Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.03.2009 at 09:58 #642600
Sælir félagar
Ég var að hlusta á Jón Hermannsson á Hvolsvelli tala til Þýskalands yfir netið og einnig við Dag okkar.
Ég heyrði vel í Jóni og Þýskalandi en lítið í Degi?
Hvernig má þetta vera?
kv gundur
20.02.2009 at 22:31 #641554Sæll Bjarki, takk fyrir síðast.
Ég reikna með að þetta verði eins og það hefur allaf verið, það verða sjö ár mögur og sjö ár feit.
Allt frá því að bókin góða var skrifuð og já fyrr hefur orðið uppskerubrestur á jörðinni á sjö ára fresti og hann staðið í sjö ár, þetta hefur svo haft áhrift á alla aðra afkomu.
kv gundur
20.02.2009 at 19:21 #641548Af visir.is í sept. 2008
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, segir mönnum ekki bregða við þessa lækkun nú. Áætlanir fyrirtækisins hafi gert ráð fyrir að langtímaverð væri á bilinu 1.500 til 1.600 dollarar fyrir tonnið. Verðið sé því enn langtum hærra en þær áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá reikni menn með að álverð hækki fljótlega aftur og fari jafnvel ríflega yfir 3.000 dollara tonnið.Tómas Már segir helstu skýringuna á lækkun álverðs vera lækkun á olíuverði en olía sé notuð á ýmsum framleiðslustigum fyrir hráefni sem notuð eru í áliðnaði. Þá hafi sá samdráttur sem nú er í heiminum sín áhrif. Þessi lækkun nú sé þörf áminning um að íslenskur áliðnaður starfi á heimsmarkaði og því sé mikilvægt að tryggja samkeppnisstöðu íslensku framleiðslunnar, t.d. með því að þrengja ekki óeðlilega að henni með of litlum kolefniskvótum. Álframleiðsla á Íslandi sé umhverfisvænni en á flestum öðrum stöðum og mikilvægt að halda þeirri staðreynd á lofti.
ps. Ef menn halda að menn hætti í áliðnaði vegna þess að verð sveiflast þá er það rangt sama á við um sjávarútveginn okkar. Veik króna hjálpar mikið til núna fyrir útflutningsgreinarnar.
Gamallt lögmál segir að það sem fer upp kemur niður aftur.
ykkar gundur
18.02.2009 at 13:04 #635514Sæll Gísli og félagar
Velkomnir heim, þið voruð landi og þjóð, já og Hilux áhugamönnum til mikils sóma.
Áfram Ísland.
kv. gundur
07.02.2009 at 11:43 #640242Sæll Auðunn
Ég held að þú sért að átta þig, fá þú þér LoLo og flækjur og málið er dautt.
kv gundur
05.02.2009 at 19:18 #640056Sæll Snorri Ingimars
Takk fyrir skemmtilega þraut!
Spurning mín til þín er hvort ráðlegt sé að menn geri sér það að leik að vera að prufa endurvarpana í tíma og ótíma, geta þeir ekki verið orðnir rafmangslausir þegar á reynir?
kv. gundur
21.01.2009 at 18:27 #638646[img:27igsw9o]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6497/55946.jpg[/img:27igsw9o]
[img:27igsw9o]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6497/55945.jpg[/img:27igsw9o]Ég heyrði í Guðna áðan og hann gaf mér lýsingu á þessum búnaði:
Stýringin er snittaður álkubbur sem hægt er að fá hjá Landvélum eða Straumrás á Akureyri. Hann notar þarna kubb með sex götum, á þetta skrúfast lokar fyrir 8 mm slöngur en fjórar fara út í dekk eða brettakanta, lokinn á öðrum endanum tengist í loftkút eða loftdælu. Hinn endinn fer í gegnum gólfið sem úrhleyping. Hægt eða setja Té minkun í 6 mm á slöngurnar út í dekk fyrir mæla þannig að þá eru 4 mælar einn fyrir hvert dekk.
Hægt er að setja tregðu fyrir framan mælana til að verja þá. Einnig er hægt að nota Digital mæla en þá lostan menn við tregðuna, þannig mæla fást hjá Samrás eða K2 á Akureyri.
kv. gundur
21.01.2009 at 18:07 #203613Sæll Guðni á Siglufirði til hamingju með bílinn, ég sé að þú ert með utanáliggjandi úrhleypibúnað, getur þú líst fyrir mér hvernig stýringin vinnur og eða hvernig þú tengir þetta, þetta er jú aðeins öðruvísi útfærsla og jafvel ódýrari en að vera með rafstýrðu lokana.
kv. þinn vinur gundur
.
.
Læt hér fylgja með smá lýsingu á búnaðinum.
.
