Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.05.2008 at 12:12 #621988
Þetta mál virðist skjóta upp kollinum á 5 ára fresti eða svo. Ég held að þetta sé misskilningur sem stafar af því að burðarefnið (strigalögin) í mudder er nælon sem teygist með árunum. Stálvírinn sem er í bananum liggur langsum í dekkinu og kemur í veg fyrir að það stækki að ummáli eins og mörg diagonal dekk gera en þar sem það er nylon sem heldur að mestu við breiddina breikkar dekkið oft veruleg þegar það eldist sérstaklega dekk sem mikið eru notuð á litlu loft. Þetta veldur því líka að dekkin aflagast og fara stundum að hoppa leiðinlega eins og frægt er en hefur þann kost að dekkin batna í snjó því belgurinn stækkar og þau ráð við minna loft.
01.05.2008 at 09:54 #621802Flækjur auka skolun strokksins. Skolun stroksins er háð fjölmörgu en í fjórgengisvélum er það fyrst og fremst þjöppunarhlutfall vélarinnar. Dísil vélar eru með meira en tvöfalt hærra þjöppunarhlutfalli en bensínvélar og eru þess vegna með sem því nemur minni ávinning af flækjum. Flækjur með afgastúrbínu virka alveg eins og í öðrum vélum en eru kannski óþarfar því afgastúrbínan ætti að geta nýtt alla orkuna sem flækjan er annars að nýta.
28.04.2008 at 09:34 #619356Ég tel líklegt að kanturinn sé svona slitin aðalega vegna þess að felgan er ekki góð með aðeins kónísku sæti sem gerir það að verkum að dekkið er á stöðugri hreyfingu í sætinu og þegar þessi furðulega felgu vörn sem er á þessu dekki bætist við verður vandamálið enn verra. Er myndin sem er innan úr dekki af dekkinu sem rifnaðið ? eftir þeirri mynd að dæma virðist vera að vandamálið geti verið hiti ? Var eingin gúmísalli inn í dekkjunum? Ef þú og fyrri eigandi gætuð komið ykkur saman um að áætla raunæft hve marga kílómetrar þessi dekk eru búinn að rúlla undir 3 psi þá myndi það vera mikilvægt innlegg í umræðuna.
27.04.2008 at 10:47 #621468Milligíra í íslenskum jeppum minna orðið um margt á söguna af stráknum sem var að ganga til prests og var dálítið erfiður. Presturinn ætlaði að gera hann kjaftstopp og spurði hann hve marga kýrhala þyrfti til að ná til tunglsins, strákurinn svaraði að bragði, einn ef hann er nógu langur, sem er alveg hárrétt en kom samt flatt upp á prestinn. Sama má segja um hve marga millikassa þarf í jeppa? einn ef hann er með nógu lágum gír. Skriðgír í jeppum er fyrst og fremst afsprengi þess að jeppar voru gjarnan með of hátt lágadrif og það var oft einfalt að leysa með milligír. Ódýru Toyota jepparnir sem komu hingað voru til dæmis með 1:1,95 alveg fram yfir 1980, patrol jepparnir voru og eru með 1:2,02 og dana 20 millikassinn sem var í mörgum amerískum jeppum var með 1:2,03. En á sama tíma þurftu landróver eigendur ekki að vandræðast með þetta enda oft með 1:2,9 í lága. Dana 18 sem kom í mörgum jeppum á þessum tíma var með 1:2.46 og dana 300 sem kom eftir 1980 minnir mig var með 1:2,6 þeir sem nýttu sér þetta með lágum hlutföllum voru oftast lausir við að burðast með tvo millkassa. Nú seinni ár hefur verið hægt að kaupa lægri hlutföll í alla algenga millikassa, samt halda menn áfram að setja milligíra í jeppa af gömlum vana að því er virðist. Flestir skárri jeppar koma orðið með 1:2,5 eða lægra hlutfalli orginal sem er oftast nóg að minnsta kosti fyrir sjálfskipta jeppa og 38 tommu eða minni hjól. þetta ætti að þýða að milligírar í jeppum væru að hverfa en það virðist ekki vera raunin. Fróðir menn segja mér að það sé vegna þess að jeppi sem er hættur að drífa í snjó getur stundum nýtt of mikla niðurgírun til að mjakast mjög mjög hægt áfram. Hvað menn hafa svo við það að gera í ferðajeppum er annað mál sem ég kann ekki skil á. Þið sem eruð að hugleiða milligíra ísetningar ættuð að ígrunda vel að milligír eyðir olíu og stelur afli alltaf, líka þegar bíllinn er ekki í gírnum. Þegar við þetta bætist að bíllin þyngist sem nemur milligírnum er rökrétt að ætla að það sé verra að vera með milligír en einn nógu lágan millikassa.
