Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.05.2005 at 23:21 #522262
Sæll Benni
Ef ég man rétt þá fórst þú nú með nýja 80 bílinn suður yfir heiðar til að láta sunnanmenn breyta honum, var það vegna þess að þeir eru byrjendur?
ég bara spyr?
kveðja gundur í Hjálpasveit 4×4
á leið í milligír/Lóló.
10.05.2005 at 15:41 #522464Núna er hægt að fara inn á gömlu góðu myndaalbúmin, Þetta er gert með því að fara í Myndaalbúm hér að ofan og síðan til hægri flokkar myndasafnsins og þar fyrir neðan raða eftir notendum.
Kveðja gundur
09.05.2005 at 22:45 #522306Flott hjá ykkur Castor menn
Núna er hægt að fara inn á gömlu góðu myndaalbúmin, Þetta er gert með því að fara í Myndaalbúm hér að ofan og síðan til hægri flokkar myndasafnsins og þar fyrir neðan raða eftir notendum.
Þetta er allt að koma.
kveðja gundur
07.05.2005 at 21:54 #522252Sæll Benni
þetta er flott hjá þér.
Núna er ég komin í "Hjálparsveit 4×4" þannig að ef þú lendir í vandræðum þá hringir þú bara.
ps. þú þarft víst að borga allan útlagðan kostað en hvað munar þig um það.
kveðja gundur
06.05.2005 at 18:41 #195915Sælir félagar
Hvaða vafra eru þið að nota?
Ég nota þennan nýja vef okkar mikið og ég er nú bara nokkuð ánægður með hann.
Ég fer inn á hann daglega og nota hann til að setja inn myndir, blogga, stofna vini, og skrifa í spjallið.Þeir sem koma hér einusinni í mánuði eru ekki dómbærir á gæði hans.
Vafrinn sem ég nota er Internet Explorer 6.0.
Hann virðist virka fyrir þessa síðu.
Hvað eruð þið með?
kveðja gundur
30.04.2005 at 20:56 #520132Sælir félagar
Þetta var góður dagur við Hafravatn í dag, þetta er flott svæði og mikið vatn.
Kalli ég fékk mér Ís á eftir með dýfu og kroppi.
kveðja gundur
29.04.2005 at 13:11 #521918Sæll Laugi
Ég hitti Einar Sólons og hann var mjög sár yfir því að vera ekki á listanum þínum. einars@frumherji.is
hann er harður á því að hann sé í Litludeildinni.Hann vildi gjarnan komast í stjórn
kveðja gundur
28.04.2005 at 23:00 #195884Kæri Freysi og félagar
Takk fyrir frábært námskeið hjá Arctic Trucks núna í kvöld, haldið fyrir Vatnadrekana hjá SÍ og Litludeildingar hjá 4×4.
Þetta er námskeið sem ætti að skikka alla okkar félagsmenn til að fara á.
Takk fyrir gundur
14.04.2005 at 16:16 #521016Ég er búinn að skrá mig á Sunnudag
Verið nú duglega að skrá ykkur, þetta er
jú klúbburinn okkar.kveðja gundur
13.04.2005 at 08:43 #195826Sælir félagar, ég hef verið að fá fyrirspurnir um þennan búnað.
Þetta kom frá Glanna.
Spurt: Ég skrifa þetta bara hér fyrst það er nú þráður hér í gangi sem er tileinkaður þér,en þar sem ég er mikill áhugamaður um úrhleypibúnað þá langar mig að forvitnast aðeins um þennan búnað hjá þér,hvernig hann er uppbyggður og eins hvernig hann hefur reynst hjá þér.
Svar: Þessi búnaður er utanáliggjandi úrhleypibúnaður sem var hugsaður í byrjun til þessa að nota þegar menn fara að klifra jökulinn td. upp um 1000 mertra í mjög bröttum og erfiðum akstri. Þá þarf jú að hleypa úr reglulega og oft þegar maður vildi helst ekki stoppa vegna aðstæðna, slöngurnar voru klárar í bílnum og þú plöggaðir þeim í við rætur jökuls og tóks þær af þegar þú komst niður aftur.
