Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.03.2008 at 11:15 #616480
Þar sem ég þykist hafa eitthvað vit á burðarþolsfræði þá langar mig að koma með smá ábendingu varðandi þennan hlut sem kallaður er dráttarauga með D lás. lásinn sjálfur eða hexið eins og sumir kalla þetta er ¾ eða 19 mm og virðist hefðbundið þannig að gera má ráð fyrir að það sé með brotþol nálægt 25 T. Stykkið sem fer inn í dráttarbeislið er hinsvegar með 5/8 eða 15,9mm gati það þýðir að brotþol þess hluta er sem því nemur lægra eða um 20 T. Þetta þýðir að ef eitthvað bilar í þessu þá bilar þetta þannig að allt stykkið sem er um 3kg slitnar frá bílnum. Þar sem menn eru að nota teygjuspotta sem fara yfir 20 T í slitþol þá er ástæða til að ætla að þarna geti verið veruleg hætta á ferð.
Þess vegna ætla ég að ráðleggja þeim heppna sem fékk fallbyssukúluna að gjöf að fara með hann til þeirra í hringrás þeir kunna að koma svona vörum lóg án þess að skaði hljótist af.
Svo kannski voru berin súr eftir alt saman. : )
kv guðmundur
09.03.2008 at 12:36 #617084Snorri er ekki að fatta undan hverju eik og óli eru að kvarta. Málið snýst um að verðlaunin sem eru í boði eru, eru einskis virði og vefnefndin leyfir BB að nota spjallsvæði klúbbsins til að auglýsa sig á þennan hátt sem verður að teljast undarlegt sérstaklega í ljósi þess að hún en hefur nýlega bannað öllum fyrirtækjum og einstaklingum að gera slíkt með hótunarbréfum um að lokað verði á aðgang þeirra að spjallinu
09.03.2008 at 11:42 #617078Ég er ósáttur við að vera tali neikvæður. Ég kom með hrós bæði til handa þér Hafstein fyrir ritsjórnartilþrif og til Hlyns fyrir videóið. Eina sem ég sagði neikvætt var um dauðan hlut sem ég hef engan áhuga á sem var nauðsinlegt til að vera ekki fyrir hinum á þræðinum. : )
09.03.2008 at 11:19 #616832Hérna er ágætis fróðleikur um af hverju BNA eru ekki að hygla díselvélum meira en raun ber vitni. [url=http://www.ucsusa.org/clean_vehicles/big_rig_cleanup/diesel-engines-and-public-health.html:34owqcjw][b:34owqcjw]linkur[/b:34owqcjw][/url:34owqcjw]
ég er á móti mismunandi álagningu á olíu eftir því hvort hún er kölluð dísil eða bensín.
09.03.2008 at 10:38 #617070Hrós dagsins fær svo Hafsteinn Þór fyrir stórkostlega ritsjórn.
09.03.2008 at 10:34 #617034Ég veit ekki hvað er til orðið af 35 og 6 tommu dekkjum en ef þú ert að tala um 36×14.5×15 mudder eða grond hawk þá voru þau lítið eða ekkert hærri en sum þeirra 35×12,5×15 dekkja sem til eru, en talsvert breiðar sem gerði þau eiginlega verri undir mjög létta mátlausa bíla 1500. Þú verður að tilgreina hvaða dekk um ræðir (stærð og gerð) til að fá vitræn svör við svona spurningu.
09.03.2008 at 10:17 #617066Ég hef engan á huga á þessum asnalega steðja sem bb er að bjóða en videóið frá hlyn er frábært og ég ætla að reyna að toppa það hér
linkur [url=http://youtube.com/watch?v=OEMYYNLbEtw&feature=related:9xvyyniv][b:9xvyyniv]linkur[/b:9xvyyniv][/url:9xvyyniv]
http://youtube.com/watch?v=OEMYYNLbEtw&feature=related
07.03.2008 at 17:51 #616708Þú skalt vera viss um að þau séu ekki að snúast á felgunni menn fatta það oft ekkert fyrr en þau hætta að halda lofti en þá geta þau hafa verið að snúast á lengi. Og þegar þau hætta að halda á litlu lofti eru dekkin ónýt . Besta leiðin til að fylgjast með þessu er að merkja dekkin á móti ventlinum.