24.04.2008 at 08:19 #621230Vitleysingar eru beggja vegna borðsins í þessu tilfelli, vörubílstjórar og lögreggla Það þarf engan vísindamann til að sjá að það er ástæða þess að svona er komið.
þessir fávita ættu allir að skammast sín. Þó Sérstaklega hálfvitinn sem gólaði gas, gas og fíflið sem henti steininum.
21.04.2008 at 18:03 #620914Færið um helgina var óborganlegt, Logn og sólskin alstaðar og bara skemmtileg fólk á fjöllum. Lagt var af stað úr Reykjavík klukkan 13 á föstudag
Ferðalagið var svo um það bil svona:
Reykjavík, Hrauneyjar, Laugarfell, Miðja, Ingólfsskáli, Hofsjökull, Skiptabakki, Hveravellir, Péturshorn, Íshellir við Hafrafell
Slunki, Þingvellir, Reykjavík.[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/drasl/OddnyLang.wmv:20ijrng6][b:20ijrng6]Myndband með bensínlykt og skagfirskri stemmu[/b:20ijrng6][/url:20ijrng6]
17.04.2008 at 18:24 #618408Til að toppa slælega frammistöðu okkar íslendinga í kortagerð af klakanum þá eru einhverjar þjóðverjar að dunda sér við að búa til íslandskort fyrir gps tæki (mapsorce) sem þeir gefa. Það kort virðis mér að mörgu leiti orðið betra en garmin kortið sem selt er á fimmtánþúsund hér heima og ef þeir uppfæra þetta jafn ört og þeir hafa gert í framtíðinni verður þetta það skásta sem kostur er á innan skamms. Þessi kort eru með 20 metra hæðarlínum og miklu af vitlaust skrifuðum örnefnum. Það vekur athygli að gögnin sem þeir nota til að gera þessi kort virðast ekki koma frá Landmælingum íslands eða íslenskum fyrirtækjum, enda væri þetta þá ekki frítt eða hvað.
Ég var að setja nýasta kortið frá Þjóðverjunum upp og ætla að prufa að nota það um helgina og vera duglegur að bera saman við önnur kort.
http://www.ourfootprints.de/gps/mapsource-island_e.html
[url=http://www.ourfootprints.de/gps/mapsource-island_e.html:3dphya7f][b:3dphya7f]Tengill á niðurhalssíðuna [/b:3dphya7f][/url:3dphya7f]
15.04.2008 at 15:59 #620146ÉG vil benda á víboninn hans Olgeirs í Nefsholti, sem er venjulega kallaður Geimstöðin. Ég geri ráð fyrir að hann verði í vinnu í haust eins öll önnur haust síðastliðin fjörtíu ár eða svo. Frá 19. september til 26. En það er vissuleg mjög áhugaverður gripur ef tímaplanið gengur upp.
[url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=4566:3fs85bth][b:3fs85bth]Olgeir (wepon)[/b:3fs85bth][/url:3fs85bth]
[img:3fs85bth]http://www.mmedia.is/gjjarn/drasl/fjall04x16.jpg[/img:3fs85bth]
09.04.2008 at 09:15 #619702Ég gekk fyrst á heklu 1979 þegar ég var 15 ára, ári seinna var ég að snúa heyi í landsveitinni þegar hún byrjaði gjósa með ógnarlegum krafti. Gosmökkurinn steig tugi kílómetra upp í himininn á nokkrum mínútum, það dró fyrir sól og jörðin skalf. Um kvöldið logaði Hekla öll og morguninn eftir var hún búinn að skipta um ham, orðin óþekkjanleg frá því sem áður var. Tveimur eða þremur dögum eftir að gosið hófst var farið að smala fé norðan og austan Heklu. Stór hluti afréttarins sem mig hafði alltaf hlakkað til að sjá á vorin var horfinn, þar sem áður voru grónir hagar var nú bara svartur vikur. Ég byrjaði að ganga í Dómadalshrauni kl 7 um morgunni og gekk allan daginn í ösku og vikri. Þegar líða fór á daginn var hálsinn og nefið stíflað af svörtu ryki sem sveið undan. Það fé sem við komum að var erfitt að reka og oft blæddi úr fótum þess. Þegar ég komst í bíl aftur seint um kvöldið í Áfangagili var ég uppgefnari en orð fá lýst. Þá rann upp fyrir mér að Hekla var búin að breytta öllu, ekki bara landslaginu heldur líka mér og öllum sem þarna voru. Þrátt fyrir að ég sé hálf smeykur við hana hefur hún svo mikið aðdráttarafl að ég er búinn að fara 6 sinnum án erindis á toppinn á henni þrisvar gangandi og þrisvar á bíl.