Hugmyndin af þessum búnaði kemur frá Dakar 2000 og einnig eru flutningabílar með sambærilegan búnað í útlandinu enn þeir nota þetta til að halda fullum þrýsingi ef gat kemur á dekk.
Ég er með loftpúða að aftan, loftkút 20 l. og tannlækna loftpressu sem dælir 120 psi inn á kútinn. Mælar fyrir þetta eru þrír, einnig fyrir kútinn og svo fyrir hvorn loftpúðann, einnig er eru rofar til að dæla í og tapa af púðunum, enn síðan er ég með skiptiloka á hvorri lögninni fyrir púðanna þannig að ég get skipt yfir á framhjól og afturhjól. Þá virka mælarnir og rofarnir fyrir dekkin.
Flest allir hlutir í þetta eru keyptir í Landvélum (Snæþór) og (Tryggvi) TNT hjá Stýrivélaþjónustinni smíðaði það sem þurfti að smíða, langar felgurær og fl.
Spurt: Mig þyrstir að vita hvort slöngurnar sem eru frá brettakantinum og niður í hjól eru þetta slöngur sem þurfa að vera tengdar þegar úr/ípumpunarbúnaðurinn er virkur?
Svar: Já þegar þú ætlar að fara að nota búnaðinn þá tengir þú slöngurnar, enn ég hef próða þær viða td. keyrt hér í bænum á góðum hraða með allt tengt og dundað mér við að hleypa úr og dæla í og snúningstengið sem hannað er fyrir iðnvélar sem snúast mun meira það hitnaði ekki neitt.
Spurt: Og ef svo er hvernig er þegar felgan fyllist af snjó og íshröngli eða krapa flækjast ekki slöngurnar í hjólunum og slitna frá?
Svar: Við tengjum ekki slöngurnar á lálendi í krapa það er engin þörf á þeim þar. Ég notaði þetta í nokkrum ferðum til prufu td. Höfsjökulsferðina og síðan heim yfir Langjökul og ég var með búnaðinn meira og minna á og þetta virkaði ótrúlega vel.
Það var á einum stað enn það var inni í geylinni í Þursborg á Langjökli alveg inni í botni á henni enn þar er mjög þraungt að snúa enn þá gleymdi ég því að ég var með búnaðinn tengdan og slangan náði að krækja aðeins í dekkið að framan enn í gegnum takinu í brettinu er öryggi sem ég vissi ekki um enn það plöggaðist úr og ég smellti því bara í aftur.Spurt: Eins ef þú ert að fara td. yfir ísilagða á á veikum ís og pompar niður eins og maður lendir alltof oft í þá er náttúrulega ekki mikið svigrúm fyrir svona slöngur nema að vöðlast í dekkin eða hvað því ekki riðja þær frá sér klakanum.
Svar: Við notum búnaðinn ekki, þ.e.a.s að við tengjum ekki slöngurnar á láglendi og ekki í ám og vötnum.
Spurt: Svo er ein spurnig að lokum, hvernig tengir þú slönguna í hjólið? Er þetta einhverskonar hjámiðja sem snýst eða hvað?
Svar: Slöngurnar eru tengdar í snúnigstengið með hraðtengi 6 ? 8 mm á 44? er kanski best að nota í þetta allt 8 mm loftslöngur, 6 mm var gott fyrir 38?.
Varðandi myndir þá hafa þær nú byrst víða, eitthvað er í mína albúmi hér á vefnum.
Þeir sem áhuga hafa á að fá sér svona búnað geta talað við Tryggva / http://www.styri.is
kveðja gundur
12.04.2005 at 11:33 #520430Sæll Einar
Ég er búinn að gera þig að vini mínum, er það í lagi þín vegna.
Varðandi stærð á myndum þá var ég búinn með kótann, 0.0 KB enn þegar ég minkaði þá gat ég haldið áfram að setja inn.
