Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.02.2007 at 22:58 #579614
Krossá er ekki örnefni á leið í Hvanngil ?
17.02.2007 at 16:31 #578778Það eru sívöl stálrör 32 x 3 stál 52 minnir mig í 5 linkinu að aftan. lauslega reiknað þá gætu allar fimm verið nálægt 5 kg + gúmmí. Hliðarstífan að framan er hinsvegar úr sívölu stál röri sem er 32 x 8 því hún þarf að vera boginn. Þannig að samtals er framfjöðrunin samt mun þyngri en afturfjöðrunin. Þetta stafa af því að svona heilar stífur eru burðarþolslega afleit hönnun en þær hafa vissulega aðra kosti.
Guðmundur
17.02.2007 at 00:32 #579092Tillaga um hvernig megi stytta leiðina norður í land. Leggjum annan veg við hliðina á vegi 1 alla leið til Akureyrar Sá vegur er eitthvað lengri en fyrirhugaður kjalvegur sem þýðir þá að kostnaður verður meiri en við lagningu kjalvegar en þar sem hvort sem er á að fara tvöfalda leiðina í nágrenni við Reykjavík verður þetta örugglega ódýrar þegar upp er staðið. Svo kemur trikkið. Þegar búið er að gera motrway alla leið norður þá hækkum við hámarkshraðann upp í 120 km/kl fyrir fólksbíla og í 90 km/kl fyrir vörubíla. með þessu fæst 30 % stytting á leiðinni fyrir fólksbíla og 10% fyrir vörubíla þetta er í báðum tilfellu meira en það sem kjalvegur gæfi miðað við að hraðinn þar yrði 90 / 80 eins og stefnt er að og vegurinn liggur enn í byggð á svipuðum slóðum og áður.
Guðmundur
16.02.2007 at 23:56 #578774Álið sem er í stífunum er 3,32 kg per stykki.
Ég teiknaði þessa stífu og veit því fyrir víst hvað hún er þung.
Guðmundur
14.02.2007 at 00:30 #578430Ókosturinn við orginal kúluna á endanum er að hún er þekkt fyrir að brotna í sundur,en hún er auðvitað alveg nógu stýf ámeðan hún er í heilu lagi.
13.02.2007 at 11:33 #579060Ég var að lesa á vefnum hjá þeim NV mönnum að þeir telja að aðstæður í suðurnoregi svipaðar og á Kili. Ekki veit ég hvernig þeir finna það út en munurinn er heilar 5° sem eru 555 km norður suður sem svipað og munurinn á suður og norður Noregi. Menn sem láta svona þvælu frá sér eru varla þess virði að á sé yrt.
[url=http://www.nordurvegur.is/um-nordurveg/samanburður-noregur/][b:2b5xh52p]Slóð á bullið[/b:2b5xh52p][/url]
12.02.2007 at 08:37 #580132passar
12.02.2007 at 08:28 #580112Bronco 1966-71 voru oftast með 4,1 hlutföll 28 rillu 9 tommu ford að aftan og 27 rillu dana 30 að framan en 6 strokka bílarnir voru svo allir með 4,57 hlutföll. þessir jeppar voru ekki algangir á íslandi því broncoinn var lítið fluttur inn fyrr en eftir þetta. en 19 rillu dana 44 eins og í valpinum var til í eldri jeep og international en aldrei í ford svo ég viti.
guðmundur
11.02.2007 at 18:29 #579946Þetta fyrsta innlegg mitt hér að ofan átti að hljóma eins og hófleg gagnrýni , ef ég er yfir strikið þá biðst ég forláts.
Einhverstaðar verður samt að draga mörkinn, ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að nú þegar sé búið að leggja of marga vegi og byggja of mikið af mannvirkjum sem þjóna þeim tilgangi einum að flytja eða hýsa leiðinlega útlendinga á afréttum landsins. Þess vegna er mér svolítið í nöp við að menn taki sér það frumkvæði í nafni klúbbsins að segja hóflega vegagerð í lagi. Að því að ég best veit er það ekki hluti af stefnu klúbbsins en ef svo er þá vil ég fá endurgreiðslu á félagsgjaldinu.: O : O Nei nei en ég er allavega á móti allri vegagerða á hálendinu og vil meira að segja að sumum nýlegum vegum verði lokað og sama væri mér þó allar þær brýr sem Snorri nefnir hér að ofan væru látna fara. Þó svo að hlýnað hafi í veðri hefur aðgengi að jöklum ekki versnað, tímabylinn sem erfitt er um vik hafa bar færst til. og svipaða sögu er að segja um lagfæringar á vegum sem liggja að jöklum, svæðin sem hætta er á skemmdum færast þá bara til. Ég held líka að það sé lítið hægt að bæta aðgengi að jöklum nema með meiriháttar vegagerð en venjulegt viðhald er annað mál. Það væru meiriháttar framkvæmdir að gera alla vegi sem liggja að jöklum frostfría eða þurra bæði vor og haust. Mig vantar alla vega ekki meira af vegum eða meiri þjónustu á hálendi ísland í hvað mynd sem það kann að vera og ég held að það hljót margir félagar F4x4 að vera mér sammála. Það liggja nefnileg ýmis tækifæri í því fyrir okkur jeppamenn að við þurfum eiginlega hvorki vegi né hús til að ferðast um Landið.