09.04.2008 at 08:55 #619988Straumtæring er tæring sem verður vegna þess að vatn eimast við veggi blokkarinnar. Ástæðan fyrir því að straumtæring magnast í blokkum er oft sú að ekki er nægur þrístingur á vatnskerfinu. 12000 km geta örugglega farið ansi langt með að gata svona blokk ef ekkert trukk er á kerfinu. Athugaðu tappann og að kerfið leki ekki einhverstaðar ofarlega.
06.04.2008 at 22:29 #202263Í dag hittust fjalldrottningar, Isabella sem er fimm ára og Hekla sem er eldgömul og skartaði sú gamla sínu fegursta í tilefni dagsins.
29.03.2008 at 12:05 #618722Ef ég er að bulla lella hvað ert þú þá að gera þegar þú heldur fram að þungur bíll eyði ekki meiru en léttur. Ég er að reyna að vera málefnalegur og benda á aðra hlið á málinu þá ferð þú að bulla um einhverja nýar eðlisfræðikenningar.
29.03.2008 at 10:43 #618718Þessi hópur sem hefur hæðst meðal jeppamann er einmitt þeir sem aka um á vörubílum eða mjög þungum díseljeppum en þeir eru sem betur fer ekki margir og eru vægast sag mjög ótrúverðugir í mótmálaaðgerðum. Ég held að það sé mjög misráðið að f4x4 séu í einhverju samráði eða samvinnu við vörubílstjóra því hagsmunirnir fara engan veginn saman. Olíuverð er einfaldlega ekki hagsmunamál f4x4 og það er fárálegat að þessi spjallsíða sé meira minna upptekinn af þvargi um olíuverð. Ég stend með þrótturumum í sinni baráttu en finnst jeppamen sem taka þeirra barátu til sín vera fárálegir. Sem umhverfisverndarsinna þá fagna ég frekar hækkun olíuverðs ef það mætti vera til þess að fækka vörubílum á fjöllum.
25.03.2008 at 11:23 #618390Þessi kort eru enn þann dag i dag lang bestu kort sem fáanleg eru af klakanum en eru ekki til af öllu landinu eins og myndinn frá agnari sýnir. Þau eru að upplagi meira en 40 ára gömul og gerð af bandaríska vanarmálaráðuneytinu.
Skástu kortin sem dekka allt landið eru sennilega frá danska varnarmálaráðuneytinu í 1:100.000 atlaskortin svo nefndu. Þau eru ekki nándar nærri jafn góð og þessi kort. Svo eru Rsigmundsson mapsorce kotin sem eru að verða ansi góð en á þau vantar enn mikið af landupplýsingum fyrir þá sem eru að aka utan vega. Mér finnst alltaf eins og ég sé hálf berrasaður þegar ég er kominn út fyrir þessi bandarísku kort, ég er samt alltaf með öll hin kortinn með mér. Landmælingar íslands hafa staðið vægast sagt mjög illa gegn um árin hvað þetta varðar og maður spyr sig stundum til hvers í veröldinni þetta batterí var stofnað.
23.03.2008 at 17:28 #618272Ég held satt best að segja að aðal munurinn á þessum mönnum og vel flestum íslenskum jeppaköllum sé að þessir drífa í snjó. : ) 46" dekk, rúm tvö tonn og stórir mótorar er að virka í snjó burt séð frá því hvort jeppinn sé með flottum köntum eða ekki. Núna um páskanna er búið að vera renni færi um allt fyrir létta jeppa með aflmiklum vélum samt eru menn vælandi yfir þungu færi, lúsast áfram í lógírum með eyðslu upp á 500 lítra á hundraðið. Flestir þessir jeppar þarna myndu fleyta kerlingar fram hjá ísenskum bílahommum á grútarbrennurum og of litlum dekkjum og gleymið ekki að eyðslan á bíl sem drífur ekki er óendanlega mikil. : )
16.03.2008 at 11:07 #616734Ég smakkaði einu sinni besta vodka í heimi hjá Arnþóri, ég hef að vísu ekki smakkað allan vodka í heimi en er samt sannfærður um að vodkasnafsinn verði ekki betri . Þetta er minn stóri sleggjudómur.