Ég setti ekki textan með þar sem ég var ekki viss um að þetta væri að virka, annars er þa regla hjá mér að gera það, það kemur betur út.
vinar kveðja gundur
12.04.2005 at 10:49 #520426Lagt var af stað frá Select við Vesturlandsveg kl. 8.00 á laugardagsmorgni 9. apríl 2005 og var för heitið á Snæfellsnes undir leiðsögn þeirra í Vesturlandsdeild klúbbsins. Næsta stopp var Hyrnan í Borgarnesi en þar beið hinn hlutinn af hópnum tilbúinn að fylgja okkur um óbyggðir Snæfellsnes. Þarna var mættur leiðsögumaður hópsins Þröstur Þór Ólafsson á Patrol, landvörður í Snæfellsnesþjóðgarðinum, og hans meðreiðarsveinn Flemming á Toyotu. Þarna voru mættir fjórtán bílar af öllum stærðum og gerðum, sumir að fara í sína fyrstu ferð með klúbbnum.
Ekið var út á Snæfellsnesið og var Þröstur Þór duglegur við að fræða okkur um svæðið en ekki er ég viss um að allir hafi upplifað umræður um Patrol versus Toyota þar sem sumir voru með VHS, aðrir með CB og enn aðrir með hvoru tveggja, en kannski var bara betra að þeir heyrðu ekki allt. Þegar komið var að afleggjaranum Arnarstapi/Ólafsvík var ákveðið að prófa hvernig færið væri upp að jöklinum og var byrjað að hleypa úr á vegamótunum.
Þegar búið var að mýkja dekkin var haldið áleiðis upp og voru nokkrar festur á leiðinni þar sem þetta voru misstórir bílar en eins og við vitum að þá ?leiðir haltur blindan? og öll dýrin í skóginum eru vinir og hjálpast að, stór og smá. Dæmi um þetta er þegar stóri Patrolinn leiðangurstjórans festi sig þá kom Stebbi litlitrúður og dró hann upp.Nokkrir af minni bílunum voru skildir eftir á leiðinni og var fólk ferjað á milli bíla og síðan haldið áfram. Voru nokkrar hindranir á leiðinni og eins gott að halda sig á slóðanum. Þarna var nógur snjór og því auðvelt að festa sig.
Þegar við nálguðumst jökulinn fór veðrið og færðin versnandi og ekki var hægt að sjá mikið fram fyrir bílanna. Gripið var til þess ráðs að senda út álf til að ganga á undan bílunum og síðar varð að senda út fleiri álfa. Þegar álfarnir voru hættir að sjá þá var ákveðið að snúa við og var það gert en þetta breytti þessum sunnudagsbíltúr í jeppaferð og var góður rómur gerður að þessu ferðalagi.
Þegar niður að þjóðvegi var komið var farið að pumpa í enn þá var 44? Toyotan hjá undirrituðum löngu búin að fylla þau dekk og var tíminn notaður til að reim skóþvenginn og taka myndir. Farið var niður á Arnarstapa þar sem leiðangursstjórinn hafði gleymt nestinu heima enn því næst farið yfir að Malarifi, sem er hús starfsmannafélags Siglingastofnunar, og var hópnum boðið inn og snæddu menn þar nesti alt frá ristuðu brauði frá Arnarstapa yfir í sviðakjamma með rófustöppu að hætti Fjalla-Eyvindar og Höllu. Þá var farið upp í Malarrifsvita og fengu allir bláar skóhlífar og sýnir það vel hversu vel vitarnir eru varðveittir. Þetta var í annað sinn sem Litadeildin hjá 4×4 fer í heimsókn í vita, síðast var það Dyrhóley og var það mikil upplifun en þá vorum við í Þakgili á Höfðabrekkuafrétt.
Áfram var haldið og keyrt fyrir jökul og var leiðangurstjórinn duglegur að segja frá staðháttum, eitthvað það sem hann nefndi varðandi Malarrif en þar er ekki drykkjavatn að hafa en þeir sem voru þarna vitaverðir fyrr á öldum gátu farið í tvo hella þarna aðeins norðan við Malarrif, sem eru sitthvoru megin við veginn á leið norður og heita Vatnshellir og Íshellir. Í þessa hella er hægt að ná í vatn á mismunandi tímum ársins.
