Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.11.2007 at 13:29 #604628
Sæl Ella, þetta er þarf verkefni sem þú ert að vinna að þarna.
Ég nefni girðingu í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð.
Þarna fór maður áður fyrr bæði á jeppum og mótorhjólum upp í Valaból og að Helgafelli.
Upp var síðan sett girðing sem ég vil að við mótmælum!
kv gundurAf motocross.is
Hugrenningar um sorglega skammsýni
Friday, 06 October 2006
Vefstjóri hefur verið að velta fyrir sér aðgerðum eins og við Kaldársel. Þar hefur verið farið út í framkvæmd við að girða fyrir slóða með 3m hárri 3 milljóna girðingu, til að hindra það að ökutæki komist of nálægt vatnsbólinu. Svona til að setja varnagla, þá er vefstjóri og auðvitað VÍK alfarið á móti utanvegaakstri og höfum við haldið uppi áróðri þess efnis lengi.
En í sambandi við girðinguna góðu … þá velti ég því fyrir mér hvort ekki hafi verið betri leið að girða með léttri girðingu, setja hlið, og áberandi skilti þar sem mönnum er bent á að þarna sé vatnsból, menn eigi hugsa til þess þegar menn fara um svæðið, að fara varlega með olíur og bensín, aka eingöngu á slóðum en ekki utanvega og þess háttar. Það að loka slóða sem hefur verið í notkun í allavega 50 ár er 100% einhliða skyndiaðgerð, … sem skilaði sér svo í utanvegaakstri. Það að banna en koma ekki með lausnir í staðinn er það sem er hér aftur komið upp á borðið þegar verið er að tala um mál okkar hjólamanna. Ég velti fyrir mér, hvað ef sett hefði verið upp girðing fyrir ca 500.000 með hliði og skiltum, og 2.500.000 milljónum hefði svo verið veitt til AÍH til uppbyggingar á svæði, hefði það ekki skilað mikið meiri árangri í mikið meiri sátt.
Svæðið í Bolöldu er auðvitað búið að valda byltingu í því hvað utanvegaakstur hefur minkað á svæðinu, en AÍH hefur verið að berjast fyrir svæði og frá Hafnarfirði og upp í Bolöldu er þó nokkur spotti, … trúlega 80km fram og til baka, …þannig að fá á Hafnarfjarðarsvæðið einhverskonar lausn á svæðamálum, mun vafalaust skila því sama, þ.e. minni utanvegaaksri, allavega farsælli lausn en að loka slóða og þannig örva menn í að fara útfyrir veg þar sem þeim hefði ekki dottið það í hug áður.
Það eru mýmörg dæmi um þetta frá fyrri tímum, og nægir að minnast á drullu og sandsvæðið í botni Lambatjarnarinnar við Kleifarvatn, þar sem fékkst örstutt leifi fyrir akstri hér um árið, þar sem heilu fjölskyldurnar komu og áttu góða daga, en sýslumaðurinn á Reykjanesi sá um að afturkalla leyfið til að svæfa það í nefndum um allt stjórnsýslukerfið, og stuttu síðar fór að fréttast af grunnhyggnum hjólamönnum upp um öll fjöll á svæðinu, þar sem lögreglan var búinn að hrekja þá burt af tilvöldu vorsvæði.
Ég veit að einhliða bönn, án úrlausna, skila engu nema pirring og óeiningu. Minni aftur á það að sennilega yrði nú erfitt að segja öllum sem spila fótbolta í Hafnarfirði að frá og með núna, mætti bara spila fótbolta einum túnbletti sem er í 40 km fjarlægð, … trúlega færu menn samt út á næsta tún í nágreninu og létu sér fátt um finnast.
26.11.2007 at 21:24 #602970Jeppamenn strandaðir á Langjökli
Aðgerðagrunnur Slysavarnafélagsins LandsbjargarAlmennar upplýsingar
Nafn aðgerðar : Jeppamenn strandaðir á Langjökli
Stofnandi : Sigurður Ó Sigurðsson Tími : 26.11 14:30
Tegund : Aðstoð á landi Svæði : Svæði 04
Ábyrgð : Lögregla á viðkomandi svæði Boðstig : F2 Gulur
Seinasta skráning : 20:01 ( Sigurður Ó Sigurðsson ) Lengd aðgerðar : 0
Lýsing : 7 menn á 6 jeppum voru fastir vegna veðurs um 750 m ofan við Jaka vestan í Langjökli. Björgunarsveitin Ok fór með snjóbíl og jeppa og hjálpaði mönnunum til byggða. Bílarnir voru fenntir í kaf að hluta og nokkur vinna við að ná þeim upp og gera gang- eða dráttarfæra.
