Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.11.2006 at 16:42 #568804
Í gamladaga var oft keðjað þegar glæra var á vegum. Langflutningabílar nota keðjur í dag við þessar aðstæður. það virkar mjög vel og ekki ver en naglar. Fyrir þá sem hræddir við glærusvell á vegum væri það ágætis lausn til að komast yfir þessar spotta sem verða ófærir sökum glæru. Ég hef ekki notað keðjur eða nagla í tuttugu ár. Ég hef oft lent í að keyra heiðar í glæru og alltaf tekist að leysa það með því að far varlega og nota vegkanta eða hreinlega með því að keyra utanvega. þó svo að nagladekk væru alveg bönnuð væri ekkert hættuástand á vegum. umferðarhraðinn myndi bara minka og fólk sem treystir sér ekki til að keyra á hálku myndi hreinlega ekki vera á ferðinni þessa daga sem glæran er á vegunum eða vera á keðjum. Það er ekki hluti af mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna að allir geti keyrt bíl í hvað færð sem er. Það löngu tímabært að stöðva þá sóun á fjármunum sem nagladekk eru svo ekki sé talað um sóun á heilsu þeirra sem búa í borgum. Í sambandi við saltið þá er Ég einn þeirra sem fer út að skokka öðru hverju og og hef með árunum lært á hvaða göngustígar eru saltaði og síðan reyni ég að skipuleg ég túrinn 5 til 10 kílómetra þannig að sem minnst sé á söltuðm stígum sem segir kannski sína sögu um hve gott er að salta götur.
12.11.2006 at 20:20 #567744Nei nei ég gleymi ekki neinu. NP 231 er 25 kíló svo munurinn er 32 í bíl eins og mínum og Einars K.
12.11.2006 at 19:05 #567740Mér fannst þetta ansi sniðugur kassi en mér hætti alveg að lítast á blikuna þegar ég sá vigtina. 125 pund eða 57 kíló, þetta feri aldrei í bílinn minn.
07.11.2006 at 21:39 #567198Eru til svona þverbogar sem hvín ekki í, í vindi ?[img:1cpi4j5y]http://www.mmedia.is/gjjarn/phpBB2/images/smiles/icon_rolleyes.gif[/img:1cpi4j5y]
31.10.2006 at 10:34 #564734Einar er bara vel að sér í fjarskiptamálum og kemst að niðurstöðu byggðri á þekkingu. Það er alveg sama hvernig á málið er litið þetta tetra dót verður aldrei jafn hagkvæmur kostur fyrir f4x4 og hefðbundið vhf endurvarpakerfi eins og við erum nú þegar með. það sem vantar í fjarskipti er meiri dekkun inn til fjalla og ú á sjó, tetra er verra en hefðbundin vhf kerfi til þess og þar við situr. það hlýtur að vera stærra atriði að vera í sambandi heldur en hvernig sambandið er. Allur sá peningur sem fer í þetta tetrabull minkar bara það fjármagn sem sett er í fjarskiptakerfi sem virka og eru nú þegar með útbreiðslu. (gsm og vhf) GSM sími og góð vhf talstöð gerir alltaf meira en ein tetra stöð. Og haldið að það verði hægt að taka GSM síman og VHF stöðina af græjulistann ó nei það verður sko ekki hægt, tetra stöðin bætist bara við listann. Ekki gleyma því að til að vera vera alltaf í sambandi verður áfram að notast við gervihnattasíma. eða ham radío.
Guðmundur
27.10.2006 at 22:18 #565502Hann vill líka að menn þurfi stimpil í ökuskýrteinnið til að fá að ríða.
Sennilega er kallin komin yfir strikið núna, ætli hann missi ekki vinnuna út þetta.
