjallagengið var þar einnig og áttum við góðan dag þar sem endaði í all hressilegri rigningu.
Föstudagskvöldið var tekið með Rib eye og Bernaise eldað á staðnum og nóg af kjöti á mann. Enda langur laugardagur framundan.
Þegar að laugardegi kom tók Skeljungur við okkur með bros á vör og mikilli þjónustulund og þar hittust menn áður en förinni var heitið á Vaðlaheiði þar sem leikdagur var skipulagður af Eyfirðingum. Þangað var farið og mikið var notaf af eldsneyti sem leiddi oft til krampa í kinnum manna útaf miklu brosi.
Bílasýningin á Hofi tók við og voru allir jálkarnir stilltir upp og þvílík fegurð hefur sjaldan sést norðan heiða. Eyfirðingar böðuðu okkur í kleinum þar sem fáir mættu í Réttartorfu eins og áætlað var í upphafi. Eftir það lá leiðin í hof þar sem dýrkaður er hinn heilagi AMC mótor.
Restin af deginum fór í að skrúfa upp einn Grand á coilover gormunum og myndaðist þar 5 bjóra skuld hjá eigandanum eftir að fimm vaskir menn tóku sig til og skrúfuðu hann upp á planinu í Sveinbjarnargerði með fagmanns vinnubrögðum.
Kvöldið hófst síðan með samsöng í rútunni á leið í Golfskálann þar sem veisla tók við og Stjórnin lék á alls oddi það kvöldið. Maturinn góður og skemmtunin enn betri.
Á sunnudeginum vöknuðu menn mis glærir og morgunmaturinn beið okkar eins og á besta hóteli. Eftir það var ekið á Varmahlíð þar sem pulsur og bensíndælur fengu að finna fyrir okkur. Skiptabakkaskáli var síðan spenntur að fá okkur og Skagfirðingar tóku vel á móti okkur með vöfflur – kleinur – kaffi og rjóma. Þaðan var ferðin áætluð upp á kjöl og yfir.
Veðrið tók ekki vel á okkur og voru sumir ekki ákveðnir í að halda áfram og snéru við. Við vorum þó fjórir sem ákváðum að freysta gæfunnar og héldum áfram yfir kjöl. Þar hittum við hin skrýtnustu gengi á ferð. Fyrsta gengið var eldgamalt eða frá 1918 að mér skilst. Næst gengi var svo fúlt að varla mátti ræða við þá menn og þriðja gengið var nú frekar dónalegt með tútturnar útum allt. Ferðin yfir kjöl var með blindu, snjókomu, þæfingi, sól, logn, heiðskýru og öllu því er Ísland hafði upp á að bjóða. Nóg var af snjó og margir skaflar tóku á móti okkur. Erfitt var að sjá þegar maður ruddi veginn þa sem lausamjöllinn fyllti húddið, ljósin og rúðuna þannig að skyggni var nær ekkert. Áfram gekk þetta og niður af Kili komum við um miðnætti. Eyðslan frá Varmahlíð að Geysi var um 90 lítrar á 8 gata eyðsluhákunum okkar.
Restin af genginu sem fór þjóðveginn átti ekki dagana sæla því Holtavörðuheiðin var lokuð og ákveðið var að keyra nesið til að komast heim. Þeirra heimkomutími var rétt á undan okkur. Allir þó glaðir og ánægðir með helgina.
Takk fyrir okkur Eyfirðinga og Skagfirðingar.
Takk allir sem áttu hönd í að skipuleggja þessa ferð sem heppnaðist mjög vel.
kkv
Gunnar Ingi
Hópstjóri Jeep Gengisins
24.02.2015 at 21:22 #77699524.02.2015 at 08:57 #776967Sælir
Listinn er að klárast, enn eru nokkrir ógreiddir , sumir með félagsgjöld og aðrir með ferðagjöld. Við birtum hann um leið og við hendum þeim út sem eru ógreiddir 😉 Fjöldinn er kominn yfir 80 bíla ef allir greiða.
Hópstjórar fá póst bráðum með fund á morgun þar sem miðar verða dreifðir og límmiðar á bílana og annað. Eftir þann tíma fást ekki miðar eða límmiðar eða annað. Þeir sem eru ógreiddir fá ekki miða í ferðina. Hvort sem það eru félagsgjöld eða ferðagjöld.
Kær kveðja
Gunnar Ingi
19.02.2015 at 09:45 #776873Sælir
Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ferðin er eingöngu leyfileg fyrir Félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4, þ.e.a.s. annar aðilinn verður að vera greiddur meðlimur í klúbbnum til að fá þátttökurétt.
kkv
Gunnar Ingi
19.02.2015 at 08:06 #776871Sæll Kristján,
Já það stendur til að Hópstjórar hittist þann 25. febrúar þar sem miðar í matinn fyrir norðan og límmiðar verða afhentir og einnig farið nánar yfir ferðina og skyldur hópstjóra og ferðalanga.