Glanni spurði:
Spurt: Ég skrifa þetta bara hér fyrst það er nú þráður hér í gangi sem er tileinkaður þér,en þar sem ég er mikill áhugamaður um úrhleypibúnað þá langar mig að forvitnast aðeins um þennan búnað hjá þér,hvernig hann er uppbyggður og eins hvernig hann hefur reynst hjá þér.Svar: Þessi búnaður er utanáliggjandi úrhleypibúnaður sem var hugsaður í byrjun til þessa að nota þegar menn fara að klifra jökulinn td. upp um 1000 mertra í mjög bröttum og erfiðum akstri. Þá þarf jú að hleypa úr reglulega og oft þegar maður vildi helst ekki stoppa vegna aðstæðna, slöngurnar voru klárar í bílnum og þú plöggaðir þeim í við rætur jökuls og tóks þær af þegar þú komst niður aftur.
Hugmyndin af þessum búnaði kemur frá Dakar 2000 og einnig eru flutningabílar með sambærilegan búnað í útlandinu enn þeir nota þetta til að halda fullum þrýsingi ef gat kemur á dekk.
Ég er með loftpúða að aftan, loftkút 20 l. og tannlækna loftpressu sem dælir 120 psi inn á kútinn. Mælar fyrir þetta eru þrír, einnig fyrir kútinn og svo fyrir hvorn loftpúðann, einnig er eru rofar til að dæla í og tapa af púðunum, enn síðan er ég með skiptiloka á hvorri lögninni fyrir púðanna þannig að ég get skipt yfir á framhjól og afturhjól. Þá virka mælarnir og rofarnir fyrir dekkin.
Flest allir hlutir í þetta eru keyptir í Landvélum (Snæþór) og TNT hjá Stýrivélaþjónustinni smíðaði það sem þurfti að smíða, langar felgurær og fl.
Spurt: Mig þyrstir að vita hvort slöngurnar sem eru frá brettakantinum og niður í hjól eru þetta slöngur sem þurfa að vera tengdar þegar úr/ípumpunarbúnaðurinn er virkur?
Svar: Já þegar þú ætlar að fara að nota búnaðinn þá tengir þú slöngurnar, enn ég hef próða þær viða td. keyrt hér í bænum á góðum hraða með allt tengt og dundað mér við að hleypa úr og dæla í og snúningstengið sem hannað er fyrir iðnvélar sem snúast mun meira það hitnaði ekki neitt.
Spurt: Og ef svo er hvernig er þegar felgan fyllist af snjó og íshröngli eða krapa flækjast ekki slöngurnar í hjólunum og slitna frá?
Svar: Við tengjum ekki slöngurnar á lálendi í krapa það er engin þörf á þeim þar. Ég notaði þetta í nokkrum ferðum til prufu td. Höfsjökulsferðina og síðan heim yfir Langjökul og ég var með búnaðinn meira og minna á og þetta virkaði ótrúlega vel.
Það var á einum stað enn það var inni í geylinni í Þursborg á Langjökli alveg inni í botni á henni enn þar er mjög þraungt að snúa enn þá gleymdi ég því að ég var með búnaðinn tengdan og slangan náði að krækja aðeins í dekkið að framan enn í gegnum takinu í brettinu er öryggi sem ég vissi ekki um enn það plöggaðist úr og ég smellti því bara í aftur.Spurt: Eins ef þú ert að fara td. yfir ísilagða á á veikum ís og pompar niður eins og maður lendir alltof oft í þá er náttúrulega ekki mikið svigrúm fyrir svona slöngur nema að vöðlast í dekkin eða hvað því ekki riðja þær frá sér klakanum.
Svar: Við notum búnaðinn ekki, þ.e.a.s að við tengjum ekki slöngurnar á láglendi og ekki í ám og vötnum.
Spurt: Svo er ein spurnig að lokum, hvernig tengir þú slönguna í hjólið? Er þetta einhverskonar hjámiðja sem snýst eða hvað?
Svar: Slöngurnar eru tengdar í snúnigstengið með hraðtengi 6 – 8 mm á 44 er kanski best að nota í þetta allt 8 mm loftslöngur, 6 mm var gott fyrir 38.
Varðandi myndir þá hafa þær nú byrst víða, eitthvað er í mínu albúmi hér á vefnum.
21.01.2009 at 15:39 #635498Til hamingju Ísland
Þetta er frábær árangur og ekki skemmir að það eru Íslandsbreyttir Hiluxar á ferð.
kær kveðja
Guðmundur
07.01.2009 at 13:06 #636572Sælir félagar
Ástæðan fyrir því að farið var með pústið þessa leiðina var að þar var það áður og ekki var hægt að fara með það á milli þar sem aukatankurinn aftast lokaði þeirri leið.
Kraftur og tog fór upp og eyðslan fór niður. Þú græðir gír.
Benni í Bílabúð Benna lýsi þessu fyrir okkur á fundi að vél væri eins og hárþurka það þyrfti að koma lofti að henni og frá henni.
kv gundur
07.01.2009 at 08:29 #636562Sæll Auðunn
Ég fékk Sigga í BJB til að smíða fyrir mig flækjur og púst sjá mynd. Þetta kom mjög vel út og svín virkaði, einnig setti ég KN síu, Hiclone og passaði að hafa vélina rétt stillta.
kv gundur
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/4655/33178:363kl8rk][b:363kl8rk]Flækjurnar[/b:363kl8rk][/url:363kl8rk]
05.01.2009 at 19:55 #203479Sælir félagar
Eru menn ekki að fylgjast með Dakarkeppninni?