Farið var yfir á Ólafsvík og aðeins kíkt í sjoppuna, þetta var jú nammidagur þannig að allir fengu fylli sína af sælgæti og ís. Eftir þetta var Ólafsvík kvödd og haldið yfir hálsinn og í átt að Borgarnesi en á leiðinni var tekinn krókur að keldu inni á nesinu en hún eins og fínasta setlaug og væri vel þess virði að setjast í hana einhvern daginn með góðum vinum eða mjög góðum vinum.
Leiðarlok urðu í Hyrnunni um kl. 18.00 eftir frábæran dag eftir að fólk hafði fengið sér að snæða og voru allir mettir og ánægðir þegar lagt var af stað í göngin. þökkum við Vatnadrekar frá Siglingastofnun Litludeildinni frá 4×4, þeim Þresti Þór og Flemming, fyrir góðan dag.
kveðja gundur
05.04.2005 at 23:25 #520422Sælir félagar
Ég skrái mig hér með í þessa líka spennandi ferð, ég mæti með lykilinn að Malarifsvita og vitavarðahúsinu þannig að það ætti að fara vel um okkur.
Við verðum tveir í bíl:
Toyota Hilux D/C 44" , CB VHF og NMT og Patrol spotti lengri gerð.
Sjáums með bros á vör á fjöllum/jökli Snæfellsnes.
kveðja gundur
05.04.2005 at 23:08 #520500Sælir félagar
Ég skráði mig inn í gær, enn ég er hræddur um að ég hafi búið til nýtt lykilorð, hakað við bæði félagsmaður og gamall félagi en notað gamla góða notendanafnið.
ps. spurt er ætli sé hægt að snúa ofan af þessu, td. með að stroka fyrri log út?
kveðja gundur
05.04.2005 at 22:44 #520496Kalli þetta er sama hjá mér
ég fæ ekki þessar upplýsingar frá gamal góða vefnum inn á mig á nýju flottusíðunni.kveðja gundur
ps. kæri vefstjóri, getur þú svarað okkur og sagt okkur hvort þið séuð að vinna í þessu fyrir okkur eða er etthvað sem við getum ert?
23.03.2005 at 23:20 #519682Sæll félagi
Við Gísli Ofeigs fórum frá Reykjavík, yfir Hofsjökul
þaðan á Akureyri og síðan Langjökul heim.
Þetta gerðu 1.000 km á 200 lítrum af bensíni.20 lítrar á hundraðið, reyndar var færið á jöklunum
nokkuð gott.Vél 22RE með flækjum, KN síu og ekki gleyma Hicloninu.
kveðja gundur
25.01.2005 at 19:05 #514646Sæll formaður
Við í Litludeildinni gerðum kröfu á Benna að hann væri
á bíl sem hæfði deildinni.Hann keypti þennan gullmola:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 3&offset=0
Sel það ekki dýrara enn ég stal því og málið er dautt.
kveðja gundur
15.01.2005 at 22:20 #513594Sæl nafni
Ég lagðist yfir málið og hef komist
að þeirri niðurstöðu að hér sé um
ARB læsingu að ræða frá Benna.Ef þú skoðar neðstu myndina á þessari síðu vel og
berð hana saman við mynd nr. 4 hjá þér, þá ættir
þú að komast að sömu niðurstöðu.http://www.4wheeloffroad.com/howto/21459/
Núna ferð þú með þessar myndir til Benna og hann
er fljótur að átta sig á þessu.Hvort þú eigir að gera þetta sjálfur það er svo
spurning. TNT hefur eitthvað átt við þetta.kveðja gundur
11.01.2005 at 19:36 #51306810.01.2005 at 08:23 #513066Sælir félagar
Við fórum í gær á Langjökul og inn í Þursaborg, þetta var frábær túr. Fóru úr bænum kl. 9:00 og komum í gærkveldi ekið um 400 km á 13 – 14 tímum.
Takk fyrir okkur.
ath. bílinn var að virka frábærlega.
kveðja gundur
-
AuthorReplies