16.11.2007 at 22:26 #603298Sælir félagar
Núna þurfa allir sem að þessu máli koma að snúa bökum saman á ég þá við:
f4x4, vélhjólamenn, ferðaþjónustan, Útivist, Ferðafélögin og fara að undirbúa framhaldið, við getum haft áhrif ef við tökum rétt á málum, helst að virkja okkar menn í öllum flokkum A, B C, D……. Öllum flokkum.kv gundur
16.11.2007 at 22:26 #603296Sælir félagar
Núna þurfa allir sem að þessu máli koma að snúa bökum saman á ég þá við:
f4x4, vélhjólamenn, ferðaþjónustan, Útivist, Ferðafélögin og fara að undirbúa framhaldið, við getum haft áhrif ef við tökum rétt á málum, helst að virkja okkar menn í öllum flokkum A, B C, D……. Öllum flokkum.kv gundur
27.10.2007 at 23:06 #601200Ágætu félagar
Mestan hluta af mínum ferðum um hálendið hef ég nú bara verið í afturdrifinu. Það er ekki þar með sagt að ég geti ekki verið í klúbbnum, margir eru í þessum góða klúbb án þess að eiga 4×4 bíla og stundum Stefanía ert þú ein af þeim.
Ég tel að eitt af aðal markmiðum klúbbsins í dag sé ferðmennska um hálendið og varðveisla á þeim rétti.
Þeir klúbbar sem ekki horfa fram á vegin og reyna að rétta kúrsinn annað slagið, daga upp.Eitthvað er að klúbbum fyrir götu- og crosshjól en engin sem sérhæfir sig í ferðamennsku um hálendið.
kv. gundur einn af skeiðunum í skúffunni
27.10.2007 at 20:51 #201052Sælir félagar
Þar sem endurohjóla eign félagsmanna f4x4 eykst með hverju árinu sem líður, er spurning hvort menn telji möguleika á að stofna hjóladeild 4×4.
Við erum að tala um menn sem eru á endurohjólum á hvítum númerum sem eru að ferðast um hálendi Íslands.
Ég tel að þarna sé sóknarfæri fyrir klúbbinn td. til að fá enn fleirri félaga og enn meiri rök varðandi það að geta ferðast um hálendi Íslands áfram í framtíðinni.
Til er hópur um þrjátíu manna sem kalla sig Slóðavinir og hafa áhuga á að skoða samstarf.
Hvað segið þið um þetta félagar?kv. gundur jeppa og hjólavinur
15.10.2007 at 16:05 #599858Hæ kæru vinir,
bíllinn fannst upp úr hádegi í dag. Íbúi við blokkina sem hann stóð við
hringdi heim til okkar til að skammast yfir því að honum hefði verið lagt
í innkeyrslu sjúkrabíla fyrir blokkirnar Hann hafði haft fyrir því
að finna út hver væri eigandi bílsins, en róaðist auðvitað þegar honum
var þakkað kærlega fyrir að upplýsa um stolna bifreið.Þessir tveir ógæfusömu unglingar sem stálu bílnum hafa líklegast farið á
rúntinn út fyrir borgina á laugardaginn. Það sást til bílsins um hádegisbil
á laugardeginum, á Vesturlandsvegi neðan við Select – en ekki vitað hvort
hann fór suðurfyrir eða norðurleiðina við gatnamót Vesturlandsvegar og
Suðurlandsvegar. Honum var síðan lagt þar sem hann fannst á laugardags-
kvöldinu. Hann er lítið skemmdur og virðast þjófarnir hafa komist yfir
varalyklana – það er til rannsóknar hjá lögreglu hvernig það bar til.Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu til við leitina, ótrúlegt hvað hægt er
að rekja svona atburði þegar margir hjálpast að !Þúsund þakkir, Jón Arnarson.
15.10.2007 at 13:30 #599854Sælir félagar
Þetta er ótrúlegt, bíllinn er fundinn, fanst
á Völlunum í Hafnarfirði.Jón og Rósa og stelpurnar senda góðar kveðjur til ykkar allra sem lögðu þessu máli lið.
Meiri fréttir síðar.
kv. ykkar alltaf gundur
15.10.2007 at 10:47 #599852Sæll Davíð
Búið að koma myndum úr öryggismyndavél til lögreglu, en annars ekkert nýtt.