Annars ég er samála því sem þarna stendur í öllum megin dráttum og ánægður með framtakið.
Guðmundur
10.02.2007 at 14:03 #580000Euro 5 vél er það ekki bara venjuleg diselvél ? eða er evrópubandalagið nú búð að finna upp nýja vél.
10.02.2007 at 11:15 #579992Eins mætti kannski spyrja til hvers er parkljós í kastaranum var ekki hægt að taka það úr sambandi.
Gummi sem fattar ekki tilgangslausa hluti
10.02.2007 at 09:47 #579936þetta er gott og blessað en ég er ekki tilbúin að skrifa undir að þörf sé á að bæta aðgengi að hálendinu og als ekki fyrir 4×4 félaga. Mér finnst þessi pistill Snorra vera skrifaður með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga og það fer ekki endilega saman við hagsmuni íslenskra jeppamanna. Túristar í skipulögðum rútu og jeppaferðum eru fyrir mér á fjöllum og ég held að margir séu mér sammála. Það er ekki hægt að bæta endalaust við útlendingum á örævi íslands án þess að það minki gildi þeirra sem öræva. [b:16c2bjxd]Það eru eigir vegir í óbyggðum. [/b:16c2bjxd] Ef ekki er lengur hægt að fara akandi fer maður bara gangandi. Þar sem ferðaþjónustuliðið tekur sér bólfestu á fjöllum hefur aðgengi íslendinga sem ferðast á eigin vegum versnað. Gott dæmi er þegar jeppamenn hafa verið húðskammaðir fyrir að aka um einhverja jökulruðninga sem aðili í ferðaþjónustu þykist eiga á suðurlandi.
guðmundur
09.02.2007 at 17:03 #579888Það er rétt hjá Frey það er bara sett hjól á legu í staðinn fyrir dæluna og reimin höfð eins hvort sem bíllinn er með eða án AC.
guðmundur
09.02.2007 at 00:08 #579838Þetta er mjög gott mál og engu við það að bæta. en ég skil ekki orðið láglendisvæðing mæti kannski lag orðalagið þar. Það er aðeins eins og verið sé að tala niður till þeirra sem búa á láglendi
guðmundur
02.02.2007 at 12:06 #578676Það er nú þannig með nákvæmnina í klukkunum að sökum þess að alltaf er verið að endurnýja tunglin í báðum kerfunum þá verður nákvæmni kerfana alltaf sambærileg. Alllt sem talað er um á linknum hér að ofan á við um bæði kerfinn, næmni mótakarana er nær engöngu háð reiknigetu örgjafana og nýtist það því í báðum kerfunum. Eftir því sem ég kemst næst er ekkert nýtt og engar framfarir samfara þessu galileo kerfi aðrar en fjölgun gerfitungla sem er vissulega til bóta. serstaklega ef heimilt og hægt verður að samkeyra þau
guðmundur
01.02.2007 at 22:02 #578500Hafðu í huga við smíðina að veltibúrið er til að varna því að yfirbygging bílsins leggist samann og og kremji farþegana. Grindinn sem er undir bílnum kemur þessu máli því lítið eða ekkert við. Samkvæmt reglunum sem einhvertíma voru til hjá bifreiðarskoðun þá eiga rörin að festast við botn yfirbyggingarinnar með plötum sem eru minnst 120×120 mm og 3mm þykkar minnir mig, en þú gætir hugsanlega funndið þettá vefnum hjá umferðastofu eða hvað þetta heitir núna.
guðmundur
01.02.2007 at 17:31 #578410Ég hef notað 20 mm tjakkenda með GE legu sem er svona þrítengislega á sveitamáli, þeir fást til dæmis í Barka á góðu verði. Svo hef ég smíðað hólka með brjósti svo hægt sé að nota 12mm eða ½ tommu bolta en það má líka bara nota 20mm bolta. Ef maður man að smyrja í þetta þá endist þetta ágætlega og er slaglaust.
guðmundur
01.02.2007 at 13:31 #578402Ef þú vilt vera alveg laus við jeppaveiki er eina lausnin held ég að gera eins og Gunnar I sagði hér ofar og þá getur þú líka sleppt stýrisdemparanum . Ef þú notar áfram millibilstöngina þá er um að gera að vara með stíf gúmmí og helst stangarenda í að minnsta öðru meginn eins þarf að passa upp á að stýrisdemparinn sé slaglaus og á stífum gúmmíum. Athugaðu að bíllin þinn er léttari en til dæmis hilux og er því viðkvæmari fyrir jeppaveiki. En klofna stýrið mun örugglega spar þér pening í balanseringum og dekkjum því með því er einfaldlega hægt að nota mikklu verri dekk
guðmundur
31.01.2007 at 10:08 #578164[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/199:2no8v2ed][b:2no8v2ed]gamall [/b:2no8v2ed][/url:2no8v2ed]
29.01.2007 at 11:53 #560682er þetta rétt með ozi og hugsanlega er að koma stuðningur við þetta hjá einhverjum fleirum en allavega er vöntun á nmea stuðningi oft vandamál hjá þeim sem sem nota tölvurnar sínar og eg var bara að reyna að koma því til skila.
guðmundur
-
AuthorReplies