Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.09.2005 at 18:34 #527500
Kæri Hlynur Vínland
Fróðleiksmoli
Þegar farið er að skipuleggja ferðir með lítið breytta og óvana ökumenn um hálendi Íslands er mikilvægt að hafa bíla með hlutverk í þessu hópi.Þrír bílar með VHF og CB stöðvar leika þarna stórt hlutverk.
Bíll númer eitt er notaður til þess skoða og velja færara slóðir fyrir þá minstu bíla sem á eftir koma.
Bíl númer tvo passar að þeir bílar sem td. eru ekki með VHF eða CB eins og var raunin í þessum hópi vaði ekki á eftir fysta bíl út í ógöngur eða verið er að skoða mögulegar leiðir.
Bíll númer þrjú er síðasti bíllinn í hópnum og hefur hann það mikilvæga hlutverk að halda hópnum saman og að stoða þá sem minst eiga sín.
ps. þegar kom að flæðunum voru þær botn frosnar og með púður snjó yfir og var þar tekin spirna milli Patrols 44 (fysti bíll) og gundar 44 og ég reyndi að ná mynd af honum þegar ég fór fram úr honum en því miður var myndir mjög hreyfð.
Hlynur er þú hefðir séð þetta heima í stofu þá er ég hræddur um að það hefði runnið af þér.
þinn aðdáandi Gundur
26.09.2005 at 11:58 #527496Kæru félagar
Gleðilegan vetur, hann er kominn.
Settir nokkrar myndir inn.
Amen
ykkar Gundur
26.09.2005 at 01:01 #527482Sælir félagar
Þá má segja að tekist hafi að hringa marga Patrola þessa helgina. Það voru jú svo margar Patrol gildrur á Gæsavatnaleiðinni, Siggi Magg veit td. um eina í Nýjadal.
Já núna erum við komnir heim úr einni bestu ferð sem farin hefur verið. Snjór, Snjór, Snjór, Sól og bara allur pakkinn.
Búin að hringa Vatnajökul um helgina og til öryggis þá tók ég einn hring um Hafnarfjörð og Setbergið þar sem Ella býr.
Ástæðan fyrir því að við fengum Benna og Erling til að koma á móti okkur var sú að Disel bílanir sem eyða engu höfðu þá sennilega ekki haft efni á að fylla tankana, því þeir voru allir orðnir olíulausir í Dreka við Öskju meðan ég átti 150 lítra af bensíni.
Einnig hafði Benni hringt 10 sinnum í okkur og spurt hvort hann mætti koma. Benni hefur nefni lega áhuga og þor til þess að takast á við snjókum enda á Toyotu í seinni tíð.
Gundur stóð sig vel á 44 tommunni festist aldrei, aldrei og er núna búinn að standast fyrstu úttekt með ágætis einkun.
Kæri Benni, Erlingur og allir hjá VFí og TFÍ takk fyrir frábæra helgi norðan Vatnajökuls.
Sendi svo inn myndir
kveðja Guðmundur
23.09.2005 at 04:09 #527424Sæll Hlynur Grínland
Getur verið að þú haldir að f4x4 standi fyrir F16
svo er ekki þetta er ferðaklúbburinn 4×4.Núna um helgina verður Patrolinn hennar Ellu hringaður í annað sinn. Við förum hringin í kringum Vatnajökul.
Patro. boyssss and girlssssssssssssssssssss
kveðja gundur
22.09.2005 at 22:26 #196299Sælir félagar
kl. 7:00 í fyrramálið leggja 23 jeppar af stað frá Select Vesturlandsvegi í átt að Kárahnjúkum um Gæsavatnaleið gist verður í Dreka fyrstu nótina.
Þetta eru bílar frá 31 tommu og upp í 44 tommur þar af 7 bílar á 33 og undir.Þetta eru VFÍ og TFÍ sem standa fyrir þessari ferð og er þetta árlegur viðburður.
kveðja gundur
20.09.2005 at 23:13 #526770Já Kjartan skrifaði:
Ég gleymdi…
Þegar kortadiskurinn er keyptur, fylgir með leyfi til að setja kortin í 2 Garmin GPS tæki. Þegar kortin eru sett inn verður að fá kóða á vefnum til að hægt sé að aflæsa þeim. Kortin virka ekki til að keyra eftir í tölvunni nema hún sé tengd við Garmin GPS tæki með kortum í.
Þó er hægt að skoða kortin í tölvunni þó hún sé ekki tengd GPS.
Kv. – KjartanÉg nota þessi kort til að keyra í hér í bænum á fartölvu og það virkar ótrúlega vel en ég er með Garmin 72 svarthvítan án korta möguleika en þetta virkar samt allt vel.
Þannig að það þarf ekki að vera kort í tækninu nóg að hafa það á tölvunni.
kveða gundur
20.09.2005 at 09:48 #196278Sælir félagar
Ég er að fara í ferð á föstudag, Gæsavatnaleið að Kárahnjúkum.
Hvað segið þið veðurglöggir menn um færð og veður um helgina norðan Vatnajökuls?
Jeppaferðar:
Farið verður á eigin bílum frá Reykjavík föstudaginn 23. september kl. 08:00 frá Select við Vesturlandsveg og ekin Gæsavatnaleið. Gist verður í nýjum skála Ferðafélags Akureyringa „Dreka“ skammt frá Öskju aðfaranótt laugardagsins.