Það verður bein útsending á Eurosport núna kl. 22:00 í kvöld og næstu kvöld.
kv gundur
03.01.2009 at 16:57 #635464Sælir félagar
Bassi þetta er rétt hjá Agnar Ben eins og alltaf:
ETL = (End of training lack)
Gaman að sjá Hiluxa á klöfum og 44 tommu sigra heiminn.
Freysi við sendum góðar kveðjur til Gísla litla bróður og félaga.
kv. gundur
23.12.2008 at 21:54 #635256Sælir félagar!
Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla með von um farsælt og ferðaríkt komandi ár!
kær kveðja
Guðmundur Guðmundsson
12.12.2008 at 11:37 #634436Sælir félagar
Ég sé að það marg borgar sig að láta hann Braga son Steina sjá um þetta. Þeir eru í nýju Shell smurstöðinni í Garðabæ, topp þjónusta.
Verslum í heimabyggð.
kv. gundur
05.12.2008 at 19:59 #634244Sælir félagar
Ég er á þriðja bíl með 44 tommu DC. Hef haft 25 til 30 pund í þeim innanbæjar.
ps. Lalli eru þeir ekki fljótari að skrúfa dekkin undan og stela þeim á búkkum?
þinn vinur Gundur
19.11.2008 at 21:17 #630822Sælir félagar
Ég hef verið með svona mæli held ég hafi fengið hann í Landvélum, ég var fljótur að sprengja hann, maður gleymir sér og stundum veit maður ekki alveg hvað er í dekkinu og ofgerir mælinum.
kv. gundur
27.10.2008 at 15:11 #631800Sæll
Ég mundi halda að þetta væri bara hið besta mál, mætti ekki vera minna.
kv gundur
10.10.2008 at 23:24 #630898Gert er ráð fyrir að álverin þrjú á Íslandi skili um 55 milljörðum króna til þjóðarbúsins á þessu ári. Er það um þriðjungur af heildartekjum þeirra, sem samkvæmt spám verða um 166 milljarðar króna. Þegar tekjur þjóðarbúsins eru fundnar út er horft til alls innlends kostnaðar álveranna. Felst hann einkum í raforkukaupum, launakostnaði, sköttum til ríkis og sveitarfélaga og kaupum á innlendri vöru og þjónustu.
Þessar upplýsingar er að finna í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins.
Í því kemur jafnframt fram að samtals starfa næstum 1.500 manns í álverum á Íslandi. 540 starfa hjá Ísal í Straumsvík, 477 hjá Norðuráli á Grundartanga og 450 hjá Fjarðaáli í Reyðarfirði. Alls voru 400 manns við sumarafleysingar hjá fyrirtækjunum og að þeirra mati eru um 3.100 afleidd störf af starfsemi þeirra.Með stækkun Norðuráls og tilkomu Fjarðaáls hefur álframleiðsla aukist verulega. Ofan á framleiðsluaukningu hefur heimsmarkaðsverð á áli hækkað mikið (sept. 2008). Að því samanlögðu er áætlað að álið nemi rúmum 30 prósentum af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar á þessu ári. Sé aðeins litið til vöruútflutnings er hlutdeild áls tæp 45 prósent.
Þetta eru háar tölur og ástæða fyrirspurnarinnar var einmitt að fá á einu blaði hve mikilvæg þessi starfsemi er fyrir þjóðarbúið, segir Valgerður Sverrisdóttir. Hún segir hátt hlutfall áls í vöruútflutningi ársins helgast að nokkru leyti af samdrætti í þorskveiðum sem einmitt sýni hve miklu máli álið skipti. Ég get ekki hugsað það til enda hver staðan væri ef ekki hefði verið ráðist í stórframkvæmdirnar á sínum tíma.
Valgerður segir að í ljósi efnahagsástandsins nú sé mikilvægt að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir í Helguvík og á Bakka og auka þannig erlenda fjárfestingu í landinu. Ekki síst þar sem fjárfestar hrökkluðust nýverið frá Þorlákshöfn. Ástæða þess var meðal annars sú að ríkisstjórnin virðist ekki sinna þessum málum og frekar setja fótinn fyrir dyrnar en hitt, segir Valgerður.
Heimild vísir.is
10.10.2008 at 22:09 #630806Sælir félagar
Núna eru Arctic Trucks að breyta fjórum Hiluxum
sem eiga að fara á Suðurskautið og þeir breyta þeim eins og Gundur I er útfærður nema hvað.
44 tommu klafabílar með skríðgír, þessir bílar komast allt, það er komin reynsala á það.[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/3453:27qk4tb4][b:27qk4tb4]Gundur[/b:27qk4tb4][/url:27qk4tb4]
félagar sjáumst á sýningunni á morgun og sunnudag.
Kv. gundur
-
AuthorReplies