Annars erum við núna að rukka inn á fullu því síðasti dagur til að staðfesta sig í ferðina og greiða er á morgun.
kkv
Gunnar Ingi
17.02.2015 at 14:03 #776844Eftirfarandi aðilar þurfa að senda réttar upplýsingar á stjorn@f4x4.is
Jóhann V. Helgason Gamla gengið : vitlaust email skráð
Stefán Ólafsson Eyjapeyjar : vitlaust email skráð
Ómar Björnsson Suðurnesjamenn : Vantar bílnúmer
Davíð Einarsson Eyjapeyjar : Vantar bílnúmer
Hlynur Örn Sigurðsson Eyjapeyjar : Vantar bílnúmer
Hlynur Örn Sigurðsson Eyjapeyjar : Vantar rétt email
Ragnar Waage Pálmason Eyjapeyjar : Vantar bílnúmer
Allir að muna síðan að borga
https://old.f4x4.is/vara/storferd-f4x4-2015/
kkv
Gunnar Ingi
17.02.2015 at 08:43 #776840Flott video Jón.
Ef það þarf að breyta einhverjum skráningum eða öðru varðandi ferðina, þá er best að senda email á stjorn@f4x4.is . Ef þið eruð í innskráningarveseni á síðuna þá sendiði email á vefnefnd@f4x4.is og því verður reddað um hæl.
kkv
Gunnar Ingi
13.02.2015 at 11:52 #77677413.02.2015 at 11:40 #776773Áhugaverðar jafnt sem gagnslausar upplýsingar úr skráningunni :
Meðalstærð dekkja : 42,6 Tommur
Algengasta stærð dekkja : 44 Tommur
Algengasti bíllinn : Nissan Patrol , alls 12 stykki
Fjölmennasta gengið…. Jeep Gengið
Muna að greiða.
kkv
Gunnar Ingi
13.02.2015 at 11:31 #77677010.02.2015 at 13:54 #77671706.02.2015 at 14:49 #776649Sælir
Stórferðin er þannig háttuð að aðeins er tekið við skráningum frá mönnum í hópum þar sem ferðin er mjög krefjandi og allir hópar eiga að vera algjörlega sjálfstæðir í ferðinni. Menn hafa myndað hópa oft í gegnum vinasambönd og annað en gott er að þekkja mennina vel sem þú ferðast með. T.d. er Jeep gengið hópur manna sem flestir hafa ferðast saman í yfir 20 ár. Hóparnir eru þó flestir ekki tilbúnir að taka á sig menn sem þeir þekkja ekki, því það getur einfaldlega komið öllum hópnum í vandræði ef sá einstaklingur er nett klikkaður… nei segi bara svona.
Það að ferðast með mönnum sem maður þekkir ekki og veit ekkert um er ekki ráðlagt í svona stórri ferð. Það er auðvelt að fara sér að voða með ónýta bíla í ferðinni eða menn sem kunna ekki að keyra í mjög þungu færi. Þessvegna hefur þetta hópaskipulag verið á þessari ferð og hóparnir verða að mynda sig sjálfir. Við í stjórn tökum það ekki að okkur né aðrir.
Oft myndast þó hópar þegar menn rútta sig saman og gott er að þeir sem þekkjast ekki taki stuttan túr upp að t.d. Skjaldbreið og sjái hvernig er að ferðast saman og líka til að sjá hvernig bílarnir þeirra eru að virka og hvernig þeim er breytt. Þetta skiptir allt máli þegar það eru 200 kólómetrar í næsta sjúkrahús og bíllinn að deyja og enginn kann á talstöðina sem var í bílnum…. og það er blindbylur og 30 ms. Þetta skeði í Stórferðinni á Vatnajökul. 30m á sek, ekkert skyggni og fullt af hópum í miklum vandræðum og björgunarsveitir kallaðar út. Það var ekkert grín.
Umfram allt er þetta skemmtileg ferð af hópum manna sem helst hafa ferðast áður saman og vita hvernig bílarnir hjá hinum virka og hvernig persónur þeir eru.
Flestir eru á sömu leið yfir hálendið og því miklar líkur á að menn rekist oft á hvorn annan. Nauðsynlegt er að einhver sem er ekki með 10 þumla sé í hverjum hóp og viti eitthvað hvernig á að redda hinu og þessu sem getur bilað í ferðinni.
Góðar stundir
Gunnar Ingi
Varaformaður 😉
05.02.2015 at 15:21 #77654205.02.2015 at 09:35 #776535Sælir
Ég má til með að deila þessari snilld sem Valvoline hefur gert.
http://www.valvolineeurope.com/english/lubricant_advisor
Hægt að sjá hvaða olíu á að nota á vélar, drif, skiptingar, millikassa…stýrisvélar … bara allt. Reyndar bara valvoline en magnið er til staðar og mjög gagnlegt.
ps ég er ekki tengdur Valvoline eða Poulsen hér á landi á neinn hátt og þetta er ekki auglýsing.
kkv
Gunnar Ingi
05.02.2015 at 09:31 #77653205.02.2015 at 09:30 #776531Sælir , því miður er ekki hægt að hafa skráningarformið opið til sýningar í því formati sem það er í dag.
Ég skal þó pósta inn skráðum þáttakendum seinna í dag… srkáðir eru orðnir yfir 60 bílar
kkv
Gunnar Ingi
-
AuthorReplies