Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.02.2006 at 08:35 #540578
Hlutverk hjálparsveitar hefur verið að breytast með árunum.
Áður fyrr var megin hlutverk hennar að aðstoða menn við að koma biluðum bílum niður af hálendinu og er það enn.
Á síðasta ári sá sveitin td. um að halda fjölskylduhátíð í Setrinu, fundað var með hagsmunaaðilum td. Landsbjörgu (umferðarfulltrúar á hálendinu), sá um tvö fimmtudagskvöld (kynning á skyndihjálp). Tveir einblöðungar um skyndihjálp og ofkælingu unnir.
kv.
Hjálparsveit 4×4
02.01.2006 at 08:39 #537644Sælir félagar
http://www.brian894x4.com/1FZFEspecifications.html
http://www.toppnet.is/~gg/_private/toyota.htm
Þessi vél er að eyða 44 lítrum í jöklaskaki en við keyrðum í þessum túr um 400 km.
kv gundur
24.12.2005 at 10:25 #196919Sælir félagar og gleðilega hátíð.
Ég er með Svía sem hafa áhuga á að komast á jökul á jóladag, ég var að spá í Eyjafjallajökul
Vita menn hvernig færið er á jöklinum?
Hafa einhverjir áhuga á að koma í sunnudagsbíltúr á jökulinn?
kv gundur
14.12.2005 at 11:57 #531046Sælir félagar
Ég veit um fyrirtæki sem setur gps sendi í bíla og tekur síðan við gögnum í gegnum gsm kerfið varðandi akstursupplýsingar td. staðsetningu á hverjum tíma.
Spurning hvort klúbburinn skoðaði þann möguleika að þetta yrði sniðið að okkar þörfum.
kv gundur
13.12.2005 at 08:16 #535784Sælir félagar
Til þess að við getum stundað okkar jeppasport og breytt okkar jeppum sem streyma nú til landsins þá þurfum við atvinnu. Það eru ekki meira en 10 ár síðan það var bullandi atvinnuleysi hér á Íslandi líka á höfuðborgarsvæðinu. Ísal breytti miklu fyrir atvinnumál í Hafnafirði á sínum tíma.
Ég segi X við atvinnu.
fv. formaður Atvinnuþróunarfélags í Garðabæ.
Guðmundur
13.12.2005 at 08:00 #535756Sæll Magnum
Flækjurnar frá Benna áttu að vera smíðaefni og vitað var að þær væru úr öðrum bíl 6cyl línu en það sem verra var var að þær voru úr bíl með pústgreinina vinstramegin en hún er hægramegin í mínum. Munið að halda ykkur hægramegin.
kv gundur
12.12.2005 at 23:59 #535752Já þetta er sennilega bíllinn fyrir þig.
Einn sem kemst allt og gefur fisksalabílnum ekkert eftir.
Þegar við fórum í Nýjadalinn og hringuðum Tungnafellsjökul suður Vonarskarðið þá var hann með 44 lítra meðan disel dósirnar voru með allt upp í 58 lítra.
kv gundur
12.12.2005 at 22:48 #535748Sælir félagar, takk fyrir góð viðbrögð!
Hvernig væri að sett yrði upp tækniorðasafn, íslenskt, enskt, sænkst td.
Header Pústflækjur
Exhaust manifoldHér legg ég í púkkið til að auðvelda leit á vefnum.
ps. Elli ég tek þig á orðinu, getur þú sent mér fyrsta draft?
Svo er ég til í að fara til Bjössa í Framtak og láta hann mæla bílinn og svo setjum við Hiclonið góða.
Ég er komin með nýtt púst, KN svepp þannig að þetta er allt að koma.
kv gundur
12.12.2005 at 13:48 #196846Sælir félagar
Ég er að leyta mér að flækjum á nýja bílinn en það gengur ekki vel.
LC 80 1996 4.5 L 6cyl línuvél bensín. (1FZ-FE) er einnig í Lexus.
Getur einhver hjálpað?
kv. gundur
12.12.2005 at 13:40 #533546Sælir félagar
Þetta var flott hjá Gunna og félögum.