Undir hádegi verður slegist í hópinn með félögunum að sunnan og Kárahnjúkasvæðið skoðað. Áætlað er skipulagðri jeppaferð ljúki þar með en þeir sem vilja geta fylgt hópnum eftir niður á Reyðarfjörð til að skoða álversframkvæmdirnar.kveðja gundur
15.09.2005 at 22:40 #526894Vefurinn er farinn að virka
Húrraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa
þinn vinur gundur
15.09.2005 at 10:39 #526720Allir að mæta í kvöld.
Hjálparsveitin
13.09.2005 at 15:06 #196246Sælir félagar
Nú er komið að Hjálparsveitinni að vera með fræðslu núna á fimmtudagskvöld í Mörkinni kl. 20:30.
Nýir DVD diskar með skyndihjálp verða settir í tækið. Efnið kemur frá öryggi sjómanna en þeir eru jú langt frá lækni þegar óhöppin henda eins og við.
Einnig mun Lækningabók sjófarenda liggja frammi.Hjálparsveitin
22.08.2005 at 18:29 #525796Sælir félagar
Getum við ekki smíðað þetta?
Er þetta nokkuð annað en hárblásari.gundur
22.08.2005 at 18:06 #525792Sæll Skari
Hvað kostar hestaflið hingað komið?
Eftir að hafa dregið kerru klúbbsins okkar frá Kerlingafjöllum og upp í Setur án þess að verða var við hana þá er ég farin að efast um nauðsyn þess að bæta við hestöflum.
kveðja gundur
22.08.2005 at 09:32 #525262Sæll Benni
Takk fyrir að mæta, það var gaman að fá ykkur Skjöld í heimsókn þó ykkar stoppið hefði mátt vera lengra.
Varðandi flugeldasýniguna, þá var hún aldrei á dagskrá.
22:00 – Varðeldur, blys og kvöldvaka
Gæði felast í því að gera það sem lofað var.
Benni mundu að gæði er allt sem þarf.
þinn vinur gundur
21.08.2005 at 22:03 #525258Sælt veri fólkið og takk fyrir helgina.
Við í Hjálparsveitinni viljum þakka þessum frábæra hópi sem mætti með okkur í Setrið núna um helgina.
Þetta var mjög gaman fyrir okkur því þið voruð frábær.
Sjáumst vonandi að ári.
ps. við setjum inn myndir næstu dag.
kveðja hjálparsveitin
18.08.2005 at 11:12 #525256Ágætu Setursfarar
Núna er þetta allt að smella hjá okkur.
15 fullorðnir
12 börn
10 bílar3 Toyotur
3 Patrolar
2 Econoline
1 Benz
1 annaðHægt verður að skrá sig í dag og í kvöld
inni í Mörk, allir að mæta.kveðja hjálparsveitin
17.08.2005 at 09:53 #525250Sælir félagar
Undirbúningur er í fullum gangi og skráningu miðar vel áfram.
En hér kemur áskorun á vini okkar í landbyggðinni, við erum ekkert án ykkar þannig að þið ættuð að skrá ykkur hið fyrsta og mæta.
Flott dagskrá sem slær jarðarför R-listans út.
kveðja gundur
16.08.2005 at 18:29 #525626Sæll Vals
Við hjá hjálparsveitinni verðum á vaktinni í Setrinu alla heglina, þér er velkomið að mæta á staðinn og við förum yfir þetta með þér.
ps. ef þú lendir í vandræðum þá færðu eina björgun fría í bæinn.
þinn vinur gundur
12.08.2005 at 15:50 #525630Sæll Atli E
Ég er með þetta bæði að framan og aftan.
Að framan er ég með hengilás sem læsir boltanum.
Að aftan er ég með læsibolta frá Arctic Trucks en þar er boltanum læst með lykli.Kostur við þetta er að þá eru minni líkur á að þessu sé stolið og þetta dettur ekki úr.
kveðja gundur
12.08.2005 at 08:47 #525242Sælt veri fólkið
Við hittumst niðri í Mörk í gær og var farið yfir undirbúning ferðarinnar, nú þegar eru um 9 bílar skráðir þannig að ferðin verður farin.
Við viljum gjarnan fá fleirri bíla með í för og mega þeir vera af öllum stærðum og gerðum.
Skorum við því á "Litludeildarmenn og konur" að mæta.
ps.
Einar Sól ætlar að sjá um vöflur með sultu og rjóma.kveðja Hjálparsveitin
10.08.2005 at 11:13 #525240Sælt veri fólkið
Enn eru menn að skrá sig í ferðina góðu.
Við ætlum að hittast í Mörkini annað kvöld
kl. 21:00 þannig að þá verður einnig hægt að skrá sig.Ps. Kæri Kalli eins og þú veist manna best þá höfum við ekki mikinn áhuga á malbikinu og sækjum því til fjalla við hvert tækifæri, ég held að Fjalla Eyvindur og Halla hefðu nú frekar viljað vera í nágreni Þjórsárvera á þessum tíma.
Fagurt er á fjöllum mundu það!
kveðja gundur
-
AuthorReplies