En í dekkjamálum ætla ég að halda mér við hluti sem ég veit. Ég sakal ekki segja hvort þessi nitto dekk séu góð snjódekk enda hef ég ekki prufað þau. En ef þau eru léleg í snjó þá er það ekki vegna þess að þau leka, affelgast og spóla á felgunni, öll dekk virðast gera það á lélegum felgum. Ef einhver getur notað dekk í áratug á venjulegum felgum án þess að þau affelgist þá er það kannski meira vegna þess að hann er heppin, lagin að keyra, hleypir lítið úr, dekkin náðu að gróa við felguna og sitt hvað fleira sem skiptir máli. Allaveganna er það ekki vegna þess að dekkin sem hann er með límist með göldrum við felguna vegna þess þau heita X. Við skulum líka taka tillit til þess að nitto dekkin eru þó nokkuð stærri en mudderin sem þýðir að þau taka meira á felgukantinum og ráða við sem stærðinni nemur minna loft sem gerir það aftur að verkum að meiri hætta verður á affelgun. Vissulega eru dekk mis rúm á felgunum en það virðist geta átt við um öll dekk. Það er mikið langt því frá að hægt sá að setja muddera eða grondhawk dekk á hvaða felgur sem er og fara beint út að spóla á 1 pundi,. en það er kannski líklegra að maður sleppi með það á þeim en mörgum öðrum dekkjum. Þær felgur sem margir eru að nota fyrir þessi nýju dekk eru felgur sem mér dytti ekki í hug að reyna að nota, sama hvernig dekk ég væri með. Ef Arnþór er búinn að gata muddera 15 sinnum á 10 árum þá sýnist mér á tæru að það séu ekki heppileg dekk fyrir hann. og ekki skrítið að hann sé ánægður með nitto dekkin ef hann telur sig lausan við það vesen. Allavega væru það mistök að afskrifa þessi dekk vegna þess að þau affelgast eða spúla á felgunni því það getur át við um öll dekk og er ekki erfitt að leysa.
11.03.2008 at 16:57 #616506Niðurstaðan er sú að 5/8 boltinn er of lítill miða við 3/4 lásinn. Sem þýðir á mannamáli að Warn er einfaldlega að selja rusl.
11.03.2008 at 16:42 #616502Skerþol 5/8 bolta ef hann er smíðaður úr venjulegu smíðastáli er um 8000 kg. 2 x það eru 16000 kg sem er þá slitþol þessa búnaðar miðað við lélegasta bolta sem menn setja í þetta. Sæmilegur stálbolti hækkar þetta svo upp í rúm 30 tonn. En vegna þess að efnið prófílum er bara smíðajárn verður aldrei sá ávinningur í því.
11.03.2008 at 13:44 #616492Ef þú notar heilan 5/8 bolta úr lélegu stáli í þetta, tóg sem teygist um 1 metra við 20t álag og togar svo í með með 4 tonna þungum jeppa sem nær 20 km hraða áður en spottin fer að strekkjast. Þá færðu þenna hlut í hausin jafnvel þó þú sért ekki jafn vitlaus og ég. Þannig að þú sér að greind hefur lítið eða ekkert að gera með þetta.
11.03.2008 at 13:03 #616488Ég er að tala um 5/8 pinnan sem festir dráttarbúnaðinn við bílinn, þennan sem slitnar og er oft ekki nema hálfur í bílum sem mikið eru notaðir með hestakerrur eða aðrar þunga eftirvagna.
Það stafar miklu meiri hætta frá þessu en venjulegu kúlutengi bara vegna þess að þetta er eðlisþyngra og hegðar sér því svipað og fallbyssukúla í loftinu. Og ef skynsemin á að ráða einhverju þá einfaldlega hefur maður alla hluti sem festir eru í spotta eins létta og kostur er og hefur veikasta hlekkinn ekki viljandi á þessum stað þar sem hann augljóslega veldur hættu ef hann brotnar.
-
AuthorReplies