Jú það er sennilega rétt, ég sé það þegar þú segir það að eik hefur aldrei sagt falegt orð um önnur dekk en 36"mudder. Og 36 tommu mudder eru einhver leiðnlegustu jeppadekk sem ég hef átt,skökk of lá miða við breidd og drífa oft lítið betru en 35". : )
07.03.2008 at 00:21 #616722Ástæðan fyrir því að margir eru að selja dekki virðist vera sú að þau hætta að halda lofti þegar komið er niðir í 2-4 pund vegna þess að þau eru búinn að spóla svo mikið á felgunni. Það er full ástæða til að vara menn við þessu sem eru að kaupa notuð dekk og skoða vel kantana, ef kantarnir sýna einhver merki þess að dekkið hafa spólað á felgunni er dekkið ónítt fyrir allar felgur jafnvel þó þær séu valsaðar eða með bedlock. Eins ætla ég líka að benda söluaðilum þessara dekkja á að segja kaupendum frá því að dekkin sem þeir eru að selja séu ónothæf nema með bedlok eða völsun Þið munduð gera ykkur sjálfum stóran greiða með því þegar til framtíðar er litið Takið það til ykkar sem eigið það. Mér finnst ekki einleikið hvílgt magn af ágætis dekkjum er búið að eyðileggja með þessu.
02.03.2008 at 10:04 #615810Ég heyrði óljóst til einhverra í gær á rás 47 sem virtust vera með mikið bilað, en ég fór við þriðja jeppa á Mýrdalsjökul. Hvar voru þessi ólánsömu toyota eigendur á ferð? Annars var lítið í gangi á VHF inu í gær miða við að þetta var með betri dögum á fjöllum. Er hnignun VHF kerfisins sem benni er búinn að spá þegar hafin og tetra ófreskjan búinn að taka öll völd. Ég tekk samt fram að ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af því því það hlítur að vera hið besta mál, sérstaklega fyrir þá sem fengu gefins tetra. : )
29.02.2008 at 09:04 #614032Ég mundi vinna þetta í þessari röð
1. Háspennukefli.
2. kveikjumagnari.
3. pickuppið í kveikjunni.
4. crank sensorin á kúplingshúsinu.
5. Vélartölvan.
þú virðist eiga eftir að fara í vélartölvuna en hún getur bilað svona.
Prufaðu lík að skrúfa crank sensorinn af og möndla hann til þannig að þú getir fest hann ca 0,5 mm nær flexplötunni eða kasthjólinu. Það gæti verið nóg að losa hann og ýta bara á hann þegar þú herðir aftur
28.02.2008 at 21:49 #615536Ég fór brúnna á þriðjudagin. Þá voru skarir á ánni ofan við brúnna en það var ekki ófært að sjá, ég skoðaði það samt ekki náið.
27.02.2008 at 19:15 #615068Ert þú ekki sammála því að hefði allt það opinbera fjármagn sem búið er að eyða í tetra verið sett í að auka dekkun gsm kerfisins, að við værum þá með gsm kerfi í dag sem væri betur dekkandi en samanlögð dekkun gsm og tetra er í dag. þú verður að vera sammála þessu því ég held að þú þekkir tæknina sem liggur þarna á baki.(við erum að tala um hundruð gsm senda um allt land) Björgunarsveitarmaður þarf bara að vera í sambandi það skiptir engu máli hvað síminn hans heitir. Sama má segja að segja um tínda vélsleðamen eða fótbrotin göngumann.
Ef þetta er skoðað í þessu ljósi þá hefur neyðarlínan og tetra miklu frekar minkað öryggi ferðalanga á íslandi en aukið það. Og það er bar enn einni illi ígrundaðri pólitískri ákvörðun að kenna. Á meðan túristar verða úti á laugaveginum ár eftir ár með gsm síma í vasanum þá er það röng ákvörðun að eyða hunduðum miljóna í tetrasenda þar sem gsm samband er fyrir.