Kanski styttist í það að við getum farið keyrandi yfir á Grænland og áfram yfir að Hellulandi eins og Leifur gerði á sínum tíma.
Þeir segja að Gólfstraumurinn sé farin að gefa sig og kólnun framundan og jafnvel íöld.kveðja gundur
10.12.2005 at 22:36 #535610Þú segir það.
Hvernig væri að fara saman á Vatnajökul á nýja árinu.
Það er svo stutt fyrir þig að fara.
ps. Þú ert á Patrol, ég skaffa spottan.
kv þinn vinur og frændi gundur
10.12.2005 at 22:03 #535606Sæll Kalli
Ég hef alltaf litið á þig sem hinn fullkomna mann
ekki skemma það fyrir mér.Þinn frændi gundur
10.12.2005 at 19:19 #535234Þetta er búin að vera góður dagur í húsnæðinu hjá Bílabúð Benna í dag, mikið rennirí en það vantaði okkar félaga þarna. Jón bróðir Benna sagði mér að við gætum verið með innri salinn fyrir okkur.
Þið getið komið með dót úr skúrnum ég kom td. með Hiluxin og var mikið spáð og spekulerað.
Verið komið í 700.000 kr.
Kæri Benni takki fyrir frábært framtak og þetta þarf að gera reglulega, hálfgert markaðstorg, jeppa, vélhjóla og kvartmílumanna þeir voru þarna allir.
kv gundur annar
03.12.2005 at 21:23 #534962Sælir félagar
Ég talaði við Stebba Trúð áðan, það var bara nokkuð gott í honum hljóðið þó svo að honum verði ekki fært kaffi í rúmið í þessari ferð.
kv. gundur annar
215 hp 24 ventla Lexus :- )
29.11.2005 at 14:13 #534206Sælir félagar
Já þetta virðist vera nokkuð svipað hjá mér og Benna hmm, við fórum svipaðar slóðir og þar sem hann ekki var fremstur þá var ég það.
kv gundur annar
27.11.2005 at 18:32 #534010Ágætu Trúðar
Takk fyrir frábæra lengda helgi, þetta var mjög flott hjá ykkur.
ps. kæri Lúter ég skil ekki af hverju þú ert sár yfir skrifum Benna ég man ekki betur en ég hafi dregið þig úr festu nánast á planinu í Nýjadal.
LC 80 kveðjur þinn gundur
24.11.2005 at 20:57 #532862Sælir félagar
Við ætlum nokkrir að hittast á morgun um kl. 11:00
á leið okkar upp í Hrauneyjar þar sem við ætlum að vera kl. 14:00Þeir sem vilja vera með koma bara við.
kv. gundur
22.11.2005 at 11:28 #533350Sæll Bæring
1) Varstu búin að taka púðan úr
2) Setja á hann ventil
3) Blása í hann
4) Setja hann í vatn
5) Athuga hvort hann leki
6) Láta líma hann ef hann lekur með bolnum
Gúmmivinnustofan í Grafarvogi
7) Láta sjóða hann hjá jeppaplast ef botninn er sprungin
8) Setja púðan í afturkveðja gundur
21.11.2005 at 18:58 #532796Ágætu félagar
Hafa menn áhuga á að vera í samfloti úr bænum þeas fyrri hópurinn sem ætlar að vera í Hrauneyjum kl. 14:00.
kv. gundur
14.11.2005 at 23:52 #532430Sælir félagar, takk fyrir góðar kveðjur.
Ég er nú enn að átta mig á þessum grip. Setti þó inn smá lýsingu inn á mitt svæði. Það er vissara að setja ekki öll trompin út strax gott að haf smá uppi í erminni.
En einu get ég lofað að dóta stuðullinn hefur hækkað, lægri skriðgír, fleiri hestöfl, betri fjöðrun, hásing að framan og læsing að framan er ekki komin í þann gamla enn. Enda virðist ekki vera þörf fyrir það dót þar sem hann kemst nú þegar allt.
ykkar vinur gundur2
-
AuthorReplies