Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.12.2006 at 00:05 #571244
Sælir félagar
Ég var að koma frá Gautaborg í Svíþjóð.
Keyrði frá Kaupmannahöfn og upp í gegnum Svíþjóð til Gautaborgar, þarna er hámarkshraði á allri leiðinni 120 km og bílar eru á um 130 km hraða. Þarna eru vegir sem virðast geta tekið þennan hraða, aðskildar tvöfaldar akgreinar og ostaskerar úti í köntum.
Ég held að þetta verði spurning um framleiðina í samfélaginu og því fara men tæplega að lækka hraðann mikið.
kv gundur
29.11.2006 at 15:57 #569742[url=http://plastvidgerdir.is/:26eup46g][b:26eup46g]Plastviðgerðir[/b:26eup46g][/url:26eup46g]
kv gundur
27.11.2006 at 21:55 #569420Sæll TNT
Ég teiknaði bara upp kerfið í Gundi II en þar er ég með hleðsludeilir eða jafnar milli tveggja geyma 12V og þeir eru ekki alveg eins, td. mis gamlir en þetta bara virkar eins og vagninn í heild sinni.
ps. áttu þá ekki erfitt með að ypta öxlum, nú eru góð ráð dýr.
.
þinn eini og besti vinur gundur
27.11.2006 at 19:28 #569416Sæll Beggi
Þetta er notað í bátum þar sem krafa er um að startgeymirinn sé aðskildur annari neyslu, þannig að aukahlutir eru á öðrum geymi en á milli þessa tveggja er hleðslujafnari. Hleðslujafnarinn sér til þess að báðir sú hlaðnir en hann sé einnig um að startgeymirinn tæmist ekki. Þetta er hægt að fá fyrir lítinn pening í Aukaraf eins og allt sem þeir selja.
ps. TNT ef þú þarft að láta taka hina öxlina í gegn þá á ég gamla kjötsög úti í skúr. 😛
Verslum í heimabyggð.
kv gundur komin af fjöllum með patta í eftirdragi.
[url=http://www.gundur.com/displayimage.php?album=2&pos=0:21v8qjgo][b:21v8qjgo]Hleðslujafnari[/b:21v8qjgo][/url:21v8qjgo]
27.11.2006 at 10:09 #569264Ágætu ferðalagar
Takk fyrir góða helgi á fjöllum, veðrið var meiriháttar og góður hópur.
Besta var að hafa pattana í togi allan tímann.
Tog kveðjur gundur
24.11.2006 at 14:36 #567064Sæll Benni formaður vor.
Ef Lúddi á að geta haldið í við LC80 bíl þá hefur eyðslan yfirleit verið 58 lítrar/per ….
Benni hvernig er það með Stebba litla trúð, mér skilt að hann sé skógsveinn þinn, ég held þú ættir að láta mæla hann, hann virðist vera með hita.
kv gundur
24.11.2006 at 11:22 #569090Sæll Grímur
86 fer í jörð en 85 fer í rofa sem fer svo í jörð.
Fjallakveðjur
gundur.com
22.11.2006 at 23:09 #569078[url=http://www.gundur.com/displayimage.php?album=2&pos=0:3q6da1et][b:3q6da1et]Teikning af aukarafkerfi[/b:3q6da1et][/url:3q6da1et]
22.11.2006 at 13:39 #567018Sælir félgar
Hún Stefanía sendi þenna líka fína lista yfir hvað þarf að vera í sjúkrakassanum og hvers vegna.
.
[url=http://www.f4x4.is/new/files/archive/Fyrsta_hjalp_a_halendi_Islands.pdf:229ojb38][b:229ojb38]Fyrsta hjálp á hálendi Íslands[/b:229ojb38][/url:229ojb38]kv Hjálparsveit 4×4
16.11.2006 at 19:25 #566990Sælir félagar
Núna er um að gera að skrá sig í nýliðaferð Hjálparsveitar 4×4 í kvöld í Mörkinni kl. 20:30
við förum í Setrið, flottasta fjallahótel landsins.
.
Þetta á líka við norðanmenn! Þið eruð jú allir nýliðar inn við beinið. 😛kv gundur
15.11.2006 at 19:53 #566988Sælir félagar
Tekið verður á móti skráningu í Hjálparsveitarferðina í Setrið á fimmtudagsfundi annað kvöld í Mörkinni.
Hjálparsveit f4x4
14.11.2006 at 19:19 #567994Sæll Þór
Með þessum SnowSport fylgja líka dekk þannig að þetta er Crossari. Það koma víst betri myndir af þessu í kvöld á síðuna hjá http://www.bms.is/race
kv gundur
14.11.2006 at 18:54 #19895809.11.2006 at 13:23 #566968[url=http://www.f4x4.is/new/misc/default.aspx?file=35/29:1np42wew][b:1np42wew]Hjálparsveit fræðsluefni[/b:1np42wew][/url:1np42wew]
.
[img:1np42wew]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4889/35402.jpg[/img:1np42wew]
08.11.2006 at 18:18 #198922Sælir félagar
.
Hrós dagsins fær Orkusetrið fyrir að veita EGO stöðvunum viðurkenningu fyrir tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum á öllum stöðvum.
.
loftjöfnun
kv gundur
08.11.2006 at 09:19 #566966Sælir félagar
Minni á kynninguna í kvöld í Mörkinni.
kv. Hjálparsveitin
06.11.2006 at 23:41 #198906Sælir félagar
.
Helgina 24. – 26. nóvember verður nýliðaferð farin í Setrið á vegum Hjálparsveitar 4×4.