Tetra er hinsvegar komið og ekkert athugavert við að menn noti það.
27.02.2008 at 17:04 #615062Snorri segir að þetta tetra kerfi auki öryggi okkar allra. Ég er ekki viss um að það sé rétt. Í fyrsta lagi þá eru ekki nema mjög fáir sem eiga tetra stöð, en það eiga allir gsm síma. Í öðru lagi væri gsm samband á upp undir 100% landsins hefði því fjármagni sem eytt hefur verið í tetra kerfið verið varið í vitræna uppbyggingu á landsdekkandi GSM símkerfis. Í staðin erum við með þrjú eða jafnvel 4 símakerfi sem öll virka illa. Þetta er afleiðing af því að íslenskir braskarar eru að selja illa upplýstu stjórnmálamönnum tækni sem þeir hafa ekkert vit á. Ég veit að það er ákveðin þörf fyrir kerfi eins og tetra fyrir lögreglu en það er eingin þörf á að hafa það kerfi landsdekkandi. En það er hinsvegar mikil þörf fyrir að hafa gsm kerfið landsdekkandi. Ef maður hugsar til baka þá rifjast upp fyrir mér fleiri en eitt tilvik þar sem menn urðu úti með gsm síma í vasanum. Það eru atvik þar sem þessir langdrægu sendar sem vodafone er að setja upp hefðu örugglega komið í veg fyrir
26.02.2008 at 23:34 #613520Nei þetta hjálpar lítið eða ekkert. það eru til útbreiðslu kort af þessu á vefsíðum beggja þessara fyrirtækja, ég setti þau sjálfur á annan þráð hér (Aðgangur f4x4 að TETRA). Það sem vantar er að vita nákvæmlega hvar sendarnir eru staðsettir því það hjálpar manni meira að koma sér í sem næst sjónlínu við þá ef maður er sæmilega staðkunnugur eða með kort.
26.02.2008 at 22:51 #613514Mig langar í kort af staðsetningu allra langdrægra gsm sent á landinu það myndu hjálpa manni mikið við að komast í samband í nauð ef svo ólíklega vildi nú til að vodafone síminn væri ekki inni akurat þar sem maður væri staddur. : ) Væri þú siggibo ekki til í að vinna aðeins í því, til dæmis birta bara hnitin eða nöfn þeirra staða sem sendarnir eru á hér á spjallinu.
26.02.2008 at 21:10 #613510Við Gunnar höfum þá sennilega verið að tala saman um sendinn á Bláfelli það er að segja ef hann var orðin virkur klukkan 2 eða 3 í dag því sambandið var búð að vera að slitrót frá strút eftir að fór að halla undan austan á jöklinum en svo var allt í einu komið fullt samband við Þursaborg en þaðan er 25 km sjónlína á Bláfell.
25.02.2008 at 09:53 #615028Væri úr vegi að 4×4 félagið fari í viðræður við vodafone um einhverskonar samstarf í sértækum verkefnum. Mér dettur í hug samtarf um að setja svona langdrægan GSM sendi á Grímsfjall. Klúbburinn gæti komið að því með því að sjá um flutninga. Á móti gæti komið aðstoð af þeirra hendi við nettengingu VHF endurvarpanna.
hvernig líst mönnum á það ?
24.02.2008 at 22:28 #615012Tilvonandi OgVodafone
[img:o7yjaryl]http://www.vodafone.is/images/thjonustusvaedi-adv4web-1des2008.gif[/img:o7yjaryl]Núverandi Tetra
[img:o7yjaryl]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4003/48654.jpg[/img:o7yjaryl]
Núverandi gsm ogvodafone
[img:o7yjaryl]http://www.vodafone.is/images/thjonustusvaedi-adv4web-20feb2008.gif[/img:o7yjaryl]
Auk þessa mun vera um 200 kb/sek gagnasamband eða meira (net samband) sem kostar ekki mikið, alstaðar þar sem Ogvodafone gsm samband er
14.02.2008 at 21:59 #201873Það verður að viðurkennast að þeir eru flinkari í þessu í ameríku.
-
AuthorReplies