27.10.2006 at 14:57 #564692Hérna er starfsmanaskrá Tetra ísland, mjög fróðleg. Þrír starfsmenn tveir tæknistjórar sem stjórna sjálfsagt hvorir öðrum og sá þriðji til að telja peninga. : ) [url=http://www.112.is/tetra-island/starfsmenn/:2ndbj1iv][b:2ndbj1iv]Starfsmannalisti[/b:2ndbj1iv][/url:2ndbj1iv]
Guðmundur
27.10.2006 at 13:26 #564688Allir gsm símar sem hægt er að hringja í senda frá sér sín einkenni á nokkra mínútna frest. í þessu einkenni er meðal annars símanúmerið, eigandi kerfisins, landið sem hann er frá og sér einkenni símans. Lögregla hér hefur meira að segja nýtt sér þetta við lausn mála þar sem glæponar hafa ekki varað sig á þessu.
Guðmundur
27.10.2006 at 11:41 #564680Í hvert sinn sem þú heyrir did did did í útvarpunu sem er við hliðina á símanum þínum þá er síminn að senda endurvarpanum númerið sitt. svo GSM kerfið vit hvar síminn er, sem gefur þá fimm kílómetra nákvæmni (drægi GSM síma) ef GSM síminn þinn er með GPS getur þú látið hann bæta hnitonum við númerið, og kerfið getur þá vistað trakkið ,svo einfalt er það nú. Þessa þjónustu er hægt að kaupa í usa og er hún markaðsett meðal annars til að foreldrar geti fylgst með ferðum barna sinna.
27.10.2006 at 10:18 #564670Ég gleymdi aðal atriðinu sem ég ætlaði að benda á en það er að ferlunarbúnaður með nákvæmni upp á 5 kílometra er í öllum í gsm símum. Til að fá nákvæmni upp á fimm metra þarf að borga aukalega 5000 kall fyrir síman og semja við gsm þjónustuna um að vista trakkið.
guðmundur
27.10.2006 at 09:46 #564668það er meira en erfitt að réttlæta þetta tetra bull það er er ekki hægt nem menn hafi litla eða enga þekkingu á fjarskiptamálum. 400 miljónir í senda sem flestir eiga að dekka svæði sem nú þegar eru marg dekkuð með mismunandi gsm og vhf kerfum Það mæti halda að GSM sé ekki nóg fínt fyrir lögguna. Það er alveg ljóst að það fengist meiri heildar dekkun ef þessir fjármunir yrðu settir í að fylla í götin á GSM kerfinu. Þetta er bara spurning um að einhverjir eru að maka krókinn á fávisku ráðamanna í fjarskiptamálum. Tetra er bara sölunafn svipað og topeware í plastdollum sem gerir bara sama gagn og gsm sími og meira að sega heldur minna. Því tæknin í tetra búnaðinum er langt á eftir gsm.
Guðmundur
26.10.2006 at 12:12 #559630Ég er á því að þetta sé alveg fullnægjandi svar hjá Einari.
: )
Guðmundur
25.10.2006 at 22:51 #56513211° gráður er þó nokkuð Settu felguna í þerri breidd sem þú ætlar að nota á nafið, settu hásinguna í þá hæð frá gólfi sem hún verður, (48 cm fyrir 38" dekk) framlengdu spindilínunni 11° niður í gólf og mældu steering-offsettið ef það er minna en 4 cm er þér óhætt að far þó nokkuð hátt með casterinn en ef þú velur seinna að fá þér breiðari felgur gæti það orði vandamál.
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/styrigr/camber4.jpg:2c5v3xi4][b:2c5v3xi4]Mynd til glöggvunar[/b:2c5v3xi4][/url:2c5v3xi4]
25.10.2006 at 22:18 #565128Þetta er spennandi verkefni hjá þér Kristinn vonandi sést hann bara á götunni sem fyrst.
Ef steering-offfsetið verður mikið í uppsetningunni hjá þér er líklegt að mikill caster verði vandamál ( yfir 5° )Því álagið á millibilsstöngina verður mjög mikið. Bogin millibilsstöng og jafnvel slitnir stýrisendar, eftir smá hvarf er þá vandamál og bíllin lemur stýrið í holum.. Þessi wagoneer hásing er sennilega ekki með miklu kingpin-horni (án þess að ég viti það)og því verður öruggleg eitthvað steering-offsett í bílnum sem þíðir að þú mát eiginlega ekki fara yfir 5° caster. Ef steering-offsetið verður núll þolir þetta mikinn caster alt að 10-12° en þá má heldur ekki breyta felgubreiddinni mikið því við það breytist steering-offfsetið.