Verum vakandi!kv gundur
14.10.2007 at 19:39 #599848Sælir félagar
Bara að uppfæra.
kv gundur
14.10.2007 at 00:21 #599846Sælir félagar
Takk fyrir þetta strákar, þið eruð langflottastir.
kv. Guðmundur
13.10.2007 at 15:12 #200960Sælir félagar, hér kemur neyðarkall frá einum góðum félaga okkar.
Pajero ’98 módel, með kastaragrind úr krómi að framan, varadekkshlíf með
krómhring að aftan og þaklúgu. Hann er rauður/silfurlitur með númerið
SJ-406, 33″ breyttur og var á 33″ sumardekkjum, sömu og á myndunum. Bíllinn
er bæði með talstöð og NMT síma, og því loftnet fyrir bæði. Dráttarkúlan að
aftan er á hringlaga járnplötu um 20cm í þvermál, til að geta stillt hæðina
á henni eftir því hvað er verið að draga.Honum var stolið í Hafnarfirði klukkan 02:51 í nótt og náðust myndir af
þjófunum tveimur á öryggismyndavél. Þeir eru líklegast íslenskir, um
tvítugt að aldri.Kærar þakkir
Jón Arnarson s. 860-4886
Ef einhver skyldi sjá hann, hafa samband við mig eða lögreglu.Með bestu kveðju gundur
03.10.2007 at 18:15 #598662Sæll Ágúst í úrsérgenginu hinu syðra.
Hér má sjá Benna EA í Kiðagili á Sprengisandi enn það fór hjá honum hjólalega, þá var dregin upp 54 mm toppur.
[HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/3977/26639:18npqbdt][b:18npqbdt]54 mm toppur[/b:18npqbdt][/url:18npqbdt]
01.10.2007 at 09:45 #597946Sælir félagar
Hér kemur linkur á listamanninn Guðmund Karl en hann mokaði holuna með öðrum í setrinu um helgina fyrir niðurfall úr eldhúsvaski.[url=http://www.gudmundur-karl.com/html/galleri.html:2fjfklhm][b:2fjfklhm]Guðmundur Karl[/b:2fjfklhm][/url:2fjfklhm]
Eini munurinn á Guðmundi og Kjarval er sá að þessi er enn á með vor, 68 ára gamall.
01.10.2007 at 09:17 #597944Ágæta skálanefnd
Takk fyrir góða vinnuferð í Setrið já og vel skipulagða. Höfðu allir eitthvað við að iðja alla helgina.
Sjáumst á fjöllum kv. gundur og félgar og þeir voru margir.
ps. Myndir komnar í albúm.
26.09.2007 at 20:20 #597938Ágætu félagar
Nú fer að styttast í þetta.
kv gundur.com
23.09.2007 at 20:46 #596028Vinnuferð í Setrið um næstu helgi.
kv gundur
15.09.2007 at 11:11 #597166Sælir félagar
Milliplatan kom frá Smára í Skerpinu í Hafnarfirði.
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/3650/24184:3tvkhwv7][b:3tvkhwv7]Milligír/skriðgír[/b:3tvkhwv7][/url:3tvkhwv7]
kv. gundur.com
12.09.2007 at 23:42 #596596Sæll Erlingur, alltaf flottur
Þessar eru teknar um síðustu helgi, Leppitungur, Kerlingafjöll, Setrið undir Hofsjökli.
[url=http://www.123.is/album/display.aspx?fn=hjolavillingar&aid=387525:75lf2v7t][b:75lf2v7t]Myndir[/b:75lf2v7t][/url:75lf2v7t]ps. Stebbi fáu þér bara Toyotu (Norðurpólinn) og Econoline (Suðurpólinn) það gerð ég.
kv ykkar alltaf gundur.com
[img:75lf2v7t]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5637/44817.jpg[/img:75lf2v7t]
12.09.2007 at 20:21 #596590Kæri Stebbi
Þegar ég varð fertugur hætti ég að drekka og reykja, í staðinn tók ég upp jeppamennsku og mótorhjól, góð skipti það já allt eftir fertugt.
Eins og þú sérð á þessari síðu hér að neðan þá gerðist þetta allt hjá mér eftir fertugt.
Allt er fertugum fært nema að reykja og drekka!
[url=http://www.gundur.com/:1cwsymoq][b:1cwsymoq]www.gundur.com/[/b:1cwsymoq][/url:1cwsymoq]
þinn vinur gundur
-
AuthorReplies