Kynning á þessari ferð verður á Miðvikudag 8/11 kl. 20:30 í Mörkinni. Einnig verður fulltrúi frá Hjálparsveit í Mörkinni öll fimmtudagskvöld fram að ferð.fh. Hjálparsveitar gundur
05.11.2006 at 13:30 #566622Hér koma nokkrar myndir
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/4876:2hlgjc3z]">[b:2hlgjc3z]Myndir af úrhleypibúnaði[/b:2hlgjc3z][/url:2hlgjc3z]
kv gundur
05.11.2006 at 11:41 #566618Sælir félagar, ég hef verið að fá fyrirspurnir um þennan búnað.
Þetta kom frá Glanna.
Spurt: Ég skrifa þetta bara hér fyrst það er nú þráður hér í gangi sem er tileinkaður þér,en þar sem ég er mikill áhugamaður um úrhleypibúnað þá langar mig að forvitnast aðeins um þennan búnað hjá þér,hvernig hann er uppbyggður og eins hvernig hann hefur reynst hjá þér.
Svar: Þessi búnaður er utanáliggjandi úrhleypibúnaður sem var hugsaður í byrjun til þessa að nota þegar menn fara að klifra jökulinn td. upp um 1000 mertra í mjög bröttum og erfiðum akstri. Þá þarf jú að hleypa úr reglulega og oft þegar maður vildi helst ekki stoppa vegna aðstæðna, slöngurnar voru klárar í bílnum og þú plöggaðir þeim í við rætur jökuls og tóks þær af þegar þú komst niður aftur.
Hugmyndin af þessum búnaði kemur frá Dakar 2000 og einnig eru flutningabílar með sambærilegan búnað í útlandinu enn þeir nota þetta til að halda fullum þrýsingi ef gat kemur á dekk.
Ég er með loftpúða að aftan, loftkút 20 l. og tannlækna loftpressu sem dælir 120 psi inn á kútinn. Mælar fyrir þetta eru þrír, einnig fyrir kútinn og svo fyrir hvorn loftpúðann, einnig er eru rofar til að dæla í og tapa af púðunum, enn síðan er ég með skiptiloka á hvorri lögninni fyrir púðanna þannig að ég get skipt yfir á framhjól og afturhjól. Þá virka mælarnir og rofarnir fyrir dekkin.
Flest allir hlutir í þetta eru keyptir í Landvélum (Snæþór) og TNT hjá Stýrivélaþjónustinni smíðaði það sem þurfti að smíða, langar felgurær og fl.
Spurt: Mig þyrstir að vita hvort slöngurnar sem eru frá brettakantinum og niður í hjól eru þetta slöngur sem þurfa að vera tengdar þegar úr/ípumpunarbúnaðurinn er virkur?
Svar: Já þegar þú ætlar að fara að nota búnaðinn þá tengir þú slöngurnar, enn ég hef próða þær viða td. keyrt hér í bænum á góðum hraða með allt tengt og dundað mér við að hleypa úr og dæla í og snúningstengið sem hannað er fyrir iðnvélar sem snúast mun meira það hitnaði ekki neitt.
Spurt: Og ef svo er hvernig er þegar felgan fyllist af snjó og íshröngli eða krapa flækjast ekki slöngurnar í hjólunum og slitna frá?
Svar: Við tengjum ekki slöngurnar á lálendi í krapa það er engin þörf á þeim þar. Ég notaði þetta í nokkrum ferðum til prufu td. Höfsjökulsferðina og síðan heim yfir Langjökul og ég var með búnaðinn meira og minna á og þetta virkaði ótrúlega vel.
Það var á einum stað enn það var inni í geylinni í Þursborg á Langjökli alveg inni í botni á henni enn þar er mjög þraungt að snúa enn þá gleymdi ég því að ég var með búnaðinn tengdan og slangan náði að krækja aðeins í dekkið að framan enn í gegnum takinu í brettinu er öryggi sem ég vissi ekki um enn það plöggaðist úr og ég smellti því bara í aftur.
Spurt: Eins ef þú ert að fara td. yfir ísilagða á á veikum ís og pompar niður eins og maður lendir alltof oft í þá er náttúrulega ekki mikið svigrúm fyrir svona slöngur nema að vöðlast í dekkin eða hvað því ekki riðja þær frá sér klakanum.
Svar: Við notum búnaðinn ekki, þ.e.a.s að við tengjum ekki slöngurnar á láglendi og ekki í ám og vötnum.
Spurt: Svo er ein spurnig að lokum, hvernig tengir þú slönguna í hjólið? Er þetta einhverskonar hjámiðja sem snýst eða hvað?
Svar: Slöngurnar eru tengdar í snúnigstengið með hraðtengi 6 ? 8 mm á 44? er kanski best að nota í þetta allt 8 mm loftslöngur, 6 mm var gott fyrir 38?.
Varðandi myndir þá hafa þær nú byrst víða, eitthvað er í mína albúmi hér á vefnum.
Þeir sem áhuga hafa á að fá sér svona búnað geta talað við Tryggva / http://www.styri.is
kveðja gundur
[img:1y18ynqh]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4876/35273.jpg[/img:1y18ynqh]
03.11.2006 at 20:25 #198881Sælir félagar
Hvað segið þið um að við kaupum allir Neyðarkallinn og höfum hann í okkar fjallabílum, ég tel þetta góða fjárfestingu.
.
Neyðarkallinn Landsbjörg
-
AuthorReplies