Svara Bjarna: þessi þumalputtaregla ( D dekk/25 <= 4 cm) á bara við um bíla með caster ofssett (t.d Suzuki Vitara) og er hugsuð til að hægt sé að staðfæra reynslugild ú caster-offsett lausum bílum yfir á bíla með caster-offsett. Jeppi með 6 cm caster-offsett getur verið með 12°caster og samt verið undir þessum 4 cm. Þetta kemur svona hásingadóti ekkert við því þær eru undantekninga laust án caster-offsetts.
guðmundur
25.10.2006 at 11:14 #565114Það skiptir máli hvernig hásingin er sem þú ert með og fleira
Lestu þig aðeins til um þetta [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/styrigr/styriindex.htm:2miplqz5][b:2miplqz5] hér[/b:2miplqz5][/url:2miplqz5]
24.10.2006 at 00:53 #564988Svo er hægt að fá sér 6 volta dinamo sem setur væri á dekkið á rafinum eins og á reiðhjólonum í gamladaga og spara sér þannig stófé í batteríum.
19.10.2006 at 09:37 #563868Já mér finnst íslensku bigfoot kallarnir ekki standa sig í stykkinu, engin komin yfir 49". En það hlítur að standa til bóta. Eg held að það sé alveg óþarfi að vera að hrella sig á eyðslunni og ólíuverðinu, það er eingin að segja að það þurfi að nota þessa trukka. þeir gera alt sem þeir þurfa á hlaðinu ekki satt. : )
18.10.2006 at 16:41 #563752.Jónas Hallgrímsson er með Tindafjöll í kvæði sínu Gunnarshólmi,.þar segir " En hinum megin föstum standa fótum blásvörtum feldi búin Tindafjöll" og vísar þarna öraugglega í fjöllin ofan við Fljótshlíð. Ekki það að ég hafi hugmund um hvort það sé rétt . Einbú er langt austur af því sem kallað er Tindurinn í Tindafjöllum ég er ekki að skilja hvernig heimamaður gæti hafa ruglast á honum og toppnum. Í sunnlensku er talað um að fara á tindinn en það er bara hæsti staður hvaða fjalls sem er. Af hverju tindurinn á Tindafjöllum er merktur á kortum er hálf skrítið svo ekki sé meira sagt.
Hattafell er örnefni sem ég held um að sé hið rétta, fyrir nokkrum árum las ég dómsmál um þjóðlendur , þar var talað um Hattafell og Hattafellsgil og þar séu fjárbyrgi og var þá verið að tala um kosti afréttarinnar Ég á bágt með að trúa að sveitastjórnin hafi látið það fara framhjá sér. Flest kort sem ég hef séð um dagana kalla þetta fell Hattafell. Ég hef fengið mjög misvísandi upplýsingar um nafnið á þessu ágæta felli frá hvolhreppingum og rangvellingum maður sem farið hefur á fjall á rangárvöllum í tuttugu ár sagði mér að hann kallaði það hattfell en það heitir örugglega Hattafell bætti hann við.? Ég veðja á að Hattafell sé hið rétta nafn og ef það kemur líka fram í göngum og réttum eins og Olgeir segir þá er ég alveg sannfærður um að það sé hið rétta nafn.
Guðmundur
18.10.2006 at 12:06 #563744Hattafell á Emstrum er með tveimur höttum þegar horft er á það það að austan eða norðaustan en aðeins einum ef horft frá veginum upp frá Mosum. Ég held að það sé óumdeilanlegt að það fell heitir Hattafell. Ég kannast ekki við Hattfell í goðalandi aðeins Hatt en það örnefni er að finna ansi víða.
Guðmundur
18.10.2006 at 09:23 #563734Það er villa í einhverjum kortum en þar er lítið fell á rangávallaafrétti, í vatnafjöllunum sem heitir hrauntindar, ranglega merkt Krakatindur en það er klárlaga bara villa.
guðmundur
-
AuthorReplies